Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F yrir nokkrum árum, sennilega hefur það verið í kosningabar- áttunni 1988, vísaði George Bush, faðir núverandi Bandaríkjaforseta, til barnabarna sinna með því að kalla þau „þessi litlu, brúnu þarna“. Bush, sem var kjörinn forseti þá um haustið, átti með þessum orðum við börn Jeb, son- ar síns, og eiginkonu hans, Col- umba, en hún er fædd í Mexíkó. Þessi ummæli þóttu til marks um undarlega fornan hugsunarhátt, ef ekki kynþáttahyggju, enda urðu margir til að fordæma þau. Frá því að Bush eldri lét þessi orð falla hefur staða hinna „brúnu“ þ.e.a.s. Bandaríkja- manna sem eiga rætur sínar að rekja til Róm- önsku- Ameríku breyst að ýmsu leyti. Mestu skiptir ef til vill að fram er kominn fjölmennur og sístækkandi hópur kjósenda sem lætur í vaxandi mæli til sín taka í bandarískum stjórnmálum. Og stjórnmálamenn og hagsmuna- samtök þeirra leitast nú mjög við að höfða til þessara kjósenda. Frægt varð í baráttunni fyrir forsetakosningarnar haustið 2000 þegar Al Gore, frambjóðandi Demókrataflokksins, reyndi að biðla til þessara kjósenda með því að mæla fram nokkur orð á spænskri tungu. Vald hans á málinu reyndist einkennast af viðlíka liðleika og opinber per- sóna hans enda lýsti hann yfir því eitt sinn að hann væri „fun- heitur“ þegar hann virtist hafa ætlað að lýsa góðviðrinu þann daginn. George W. Bush, núver- andi forseti, greip einnig til spænsku í kosningabaráttunni árið 2000 og reyndist hafa betri tök á henni en Gore þó svo að framburður hans þætti reyna verulega á tilfinningalíf við- staddra. Bróðir hans, Jeb, pabbi hinna „litlu, brúnu“, er hrað- mæltur á spænska tungu og hef- ur sú kunnátta komið honum vel í stjórnmálavafstri hans í Flór- ída. Stjórnmálamennirnir gera sér ljóst að fram er kominn hópur kjósenda sem aðeins mun vaxa að mikilvægi á næstu árum. Töl- urnar segja enda sitt í því efni. Innflytjendum frá Rómönsku- Ameríku, einkum Mexíkó, fjölgar ört í Bandaríkjunum og þetta fólk er afar duglegt þegar barn- eignir eru annars vegar. Um miðja öldina munu um 90 milljónir Bandaríkjamanna eiga rætur sínar að rekja til Róm- önsku-Ameríku. Því er nú spáð að „hinir brúnu“ eða „Latinó- arnir“ eins og þeir eru gjarnan nefndir í Kanalandi verði orðnir meirihlutahópur í Kaliforníu árið 2018. Fyrir þremur árum skutu „Latinóarnir“ blökkumönnum aftur fyrir sig og urðu fjölmenn- asti minnihlutahópurinn í Banda- ríkjunum. Þar búa nú tæplega 40 milljónir manna af rómönskum uppruna en þessi tala á jafnt við þá sem fæddir eru í Bandaríkj- unum og hina sem gerst hafa innflytjendur. Giskað er á að 8 til 10 milljónir þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Og af þessum tæp- lega 40 milljónum koma um 22 milljónir frá Mexíkó. Stjórnmálamenn eru stundum gagnrýndir fyrir að skorta fram- sýni en í þessu tilfelli er óþarft að horfa langt fram á veginn. Ár- ið 2000 greiddu sex milljónir „Latinóa“ atkvæði í forsetakosn- ingunum. Talið er að átta millj- ónir þeirra komi til með að greiða atkvæði í haust þegar George W. Bush sækist eftir endurkjöri. Atkvæði þessa fólks geta ráðið úrslitum í kosningum a.m.k. verða frambjóðendur að gæta þess sérstaklega að styggja ekki þennan hóp kjósenda. Sjálf- sagt þykir nú að frambjóðendur haldi úti vefsíðum á spænskri tungu. Það gera enda þeir Bush og andstæðingur hans John F. Kerry, frambjóðandi Demókrata- flokksins í forsetakosningunum í haust (sjá http://www.georgew- bush.com/Espanol/ og http:// www.johnkerry.com/esp/ ). Demókratar hafa löngum get- að treyst á atkvæði kjósenda af rómönskum uppruna að Flórída slepptu en kúbönsku Bandaríkja- mennirnir þar styðja jafnan Repúblíkanaflokkinn. Árið 1996 þegar Bill Clinton var endurkjör- inn forseti Bandaríkjanna fékk hann atkvæði 71% þessara kjós- enda en andstæðingur hans, repúblíkaninn Bob Dole, 21% þeirra. En margt hefur breyst á þess- um átta árum. „Latinóar“ voru einungis um 4% kjósenda árið 1996 en árið 2000 voru þeir orðn- ir 7% þeirra. Í kosningunum í haust gætu þeir orðið um 9% kjósenda. Í kosningunum 2000 fékk Al Gore atkvæði 62% þeirra kjós- enda af rómönskum uppruna og var það fylgistap talið verulegt áfall fyrir demókrata. George W. Bush fékk atkvæði 35% þeirra. Ef marka má skoðanakannanir hyggjast um 37% þessara kjós- enda kjósa Bush í haust og raun- ar eru til eldri rannsóknir sem leiða í ljós að forsetinn geti gert sér vonir um allt að 44% stuðn- ing hjá kjósendum af róm- önskum uppruna. Haft hefur ver- ið eftir Karl Rove, helsta pólitíska ráðgjafa forsetans, að Bush þurfi að fá atkvæði 40–45% þessara kjósenda. „Fái Bush það hlutfall sem Rove sækist eftir er með öllu útilokað að frambjóð- andi Demókrataflokksins geti unnið forsetakosningarnar,“ seg- ir Sergio Bendixen, sérfræðingur á sviði skoðanakannana, sem lagt hefur þunga áherslu á að demó- kratar þurfi að snúa vörn í sókn í þessum efnum. Vera kann að demókratar ákveði að bregðast við með því að útnefna Bill Rich- ardson, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó, varaforsetaefni flokksins í kosn- ingunum í haust en hann er af rómönsku bergi brotinn. Í Bandaríkjunum tala menn gjarnan um „sprengingu“ þegar rætt er um fjölgun fólks af róm- önskum uppruna. Ljóst er að þessi lýsing á í vaxandi mæli við áhrif þessa kjósendahóps í bandarískum stjórnmálum. Í lykilstöðu í Ameríku Fái George Bush það hlutfall sem Rove sækist eftir er með öllu útilokað að frambjóðandi Demókrataflokksins geti unnið forsetakosningarnar. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is FERÐAÞJÓNUSTA er sú at- vinnugrein sem vex hraðast á heims- vísu í dag og Ísland fer ekki varhluta af þeirri þróun. Vöxtur greinarinnar hérlendis hefur farið fram úr vænt- ingum og árið 2003 var ferðaþjón- ustan í 2.–3. sæti hvað varðar gjald- eyristekjur þjóðarinnar. Í stefnu samgöngu- ráðuneytis í ferða- málum er lögð rík áhersla á mikilvægi menntunar og rann- sókna við farsæla stefnumótun og stjórn- un ferðaþjónustunnar (Samgönguráðuneytið 2003, Íslensk ferða- þjónusta: Framtíð- arsýn, bls. 27). Það eru brýnir hagsmunir þjóð- arinnar að þessari stefnu sé framfylgt af krafti nú þegar ferða- mannastraumur til landsins eykst gífurlega ár frá ári. Vanda verður vel til verka og mik- ilvægt er að fagmennska sé hvar- vetna höfð að leiðarljósi við uppbygg- ingu og þróun ferðaþjónustu hér á landi. Sé þessa ekki gætt þannig að ferðaþjónustan standi undir vænt- ingum gesta og gestgjafa, getur þetta sóknarfæri fljótt snúist upp í and- hverfu sína og áfangastaðurinn Ís- lands misst sitt aðdráttarafl. Markmið, hlutverk og uppbygging Ferðamáladeild Háskólans á Hólum vill með kennslu, rannsóknum, verk- efnum og víðtæku samstarfi við greinina, stuðla að ábyrgri uppbygg- ingu og þróun ferðaþjónustu á lands- byggðinni. Haustið 1996 hófst kennsla á ferðamálabraut og var um að ræða eins árs diplóma-nám. Áherslan hefur frá upphafi verið ferðaþjónusta í dreifbýli sem tengist menningu og náttúru hvers svæðis. Það er ferðaþjónusta sem byggist á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að aukinni þekkingu bæði gesta og gestgjafa á náttúru- og menningarverðmætum okkar. Markmið deild- arinnar eru tvíþætt; annarsvegar að veita nemendum hagnýtt og vandað starfsnám á há- skólastigi, þar sem fræði og framkvæmd eru vel samþætt. Hins- vegar að stuðla að efl- ingu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar í dreifbýli, með rann- sóknum, námsframboði og þátttöku í þróun- arverkefnum. Í kjölfar nýrrar reglugerðar um Hóla- skóla frá 2. apríl 2002 hefur ferða- máladeild skoðað vandlega náms- framboð í ferðamálum á háskólastigi hérlendis, kannað hug núverandi og útskrifaðra nemenda og þarfir at- vinnugreinarinnar, og komist að þeirri niðurstöðu að þörf er á þriggja ára grunnnámi með þeim áherslum sem sérstaða deildarinnar felur í sér. Námið, uppbygging þess og markhópar Fyrsta árið, diplóma-námið, veitir landvarða- og staðarvarðaréttindi og að því loknu eiga nemendur að vera færir um að starfa sjálfstætt og bera ábyrgð í ferðaþjónustufyrirtækjum og á ferðamannastöðum. Að BA-námi loknu eiga nemendur að hafa dýpkað þekkingu sína í ferðamálafræðum og aukið færni sína til gagnrýninnar og skapandi hugsunar s.s. við skipulag ferðamála, markaðssetningu, vöruþróun og gæðastjórnun í ferða- þjónustu, auk þess að hafa góðan grunn til rannsóknatengds fram- haldsnáms. Aðstaða Aðstaða til náms er annarsvegar að- búnaður við kennsluna á Hólum og við fjarkennslu, en diplóma-námið er boðið sem fjarnám. Á Hólum hefur námsbrautin tvær kennslustofur með tölvu og skjávarpa auk mynd- fundabúnaðar. Auk þess er starfs- svæði ferðaþjónustunnar á Hólum, þ.e. eldhús, gisting, tjaldsvæði, minj- ar, sýningar, skógrækt, göngustígar o.s.frv. hluti af kennsluumhverfi brautarinnar. Við fjarkennslu er WebCT kennsluumhverfið notað til að vista fyrirlestra, umræður nemenda og kennara og til allra samskipta í nám- skeiðum. Myndfundir eru einnig not- aðir, einkum til fyrirlestrahalds og síðast en ekki síst eru fjarnemar boð- aðir í vinnulotur heim til Hóla a.m.k. einu sinni á hverri önn. Í slíkum vinnulotum er sinnt verklegum þátt- um s.s. í umhverfistúlkun, stígagerð, gestamóttöku og þjónustu. Nemendagarðar Hólaskóla eru fullbúnar íbúðir og er þar gert ráð fyrir bæði einstaklingum og fjöl- skyldum. Leikskóli og grunnskóli eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir skrifar um ferðamáladeild Háskólans á Hólum ’Jákvæð byggðaþróunverður ekki tryggð nema að unga fólkið sjái sóknarfæri á lands- byggðinni…‘ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Nýtt BA-nám haustið 2004 HÉR eftir verður Listahátíð ár- lega í Reykjavík. Hún hefst í dag, hátíðin sem hefur fest sig svo ræki- lega í sessi og orðin svo mikilvæg fyrir listalífið að sú ákvörðun að halda hana árlega þyk- ir nánast sjálfsögð. Auðvitað er svo ekki. En við tökum hana í trausti þess að það góða fólk sem hingað til hefur haldið hátíðina og komið fram á henni fyrir Íslands hönd með glæsibrag, muni gera það áfram. Af þessu er mikill ávinningur fyrir okkur öll. Ótrúleg gróska í borginni En listahátíðin er samfelld: Fjöldi listamanna og -hópa sem njóta fastra samstarfssamninga við Reykjavíkurborg hefur aldrei verið meiri en í ár. Við fjölgum á þessu ári slíkum samningum og verjum til þeirra um 40% stærri hluta af heild- arstyrkjun til menningarmála. Með- al áhugaverðra nýjunga má nefna fastan samstarfssamning við Musica Nova sem tryggir Nýsköpunarsjóði tónlistar 2 mkr á ári næstu þrjú ár. Nefndin skuldbindur árlega upphæð með Höfuðborgarstofu til að flytja út framsækna tónlist með verkefn- inu ,,Loftbrú Reykjavík“. Þetta verkefni er í samvinnu fjölmargra og hefur sannað tilverurétt sinn eft- irminnilega á skömmum tíma. Tón- verkamiðstöð er tryggð ein milljón króna á ári sem er nýmæli, en við höfum styrkt miðstöðina undanfarin ár. Það eru fleiri hátíðir en Listahá- tíð: Stuttmyndadagar fá fast fram- lag, Kirkjulistahátíð og Djasshátíð, en allt eru þetta hátíðir sem hafa sannað gildi sitt í borgarlífinu. Þá hefur verið gerður samningur um Dansfestival, og sérstakt gleðiefni samningur um bókmenntahátíð, með viljayfirlýsingu um langtíma- samstarf. Það er sérstakt ánægju- efni í samhengi við hina árlegu listahátíð að í ár taka grunn- skólabörn í borginni þátt í viðburðum henn- ar og þegar hefur verið skrifað undir fastan samning um slíkt milli Listahátíðar og yf- irstjórnar fræðslu- mála, sem gerir ráð fyrir þátttöku grunn- skólabarna í hinni ár- legu listahátíð hér eft- ir. Ný verkefni Nefndin vinnur nú í samstarfi við Samband íslenskra myndlist- armanna – SÍM – að stofnun ,,al- þjóðlegs tengslasjóðs“ sem hafi það hlutverk að auðvelda myndlist- armönnum að nýta sér tilboð um vinnustofunot og sýningar erlendis. Þetta er í raun svipuð aðgerð og stofnun Loftbrúar fyrir framsækna tónlist – vilji til að rjúfa einangrun reykvískra listamanna og hvetja til að afla sér sambanda erlendis og nýta okkur öllum til framdráttar. Þá er nú unnið að því að hrinda í framkvæmd hugmyndum um ,,listmunalán“ sem geti orðið til þess að almenningi gefist kostur á að leigja eða kaupa verk samtímalista- manna með auðveldum hætti og standa vonir til þess að þetta verk- efni geti hleypt lífi í myndlist- armarkaðinn. Á næstunni er að vænta góðra fregna af sýning- arsölum og galleríum í borginni. Allt lýsir þetta vilja til að festa í sessi, treysta og veita ákveðið öryggi þeim sem starfa að menningar- málum. Samtímis þessu höfum við efnt til formlegs samráðs við samtök lista- manna um menningarstefnu og -mál borgarinnar og hélt menningar- málanefnd gagnlegan fund með fulltrúum Bandalags listamanna og borgarstjóra fyrr á árinu. Menningarstofnanir í menningarborg Ótalin er hin metnaðarfulla starfs- áætlun menningarstofnana borg- arinnar í þessu sambandi: nýtt bóka- safn er komið í Árbæ, og metnaðarfull sýningaráætlun Lista- safns Reykjavíkur hefur slegið eft- irminnilega í gegn. Sýning Ólafs Elí- assonar dró að sér 40 þúsund manns, og þarf af 10 þúsund skólanem- endur! Listasafnið tók að sér veglegt hlutverk í uppsetningu Erró sýn- ingar í New York og sýndi þar kraft og metnað. Á þessu vori höfum við svo fylgst með samkeppni um hug- myndir til að glæða miðbæinn lífi, séð orkumiðstöð menningar rísa í gamla Hampiðjuhúsinu og eru það aðeins tvö dæmi um stórhug og framtak atvinnulífsins í samstarfi við borg eða listamenn. Fjöldi tón- leika með erlendum listamönnum er slíkur að undrun sætir og sannar að alþjóðlega vörumerkið ,,Reykjavik“ er segull sem laðar að sér heims- viðburði. Þetta er árangur af mark- vissu starfi einstaklinga, fyrirtækja og Reykjavíkurborgar, sem á þessu ári rekur af krafti nýja stofnun, Höf- uðborgarstofu, til að nýta þann byr sem borgin hefur í alþjóðasamfélag- inu. Gerjunin og sköpunin eru alls staðar. Reykjavík er samfelld listahátíð. Gleðilega listahátíð. Reykjavík er sam- felld listahátíð Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reyjavíkurborgar, skrifar ’Allt lýsir þetta vilja tilað festa í sessi, treysta og veita ákveðið öryggi þeim sem starfa að menningarmálum. ‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltúi og formaður menningarmálanefndar borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.