Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 43
an til að ganga frá Strandapóstinum til áskrifenda. Þá var oft glatt á hjalla, veislukaffi hjá Valdísi og húsbóndinn lék við hvern sinn fingur. Haraldur vann af lífi og sál fyrir Átthagafélagið sem ber að þakka og er ómetanlegt. Haraldur var alla tíð ungur í anda, léttur í lund og sérlega lífsglaður maður, sem hélt fullri reisn til hinstu stundar. Okkar fundum bar síðast saman á þorrablóti Átthagafélagsins á sl. vetri. Við sátum að venju við sama borð og þá var hann glaður og hress að vanda. Að leiðarlokum þakka ég Haraldi fyrir samfylgdina og góða viðkynningu. Blessuð sé minning hans. Eiginkonu, dóttur og tengdasyni votta ég samúð mína. Þorsteinn Ólafsson. Haraldur ráðherrabílstjóri var ein- stakur maður, ljúfmenni fram í fing- urgóma, höfðingi í lund og alltaf til í tuskið til góðra vina funda og hún Vallý hans hafði nákvæmlega sama taktinn. Þannig sigldu þau farsælan byr áratug eftir áratug alltaf sólar- megin í sinni þótt að sjálfsögðu flytu skuggar á lífsskjáinn einnig eins og hjá öllu fólki. Það hefur verið mikil stoð fyrir ráðherra eins og Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson að eiga Harald Guðmundsson að sem bílstjóra, því í erli og argaþrasi stjórnmálanna er mikilvægt að vera í nálægð manna sem eru eins og ankeri festu og rósemi. Það leyndi sér ekki með smá vipringi við augu ef Haraldi Guðmundssyni mislíkaði, en það var vandi að lesa úr því og aldrei sá ég hann skipta skapi þá áratugi sem ég þekkti hann. Halli var alltaf svo jákvæður, alltaf svo þægilegur og áran hans var svo góð og björt. Það fylgdi honum já- kvæður andi sem smitaði út frá sér og þeir sem voru hátt stemmdir róuðust snarlega í návist Halla. Það var eng- inn orðaflaumur, en markviss innskot og þó var eins og hann talaði öflugast með fasi sínu. Hann minnti mig stundum á Ólaf Ólafsson kristniboða sem hafði þau áhrif á okkur strákana að ærslin ruku af okkur á augabragði hvar sem hann birtist og við urðum prúðustu drengir. Það er sérkenni- legt hvað áhrif sumra manna eru sterk í umhverfinu eins og af sjálfu sér. Trygglyndi og vinátta Halla var með þeim hætti að allir sem áttu vin- áttu hans vissu fyrir víst að þar brygði ekki til beggja vona. Þar voru engin skin og skúrir þótt skryppi í flekkinn því hjartalagið var magnað og fyrirgefningin stór. Halli var mannvinur og mannasættir með lát- lausri framkomu sinni og glæsileik. Hann tróð sér ekki inn á einn eða neinn en það var gott að finna nálægð hans sem sefaði allt um kring ef þörf var á. Alveg eins og einn dropi getur breytt veig heillar skálar gat Halli með viðmóti sínu breytt andrúminu hjá samferðamönnum sínum til hins góða ef illa blés. Það var alveg sama á hvaða aldurs- skeiði Halli var, fimmtugs, sextugs, sjötugs, áttræðs eða níræðs. Hann var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt, fara í ferðalög, sækja hinar alkunnu veislur fjölskyldna sinna og vandamanna og gott ef það var ekki ástæða til veislu jafnvel þótt aðeins hefði verið fjárfest í nýjum nál- um til heimilisins. Ég hugsa að fjöl- skyldurnar í kring um hann Halla ættu að vera í heimsmetabók Guinn- ess fyrir veislugleði og alltaf var reiknað með því sem sjálfsögðu að Halli og Vallý mættu til leiks og þau mættu alltaf til leiks eins og nýtrúlof- aðir táningar. Það var gaman að upp- lifa virðingu þeirra og hlýju í garð hvort annars og ekki slaknaði þegar þau drifu sig út á dansgólfið og tjútt- uðu af meira kappi en margir sem voru skráðir miklu yngri í kirkjubók- um. Við Dóra vottum innilega samúð Vallý, Bíbí dóttur þeirra og Guðlaugi tengdasyni, ættingjum og vina- flokknum öllum. Megi góður Guð varðveita þau öll og alveg er það víst að nú léttist róðurinn hjá almættinu. Það verður þægilegra fyrir almættið að skjótast á milli staða, því mættur er til leiks Haraldur ráðherrabíl- stjóri. Árni Johnsen. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 43 Fyrsta minning mín um Ragnar Sigfússon er skýr í huga mér. Ég var uppi á vörubílspalli og bíllinn var Langur sem svo var nefndur. Var hann stopp og vatn allt í kring. Sjálfsagt man ég þetta vegna þess að ég hef orðið hræddur. En þá opnast hurðin bílstjóramegin og út teygði sig mað- ur sem talaði til fólksins uppi á pall- inum. Þessi maður var Ragnar. Hann bjó á vesturbænum á Skála- felli. Hann tók ungur við bústjórn hjá móður sinni þegar faðir hans féll frá. Foreldrar mínir fluttu að aust- urbænum á Skálafelli upp úr 1940, og er stutt á milli bæjanna. Á þess- um árum var bílaöldin að ganga í garð í Suðursveitinni. Kannski eitt- hvað seinna en sums staðar annars staðar. Kom það til af landfræðileg- um aðstæðum, þar sem vatnsföll voru öll óbrúuð á þessu svæði, fram yfir miðja tuttugustu öldina, nema Kolgríma, sem rann í túnfætinum hjá Ragnari, svo snemma kynntist RAGNAR JÚLÍUS SIGFÚSSON ✝ Ragnar JúlíusSigfússon fædd- ist á Skálafelli í Suð- ursveit 20. júlí 1917. Hann lést á lungna- deild Landspítalans í Fossvogi 5. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarkirkju 17. janúar. hann óblíðri jökulsá af eigin raun. En það hef- ur fátt stoppað unga menn á öllum tímum og hreppurinn réðst í það að kaupa vörubíl og Ragnar settist und- ir stýri. Þessi bíll hefur þótt stór, þótt ekki þætti hann stór í dag því einhver gaf honum nafnið Langur. Síðan var keyptur annar bíll sömu gerðar og ein- hver gaf honum líka nafnið Langur. Þess- um bílum stjórnaði Ragnar samhliða búskapnum, flutti vörur, fólk og póst. Vegagerð var líka í gangi og veitti ekki af. Þegar Wyllis-jepparnir komu til sögunnar fékk Ragnar sér einn slíkan og not- aði hann í póstflutningana. Marga ferðina fór maður í þessum jeppa hans Ragnars eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ekki man ég til þess að ökuferðir Ragnars enduðu á miðri leið. Eftirlit hafði hann sjálfur með bílunum og sá um viðgerðir. Ekki var um annað að ræða því næsta verkstæði var austur á Höfn og brú- in yfir Hornafjarðarfljót kom ekki fyrr en 1961. Fyrirhyggjan var hon- um í blóð borin. Snemma fór Ragnar að taka að sér félagsstörf fyrir sveitunga sína. Er ég var barn í heimavistarskóla í Hrollaugsstöðum voru þar haldnir aðalfundir ungmennafélagsins Vísis. Ekki var hægt að sleppa við að mæta á þessa fundi. Torfi skóla- stjóri tók einfaldlega krakkana með sér á fundina. Fátt stendur mér í huga frá þessum fundum annað en það sem við kemur Ragnari. Torfi hélt sína ræðu, en sagðist síðan gefa Ragnari gjaldkera félagsins orðið. Og skýrsla Ragnars var góð, það fann maður strax. Ekki er mér kunnugt um öll þau störf sem Ragnar vann að fyrir sveit sína og sýslu en hann hann var með- al annars í forsvari fyrir Ræktunar- samband Mýra og Suðursveitar um og fyrir 1960, þegar brúar- og vega- framkvæmdir voru sem mestar í Hornafirði. Ræktunarsambandið endurnýjaði þá jarðýtur sínar og fjölgaði. Þessar jarðýtur voru síðan leigðar Vegagerðinni, jafnhliða því sem þær voru notaðar til ræktunar- framkvæmda. Undiritaður var í vegavinnu sumarið og haustið 1963 inn á Kálfafellsdal. Þar voru þrjár af þessum ýtum. Um haustið þegar vegavinnu var hætt það árið var þeim raðað í túnfótinn hjá Ragnari, þar sem þær biðu verkefna næsta árs. Þær stóðu þar fimm. Ekki virt- ist Ragnar finna mikið fyrir þessum störfum sínum fyrir Ræktunarsam- bandið, sem bættust við önnur, en margur snobbarinn myndi sjálfsagt í dag titla sig frakvæmdastjóra af minna tilefni. Og ekki var að sjá að félagsstörf hans bitnuðu á búskapn- um. Þar var hver dagur tekinn snemma og kvöldið nýtt ef þess gerðist þörf. Ragnar sat í hreppsnefnd, lengst af sem oddviti. Ekki vissi ég til að neinn kvartaði yfir störfum hans þar. Hann vann þau af vandvirkni og trúnaði eins og allt sem hann gerði. Eitt af störfum oddvita er að rukka inn útsvar. Undirritaður var skráð- ur með lögheimili í Suðursveitinni í 25 ár eftir að ég fór þaðan í raun. Mestallan þann tíma var Ragnar oddviti. Oftast var ég í skuld og vissi af því. Bar ég mig stundum upp við Ragnar til að afsaka aumingjagang- inn. Alltaf tók hann því ljúfmann- lega. En mikið þurfti hann stundum að hafa fyrir því að rukka inn út- svarið hjá hinum ýmsu útgerðar- mönnum allt í kringum landið, og jafnvel til útlanda. Og oddvitalaunin voru ekki há. Og alltaf sendi hann kvittanir fyrir greiðslunum þegar þær höfðu borist. Tvisvar sinnum færði Hagstofan mig til Reykjavíkur eftir kröfu Gjaldheimtunnar þar. Í fyrra skiptið brást ég við sjálfur og lét færa mig til baka. Í seinna skipt- ið var ég á síldarskipi í Norðursjón- um. Kom ég ekki heim fyrr en tveimur mánuðum eftir færsluna og brást við hart. Eitthvað sagði ég við skrifsofustjóra Hagstofunnar, eftir að mér hafði verið vísað þangað inn. Hann sagði ekkert strax en réttir mér bréf. Bréfið var frá Ragnari til Hagstofunnar. Vélritað, undirritað og stimplað af oddvita Borgarhafn- arhrepps. Síðan segist skrifstofu- stjórinn ekkert meira hafa um þetta að segja, ég hafi verið færður strax til baka. Það þurfti ekki að bæta neinu við það bréf sem Ragnar sendi. Margar góðar minningar á ég um Ragnar og margar góðar stundir átti ég á vesturbænum sem barn. Ég minnist Ragnars með þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að alast upp í nálægð hans. Ég kveð góðan granna. Sigurgeir Jónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, bróður og afa, JÓNS FRÍMANNSSONAR, Nónvörðu 14, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, heimaaðhlynningu, Sigurðar Árnasonar krabbameinslæknis og Konráðs Lúðvíkssonar læknis fyrir ómetanlega aðstoð gegnum árin. Aðalheiður Jónsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Halldór Ármannsson, Þóra Jónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, STEINÞÓRU JÓHANNSDÓTTUR, Húsatóftum, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við Golfklúbbi Grinda- víkur. Barði Guðmundsson, Jón Hlíðar Runólfsson, Guðný Hildur Runólfsdóttir, Ingibjörg Amilía Þórarinsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MÁS HARALDSSONAR bónda og oddvita, Háholti. Öllum sem studdu okkur í veikindum hans, sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og starfsfólki líknardeildar Landspítalans, færum við þakkir. Margrét Steinþórsdóttir, Bjarni Másson, Bryndís Eva Óskarsdóttir, Ragnheiður Másdóttir, Viðar Másson, Sigurður Sævarsson, Ásdís Finnbogadóttir, Steinþór Kári Kárason, Þorgerður Björnsdóttir, Sigurður Kárason, Eygló Jósephsdóttir, Birna Káradóttir, Sigurður Óli Kristinsson, Haraldur Bjarnason, Ragnheiður Haraldsdóttir, barnabörn og systkini. Mig langar að skrifa nokkrar línur um þig, æskuvinur minn, Guð- mann Heiðmar. Kynni okkar hófust þegar við vorum strákar, með því að vinkonurnar, móðir mín og fóstra þín Arnfríður, fengu mig til að kenna þér á reiðhjól, því til stóð að kaupa þannig farartæki handa þér. Ég var aðeins eldri og var farinn að þeysa um allt á reiðhjóli elstu systur minn- ar og þótti þess vegna kjörinn kenn- ari. Upp úr þessu urðum við óaðskilj- an- legir vinir og leikbræður, við urðum heimagangar hvor hjá öðrum. Heima varstu eins og bróðir okkar systkinanna, ég var eini bróðirinn og systurnar voru fimm. Foreldrum mínum þótti mjög vænt um þig, al- veg eins og þú værir sonur þeirra. Þú varst í sveit á sumrin í Svarf- aðardal á Sandá hjá frændfólki ykk- ar. Eitt sumarið þegar við vorum strákar fórstu í heimsókn þangað og GUÐMANN HEIÐMAR ✝ Guðmann Heið-mar var fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu, Öldu- götu 7a í Reykjavík, hinn 25. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Árbæj- arkirkju 30. apríl. tókst mig með, við fór- um í rútu til Akureyrar og gistum eina nótt hjá frændfólki ykkar á menningarheimili Jó- hanns Tryggvasonar og fjölskyldu, þar sem heimasætan Þórunn, mjög ung, spilaði Beethoven með glæsi- brag á píanó. Seinna varð hún frú Ashke- nazy. Daginn eftir fór- um við svo að Sandá, þar var tekið á móti þér eins og prinsi. Þú sýnd- ir mér alla dýrðina í sveitinni, við fórum á hestbak og reyndum að veiða. Seinna fór ég oftar með þér norð- ur eftir að þú eignaðist bíl. Við fórum oft í smá tjaldútilegur inn á hálendið og þá varstu í essinu þínu því þú varst svo mikið náttúrubarn og heimspekilega þenkjandi. Við veidd- um stundum silung, sem þú flakaðir og veltir upp úr eggjum og raspi og grillaðir síðan með roðinu, ég minn- ist enn hve þetta var ljúffengur mat- ur og góður tími. Þakka þér fyrir allar ógleyman- legar stundir. Blessuð sé minning þín, ég votta aðstandendum þínum innilega sam- úð mína. Árni Vilmundarson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.