Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands
(VÍS) hefur gert samstarfssamning
við alþjóðlegt fyrirtæki, Preferred
Global Health, sem sérhæfir sig í í
þjónustu við sjúklinga sem þurfa á
heilbrigðisþjónustu að halda. Þjón-
ustan felur í sér tryggingavernd og
umönnunarþjónustu fyrir þá sem
verða fyrir því að greinast með al-
varlega lífshættulega sjúkdóna og
hefur tryggingataki þá aðgang að
meðferð á 1% af bestu sjúkrahús-
unum í Bandaríkjunum sér að
kostnaðarlausu.
Hægt að kaupa sjúklingatrygg-
ingar hjá VÍS næsta haust
Þetta samstarf VÍS og Preferred
Global Health var kynnt á fundi í
gær en í samtali við Morgunblaðið
sagði Finnur Ingólfsson, forstjóri
VÍS, að stefnt væri að því að bjóða
upp á þessar tryggingar á hausti
komanda. Hann sagði blasa við að
kostnaðarþátttaka sjúklinga hér
myndi halda áfram að aukast. „Til
að Íslendingar séu jafnsettir og fólk
í nágrannalöndunum sem hefur að-
gang að sjúklingatryggingum og
getur fengið heilbrigðisþjónustu
endurgreidda frá sínu trygginga-
félagi þá þarf að skapa þennan
möguleika hér. Við erum einfaldlega
að stíga skref í að búa okkur undir
það sem við teljum að við munum
sjá, þ.e. að kostnaðarþáttaka ein-
staklinganna mun aukast. Við viljum
að einstaklingarnir geti tryggt sig
fyrir þeirri þjónustu sem þeir þurfa
að fá. Þetta er svona meginútgangs-
punkturinn í þessu hjá okkur. En
um leið erum við að auka fjölbreytn-
ina í þeirri flóru trygginga sem VÍS
er með í dag,“ sagði Finnur við
Morgunblaðið.
Í ræðu á fundinum sagði Finnur
að þátttaka einkafyrirtækja í vel-
ferðarkerfinu væri umræðuefni sem
oft ylli deilum. „Markmið VÍS með
þessu er að bjóða nýjungar á sviði
sjúkratrygginga, fjölga valkostum
og auðvelda fólki að ná sem bestum
bata á sem stystum tíma. Það er mat
okkar að fleiri valkostir á sviði
sjúkratrygginga séu til þess fallnir
að veita hraðari og betri þjónustu,
stytta biðtíma og styrkja heilbrigð-
iskerfið fjárhagslega. [-] Það er
nauðsynlegt að leita raunhæfra leiða
til þess að takast á við aukna út-
gjaldaþörf til heilbrigðismála. Sú
leið felst m.a. í að tryggingafélögum
verði falin aukin verkefni á sviði al-
mannatrygginga og styðji þannig
við velferðarkerfið,“ sagði Finnur.
Í ræðu Magnúsar Péturssonar,
forstjóra Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss kom fram að hann teldi
að aukin umsvif í heilbrigðiskerfinu
væru ekki af hinu illa. Hver sem or-
sökin væri væri þó ljóst að bættur
efnhagur fólks myndi leiða til auk-
innar spurnar eftir heilbrigðisþjón-
ustu og að hún mundi taka til sín
meira fé í framtíðinni en hún gerði
nú.
Þarf að skilgreina hvar hin
sameiginlega ábyrgð liggur
Magnús sagði málið ekki snúast
um það hvort menn verðu meira eða
minna af þjóðarframleiðslu til heil-
brigðismála heldur hvar mörkin
lægju á milli þjónustu sem sam-
félagið stendur sameiginlega fyrir
og hins sem einstaklingurinn sjálfur
stæði undir. Þar sem samfélagið
stæði frammi fyrir takmörkuðum
fjármunum sem það væri reiðubúið
að leggja fram lægi fyrir að spyrja
hver og hvar ætti að takmarka þjón-
ustuna og út frá hvaða sjónarmið-
um.
„Ég tel að við séum að koma að
þessum mörkum hér á landi í op-
inberri umræðu um heilbrigðismál-
.Við höfum litið á það sem skyldu
hins opinbera, almannavaldsins, að
tryggja sem besta heilbrigðisþjón-
ustu og skrifum í fyrstu grein heil-
brigðislaga landsins að það sé
skylda hins opinbera að veita öllum
fullkomnustu heilbrigðisþjónustu
sem tök eru á,“ sagði Magnús.
VÍS hyggst bjóða trygg-
ingar vegna sjúkdóma
Tryggingafélögin munu í auknum mæli taka að sér verkefni á sviði al-
mannatrygginga og auka fjölbreytni í þjónustu segir Finnur Ingólfsson
TRYGGINGAR
af því tagi sem
Preferred
Global Health
býður kostar um
1.800 dali eða
um 130 þúsund
krónur á ári
miðað við for-
eldra á aldr-
inum 40-45 ára
með tvö börn. „Þetta er ódýrara
en margir gera sér hugarlund,“
segir Norðmaðurinn Paul Eckbo,
stofnandi og forstjóri Preferred
Global Health, en tekur jafnframt
fram að verðið hækki með hækk-
andi aldri manna. Spurður um
hvaða hópar á Norðurlöndum
kaupi einkum slíkar tryggingar
segir Eckbo að það sé oft fólk sem
hugsi mikið um eigin heilsu,
menntun og fjárhagslegt öryggi.
„Flestir af þeim sem kaupa slíkar
tryggingar eru með góða mennt-
un, oft eru þetta hjón sem bæði
vinna úti. Þetta er fólk sem hefur
áhyggjur af því að það og börn
þeirra fái ekki nægilega góðan
mennta- og heilbrigðisþjónustu og
það skoðar því hvaða möguleika
það hefur til þess að bæta þar úr
og tryggir sér þessa þjónustu,“
segir Eckbo.
Ódýrara en menn halda
Paul Eckbo
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, tilkynnti þing-
heimi í upphafi þingfundar í gær-
morgun, að meirihluti efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis væri
þeirrar skoðunar að fjölmiðlafrum-
varpið væri vanbúið og ekki tækt til
afgreiðslu á þessu þingi. Sagði hann
að meirihlutinn, sem skipaður er
þingmönnum stjórnarandstöðunnar
auk Kristins H. Gunnarssonar, þing-
manns Framsóknarflokksins, hefði
samþykkt fyrr um morguninn að
leggja fram áfangaumsögn til alls-
herjarnefndar en í henni kemur m.a.
fram það álit að fjölmiðlafrumvarpið,
verði það að lögum, muni þrengja
mjög að rekstrarskilyrðum fyrir-
tækja á fjölmiðlamarkaði.
„Það er meginniðurstaða þessa
nýja meirihluta sem hefur myndast í
þessu máli í efnahags- og viðskipta-
nefnd að málið sé vanbúið og vanreif-
að og þurfi augljóslega miklu víð-
tækari og ítarlegri skoðunar við.
Með hliðsjón af því leggur meirihlut-
inn til að Alþingi fresti afgreiðslu
frumvarpsins og að tíminn í sumar
verði nýttur til að vinna málið bet-
ur,“ sagði Össur.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins lagði Össur fram tillögu um
það í efnahags- og viðskiptanefnd í
gærmorgun að nefndarmenn skiluðu
bráðabirgðaumsögn um fjölmiðla-
frumvarpið til allsherjarnefndar en
héldu síðan áfram umfjöllun um
frumvarpið. Var hún samþykkt með
5 atkvæðum þingmanna Samfylking-
ar, Vinstri-grænna og Kristins H.
Gunnarssonar, þingmanns Fram-
sóknarflokks, gegn atkvæði Péturs
H. Blöndals, formanns nefndarinn-
ar. Aðrir fulltrúar ríkisstjórnar-
flokkanna sátu hjá. Síðar lagði Pétur
fram tilllögu um að nefndin skilaði
umsögn um frumvarpið en lyki jafn-
framt umfjöllun um málið. Féll sú til-
laga á jöfnu, þ.e. fjórir þingmenn
stjórnarandstæðinga greiddu at-
kvæði gegn henni en fjórir þingmenn
stjórnarflokkanna með henni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þingmenn ræddu áfram ítarlega um fjölmiðlafrumvarpið í allan gærdag, einkum stjórnarandstaðan.
Ítreka ósk um frestun
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að enn væri óvissa
um þingfrestun í
vor. Hann sagði
ennfremur að-
spurður óvíst
hvenær annarri
umræðu um fjöl-
miðlafrumvarpið
myndi ljúka.
Ekki hefði verið
gert neitt sam-
komulag um það.
„Ég reyndi að ná
samkomulagi um umræðulok fyrir
tveimur eða þremur dögum en það
tókst ekki,“ útskýrði hann. „Málið
heldur því bara áfram.“
Aðspurður sagði hann að auðvit-
að væri stjórnarandstaðan að
halda uppi málþófi. „Ræður um
fundarstjórn forseta eru orðnar 89
við aðra umræðu. Flestar þeirra
eru fluttar af stjórnarandstöðunni
þótt þeim hafi lítillega verið svar-
að.“ Sagði Halldór að þessi fjöldi
væri m.a. til marks um að stjórn-
arandstaðan væri að tefja þing-
störfin.
Önnur umræða um fjölmiðla-
frumvarpið hélt áfram á Alþingi í
gær, þriðja daginn í röð. Tuttugu
og einn þingmaður var á mæl-
endaskrá á tíunda tímanum í gær-
kvöld. Þegar annarri umræðu lýk-
ur verða greidd atkvæði um
breytingartillögur meirihluta alls-
herjarnefndar þingsins við frum-
varpið og ennfremur um tillögu
minnihlutans um að frumvarpinu
verði vísað frá. Vegna óvissu um
þingstörfin er óljóst hvenær sú at-
kvæðagreiðsla getur farið fram.
Sagði Halldór í gær að búast
mætti við þingfundi á morgun,
laugardag.
Önnur mál bíða umræðu
Fjöldi annarra mála bíður um-
ræðu á Alþingi. Hafa þingnefndir
verið að taka ýmis mál úr nefndum
síðustu daga. Til að mynda hafa
þær afgreitt nefndarálit um lyfja-
frumvarp og nefndarálit um
starfsmannafrumvarp.
Halldór Blöndal bendir auk þess
á að von sé á tveimur stjórnar-
frumvörpum til Alþingis, þ.e.
frumvarpi landbúnaðarráðherra
um breytingar á búvörulögum og
frumvarpi sjávarútvegsráðherra
um sóknardaga. „Þess vegna getur
vel verið að þingið dragist fram á
mitt sumar,“ segir hann. Þá bendir
hann á að einnig hafi verið rætt
um möguleika á skattalagafrum-
varpi á þessu þingi. „Ég hef þó
ekki neitt um það að segja. En ef
þingið dregst um margar vikur
getur vel verið að menn vilji leggja
fram mál um eitt og annað.“
Til dæmis um skattamál?
„Eða eitthvað annað. Ég veit
það ekki,“ svarar hann.
Halldór ítrekar þó að fleiri
frumvörp geti kallað á miklar um-
ræður. „Og þá verður bara haldið
áfram. Ég hugsa nú samt að það
takist að slíta þinginu áður en það
verður kallað saman í haust,“ bæt-
ir hann við.
Umræður um fjölmiðlafrumvarpið
Enn óvissa um
þinglok í vor
89 ræður hafa verið haldnar um
fundarstjórn forseta Alþingis
Halldór Blöndal
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í
gær dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur sem sýknaði
Stein Stefánsson af ákæru
fyrir að verða öðrum manni að
bana í íbúð við Klapparstíg í
september 2002. Ákærði var
hins vegar dæmdur til að sæta
öryggisgæslu á viðeigandi
stofnun þar sem ljóst þótti að
hann væri hættulegur um-
hverfi sínu.
Fjölskipaður héraðsdómur
taldi sannað að ákærði hefði
orðið manninum að bana. Hins
vegar féllst dómurinn á þá
niðurstöðu dómkvaddra mats-
manna að ákærði væri ósak-
hæfur þar sem flestar líkur
bentu til þess að hann stríddi
við geðklofa með ofsóknar-
kennd og að sakhæfi hans hafi
verið skert á þeirri stundu
þegar hann varð mannsbani.
Hæstiréttur féllst á með
héraðsdómi að ákærði væri
ósakhæfur og því bæri að
sýkna hann af refsikröfu
ákæruvaldsins.
Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Markús Sigur-
björnsson, Árni Kolbeinsson,
Garðar Gíslason, Hrafn
Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Verjandi ákærða var Björn
L. Bergsson hrl. og sækjandi
Ragnheiður Harðardóttir,
saksóknari hjá ríkissaksókn-
ara.
Sýknaður
af mann-
drápsákæru
vegna ósak-
hæfis
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
við upphaf þingfundar í gær að
fram hefði komið á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar þingsins frá
forsvarsmönnum Norðurljósa þeg-
ar fjallað var um fjölmiðla-
frumvarpið í fyrradag að líklegt
væri að tæplega sex milljarða lán
fyrirtækisins myndi gjaldfalla við
breytt rekstrarumhverfi.
„Það var athyglisvert að engin
veð standa á bak við skuldir fyr-
irtækisins við lífeyrissjóðina. Þann-
ig að hjá lífeyrissjóðunum gætu
tapast um 2 millljarðar fyrir utan
að tæplega sex milljarðar gætu
gjaldfallið. Og það gæti leitt til
gjaldþrots þessa fyrirtækis. Þetta
er mjög alvarleg staða og þetta eru
nauðsynlegar upplýsingar inn í
þessa umræðu.“
Sex milljarðar
gætu gjaldfallið