Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fossvogur | Átta ára nemendur í Fossvogsskóla tóku í síðustu viku þátt í spennandi verkefni, svo- nefndum Listabúðum, en þær eru samvinnuverkefni Fossvogsskóla og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Nemendur skólans eru þeir fyrstu sem taka þátt í þessu tilraunaverk- efni en farið var með rútu frá skól- anum kl. 9:00 hvern morgun og komið til baka samkvæmt stunda- skrá alla dagana. Verkefnið heitir „Heimur dýr- anna“ og er þar fræðst um dýrarík- ið. Meðal annars kom í heimsókn náttúrufræðingur, sem sagði frá lífsháttum og búsvæðum dýra auk þess sem nemendur bjuggu til sín eigin dýr og bók. Myndlistarskóli Reykjavíkur skipuleggur listabúð- irnar og bauð hann Fossvogsskóla að taka þátt í þeim. Áformað er að bjóða öðrum grunnskólum í Reykja- vík að koma í slíkar listabúðir strax næsta vetur og segja aðstandendur Myndlistarskólans að þessi „prufu- keyrsla“ hafi gengið framar von- um. Mæltist vel fyrir Markmið listabúðanna er að auka við þekkingu nemenda í gegnum sjónræna skynjun og með persónu- legri listrænni tjáningu. Að sögn Aðalheiðar Bragadóttur, annars umsjónarkennara barnanna, segir mikilvægt, með lengingu skólaárs- ins, að brjóta hefðbundið skólastarf reglulega upp á skapandi hátt. Reynsla af sköpunarvinnu hafi einnig jákvæð áhrif á störf nem- enda í almennu námi grunnskólans. „Okkur fannst kjörið að nýta þenn- an aukatíma á annan hátt en með því að auka við bóklegu greinarnar. Það er nóg námsefni í því í átta ára bekk,“ segir Aðalheiður. „Það er mikilvægt að í skólastarfinu sé reynt að kynna þeim sem flestar listgreinar.“ Aðalheiður segir búðirnar hafa gengið mjög vel upp og allir hafi verið afar ánægðir með árang- urinn. „Krökkunum fannst það mik- ið ævintýri að fara úr sínum skóla og fara annað. Foreldrarnir sýndu þessu einnig mjög mikinn áhuga og voru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Það var mjög góð mæting á opið hús sem haldið var í enda lista- búðanna. Þau voru líka mjög frjáls í sinni sköpun, þau fengu að skapa sjálf og finna listamanninn í sjálfum sér. Mér finnst að það eigi að gefa öllum börnum tækifæri til að kynna sér listgreinar,“ segir Aðalheiður. Morgunblaðið/Eggert Víðtækur lærdómur: Krakkarnir í Fossvogsskóla voru mjög ánægðir með námsefnið. Nýstárleg og fjölbreytileg náttúrufræðsla í nýju umhverfi Nemendur Fossvogsskóla lærðu margt í listabúðum Reykjavík | Opið hús verður í nokkr- um leikskólum í borginni á morgun, laugardag, og gefst þá fjölskyldum og foreldrum barna sem eru að hefja leikskólanám tækifæri til að kynnast afrakstri starfsins og því sem um er að vera í leikskólunum. Leikskólarnir starfa allir samkvæmt lögum um leik- skóla en hver þeirra hefur mismun- andi áherslur. Það getur því verið áhugavert að kynna sér mismunandi leiðir leikskól- anna. Í Laugarnes-, Langholts- og Voga- hverfi verða eftirtaldir leikskólar opnir kl. 11– 13: Laugaborg v/Leirulæk Lækjarborg v/Leirulæk Hof – Gullteig 19 Sunnuborg – Sólheimum 19 Holtaborg – Sólheimum 21 Ásborg – Dyngjuvegi 18 Hlíðarendi – v/Laugarásveg Brákarborg – v/Brákarsund Steinahlíð – v/Suðurlandsbraut. Í Seljahverfi verða leikskólarnir Jöklaborg, Seljaborg, Seljakot, Hálsakot og Hálsaborg með opið kl. 10–12. Þá bjóða börnin vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Leikskólarnir fimm í Seljahverfi hafa formlegt samstarf sín á milli. Í því felst m.a. samstarf um ýmsa ár- vissa viðburði, s.s. öskudag, opið hús og sérstaka hátíð í tilefni þjóðhátíðar. Þá verða fjórir leikskólar í Graf- arvogi með opið hús kl. 10–12, en þeir eru: Bakki – Bakkastöðum 77 Engjaborg – Reyrengi 11 Sjónarhóll – v/Völundarhús Laufskálar – Laufrima 9 Opið hús í leik- skólum á morgun Taxfrír dagur - Taxfrír dagur - Taxfrír dagur 15% afsl. - 15% afsl. - 15% afsl. af öllum vörum í dag og langan laugardag 8. maí Laugavegi 54, sími 552 5201 Tax-free helgi í Flash 15% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag Sumarjakkar áður 7.990, nú 3.990 Gallabuxur stærðir 40-48 áður 4.990, nú 1.990 Frítt í bílastæðahús allan daginn og í bílastæði eftir kl. 13 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.