Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 62
AUÐLESIÐ EFNI 62 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ EINN maður lést og fimm slösuðust í vélsleða-slysi inn af Garðsárdal í Eyjafirði á sunnudaginn var. Óku þeir sleðum sínum fram af hengjum sem þar voru. Enginn af þeim fimm sem slösuðust var talinn í lífshættu. Mennirnir voru allir þaulvanir ferðum af þessu tagi. Maðurinn sem lést hét Sigurgeir Einarsson. Hann var 42 ára og lætur eftir sig sambýlis-konu og tvær dætur, fjögurra ára og eins árs. Meira en 200 björgunar-sveitar-menn komu að björgun mannanna en aðstæður voru mjög erfiðar. Varð að flytja slösuðu mennina yfir gil, skorninga og kletta-belti í mjög vondu veðri og myrkri. Vélsleðaslys í Eyjafirði Einn fórst og fimm slösuðust Ljósmynd/Hrannar Örn Aðstæður á slysstað voru mjög slæmar. AÐALSTEINN Eyjólfsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara ÍBV í handknattleik kvenna, hættir þjálfun ÍBV eftir leiktíðina og tekur við þjálfun þýska efstudeildarliðsins TuS Weibern. „Ég er búinn að ganga frá tveggja ára samningi. Þetta bar brátt að og hlutirnir hafa kannski gerst óþarflega hratt. Ég lít hins vegar á þetta sem einstakt tækifæri sem maður fær ekki á hverjum degi á lífsleiðinni. Ég er ungur og metnaðargjarn og þegar mér bauðst starfið þá var afar erfitt að hafna því,“ sagði Aðalsteinn við Morgunblaðið, en hann tók við liði ÍBV fyrir þessa leiktíð. TuS Weibern hafnaði í 10. sæti af 12 liðum í þýsku 1. deild kvenna sem lauk um síðustu helgi og hyggur á stórsókn á næstu leiktíð. Jafnframt að þjálfa aðalliðið stendur til að Aðalsteinn sjái einnig um þjálfun yngri kvennaflokka félagsins. „Þýska deildin er gríðarlega sterk. Þarna eru miklir fjármunir, Það er mikil umfjöllun um kvennahandboltann og það eru tvö til þrjú þúsund áhorfendur á leik,“ segir Aðalsteinn. „Það verða miklar breytingar á liðinu fyrir næsta keppnistímabil. Það eru hafnar viðræður við sterka leikmenn í Þýskalandi og þá er ég búinn að ræða við tvo leikmenn Stjörnunnar, Sólveigu Láru Kjærnested og Jónu Margréti Ragnarsdóttur. Þær viðræður eru langt á veg komnar og ég vonast til að þau mál klárist á allra næstu dögum,“ sagði Aðalsteinn. Samningur hans við þýska liðið tekur gildi um miðjan júní en Aðslsteinn segist halda utan strax að lokinni úrslitakeppninni til að ganga frá samningnum. Kvennalið ÍBV missir þjálfarann Morgunblaðið/Þorkell Kvennalið ÍBV í handknattleik þarf nú að leita sér að nýjum þjálfara. Aðalsteinn á leið til Þýskalands GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við arabískar sjónvarpsstöðvar á miðvikudag að sér fyndist framferði bandarísku fangavarðanna í Írak „hryllilegt“. Komið hefur í ljós að sumir þeirra hafa beitt íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsi í Bagdad andlegum og í sumum tilfellum líkamlegum pyntingum. Ljósmyndir af föngunum, sem teknar voru fyrir nokkrum mánuðum, hafa vakið mikla reiði víða um heim, ekki síst meðal araba. Voru þeir niðurlægðir með ýmsum hætti, meðal annars voru naktir karlmenn látnir vera í stellingum sem minntu á kynlífsathafnir. Múslímar hafa mikla andstyggð á því að bera líkama sinn frammi fyrir ókunnugu fólki. Ekki bætir úr skák að Abu-Ghraib-fangelsið var í tíð Saddams Husseins alræmt fyrir að vera ein helsta miðstöð pyntingameistara hans. Er ráðist var inn í Írak í fyrra var umheiminum meðal annars sagt að markmiðið væri að stöðva grimman harðstjóra sem beitti þjóð sína pyntingum. Bush hét því að málið yrði rannsakað og vörðum sem reyndust sekir yrði refsað. Þjóðaröryggisráðgjafi Bush, Condoleezza Rice, sagði að Bandaríkjamenn bæðust „innilega fyrirgefningar á þessum atburðum öllum“. Nú er orðið ljóst að yfirmenn Bandaríkjahers komust á snoðir um málið þegar um áramótin og var hershöfðingi sem bar ábyrgð á fangavörðunum rekinn í janúar. Lítið var þó gert úr því hve alvarlegt það væri fyrr en ljósmyndunum var lekið í fjölmiðla. Bush gagnrýndi í vikunni Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra fyrir að hafa ekki sýnt sér ljósmyndirnar. Sagðist forsetinn hafa séð þær fyrst í sjónvarpsútsendingum. Rumsfeld hefur verið hvattur til að axla ábyrgðina og segja af sér. Bush baðst á fimmtudag afsökunar á hátterni varðanna en sagði að hann hygðist ekki reka Rumsfeld þrátt fyrir að hafa gagnrýnt hann. Sagði Bush ráðherrann vera mikilvægan liðsmann í stjórninni. Rumsfeld kom á föstudag fyrir þingnefnd og svaraði þar spurningum vegna fangavarðamálsins. Bush biðst afsökunar Reuters Bandarísk kona í Abu Ghraib-fangelsi heldur í ól sem fest hef- ur verið við hálsinn á nöktum, íröskum karlmanni. mánudag líka. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Norðurljós kom fram að 64,5% segjast vera andvíg fjölmiðla-frumvarpinu en 24,1% sagðist vera hlynnt því en 11,5% sögðust hvorki hlynnt né andvíg frumvarpinu. UMDEILT frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum er nú til umfjöllunar í allsherjar-nefnd Alþingis sem leitað hefur eftir umsögnum fjölda aðila. Nefndin muna verða að störfum alla helgina og væntanlega á Fjölmiðla-frumvarp í allsherjar-nefnd BANDARÍSKU gamanþættirnir Vinir (Friends) hafa lokið göngu sinni eftir 10 farsæl ár á sjónvarpsskjánum. Þau Monica, Chandler, Ross, Rachel, Phoebe og Joey snúa sér nú að öðrum hlutum. Sá síðastnefndi mun einn þeirra halda áfram að birtast í sjónvarpinu í nýjum þáttum sem fara af stað næsta haust. Þar er leikarinn ólánssami fluttur til Los Angeles í þeim tilgangi að freista gæfunnar í bíóborginni Hollywood. Áætlað er að um 50 milljónir manna í Bandaríkjunum hafi horft á lokaþáttinn sem sýndur var á fimmtudaginn. Reuters Traustir vinir í tíu ár. Vinirnir kveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.