Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Grettir
Smáfólk
VILTU
HEYRA RIT-
GERÐ UM JÓN
SIGURÐSSON?
Í DAG ER AFMÆLISDAGUR
JÓNS... HVER VAR JÓN
SIGURÐSSON? ÉG SKAL
SEGJA YKKUR ÞAÐ... JÓN
VAR TÍUNDI KÓNGURINN
OKKAR OG HANN FEÐRAÐI
MARGAR EIGINKONUR...
ÆTTI ÉG AÐ
SEGJA FRÁ ÞVÍ
AÐ HANN ER Á
500 KALLINUM?
ÞAÐ
GÆTI
VERIÐ
SNIÐUGT
HELDURÐU
AÐ ÉG FÁI
“A”?
GEFA
ÞEIR
“Ö”?
ERTU Í ALVÖRUNNI
MEÐ NÍU LÍF?
NEI! MÉR FINNST ÞAÐ BARA VEGNA ÞESS
AÐ ÉG BÝ MEÐ ÞÉR
ER ÉG YNDISLEGASTI MAÐUR Í
ÖLLUM HEIMINUM?
OG ELSKARÐU MIG? ÉG HAFÐI ÞAÐ BARA EKKI Í MÉR AÐ
SEGJA HENNI AÐ ÞETTA VÆRI
SKAKT NÚMER
EN
HUGULSAMT AF
ÞÉR ÆVINTÝRA-
STRÁKUR
Risaeðlugrín
© DARGAUD
FRÁBÆRT!! NÝTT
MET!
ÞETTA VAR AÐDÁUNARVERT!
ÉG ER ALVEG
SAMMÁLA ÞÉR IGOR
ÞETTA SNÝST ALLT UM SVEIFLUNA
OG SNÚNINGINN
EINMITT!
ÚLNLIÐSSVEIFLAN
ER MJÖG MIKILVÆG
MAÐUR VERÐUR AÐ KASTA LAUST
EN EKKI OF LAUST
NÆMI OG GOTT AUGA ER
ÞAÐ SEM FÆRIR MANNI
SIGURINN
GOTT AUGA OG GÓÐ
TUNGA ER EINMITT ÞAÐ
SEM HANN ÞARF TIL ÞESS
AÐ ÚTSKÝRA ÞETTA
FÓR STEINNINN ALLA LEIÐINA YFIR TJÖRNINA ÞEGAR
HANN FLEYTTI KERLINGER?
JÁ!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ fer fram hin árlega álfasala SÁÁ.
Ég vil hvetja alla til að kaupa að
minnsta kosti einn álf og leggja þann-
ig góðu unglingastarfi SÁÁ lið. Starf-
semi SÁÁ hefur verið mjög mikilvæg
og nauðsynleg fyrir íslenskt sam-
félag á hinum síðustu árum og fer
það vaxandi. Með aukinni „opnun“
samfélags okkar hefur vá eitur-
lyfjanna farið vaxandi og ekki mun
hún minnka við það að aukið framboð
alkóhóls verður nú senn á boðstólum
fyrir unga fólkið, ef að líkum lætur.
Við verðum að herða róðurinn
gegn vímuvánni og megum alls ekki
sofna á verðinum. SÁÁ hefur nú
komið sér upp sérhæfðri deild fyrir
ungt fólk sem fengið hefur þar hjálp
og náð sér á strik. Þetta unga fólk
hefur yfirleitt byrjað í bjórnum og
endað svo í sterkari og eitraðri efn-
um.
Við skulum íhuga það vel til hvers
alkóhólneyslan getur leitt. Í upphafi
þegar menn eru að byrja á „saklaus-
um“ bjórnum ætlar sér enginn að
lenda í síki eða feni vímuefnanna
(gleymum því aldrei að alkóhól er
vímuefni sem myndi aldrei verða
samþykkt sem neysluvara ef það
væri að uppgötvast í dag). Því miður
hefur ótrúlega oft farið á annan veg
en menn ætluðu í upphafi og það er
sorglegt að sjá hversu ungt fólk er
farið að koma til meðferðar. Ekki er
mikið útlit fyrir að þetta muni breyt-
ast og því verður enn meiri þörf fyrir
starfsemi SÁÁ, bæði meðferðina
sjálfa, stuðning við foreldra og annað
fræðslu- og forvarnarstarf. Við skul-
um ekki gleyma því að það verður
líka að styðja þá áfram sem hafa
þurft á hjálp að halda svo þeir verði
sterkari þegar komið er á ný út í lífs-
baráttuna. Eigum við að kalla það
forvarnir eða fyrirbyggjandi starf?
SÁÁ stuðlar að því í ríkum mæli.
Alkóhól- og önnur vímuefnaneysla
hefur oft á tíðum splundrað fjölskyld-
um, skapað kvíða og ótta hjá börnum,
valdið örkumlum eða dauða á marg-
víslegan hátt, vegna slysa, ofbeldis
og oft á tíðum stuðlað að sjálfsvígum
(oft er alkóhólismi ástæða sjálfsvíga,
þótt það sé auðvitað ekki einhlítt).
Þegar við vinnum að því að hjálpa
ungu fólki og auðvitað öllu fólki sem á
við áfegngisbölið að glíma erum við
að draga úr þessum slysum og
ógæfu.
SÁÁ eru samtök sem ótrúlega
margt fólk er óendanlega þakklátt
fyrir og hugsjón þessara samtaka er
að berjast gegn hvers kyns vímuefn-
anotkun. Sem einstaklingur og vímu-
varnaprestur er ég ákaflega þakklát-
ur öllum þeim sem vinna að því að
draga úr vímuefnanotkun ungmenna
og auðvitað annarra líka. SÁÁ eru
framarlega í þeim hópi og vona ég að
við getum öll stutt unglingastarf
SÁÁ með því að kaupa álfinn. En
ágóðanum af álfasölunni er varið í
unglingastarf SÁÁ.
Að lokum hvet ég bæði einstaklina,
fyrirtæki og stofnanir til að verða sér
úti um álf, það felst í því forvörn góð,
auk þess sem þessir álfar eru mjög
flottir.
Þeim peningum sem við verjum til
að kaupa álfinn er vel varið.
KARL V. MATTHÍASSON,
prestur og fv. alþingismaður.
Gleðilegt sumar
og kaupum álfinn
Frá Karli V. Matthíassyni:
ÖLL trúum við á eitthvað, hvort
sem það er guð, hið góða, eða jafn-
vel geimverur. Við trúum á rétt og
rangt. En getur einhver sagt þér
hverju þú átt að trúa? Til dæmis
ef maður gengur upp að þér og
segir við þig „taktu Jesú Krist inn
í líf þitt eða brenndu í helvíti!“ hef-
ur þú að minnsta kosti um tvennt
að velja. Þú getur trúað þessum
manni, heitið því að tileinka líf þitt
Jesú Kristi, eða þú getur tekið
þessar upplýsingar, lagt þær fram
fyrir samvisku þína og spurt hvort
þér finnist það sem hann segir satt
eða ekki. Kannski kemstu að því
að líf þitt verður betra ef þú gerir
eins og maðurinn segir, kannski
kemstu að því að þér finnst mun
meira heillandi að fara til ömmu
þinnar einu sinni í viku en að fara í
kirkju. Ég meina, hver getur betur
vitað hvað er rétt fyrir þig en þú?
Ég trúi því að það sé ekkert rétt
eða rangt, ekki í þeim skilningi
sem við þekkjum. Það er ekkert
alheimslögmál sem er algilt fyrir
alla. Guð gaf hverjum og einum
okkar frjálsan vilja, og með honum
vit til að greina hvað okkur finnst
rétt og rangt. Það geta verið sex-
tíu og fimm milljarðar útgáfna á
því hvað er rétt og rangt. En þá
vandast málið, og þið hugsið ef-
laust með ykkur: Ef allir mega
gera það sem þeir vilja, geta þá
ekki allir farið og drepið hver ann-
an!? Persónulega finnst mér rangt
að særa og meiða aðra og það yrði
mitt val að umgangast ekki fólk
sem gerði það, svo að það fólk sem
hefur svipað álit á því hvað er rétt
og rangt heldur sig saman, hinir
geta gert það sem þeir vilja. Mér
finnst líka allt í lagi að fólk í
kringum mig geri hvað svo sem
það vill, svo lengi sem það skaðar
engan. Þannig verðum við fyrst öll
frjáls, þegar við hættum að hlusta
á það hvað aðrir segja okkur að sé
rétt og rangt, aðeins þá, og ekki
fyrr, munum við skilja hvað frelsi
sannarlega er.
JÓN SKÚLI TRAUSTASON,
Flókagötu 63,
105 Reykjavík.
Að fylgja eigin
sannfæringu
Frá Jóni Skúla Traustasyni
rithöfundi: