Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 44

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það ætti tæpast að koma neinum á óvart þegar hálfníræður öld- ungur er skyndilega burtkvaddur úr þess- um heimi. Við verðum þó að játa að við hrukkum við, þegar vinkona okkar hjónanna hringdi og tilkynnti okkur að sameiginlegur vinur til 30 ára, Þórður Kristjánsson, hefði lát- ist snögglega nóttina áður. Dauðinn kemur okkur oftast á óvart þegar hann knýr dyra, jafn- vel þó að í hlut eigi háaldrað fólk. Leiðir okkar Þórðar lágu saman fyrir rúmum þrem áratugum og strax við fyrstu kynni varð okkur ljóst að hér fór einstakur öðlingur og höfðingi. Það leyndi sér ekki að hann var mikil félagsvera og naut þess að blanda geði við fólk. Það atvikaðist þannig að Þórður gekk til liðs við sóknarnefnd Bústaða- sóknar á meðan Bústaðakirkja var enn í byggingu. Þar sem annar- staðar munaði um störf hans og reynslu. Hann kunni vel að meta þann góða samstarfsanda, sem ríkti í sóknarnefndinni og farsælt sam- starf hennar við séra Ólaf Skúlason sóknarprest. Þórður var fljótur að samlagast þeim sem fyrir voru í sóknarnefnd- inni, mætti reglulega á fundi og sótti kirkju sína vel ásamt eigin- konu sinni, Unni Runólfsdóttur. Hann bar djúpa virðingu fyrir prestshjónunum og lét oft í ljós að- ÞÓRÐUR I. KRISTJÁNSSON ✝ Þórður IngimarKristjánsson fæddist í Fremri Hjarðardal í Dýra- firði 3. júlí 1917. Hann lést á Land- spítalanum Fossvogi 5. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 13. maí. dáun sína á störfum þeirra fyrir söfnuðinn. Samvera okkar náði yfir meira en safnað- arstarf og setu á sókn- arnefndarfundum. Samkennd og vinátta efldist í þessum hópi, sem varð til þess að fljótlega var skipst á heimboðum og farið í ferðalög saman. Allar þessar ferðir eru ógleymanlegar og hafa oft verið rifjaðar upp í þessum þrönga hópi. Nú er þetta liðin tíð og minningarnar einar eftir ásamt fjölda mynda, sem eru margar óborganlegar. Einna hæst ber nokkurra daga ferð til Aðalvíkur á Ströndum, en vel heppnuð helg- arferð til Vestmannaeyja líður seint úr minni. Frábær helgi að Flúðum og önnur í Höfðabrekku í Mýrdal, svo og í Munaðarnesi, Skorradal og víðar. Allir nutu þeirrar tilbreytingar sem þessi ferðalög voru, allir hress- ir og glaðir, ekki síst Þórður, sem lék á als oddi. Hann var alltaf ung- ur í anda þótt árunum fjölgaði og okkur fannst hann aldrei verða gamall. Þessi 30 ár og vel það sem kynni okkar stóðu sjáum við Þórð alltaf fyrir okkur með bros á vör. Alltaf jákvæður og vildi ekki mikla fyrir sér erfiðleika. Þeir voru bara til þess að sigrast á þeim. Hann var gæfumaður og ég hygg að allir sem kynntust honum hafi verið betri menn eftir en áður. Þórður rak fram eftir ævi all- mikla byggingastarfsemi og væri hægt að nefna ýmsar þekktar byggingar, sem bera vitni góðum meistara, en ég læt öðrum það eftir sem betur þekkja til. Hinsvegar get ég ekki stillt mig um að geta hér sérstaks verks, sem hann á mikinn heiður skilið fyrir. Þar á ég við hið veglega klukknaport, sem reist var vestan Bústaðakirkju. Þessi turn, sem byggður var utan um kirkjuklukkurnar var óhemju dýr og raunar ráðist í byggingu hans meira af bjartsýni en fyr- irhyggju. Það kom þó ekki að sök, því Þórður sá um framkvæmdina og sagði okkur í sóknarnefndinni að hafa engar áhyggjur. Þegar verkinu lauk tilkynnti hann form- lega að þau hjónin hefðu ákveðið að gefa söfnuðinum turninn. Þetta var ekki eina skiptið sem Þórður sýndi hug sinn í verki, þegar málefni Bú- staðasóknar voru annarsvegar. Hann var sannkallaður haukur í horni, þegar mikið lá við. Þetta áttu aðeins að vera nokkur kveðjuorð til að votta kærum vini virðingu og þökk fyrir ógleymanleg kynni, sem aldrei féll skuggi á. Því skal hér staðar numið. Við vottum eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og afabörn- um innilega samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Blessuð sé minning Þórðar Kristjánssonar. Bjarney og Ásbjörn Björnsson. Þegar ég fyrir rúmum 40 árum gekk í Oddfellowstúkuna Þórstein var þar fyrir hópur margra ágætra manna, sem síðar urðu meðal minna bestu vina. Þar á meðal var Þórður Kristjánsson. Hann þekkti ég ekki áður. Þórður vakti strax at- hygli mína. Hann var hávaxinn, þrekinn og bar sig vel, svipurinn hreinn, sterkur en mildur og stutt í brosið. Öllum er okkur ljóst að ævi- skeiðið endar, en óþarflega at- hafnasamur og stórtækur þykir okkur Þórsteinsbræðrum sá sem á ljánum heldur hafa verið síðustu missirin á ferð sinni meðal okkar elstu og mætustu bræðra, ekki síst nú, þegar hann hefur bætt Þórði í sinn flokk. Þórði kynntist ég vel, þegar hann, nokkru eftir að ég gekk í stúkuna, bað mig að flytja fyrir sig mál. Þetta var snemma á mínum lögmannsferli og ég var stoltur af því að Þórður skyldi sýna mér þetta traust. Hann var þá þegar vel þekktur byggingaverktaki í borg- inni, meðal annars fyrir að hafa byggt Loftleiðahótelið, eina stærstu byggingu borgarinnar, og hafði tugi eða hundruð manna í vinnu. Nú hafði hann tekið að sér að reisa stórbyggingu fyrir Reykja- víkurborg en upp var risinn ágrein- ingur milli hans og eins undirverk- taka hússins um skilning á ákvæði í samningi þeirra í milli. Mér sýndist Þórður hafa á réttu að standa og var bjartsýnn um niðurstöðu máls- ins en það fór nú á annan veg. Öll- um, sem nálægt slíkum málum koma, er kunnugt, að allt getur olt- ið á að unnt sé að sanna það sem maður telur að sé rétt. En mat manna á sönnun og hvenær hún teljist fullnægjandi getur verið mis- munandi og svo var hér. Dómarinn var okkur ekki sammála um þetta atriði og ég tapaði málinu. Nú er það alkunna, að ef lögmaður tapar máli vekur það mismunandi kennd- ir hjá skjólstæðingnum. Ekki er óþekkt að skjólstæðingurinn telji að málið hafi tapast fyrir klaufa- skap eða vankunnáttu lögmannsins, sem hæglega getur leitt til vinslita ef ríkir hagsmunir eru í húfi, eins og hér var. Viðbrögð Þórðar Krist- jánssonar urðu allt önnur. Ekki eitt orð í þá áttina heldur lét hann mig á sér finna að dómurinn væri rang- ur, við hefðum haft rétt fyrir okkur þótt ekki tækist að sanna það. Í raun hefðum við báðir beðið sam- eiginlegt skipbrot. Það var mér ungum lögmanninum mikil upplifun að kynnast slíkum viðbrögðum og fyrir það var ég honum ævilangt þakklátur. Þórður bar ekki tap sitt á torg né barmaði sér. Hann bar tjón sitt sjálfur og einn. Hins veg- ar, þegar vel gekk í starfsemi hans, vildi hann gjarnan deila gleði sinni og jafnvel ágóða með vinum sínum og samverkamönnum. Þegar Þórður árið 1974 var kjör- inn yfirmeistari stúkunnar bað hann mig að fylgja sér eftir sem undirmeistari, sem ég að sjálfsögðu þáði. Sú samvinna og önnur störf innan stjórnar stúkunnar treystu vináttubönd okkar enn frekar. Menn gætu haldið, að fyrir mann, sem hefur stjórnað hundrað manna vinnuflokki, sé ekki mikið verk að stjórna einni Oddfellowstúku, En það er engan veginn sama hvernig það er gert og þarf kannski allt aðra hæfileika til. Þórði fórst þetta og allt sitt starf í þágu stúkunnar á þann veg, að sjálfsagt þótti að kjósa hann heiðursfélaga hennar strax og tækifæri gafst til. Í kveðju, sem Þórði var send á átt- ræðisafmæli hans, segir meðal ann- ars: Á vetrum vestfirskra fjarða veita menn baráttu harða í leti ekki liggja en fyrir Loftleiðir byggja þeir hótel á heimsmælikvarða. Og þetta hann Þórður vor kunni og því byggði hann hótel frá grunni enn tóku árin að líða og alltaf var Þórður að smíða hann var heppinn að hitta hana Unni. Já það var meira en lítið lán. Unnur Runólfsdóttir, sú frábæra kona, bjó Þórði og börnunum heim- ili, sem unaðslegt var að heimsækja og þiggja veitingar, sem ekki voru skornar við nögl. Þá og í ferðum okkar og samkomum var gjarnan tekið lagið. Munaði þá um, þegar Þórður hóf upp raust sína, því að hann hafði djúpa, fallega og sterka rödd. Þegar Þórður tók Bjórkjall- arann hefði sjálfur Poul Robson mátt vara sig. Í nefndri afmæl- iskveðju segir að lokum: Og þegar svo lífs þrýtur veginn og Þórður er hvíldinni feginn með svipinn sinn bjarta og sólskin í hjarta við hittum hann hinumegin. Þórsteinsbræður þurfa ekki að kvíða þeim endurfundum. Við Benta þökkum áratuga vin- áttu og tryggð og sendum Unni og fjölskyldu hennar innilegustu sam- úðarkveðjur. Valgarð Briem. Mannlífið er undar- legt ferðalag, sagði góðskáldið Tómas Guðmundsson og það eru orð að sönnu. Á lífsleiðinni festast í hugskoti mannsins ógrynni af minning- um: litlum myndum sem tölva heil- ans geymir og við getum kallað fram að vild; sumar eru í lit, aðrar í svarthvítu, sumar eru eins og ljósmyndir, aðrar í þrívídd eða hreyfanlegar, líkt og í kvikmynd. Í þessu myndasafni hugans kennir margra grasa. Þar eru hús og fólk, götumyndir, sólskin og regn, bros og hlátur, sorg og gleði. Í mínu persónulega hugarfylgsni geymi ég minningar úr bernsku um Valda Péturs. Við ólumst báðir upp í Stykkishólmi, hann var nokkru eldri en ég, og við urðum góðir vinir frá því ég var innan við fermingu. Valdi Péturs var partur af Hólminum. Hann gekk ekki í skóla, samkvæmt reglum þess tíma, en hafði alla burði til þess; en þá var öldin önnur. Sigvaldi ólst upp í stórum systkinahópi hjá for- eldrum sínum, Jóhönnu og Pétri á Ökrum, og ég man að Sigvaldi tal- aði oft um Svöfu systur sína, eftir að hún flutti til Reykjavíkur og mann hennar Hróbjart, en til þeirra flutti hann nokkru eftir 1950. Ég held að Sigvaldi hafi átt hamingjuríka æsku. Hann bar það SIGVALDI PÉTURSSON ✝ Sigvaldi Péturs-son fæddist í Stykkishólmi 26. júní 1923. Hann lést í Reykjavík 30. mars 2004 og var jarðsett- ur í Stykkishólmi 10. apríl. með sér hvert sem hann fór og öllum þótti vænt um hann. Minningin um Valda Péturs virkar eins og guðsorð á sál- ina, líkt og opinberun um hið góða í lífinu. Vertu sæll, gamli, góði vinur, og þakka þér fyrir sólargeisl- ana, sem þú skildir eftir í hugum okkar sem kynntust þér. Þinn einlægur Bragi Jósepsson. Ég vil með nokkrum orðum kveðja vin minn frá barnæsku, Sigvalda Pétursson frá Ökrum í Stykkishólmi. Valdi minn, eins og ég kallaði hann alltaf, var vinur vina sinna og naut ég þar góðs af. Í veikindum mínum sem barn, kom þessi ljúflingur og spilaði Ól- sen og Löngvitleysu við mig, og ekki taldi hann eftir sér að koma alla leið upp á Landakot þegar ég var þar. Valdi minn var ekki alveg eins og við flest, en hans létta lund, góðsemi og blíða gerðu hann alveg einstakan í mínum huga. Ein af síðustu og bestu samverustundum okkar var þegar við sátum saman á Arnarhóli á 17. júní og töluðum lengi saman. Ég þakka þér samfylgdina, Valdi minn, og alla þína vináttu í minn garð. Hvíl þú í Guðs friði. Þín vinkona Sigríður Pétursdóttir. Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landið ber sér á breiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig og kallar hann þig kuldaleg rödd og djúp. (Jón Helgason.) Áfangar, ljóðið hans Jóns Helga- sonar, hefur fylgt okkur um landið. Hannes valdi nafnið. Áfangar skyldi hann heita ferðahópurinn okkar sem hefur farið á sína áfangastaði í 43 sumur um grösugar sveitir jafnt sem fjöll og firnindi. Oftast undir hásum- arsól, stundum þó í rigningu og jafn- vel roki. Með guðsblessun og sam- stilltum huga lukum við hverjum og einum og huguðum svo að nýjum. Nú hefur þessi kæri vinur og félagi lokið sínum síðasta áfanga hér á jörð HANNES ÁGÚST HJARTARSON ✝ Hannes ÁgústHjartarson fædd- ist á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi 8. júní 1924. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 2. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akranes- kirkju 9. mars. og er lagður af stað í nýjan og við stöndum eftir og segjum: ,,Góða ferð, sjáumst síðar.“ Hannes kom á Akra- nes ungur maður vestan af Snæfellsnesi með for- eldrum sínum og fjöl- skyldu. Hér hitti hann konuna sína, hana Stellu, Þorgerði Bergs- dóttur. Hér eignuðust þau börn og bú, alls sex börn sem öll bera svip- mót og alla gerð góðra foreldra. Síðustu æviár- in bjuggu þau í íbúð sem foreldrar Hannesar byggðu sér hér á Akranesi. Hannes var verkamaður alla tíð, alls staðar trúr og tryggur. Það er með ólíkindum hversu vel heimilið bjargaðist. Þar kom í ljós samheldni þeirra hjóna og ráðdeild. Hannes átti sér hugsjónir, var rót- tækur í skoðunum og lifði eftir því. Hann var í forystu Alþýðubandalags- ins hér á Akranesi til margra ára og var í ritnefnd Dögunar sem var mál- gagn flokksins hér á sínum tíma. Hann var mjög vel ritfær, skrifaði pólitískar greinar, fundagerðir og ferðasögur. Einnig starfaði hann í Verkalýðsfélagi Akraness og lét ekki sitt eftir liggja þar. Saman störfuðu þau hjónin í stúkunni Akurblómi og þar var hann lengst af ritari. Þegar félag eldri borgara var stofn- að hér á Akranesi urðu þau hjón fé- lagar og tóku virkan þátt í starfinu. Hannes söng mörg ár með kór eldri borgara og þar eins og annars staðar kom reglusemi hans í ljós. Hann hélt samviskusamlega utan um nótur og ljóð sem kórinn söng við öll möguleg tækifæri. Hannes var mikill hestamaður, átti góða hesta og tók virkan þátt í starfi hestamannafélagsins Dreyra hér á Akranesi. Hann var ritari félagsins um skeið og hélt saman vísum og gamanmálum hestamanna víðsvegar að. Hann var ágætlega hagmæltur sjálfur en fór dult með það. Þau hjónin, Hannes og Stella, voru virkir félagar í ferðahópnum okkar. Þegar verið var að undirbúa ferðirnar var Hannes ævinlega með í ráðum. Hann vissi upp á hár hvað við þurft- um að keyra marga kílómetra hvern daginn á milli áfangastaða. Alltaf skrifaði hann dagbók og ferðasögur upp úr þeim. Þessar ferðir gátu staðið í allt að tíu daga. Í fyrstu ferðunum var sofið í tjöldum, síðan inni í sam- komuhúsum eða skólum þar sem leg- ið var á gólfum. Þá var eldað á prímus og allt gert sem ódýrast og enginn spurði um erfiði eða óþægindi. Hannes naut ekki langrar skóla- göngu, ekki fremur en almennt var hjá alþýðu þessa tíma. En hann hafði lag á því að nýta sér fjölbreytilega reynslu sína og annarra, las mikið og hélt öllu til haga, var fróður og minn- ugur, kunni mikið af vísum og sögum. Hann átti ótrúlega gott bókasafn. Má segja að hann hafi verið sjálf- menntaður fróðleiksmaður um land og lýð. Mikils ástríkis naut Hannes af konu sinni og börnum og fjölskyld- unni allri, frændum og vinum. Það kom vel fram í hans erfiðu sjúkdóms- raun síðustu árin. Heiðursmaður og góður drengur er fallinn frá. Blessaður veri hann. Blessuð veri konan hans, börnin og öll fjölskyldan hans. Bjarnfríður Leósdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.