Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 21
www.toyota.is
Corolla Verso. Hversu Verso viltu vera?
Sjaldan hefur einn bíll boðið upp á jafn marga möguleika með jafn einföldum hætti.
Með einu handtaki breytirðu Corolla Verso úr 2 manna flutningavagni í 7 manna
fjölskyldubíl. Hvert sæti er sjálfstæð eining sem leggst alveg niður svo gólfflöturinn
verður rennisléttur og jafn. Þetta þýðir að þú getur á einu augnabliki lagað innra rými
bílsins algjörlega eftir þörfum hverju sinni. Aksturinn er léttur og lipur, hönnunin
glæsilega rennileg og bíllinn hlaðinn öllum þeim hágæða- og öryggisþáttum sem
kröfuharðir ökumenn ganga að sem vísum.
Corolla Verso er byltingarkenndur 7 manna fjölskyldubíll. Í honum má finna Toyota-Full Flat 7 kerfið þar sem með einu handtaki má breyta Corolla Verso úr 2ja manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Corolla Verso er búinn 1,8 lítra VVT-i
vél sem skilar 129 hestöflum við 6.000 snúninga. Hann er búinn VSC stöðugleikakerfi, 9 loftpúðum sem hlífa öllum farþegum bílsins, ABS hemlakerfi með BA. Corolla Verso er fáanlegur með hefðbundinni beinskiptingu eða rafstýrðri beinskiptingu
og kostar frá kr. 2.229.000.
Sportbíll að utan -
7 manna ættarmót að innan.
Easy Flat-7®
Garðabær | Sigurveig Sæmundsdóttir hefur
verið ráðin skólastjóri Flataskóla frá 1. ágúst
2004. Sigurveig starfar nú sem aðstoð-
arskólastjóri Hofsstaðaskóla og hefur gegnt
því starfi í átta ár. Sigurveig leysti skólastjóra
Hofsstaðaskóla af í einn vetur en hún hefur
starfað við skólann frá árinu 1982.
Sigurveig hefur kennarapróf frá Kenn-
araháskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið
Dipl. Ed.-prófi í uppeldis- og menntunar-
fræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla
Íslands með áherslu á stjórnun. Auk þessa hef-
ur Sigurveig sótt námskeið í kennslufræðum
og mati á skólastarfi við Háskóla Íslands og
Danmarks pedagogiske universitet.
Nýr skólastjóri Flataskóla
Miðborgin | Kríudagurinn verður haldinn í
Hljómskálagarðinum á laugardag og mun Þór-
ólfur Árnason borgarstjóri bjóða kríuna form-
lega velkomna til Reykja-
víkur.
Borgarstjóri flytur ávarp
sitt kl. 15 við Þorfinnstjörn í
Hljómskálagarðinum, og
eftir það verða flutt ljóð eft-
ir Kristján Hreinsson, til-
einkuð Kríunni. Tilefnið er
koma kríunnar úr heims-
reisu sinni, segir Ólafur
Einarsson, framkvæmda-
stjóri Fuglaverndar. Krían
flýgur þvert yfir hnöttinn
og má segja að hún lifi í ei-
lífu sumri þar sem hún fer
frá Íslandi til Evrópu, Suð-
ur-Afríku, til Suðurheimskautsins og til baka
ár hvert.
Deginum er ætlað að vekja athygli á kríunni
við Tjörnina, en samtals verpa á bilinu 60–150
pör við Reykjavíkurtjörn á hverju ári, segir
Ólafur. Fuglevernd kvetur alla borgarbúa,
fuglaáhugamenn og aðra, til að fjölmenna að
Tjörninni og skoða kríuna í góðum félagsskap.
Bjóða kríuna vel-
komna á Tjörnina
Velkominn gestur:
Krían er komin á
Reykjavíkurtjörn.
Fossvogur | Fossvogsskóli hlaut á miðviku-
dag í annað sinn viðurkenninguna grænfán-
ann, sem Landvernd veitir fyrir góðan ár-
angur í umhverfisstarfi, en grænfáninn
nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um
góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.
Nú hafa alls níu íslenskir skólar hlotið græn-
fánann og bætast nokkrir við í sumar.
Í tilefni þess komu margir góðir gestir
m.a. umhverfisráðherra, borgarstjóri,
fræðslustjóri og formaður fræðsluráðs í
heimsókn í skólann. „Umhverfisráðherrar
Fossvogsskóla“ skýrðu frá umhverfisstarfi
skólans undanfarin ár. Þar kom fram að mik-
ill árangur hefur náðst bæði hvað varðar
umhverfismennt og rekstur skólans.
Meðal umhverfisafreka skólans má nefna
að allur lífrænn úrgangur úr skólastofum fer
í safnkassa á skólalóð auk þess sem allur líf-
rænn úrgangur úr fjögur hundruð manna
mötuneyti skólans fer í jarðgerð. Þá er rusl
flokkað í gæðapappír, blandaðan pappír,
fernur, pappa, málma, gler og rafhlöður.
Blandað sorp úr sorptunnum hefur þannig
minnkað um helming síðan flokkun hófst.
Þær hreinsivörur sem notaðar eru í skól-
anum eru merktar Svaninum, viðurkenndu
umhverfismerki. Í kennslu í náttúrufræði,
lífsleikni og heimilisfræði er einnig mikil
áhersla lögð á umhverfismennt og útikennsla
hefur aukist.
Gestir gerðu góðan róm að þeim árangri
sem náðst hefur og töldu skólann vera flagg-
skip menntastofnana hér á landi í umhverfis-
málum. Hátíðinni lauk á skólalóðinni þar sem
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra af-
henti, fyrir hönd Landverndar, Grænfánann
í annað sinn, en Fossvogsskóli er eini skólinn
á landinu sem hefur náð þessu takmarki.
Stoltir krakkar taka starfið heim
Auður Þórhallsdóttir, deildarstjóri verk-
efna í Fossvogsskóla, segir þennan árangur
vitnisburð um framúrskarandi starf og
ásetning starfsmanna og nemenda skólans
um umhverfisárangur. „Grænfáninn er ein-
ungis veittur til tveggja ára í senn og það
þarf að setja fram markmið og standa við
þau. Landvernd kemur síðan og metur ár-
angurinn,“ segir Auður. „Við erum búin að
standa okkur mjög vel síðustu tvö ár, við höf-
um stöðugt verið að bæta okkur, aðallega í
því að virkja nemendur og einnig vorum við
að bæta allt umhverfisstarf, líka í rekstr-
inum.“
Auður segir að undanfarin ár hafi starfs-
fólk og nemendur einbeitt sér að því að bæta
umgengni, jafnt innanhúss sem utan, minnka
orkunotkun og magn úrgangs sem fer frá
skólanum. „Krakkarnir voru að rifna úr
stolti í gær yfir skólanum sínum, enda er
þátttaka þeirra og ábyrgð mikil. Vonandi
færa þau þetta starf svo heim til sín.“
Staðið við sett markmið
Ljósmynd/Tryggvi Felixson
Grænfánanum fagnað: Umhverfisráðherra afhenti fulltrúa nemenda, Andra Rafni Ottesen, og
skólastjóra Fossvogsskóla, Óskari S. Einarssyni, fánann, fyrir hönd Landverndar, að við-
stöddum Þórólfi Árnasyni borgarstjóra og Stefáni J. Hafstein, formanni Fræðsluráðs.
Fossvogsskóli hlýtur grænfána Landverndar í annað sinn