Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Jón ÞorvaldurIngjaldsson fæddist í Reykjavík 28. mars 1967. Hann lést í Bergen í Nor- egi 27. apríl. For- eldrar hans eru hjón- in Ingibjörg Jóna Jónsdóttir sérkenn- ari, f. 21. mars 1944, og Ingjaldur Boga- son tannlæknir, f. 18. sept. 1940. Þau búa og starfa á Akranesi. Systur Jóns eru: 1) Ingibjörg Steinunn, rekstrarfræðingur, f. 20. apríl 1968, gift Guðmundi Ragnari Guðmundssyni forstjóra, f. 18. ágúst 1967. Þau eiga þrjú börn, Guðmund Heiðar, f. 26. júní 1991, Ingu Björk, f. 6. júní 1994, og Eiginkona Jóns er Guðríður Björnsdóttir, f. 19. ágúst 1965, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar eru Sigríður Hjartardóttir, f. 18. sept. 1930, og Björn Sigur- björnsson, f. 2. ágúst 1936, bæði búsett á Akranesi. Guðríður og Jón eiga tvo syni: Ingjald Boga, f. 17. júní 1990, og Ásmund Loga, f. 10. apríl 1996. Að loknu BA-námi starfaði Jón í tvö ár sem sérkennari við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Sumarið 1994 fluttist fjöl- skyldan til Bergen í Noregi til framhaldsnáms við Háskólann í Bergen. Að embættisprófi loknu starfaði Jón áfram við háskólann, bæði við kennslu og rannsóknar- störf og hlaut hann doktorsgráðu fyrir rannsóknir sínar 14. febrúar 2003. Frá vorinu 2002 starfaði hann jafnframt við rannsóknir til vals á leiðtogaefnum fyrir stofnun norska hersins. Útför Jóns fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Arnald Þór, f. 9. júlí 1998; 2) Sólborg Þóra, hjúkrunarfræðingur, f. 17. mars 1971, gift Einari Geir Hreins- syni lyfjafræðingi, f. 11. des. 1963. Þau eiga þrjú börn, Marvin Inga, f. 7. feb. 1991, Ingibjörgu Rut, f. 19. des. 1997, og Snædísi Höllu, f. 21. des. 1999. Jón ólst upp á Akra- nesi og lauk stúdents- prófi frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands 1987. Hann lauk BA- prófi í sálarfræði frá Háskóla Ís- lands 1992 og embættisprófi í sömu grein frá Universitetet í Bergen 1997. Árið 2003 hlaut hann doktorsnafnbót frá sama skóla. Það er svo sárt að horfast í augu við þá staðreynd að elskulegur bróð- ir minn, hann Jón, sé dáinn. Ég vildi ekki trúa því þegar ég fékk þessar hræðilegu fréttir símleiðis 27. apríl. Jón var eini bróðir okkar Sólborg- ar og var elstur og okkar fyrirmynd. Það var aðeins eitt ár á milli mín og Jóns. Ég leit alltaf upp til hans og var ætíð mjög stolt af honum. Við Jón brölluðum ýmislegt saman fyrstu ár- in. Hann passaði alltaf svo vel upp á systur sínar. Jón var allt frá því hann var barn mjög leitandi einstaklingur. Hann spáði mikið í persónuleika fólks, trúarbrögð og var alveg laus við alla fordóma. Hann leitaði skýr- inga á öllu mögulegu og ómögulegu. Hann fékk mann alltaf til þess að skoða hlutina frá öllum sjónarmið- um. Hann var alveg einstakur per- sónuleiki, bæði gefandi og styrkj- andi. Jón lærði sálfræði og lauk doktorsprófí í sálfræði í apríl 2003 frá Háskólanum í Bergen í Noregi. Mikið var ég stolt af honum. Jón kynntist Gurrý konu sinni fyr- ir 15 árum og betri konu hefði hann ekki getað eignast. Það var svo sterkt samband á milli þeirra. Það var alltaf svo gott að sjá hvað þau voru ástfangin, hvað þau horfðust innilega í augu og voru svo sæt sam- an. Þau eignuðust tvo syni. Ingjaldur Bogi fæddist 17. júní 1990, á afmæl- isdegi Boga afa síns, og verður því 14 ára á þessu ári. Mikið var Jón stoltur þegar hann fæddist. Ásmundur Logi, með stóru bláu augun sín, fæddist í Noregi 10. apríl 1996. Jón var mikill fjölskyldumaður og unni þeim heitt. Jón afkastaði miklu á sinni stuttu ævi. Hann er afskaplega virtur í Noregi og annars staðar fyrir rann- sóknir sínar. Hann skilur mikið af gersemum eftir sig; allar rannsókn- irnar, alla þessa þekkingu, allt sem hann hefur kennt okkur í lífinu og synina tvo sem hafa fengið svo gott uppeldi hjá foreldrum sínum. Eins og eldri sonur hans sagði við mig eft- ir þetta hörmulega slys: „Pabbi var alltaf að hjálpa mér og leiðbeina. Það var alltaf svo gott að leita til hans.“ Þetta er góð lýsing á Jóni sem föður og bróður. Það var alltaf svo gott að fá Jón í heimsókn. Ég sé hann fyrir mér í frakkanum, brosandi „hæ, hæ“. Síð- an faðmaði hann okkur öll og gaf sér góðan tíma til þess að ræða við börn- in mín, hvert fyrir sig. Það var svo gott að tala við Jón og hann fékk mig alltaf til að líða svo vel. Ég gjörsam- lega gleymdi mér. Það var líka alltaf svo stutt í glettnina hjá honum. Ó, elsku Gurrý, Ingjaldur Bogi og Ásmundur Logi, mamma, pabbi og við sem stöndum honum næst, megi Guð styrkja okkur í þessari miklu sorg. Jón verður alltaf hjá okkur í minningunni um góðan og greindan mann sem gaf mikið af sjálfum sér og afkastaði miklu á stuttri ævi. Það er oft sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska mest. Ég trúi því að Jón Þorvaldur sé einhvers staðar að sinna mjög þýðingarmiklu hlut- verki hjá Guði. Blessuð sé minning um góðan bróður. Ingibjörg Steinunn. Það er skrítið að standa frammi fyrir því að kveðja bróður sinn end- anlega. Í gegnum hugann fara hlýjar minningar um traustan, raungóðan bróður, sem lét sér annt um aðra. Næmi hans og skilningur á fólki var ólýsanlegur. Á góðum stundum hvort heldur sem er við endurfundi eða í símtölum gat glaðværð hans og kímnigáfa fengið mig til að hlæja af miklum innileika. Það er svo skrýtið að þrátt fyrir fjarlægðina hin síðustu ár dýpkaði og efldist samband okkar til mikilla muna. Hann var sérstak- lega góður hlustandi, í nærveru hans fann ég alltaf fyrir öryggi og treysti honum. Ég vissi að Jón var vel gefinn maður en hvernig honum tókst að ræða um mismunandi málefni frá ótrúlega ólíkum hliðum var í mínum huga hrein snilld. Honum tókst að eyða fordómum mínum um menn og málefni og hjálpaði mér að sjá ólíkar hliðar á hlutunum. Hann var vel les- inn og átti auðvelt með að rökstyðja skoðanir sínar. Jón var í eðli sínu ró- lyndismaður og var ekkert fyrir ver- aldlegt prjál. Hann var lítið fyrir að trana sér fram og vildi sem minnst gera úr sínum afrekum. Hann vildi hafa okkur systurnar hjá sér við doktorsvörnina en því miður kom- umst við ekki af ákveðnum ástæðum. Ég harma það æ en hugga mig við að hann vissi að við fjölskyldan vorum öll ákaflega stolt af honum. Við ræddum oft um foreldra okkar og komumst að því að þau höfðu reynst okkur ótrúlega vel og gefið okkur gott veganesti. Eitt það besta sem henti Jón í þessu lífi voru kynni hans af Gurrý. Betri konu hefði hann ekki getað eignast enda voru þau sem sniðin hvort fyrir annað og urðu áberandi samstillt hjón. Gurrý fékk Jón til að sýna hvaða góða mann hann hafði að geyma. Þau voru ákaflega opin og hlý hvort við annað, og milli þeirra ríkti djúpur kærleikur og vinátta. Þau eignuðust gullmola sína, strák- ana tvo, Ingjald Boga og Ásmund Loga, og reyndust þeim sérstaklega ástríkir og kærleiksríkir foreldrar. Jón var ákaflega góður faðir og var í mjög nánu sambandi við syni sína og kenndi þeim mikilvæg lífsgildi sem þeir munu búa að allt sitt líf. Þegar ég kveð þig nú, minn kæri bróðir, þakka ég þér fyrir að hafa reynst mér svo góður bróðir og sýnt mér og fjölskyldu minni velvilja og áhuga. Líf þitt var innihaldsríkt og hafði mikinn tilgang. Þú skilur mig eftir með svör við því sem mestu máli skipti í þessu lífi. Sjúkdómur þinn kom hljóður, óvænt og öllum að óvör- um. Þar fékkst þú engum vörnum við komið. Við biðjum góðan guð að vaka yfir Gurrý og drengjunum og veita þeim styrk í sorginni. Missir þeirra er ólýsanlegur. Þín elskandi systir Sólborg. Það er með trega í hjarta sem ég sest niður og skrifa fátækleg orð í JÓN ÞORVALDUR INGJALDSSON ✝ Oddný SigríðurAðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1942. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Aðal- steinn Hansson, f. 1904, d. 1991, og Guðmunda Odd- björg Sigurðardóttir frá Jaðarkoti í Flóa, f. 1920. Börn Aðal- steins og Guðmundu eru, auk Oddnýjar; Halldór Sigurs, f. 1944, Guðmundur Kristinn, f. 1946, Aðalsteinn Rannver, f. 1950, Oddný Sunna, f. 1989, og Salvör Halldóra, f. 1997. Davíð á einnig Ninnu Írisi, f. 1983. 2) Inga Dóra fræðslufulltrúi, f. 22.3. 1966, gift Magnúsi Guðfinnssyni bygginga- verktaka. Börn þeirra eru Rakel, f. 1987, Guðfinnur, f. 1992. Magnús á einnig Þorstein, f. 1983. 3) Sævar Dór slökkviliðsmaður, f. 17.4. 1974, sambýliskona hans er Hrund Guðrún Guðjónsdóttir gullsmiður. Oddný ólst upp í vesturbænum í Reykjavík. Eftir barna- og ung- linganám við Melaskólann í Reykjavík lá leiðin í Húsmæðra- skólann á Laugarvatni þar sem hún lauk prófi árið 1959. Á sínum yngri árum starfaði Oddný við hin ýmsu störf og meðal annars lengi við verslunarstörf hjá Zbrautum og gluggatjöldum. Oddný starfaði síðustu árin sem móttökuritari hjá Tæknivali ehf. Útför Oddnýjar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Sigdóra Jóna, f. 1955, Ingibjörg Guðrún, f. 1956, og Kristín Pál- ína, f. 1958. Eiginmaður Odd- nýjar er Halldór Guð- jónsson verktaki, f. 14.12. 1937. Halldór er sonur hjónanna Guðjóns Guðmunds- sonar, f. 1891, og Sig- ríðar Jónu Halldórs- dóttur frá Saurhóli í Dölum, f. 1906, sem bæði eru látin. Börn Oddnýjar og Halldórs eru: 1) Aðalheiður Guðmunda ferðamálafræðingur, f. 12.8. 1961, gift Davíð Gunnarssyni húsasmiði. Dætur þeirra eru Elsku amma er farin, svo ung og svo glöð alla tíð. Við sitjum eftir og skiljum ekki hvers vegna guð tók hana svona fljótt frá okkur. Oddný amma greindist með krabbamein fyrir sjö mánuðum og þá vissum við öll að hún væri mikið veik en við ætluðum samt að hafa hana svo miklu lengur hjá okkur. Amma kvartaði aldrei yfir veikindum sínum eða því óréttlæti að hún þessi unga heilsuhrausta kona skyldi fá svo al- varlegan sjúkdóm sem krabbamein er. Hún lagði sig aftur á móti alla fram við að eyða sem flestum stund- um með okkur barnabörnunum og ljúft spjall um daginn og veginn situr eftir í minningunni. Þá var setið við eldhúsborðið og maulað kex og spjallað um það sem helst var að ger- ast í lífi okkar. Amma tók virkan þátt í félagslífi okkar ömmubarnanna og hún og afi komu ósjaldan að fylgjast með danssýningum eða fótbolta- leikjum okkar. Hún var sjálf mikill dansari en hún og afi kynntust á gömlu dönsunum í Breiðfirðingabúð þegar þau voru ung. Amma sagði okkur að þá hefði ungt fólk komið saman til að dansa og skemmta sér og alla tíð voru það einar af hennar mestu ánægjustundum að vera í góðra vina hópi og taka snúning. Amma var líka mjög listhneigð og sótti ótal námskeið í myndlist og eftir hana hanga margar fallegar myndir hjá okkur og heima hjá afa í Stara- rima. Amma og afi voru einstaklega samhent hjón og gerðu flestallt sam- an. Í öllu sem þau fóru eða gerðu voru þau yfirleitt saman, hvort sem það var í garðinum að snyrta beðin eða ferðast um heiminn. Ferðalög voru ömmu hugleikin og eftir að börnin þeirra fluttu að heiman fóru þau að ferðast um heiminn. Amma naut sín vel í sólarlöndum og hafði ómælda ánægju af að slaka á í sól og fallegu umhverfi. Suður-evrópsk tón- list og matargerð var í miklu uppá- haldi hjá henni. Hún var óvenjugjaf- mild amma og úr ferðalögum sínum kom hún ætíð með fullar töskur af gjöfum handa okkur krökkunum. Hún kom úr sinni síðustu utanlands- ferð aðeins þrem vikum áður en hún dó og í þeirri ferð naut hún sín vel með fjölskyldu og nánum vinum. Elsku afi, við munum reyna að hugsa vel um þig núna þegar amma er farin en við komum öll til með að sakna hennar mikið. Nú ertu farin frá okkur en allar yndislegu minningarnar lifa í hjört- um okkar. Takk fyrir allt, elsku amma. Rakel, Oddný Sunna, Guðfinnur og Salvör Halldóra. Í dag kveð ég kæra systur mína, Oddnýju Aðalsteinsdóttur. Rúmir 6 mánuðir eru síðan veikindi Oddnýjar komu í ljós en krabbamein hafði fundist í höfði og batahorfur ekki góðar. Það kom á daginn að ekkert var við ráðið og hún andaðist að morgni 29. apríls sl. Hún mætti ör- lögum sínum með sönnum hetjuskap og kvartaði ekki. Þegar við Oddný ræddum saman um veikindin, lífið og tilveruna sagði hún: „Guð leggur ekki þyngri byrði á okkur en við get- um borið.“ Hún var oft veikari en við í fjölskyldunni gerðum okkur grein fyrir. Oddný var elst af sjö systkinum, hún gegndi forystuhlutverki sínu með sóma í systkinahópnum, traust og trygg og alltaf gott að leita til hennar. Þótt 16 ár væru á milli mín og Oddnýjar vorum við nánar, hjá okkur var ekkert kynslóðabil. Vænt þykir mér um þá umhyggju sem hún sýndi fölskyldunni og móður okkar en hún var Oddnýju mjög kær. Margar gleðistundir áttum við saman og skemmtilegt þótti okkur þegar fjölskyldan var öll saman kom- in en oft var slegið upp grillveislu eða öðrum fagnaði, þá var líf og fjör og stundum vakað fram á rauða nótt. Síðasta sumar áttum við ánægjulega helgi saman í sumarbústað í Skorra- dalnum í einstakri veðurblíðu og nut- um lífsins á sólpallinum en það átti vel við Oddnýju, henni fannst fátt notalegra en að flatmaga í sólinni. Þar var sofið í hverju horni og tjaldað á grasflötinni við bústaðinn en það er ekki vandamál þótt við séum mörg saman komin, alltaf nóg pláss. Kæra minningu á ég um Oddnýju systur þegar elsti drengurinn minn fæddist, en hann er fæddur með hjartagalla, þá heimsótti hún mig upp á fæðing- ardeild, þar kom styrkur hennar vel í ljós þegar hún hughreysti unga og óttaslegna móður, róleg og yfirveg- uð. Á þeirri stundu tengdist ég syst- ur minni sterkum böndum sem gleymast aldrei. Þakklæti er orðið sem mér er efst í huga þegar ég hugsa til Oddnýjar systur en hún var alltaf svo ráðagóð og gjafmildi hennar mikil. Á heimili mínu eru ótal hlutir sem minna á Oddnýju og eru mér kærir, skraut- munir og annað sem hún og Dóri maðurinn hennar hafa fært okkur í gegnum tíðina og stundum var tilefn- ið ekki stórt. Vænst þykir mér um myndirnar sem hún málaði sjálf og gaf okkur hjónunum þegar við héldum upp á fertugsafmælin okkar, en Oddný var listræn og hafði í frístundum sínum lagt stund á myndlist sem hún af hóf- semi sinni talaði minnst um. Oddný hafði næmt fegurðarskyn og vildi hafa fallega hluti í kringum sig, sjálf var hún alltaf vel tilhöfð og falleg. Heimili þeirra Dóra í Stararimanum ber vott um vandaðan smekk þeirra hjóna og snyrtimennsku og fallegur er garðurinn þeirra. Síðustu sumur snerust umræður okkar systra gjarnan um garðyrkju enda var Oddný áhugasöm um garðrækt og þolinmóð að fræða mig um plöntu- heiti og annað sem tilheyrir garð- yrkju. Vinahópurinn er stór og oft mikið um að vera í félagslífinu hjá þeim Dóra og undanfarin ár ferðuð- ust þau mikið bæði innanlands og er- lendis. Oddný naut mikillar gæfu í lífi sínu en hún átti góðan og traustan mann, þrjú uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn. Í veikindum sínum var hún umvafin kærleika þeirra og hlýju, þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni sporin. Elsku Dóri, Heiða, Inga Dóra og Sævar, missir ykkar er mikill en við stöndum öll þétt saman núna eins og alltaf, í því er styrkur okkar fólginn. Ég kveð þig, elsku Oddný, og trúi því að þín bíði góð vist á nýju tilveru- stigi. Kristín systir. Við erum aldrei viðbúin þegar kem- ur að því að kveðja hinstu kveðju. Í dag kveðjum við ástkæra samstarfs- konu okkar til margra ára, Oddnýju Aðalsteinsdóttur. Þótt við vissum í hvað stefndi kom kveðjustundin svo miklu fyrr en við áttum von á. Oddný ODDNÝ S. AÐALSTEINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.