Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 20
 Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 150 þúsund kr. afsláttur til eldri borgara 60 ára og eldri af CLIPPER 70 Umboð á Akureyri Sigurður Valdimarsson Óseyri 5 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Dýr þakviðgerð | Tvö tilboð bárust í við- gerð á þaki eldri hluta Sundlaugar Húsa- víkur, bæði nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð ákvað að taka tilboði Norð- urvíkur. Tilboð Norðurvíkur var tæpar 2,6 millj- ónir kr. en kostnaðaráætlun Húsavík- urbæjar hljóðaði upp á tæpar 2,3 milljónir. Hitt tilboðið var frá Norðlenskum að- alverktökum, lítið eitt hærra. Bæjarráð ákvað að lækka fjárveitingu til frjáls- íþróttaaðstöðu á íþróttavelli til að mæta auknum kostnaði við viðgerðina. Verkið felst í endurnýjun þakjárns og pappa auk endurnýjunar á þakrennum og þakbrúnum. Gert hefur verið ráð fyrir að verkið yrði unnið í þessum mánuði. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Stjórnar sumartónleikum | Fræðslu- nefnd Húsavíkurbæjar hefur ákveðið að fela Guðna Bragasyni umsjón og fram- kvæmd árlegra sumartónleika 2004. Oddur Bjarni Þorkelsson sótti einnig um starfið. Er þetta í þriðja skiptið sem Guðni stjórnar tónlistarveislunni, að því er fram kemur á þingeyska fréttavefnum skarp- ur.is. Verkefni á Tálknafirði | Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps hefur ákveðið að ráða Árna Johnsen til að taka að sér ákveðin verkefni fyrir sveitarfélagið í júlí- mánuði. Árni vinnur nú að verkefnum á sviði ferða- og atvinnumála fyrir Vesturbyggð og lýkur þeim í lok júní. Bauðst hann til að vinna að sams konar verkefnum fyrir Tálknafjarðarhrepp í framhaldinu. Hreppsnefnd samþykkti samhljóða að kaupa eins mánaðar vinnu af Árna. Heilsubærinn Bol-ungarvík heldurfræðsludaga í safnaðarheimili Bolung- arvíkur í dag og á morgun undir heitinu „Fræðumst fyrir sumarið. Viltu vita meira um heilsuna? Þekk- ing breytir vananum.“ Kemur þetta fram á fréttavef Bæjarins besta. Boðið verður upp á fyr- irlestra sem miða að því að byggja upp bæði líkama og sál. Í kvöld kl. 20 verð- ur Kári Eyþórsson fjöl- skylduráðgjafi með stutt námskeið þar sem farið verður yfir einfaldar og árangursríkar leiðir til að efla og styrkja sjálfan sig. Á laugardag kl. 10 ræðir Hallgrímur Kjartansson læknir um mataræði og of- þyngd. Klukkustund síðar veltir Gígja Gunn- arsdóttir, íþróttafræð- ingur hjá ÍSÍ, vöngum yfir hreyfingu. Fræðsludagar Hólmavík | Kvenfélags- konur á aðalfundi kven- félagasambands Stranda- sýslu hlýddu á erindi Smára Haraldssonar hjá fræðslumiðstöð Vestfjarða um fjarnám. Smári fjallaði m.a. um þróun fjarnáms og símenntunar og náms- framboð næsta haust. Í máli hans kom fram að oft væri stórt skref en jafn- framt ánægjulegt að hefja nám á fullorðinsaldri, og kvaðst hann afar áhuga- samur um að efla starf- semi Fræðslumiðstöðv- arinnar á Ströndum. Á myndinni með Smára eru kvenfélagskonurnar Brynja Rós Guðlaugs- dóttir, Þorgerður Sig- urjónsdóttir og Ragnheið- ur Ingimundardóttir. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Fræðst um fjarnám Það hefur verið mik-ið þref í þjóðfélag-inu um fjölmiðla- frumvarpið. Af því tilefni kviknaði limra hjá Hjálm- ari Freysteinssyni: Menn þrasa út af þessu og hinu í þinginu og sjónvarpinu, en hitt finnst mér verst ef heimurinn ferst út af fjölmiðlafrumvarpinu. Jón Ingvar Jónsson hjó eftir því að Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti Ís- lands flýtti heimkomunni, en því hefur verið velt upp að hann ætli ekki að staðfesta fjölmiðlalögin: Lagaþref um þessar mundir það er skrýtið væl og breim. Til að skrifa ekki undir Óli kom í flýti heim. Kristján Eiríksson frétti af skorti á salernispappír í Noregi: Gerist fúlt hjá granna þjóð, þar garpar fá að reyna sig. Nú er hart á norðurslóð, Norðmenn hættir að skeina sig. Úr umræðunni pebl@mbl.is UNGIR drengir sjósettu bát- kænu á dögunum í ósnum við Kirkjufell í Grundarfirði. Nutu drengirnir veðurblíð- unnar og kyrrðar frá amstri skólans og hafa eflaust komið endurnærðir úr þessari sjó- ferð. Er Kirkjufellið með feg- urstu fjöllum Íslands, svo að ekki ætti útsýnið að spilla fyr- ir hjá þessum ungu drengjum. Morgunblaðið/Alfons Á báti við Kirkjufell Kyrrð Reykjanesbær | Áformað er að ný sjón- varpsstöð, Augnsýn, hefji útsendingar í Reykjanesbæ 1. júní næstkomandi. Verður henni í upphafi dreift eftir kapalkerfi Kap- alvæðingar ehf. Nokkrir aðilar standa að áformuðum sjónvarpsútsendingum og er Jóhann Frið- rik Friðriksson, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Suðurfrétta, talsmaður þeirra. Hann segir að stöðin sé byggð á svipaðri hugmynd og sjónvarpsstöðin Aksjón á Ak- ureyri. Sjónvarpað verði fréttum og efni af Suðurnesjum. Reksturinn verður fjár- magnaður með auglýsingum. Í upphafi verður efninu eingöngu dreift á kapalkerfi Kapalvæðingar hf. í Reykja- nesbæ. Jóhann segir áformað að koma síð- ar upp sendi til að allir íbúar Suðurnesja geti náð útsendingum hennar. Það gæti orðið eftir um það bil ár. Reiknað er með að þrír til fjórir starfs- menn verði við sjónvarpsstöðina. Augnsýn hefur út- sendingar 1. júní VILKO ehf. hyggst kaupa húsnæði mjólkursamlagsins á Hvammstanga og hefja þar nýja framleiðslu. Byggðaráð Húnaþings vestra var boð- að til aukafundar á dögunum til að heyra fulltrúa Vilko ehf. gera grein fyrir áformum sínum vegna fyrirhugaðra kaupa á húsnæði Mjólkursamsölunnar á Hvammstanga. Fyrir fundinum lá bréf fyrirtækisins þar sem það óskar eftir að- stoð sveitarfélagsins við forkönnun á rekstri í húsnæðinu. Fram kom að þar væri um að ræða áform um sérhæfða matvælaframleiðslu, nýjung sem ekki tengdist með neinum hætti núverandi starfsemi matvælaiðju fyrirtækisins á Blönduósi. Byggðaráð samþykkti að fela sveit- arstjóra að gera drög að samningi við Vilko ehf. um ráðgjafarþjónustu vegna áforma fyrirtækisins um atvinnurekstur á Hvammstanga. Vilko undir- býr nýja starfsemi á Hvammstanga ♦♦♦ Stýrir heilsugæslu | Friðbjörg Matthías- dóttir viðskiptafræðingur hóf störf sem framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar í byrjun mánaðarins. Hún var áður skrifstofustjóri hjá Grundarfjarð- arbæ. Hún er skipuð í starfið af heilbrigð- isráðherra, enda heyrir starfið nú undir heilbrigðisráðuneyti eftir að stjórnir heilsu- gæslustöðva voru lagðar niður 2003, segir í frétt á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Fríða hefur vinnuaðstöðu á heilsugæslu- stöðinni.         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.