Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 47 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Þingholt Veislusalur fyrir öll tilefni Spennandi matseðlar og veitingar Skoðið verðið á www.holt.is • • • • • • • • • Er mamma þín amma? Frábær gjöf handa mömmu sem svar- ar spurningunum í bókinni og gefur síðan börnum eða barnabörnum hana við gott tæki- færi. Þannig breyt- ir hún bókinni í sína eigin ævisögu og ljóstrar upp leyndarmálum. 3.480 kr. 1.990 kr. Handa mömmu Stórglæsileg íslensk bók eftir Huldu Jensdóttur um meðgöngu, fæðingu og umönnun barna. Upphafið svarar spurningum sem brenna á verðandi og núverandi mæðr- um á skemmtilegan og einlægan hátt. 4.990 kr. 3.990 kr. Mæðradagstilboð Mazda3er vel búinn og kraftmikill bíll sem flú ver›ur a› sko›a. Opi› frá kl. 12-16 laugardaga Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskei› á afturhlera B ÍL L ÁR SIN S Í EVRÓPU 200 4 H im in n o g h a f Mazda3 T 1,6 l kostar a›eins1.795.000 kr. Bíll ársins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi. Anna› sæti› í vali á bíl ársins í Evrópu ásamt V W Golf. Máta›u ver›launasæti›! HÚN kom eins og þruma úr heiðskíru lofti á sínum tíma frétt- in um að Ísland væri skráð á lista hinna þrjátíu viljugu ríkja. Sem þýddi á mæltu máli að Ísland styddi að Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Það kom fljótlega í ljós að það hafði ekki verið haft samráð við kóng eða prest áður en ákvörðun um þann stuðning var tekin. Ekkert samráð við utanríkismálanefnd þingsins sem þó er áskipað með lögum, ekki við Alþingi, ekki einu sinni við þing- flokka stjórnarflokk- anna að því er virðist og stundum finnst manni að utanrík- isráðherra hafi held- ur ekki vitað neitt fyrirfram. Við vorum gerð ábyrg fyrir inn- rás og berum því ábyrgð á öllum eft- irleiknum. Það hét að það ætti að ráðast inn í Írak vegna gereyðing- arvopnanna sem þar væri að finna. Hans Blix hafði verið í Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna með sendinefnd til að leita að þessum vopnum. Hann fékk ekki að ljúka verkefninu áður en ráðist var inn í landið. Sameinuðu þjóð- irnar vildu reyna til hlítar að leysa málin og lögðust gegn inn- rás en á það var ekki hlustað. Þegar ljóst varð að gereyðing- arvopn fundust ekki snéru menn við blaðinu. Nú hét það að það hafi þurft að fara inn og taka einræðisherr- ann Saddam Hussein. Síðan þá hefur það verið aðalvörnin. Að ná Saddam. Það var hins vegar ekki ástæðan í upphafi. Þetta höfum við feng- ið að heyra á Alþingi aftur og aftur. Hvort við skiljum ekki að það hafi orðið að fara í stríð til að taka Saddam Hussein. Stjórnarmeirihluti friðelskandi vopn- lausu þjóðarinnar hef- ur varið þessar gjörð- ir út í æsar og líka það að innrásin braut í bága við vilja Sam- einuðu þjóðanna. Í lið með herfor- ingjum Saddams Hrikalegar fréttir hafa borist frá Írak frá því inn- rásin var gerð. Mannfall er orðið mikið og svo komið að heimflutn- ingur fallinna er feimnismál við- komandi ríkisstjórna sem vilja leyna því hve margir koma heim úr stríðinu í kistu. Saklausir borgarar hafa látið lífið og heimili annarra jafnað við jörðu eins og alltaf í stríði og afleiðingar þessa hörmulega stríðs orðnar meiri en við hér heima í allsnægtunum getum numið gegnum fréttirnar. Nýjustu fréttir eru af óhugnan- legum pyndingum fanga í fanga- búðum nærri Bagdad þar sem Genfarsáttmálinn um meðferð stríðsfanga virðist óþekktur og hrottamennska viðgengst meðal fangavarðanna vestrænu. Mestu stríðsátökin hafa verið í Fallujah og bardagar staðið mán- uðum saman með öllu sem slíku stríði fylgir. Þar kom í síðustu viku að ákveðið var að innrás- arliðið drægi sig út úr Fallujah. En svona í lokin var varpað sprengjum á borgina. Og nú ger- ist það dæmalausa. Til að geta loksins farið af vettvangi ákvað innrásarliðið að fela vopnuðum sveitum Íraka að taka við hlut- verki öryggissveita í borginni. Íröksku öryggissveitirnar voru að mestu skipaðar liðsmönnum úr her Saddams Hussein enda með „þekkingu og reynslu“ af hernaði. Það var samið við fyrrverandi hershöfðingja Saddams. Hers- höfðingjarnir mættu til Fallujah í gömlu einkennisbúningunum sín- um sem þeir klæddust sem her- foringjar Saddams. Þeim var vel fagnað við komuna til Fallujah. Í einkennisbúningi Saddams Hussein Rannveig Guðmundsdóttir skrifar um Íraksstríðið Rannveig Guðmundsdóttir ’Við vorumgerð ábyrg fyrir innrás og berum því ábyrgð á öll- um eftirleikn- um.‘ Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi og fulltrúi flokksins í utanríkis- málanefnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.