Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 56

Morgunblaðið - 07.05.2004, Page 56
ÍÞRÓTTIR 56 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ  ÞRÍR Íslendingar taka þátt í Evr- ópumótinu í taekwondo, sem hófst í Lillehammer í Noregi í gærkvöldi. Það eru Björn Þorleifsson úr Björk í Hafnarfirði, Rut Sigurðardóttir úr Þór á Akureyri og Auður Anna Jónsdóttir úr Ármanni.  SAMKVÆMT venju er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods efstur á heimslistanum í golfi sem er upp- færður vikulega. Woods er með 12,96 stig. Fijibúinn Vijay Singh sækir hart að Woods og er nú með 10,82 stig í öðru sæti. Ernie Els frá S-Afr- íku er þriðji með 9,54 stig en Banda- ríkjamaðurinn Davis Love III er í fjórða sæti með 8,53 stig.  SIGURVEGARINN á Masters- mótinu, Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson er í fimmta sæti með 7,46 stig og Kanadamaðurinn Mike Weir er í því sjötta. Næstu menn þar á eft- ir eru: Jim Furyk, Bandaríkjunum, 6,21 stig, Padraig Harrington, Ír- landi, 5,48 stig, Retief Goosen, S-Afr- íku, 5,05 stig og Stuart Appleby, Ástralíu, er tíundi með 5,02 stig.  WOODS verður í eldlínunni á golf- móti sem fram fer í Wachovia í Bandaríkjunum en mótið hófst í gær og lýkur á sunnudag. Undanfarnar þrjár vikur hefur Woods ekkert keppt á PGA-mótaröðinni en hann dvaldi m.a. í herstöð þar sem hann stundaði heræfingar með föður sín- um Earl Woods. Tiger segir við bandaríska fjölmiðla að hann sé ánægður með þær framfarir sem hann hafi sýnt á æfingum að undan- förnu en Woods hefur gert nokkrar breytingar á sveiflunni. Á þessu móti verða einnig Vijay Singh frá Fiji og Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, mun að öllum líkind- um lána hinn unga sóknarleikmann David Bentley til liðs í úrvalsdeild- inni eða 1. deild næsta keppnistíma- bil. Það mun hann gera til að Bentley fái tækifæri til að leika meira og öðl- ast reynslu.  COVENTRY hefur ráðið Peter Reid sem knattspyrnustjóra. Reid hefur verið atvinnulaus síðan hann fór frá Leeds í nóvember en tekur nú við af Eric Black.  SPÆNSK útvarpsstöð telur sig hafa heimildir fyrir því að franski landsliðsframherjinn David Treze- guet muni leika með Barcelona í spænsku deildinni á næstu leiktíð en hann er samningsbundinn Juventus á Ítalíu. Barcelona mun greiða um 1,1 milljarð kr. fyrir Trezeguet. Í frétt útvarpsstöðvarinnar er sagt að leikmaðurinn sé nú þegar búinn að ganga frá samningi sínum.  Í MARS s.l. sagði AFP-fréttastofan frá því að talsmaður Barcelona hefði staðfest að félagið væri í viðræðum við Juventus en á þeim tíma voru launakröfur leikmannsins með þeim hætti að Barcelona hafði ekki áhuga á að semja. FÓLK Leikurinn var í járnum er sexmínútur voru eftir og staðan 80:78, heimamönnum í vil, en þá tók Parker til sinna ráða og skoraði fjögur stig í röð. „Það var engu lík- ara en við hefðum ekki kraft til þess að halda í við þá á lokakafla leiksins. Síðustu fjórar mínútur leiksins voru skelfilegar,“ sagði Phila Jackson. Karl Malone var að vonum ekki sáttur við leik sinna manna en hann ásamt Gary Payton samdi við Lak- ers sl. sumar í þeirri von að vinna meistaratitil í fyrsta sinn á þeirra ferli. „Okkur líður greinilega vel á okkar heimavelli og vinnum næstu tvo leiki þar, en það breytir því ekki að við verðum að vinna einn leik í San Antonio til þess að komast áfram. Við gerum það ekki með þessum hætti,“ sagði Malone sem er rétt rúmlega fertugur að aldri. Tony Parker sagði að hann hefði ákveðið að reyna meira sjálfur í sókninni en hann gaf 5 stoðsendingar í leiknum. „Ég vil halda áfram að vinna leiki. Félagar mínir í liðinu hvöttu mig til þess að taka af skarið, hlutverka- skiptingin er á hreinu í þessu liði og ég hef áhuga á því að verja titilinn, líkt og allir í þessu liði. Í þessum leik var það mitt hlutverk að skora, á morgun tekur einhver annar við keflinu,“ sagði Parker. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir Spurs en næsti leikur liðanna fer fram á sunnudag í Los Angeles. Þar leika liðin tvívegis, en komi til fimmta leiksins verður hann í San Antonio, sá sjötti í Los Angeles og oddaleikurinn fer fram í San Anton- io. Shaquille O’Neal skoraði 32 stig en Kobe Bryant var með 15 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum í leiknum. O’Neal sagði eftir leikinn að Lakers þyrfti að finna leiðir til þess að stöðva Parker sem virðist geta farið framhjá hvaða varnar- manni sem er þessa dagana. „Hann er gríðarlega fljótur en við verðum að tvídekka hann og láta hann gefa boltann á aðra leikmenn. Fram til þessa hefur hann gert það sem hann hefur langað til að gera,“ sagði O’Neal. Reuters Tony Parker, bakvörður San Antonio Spurs, er í miklum ham gegn Los Angeles Lakers og Frakkinn virðist alltaf finna leiðir til þess framhjá varnarmönnum Lakers sem eru að þessu sinni þrír gegn einum, Shaquille O’Neal, Karl Malone og Gary Payton. Parker er óstöðvandi MEISTARALIÐ NBA-deildarinnar, San Antonio Spurs, heldur sig- urgöngu sinni áfram en í fyrrinótt lagði Spurs lið LA Lakers öðru sinni í undanúrslitum Vesturstrandarinnar og hefur nú leikið 17 leiki í röð án þess að tapa. Franski bakvörðurinn Tony Parker fór á kostum í liði Spurs en hann skoraði 30 stig í leiknum, þar af 8 í fjórða og síðasta leikhluta. STÓR hópur íslenskra handknatt- leiksmanna verður í eldlínunni í þýska handknattleiknum á næstu leiktíð og ljóst að þeim fjölgar frá því sem nú er. Eftirtaldir leika með liðum þar á næsta keppnistímabili:  Guðjón Valur Sigurðsson leikur áfram með Tusem Essen.  Jaliesky Garcia Padron hjá Göppingen.  Snorri Steinn Guðjónsson verður áfram hjá TV Grosswallstadt og Einar Hólmgeirsson kemur til fé- lagsins í sumar.  Guðmundur Hrafnkelsson verð- ur áfram hjá Kronau/Östringen, á eitt ár eftir af samningi sínum.  Logi Geirsson gengur til liðs við Lemgo í sumar.  Alfreð Gíslason verður áfram þjálfari SC Magdeburg, Sigfús Sig- urðsson leikur áfram með því og Arnór Atlason gengur til liðs við það í sumar.  Patrekur Jóhannesson skrifaði undir þriggja ára samning við GWD Minden í gær og gengur til liðs við félagið í sumar eftir eitt ár hjá Bidasoa á Spáni. Patrekur var áður í sex ár hjá Tusem Essen.  Einar Örn Jónsson verður áfram í herbúðum Wallau Massenheim, á eitt ár eftir af samningi sínum.  Gunnar Berg Viktorsson og Ró- bert Sighvatsson leika áfram með D/M Wetzlar.  Gylfi Gylfason hefur nýlega framlengt samning sinn við Wil- helmshavener HV til tveggja ára.  Alexander Petersson leikur áfram með HSG Düsseldorf sem verða nýliðar í 1. deild á næstu leiktíð. Þá gengur Markús Máni Michaelsson til liðs við félagið í sumar.  Einar Logi Friðjónsson hefur gert samning við TSG Friesenheim í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar og gengur til liðs við félagið 1. júlí.  Arnar Geirsson leikur áfram með TV Gelnhausen í suðurhluta 2. deildar.  Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun TuS Weibern sem leikur í 1. deild kvenna í sumar. Líkur eru fyrir því að Sólveig Lára Kjærne- sted og Jóna Margrét Ragn- arsdóttir gangi til liðs við félagið. Samningaviðræður standa yfir.  Dagný Skúladóttir lék með TV Lützellinden í vetur. Félagið er nú gjaldþrota og leitar Dagný að samningi við annað félag. Líklegt er að hún leiki áfram í Þýskalandi. Dagný er sambýliskona Gunnars Berg hjá D/M Wetzlar.  Julian Róbert Duranona hefur leikið 3. deildarliðinu TSV Burg- dorf á keppnistímabilinu en fram- haldið er óvíst. Bætast fleiri í hópinn?  Svo kann að fara að fleiri bætist í ofangreindan hóp. Lemgo og TuS Nettelstedt-Lübbecke hafa borið ví- urnar í Ásgeir Örn Hallgrímsson. Þá hefur verið orðrómur í gangi um að línumennirnir Fannar Þor- björnsson og Vignir Svavarsson séu undir smásjá forráðamanna Nordhorn. Stelmokas fer líka  Andrius Stelmokas sem leikið hefur hér á landi undanfarin ár, fyrst með Þór og síðan lengst af með KA, gengur til liðs við Göpp- ingen. Hann er hafður hér með þótt hann sé ekki Íslendingur þar sem hann hefur sett mikinn svip á hand- knattleikinn hér heima síðustu ár. Tveir á heimleið  Flest bendir til þess að Rúnar Sigtryggsson flytji heim frá Þýska- landi í sumar. Samningur hans við Wallau Massenheim rennur út í lok maí og Rúnar fær hann ekki end- urnýjaðan og ekki heldur náð samningi við annað félag ytra.  Halldór Jóhann Sigfússon virðist líka vera á heimleið eftir tveggja ára veru hjá TSG Friesenheim í suðurhluta 2. deildarinnar. Íslendingar í Þýskalandi næsta vetur PIERRE Svara, forseti Mónakó, segir að Didier Deschamps hafi unnið frábært starf með liðið og það sé búið að bjóða honum nýjan þriggja ára samning, en núverandi samningur Deschamps rennur út sumarið 2005. Þessi fyrrverandi fyrirliði heims- meistaraliðs Frakka 1998 og sigursæli leikmaður, er mjög jarðbundinn eftir að Mónakó tryggði sér rétt til að leika gegn Portúgal í úrslitaleik Meistaradeildar Evr- ópu í Gelsenkirken í Þýskalandi 26. maí. Hann sagði í gær í viðtali við franska blað- ið L’Equipe að auðvitað væru möguleikar á sigri fyrir hendi, en Porto væri óneit- anlega sigurstranglegra liðið. „Leikmenn Porto hafa miklu meiri reynslu en mínir menn og þeir fögnuðu sigri í UEFA- bikarkeppninni í Sevilla í fyrra. En við eig- um möguleika og reyndum hvað við get- um til að nýta okkur þá og fagna sigri,“ sagði Deschamps. Jose Mourinho, þjálfari Porto, var á meðal áhorfenda á Stamford Bridge. Hann sagði að lið Mónakó hefði verið skipulagðara en Chelsea, haft yfir meiri tækni að ráða og betri einstaklingum. „Betra liðið komst áfram. Mónakó byrjaði illa og allt leit út fyrir að Chelsea væri á leið í úrslitaleikinn. En þá komust leik- menn Mónakó inn í leikinn og Morientes var frábær. Leikmenn Mónakó leika mjög vel, án knattarins og með,“ sagði Mour- inho, sem vildi frekar fá Chelsea í úrslita- leikinn. „Ástæðan fyrir því er að stuðn- ingsmenn Chelsea hefðu sett miklu meiri svip á leikinn en stuðningsmenn Mónakó.“Deschamps Didier Deschamps segir að Porto sé sigurstranglegra liðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.