Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ FER ekki fram hjá neinum sem dvelst í Danaveldi um þessar mundir að ríkisarfinn er loksins að ganga út. Við afgreiðslukassana í stórmörkuðum blasir hin verðandi krónprinsessa hvarvetna við á for- síðum slúðurblaðanna og síðustu dagana fyrir brúðkaupið hafa ljós- vakamiðlar verið undirlagðir af beinum útsendingum frá ýmsum viðburðum sem tengjast þessum tímamótum. Friðrik krónprins er 35 ára gam- all og virðast Danir hafa verið orðnir óþreyjufullir eftir því að hann fyndi sér kvonfang, af öllum atganginum að dæma. Brúðurin, hin 32 ára gamla Mary Donaldson, er sem kunnugt er frá Ástralíu og kynntust þau á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Mary þykir bæði glæsileg og geðþekk og virðast Danir almennt ákaflega ánægðir með sína tilvonandi tengdadóttur. Hún hefur að baki háskólanám í lögum og viðskiptum, og vann með- al annars við auglýsinga- og mark- aðsstörf í Ástralíu áður en hún kynntist ríkisarfanum. Íslendingur sem ekki er alinn upp við konungsveldi getur átt erf- itt með að skilja að brúðkaup þeirra Friðriks og Maríu sem hafa heimilisfesti í Amalíuborg þyki svo stórum merkilegra en hjónavígsla nafna þeirra og nöfnu frá Norð- urbrú, og að minnstu smáatriði varðandi undirbúninginn og athöfn- ina eigi mikið erindi við alþjóð. En dönsku fjölmiðlarnir líta greinilega svo á að ekkert sem brúðkaupið snertir sé þjóðinni óviðkomandi. Hafa þeir meðal annars séð ástæðu til að skýra frá því að ráðsfólk í konungshöllinni hyggist ekki gefa afgangana af gnægtaborðum brúð- kaupsveislunnar til heimilislausra. Kjólarnir og skartið Umfjöllun og eftirvænting vegna „brúðkaups aldarinnar“, eins og það er iðulega nefnt í dönsku pressunni, hefur farið stigvaxandi eftir því sem nær dregur. Kerti með myndum af brúðhjónunum voru farin að sjást í búðum laust eftir áramótin og síðustu vikurnar hefur Mary Donaldson sem fyrr segir prýtt flestar forsíður dönsku slúðurblaðanna, sem gera sér sem von er mikinn mat úr hinu kon- unglega brúðkaupi. Virðist útlit og klæðnaður krónprinsessunnar verðandi vera þar efst á baugi. Fréttaflutningur dagblaðanna er öllu látlausari, en nú síðustu dag- ana fyrir hjónavígsluna hafa þó ófáir dálksentimetrar farið undir umfjöllun um hvaðeina sem brúð- kaupinu tengist og sum blöðin hafa jafnvel gefið út sérstök aukablöð. Hjartnæm mynd af hjónaleysunum að ganga berfætt hönd í hönd í flæðarmálinu prýddi til dæmis for- síðu sérútgáfu Jyllands-Posten í gær. Fjölmiðlar hafa mikið velt vöng- um yfir því hvernig kjól Mary muni klæðast við athöfnina og hvaða skart hún muni bera, en það mun af ókunnum ástæðum vera leynd- armál. Ekki er heldur gefið upp hver hafi hannað brúðarkjólinn og saumað. Þó þykir víst að kjóllinn geti hvorki verið ýkja fleginn né sýnt berar axlir brúðarinnar, enda þætti það ekki við hæfi í kon- unglegu brúðkaupi. Minni gaumur hefur af einhverjum sökum verið gefinn að klæðnaði brúðgumans, ef til vill vegna þess að engin leynd hvílir yfir honum. Prinsinn mun bera aðmírálsbúning með gylltum skúfum og hnöppum, en hann var sérsaumaður fyrir brúðkaupið og mun hafa kostað um hálfa milljón króna. Þá hefur verið upplýst að giftingarhringarnir séu úr græn- lensku gulli. Töluvert hefur verið spáð í mat- seðilinn í brúðkaupsveislunni. Spennan snýst ekki síst um brúð- kaupstertuna sjálfa, en uppskrift- arinnar hefur verið gætt eins og hernaðarleyndarmáls. Það er Jap- aninn Takashi Kondo sem hefur veg og vanda af krásunum, en hann hefur starfað við hirðina í yfir tvo áratugi. Öryggismál vegna hátíða- haldanna hafa einnig verið talsvert til umræðu, en ýmsir hafa látið í ljósi áhyggjur af því að hryðju- verkamenn eða mótmælendur kunni að láta til sín taka. Lögreglu- yfirvöld hafa sagt litla hættu á al- varlegum atvikum, en biðja fólk þó um að vera á varðbergi. Örygg- isgæsla verður mikil og ekki verður ákveðið fyrr en á síðustu stundu hvaða leið brúðhjónin munu keyra til hallarinnar í Fredensborg, skammt utan Kaupmannahafnar, þar sem veislan verður haldin. Glaumur og gleði Hirðin og aðrir opinberir aðilar hafa staðið fyrir fjölmörgum við- burðum í aðdraganda brúðkaups- ins, sem sjónvarpað hefur verið beint. Síðasta föstudag voru haldn- ir rokktónleikar undir yfirskriftinni „Rock’n Royal“ í Parken, þar sem um 40 þúsund manns komu saman. Á mánudag voru Friðrik og Mary viðstödd siglingakeppni við Löngu- línu, en þar öttu danskar og ástr- alskar skútur kappi, og á þriðju- dagskvöld mættu þau til viðhafnarkvöldverðar í þinghúsinu í Kristjánsborgarhöll. Í hádeginu á miðvikudag var móttaka þeim til heiðurs á vegum borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn og mikill mann- fjöldi kom saman á Ráðhústorginu til að sjá krónprinsinn og heitkonu hans veifa af svölum ráðhússins. Þar á meðal voru 1.500 leik- skólabörn, klædd eins og prinsar og prinsessur, sem sungu lög fyrir hið raunverulega kóngafólk. Í gær- kvöldi var loks embættismönnum, þingmönnum, erlendum þjóðhöfð- ingum og stjórnarerindrekum boð- ið til hátíðarsýningar og kvöldverð- ar í konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hjónavígslan sjálf fer svo fram í Frúarkirkjunni í miðborg Kaup- mannahafnar síðdegis í dag. At- höfnin hefst klukkan fjögur, en að henni lokinni munu brúðhjónin aka í hestvagni til aðseturs konungs- fjölskyldunnar í Amalíuborg. Af svölum hallarinnar munu þau veifa til almúgans laust fyrir klukkan sex. Þaðan halda þau til hallarinnar í Fredensborg, þar sem veisluhöld hefjast klukkan átta. Um fjögur hundruð tignum gestum er boðið til brúðkaupsveislunnar, en við at- höfnina í Frúarkirkju verða um 800 manns. Búist er við að metfjöldi muni horfa á sjónvarpsútsendingu frá hátíðahöldunum. Vinnuskyldur munu ekki koma í veg fyrir að rík- isstarfsmenn geti fylgst með í beinni, því þeim hefur verið gefið frí eftir hádegi í dag. Samkvæmt mati sjónvarpsstöðv- arinnar TV2 nemur beinn kostn- aður sem danskir skattgreiðendur þurfa að bera vegna allra viðburð- anna og veisluhaldanna um 2,5 milljörðum íslenskra króna. Skipt- ar skoðanir voru meðal vegfarenda Friðrik og María í það heilaga Danskt þjóðlíf er á öðrum endanum vegna brúðkaups Friðriks ríkisarfa og ástralskrar heitkonu hans, Mary Donald- son, sem fram fer í Frúarkirkju í dag. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir í Kaupmannahöfn segir frá eftirvænting- unni vegna „brúð- kaups aldarinnar“. Reuters Friðrik krónprins og Mary Donaldson, heitkona hans, sýndu sig á svölum ráðhússins í Kaupmannahöfn á miðviku- dag ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu og Hinrik prinsi, manni hennar. Mikil eftirvænting hefur verið í Danmörku vegna brúðkaupsins í dag. Hér bíða börn uppáklædd sem prinsar og prinsessur eftir að sjá brúðhjónin til- vonandi birtast við ráðhúsið í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Í TENGSLUM við 100 ára afmælið hefur bankinn ráðist í gagngera endurnýjun á útibúinu að innan- verðu og býður viðskiptavinum sín- um að skoða breytingarnar í dag og þiggja kaffiveitingar. Þá verður 1.900. fundur bankaráðs Lands- bankans haldinn á Ísafirði í dag, föstudag. Á morgun mun Björgólfur Guð- mundsson, bankaráðsformaður Landsbankans, opna sýningu á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals í eigu bankans í útibúinu á Ísafirði. Sýnd verða 33 verk, eink- um portrett og teikningar, þar á meðal portrettmyndir af fyrstu bankastjórum Landsbankans. Þótt Landsbankinn á Ísafirði hafi komið á fót útibúi í kaupstaðnum 1904 á saga bankastarfsemi á Ísa- firði sér mun lengri sögu. Spari- sjóður Ísfirðinga var stofnaður 1876 og þegar útibú Landsbankans tók til starfa tók bankinn yfir starf- semi sparisjóðsins. Þorvaldur Jóns- son, sparisjóðsstjóri og héraðs- læknir, varð jafnframt fyrsti útibússtjóri hins nýja banka. Í úttekt Vestfirska fréttablaðsins sem birtist í tilefni af 90 ára afmæli bankans árið 1994, segir um Þor- vald að hann hafi verið einn kunn- asti borgari Ísafjarðar á sinni tíð, hann hafi gegnt fjölmörgum trún- aðarstörfum og haft mikil áhrif á bæjarlífið. Hann var héraðslæknir þar frá 1863–1900 er hann fékk lausn frá embætti. Hann rak lyfjabúð og bókaverslun, átti lengi sæti í bæj- arstjórn og var póstmeistari jafn- framt því að vera einn frumkvöðl- um að stofnun Sparisjóðs Ísfirðinga. Þá var hann einn fremsti skákmaður á sinni tíð. „Rekur öll venjuleg bankastörf“ Daginn áður en bankinn tók til starfa, 14. maí 1904, birtist í blaðinu „Vestri“ svohljóðandi aug- lýsing: „Landsbankinn hefir tekið að sér Sparisjóðinn á Ísafirði frá 1. janúar þ.á. og stofnar nú 15. þ.m. útibú hér á Ísafirði.“ Síðan segir: „Útibú Landsbank- ans á Ísafirði rekur öll venjuleg bankastörf og sparisjóðsstörf, kaupir og selur víxla og ávísanir, innlendar og útlendar, veitir lán gegn veði, sjálfskuldarábyrgð o.s.frv., og tekur á móti fé til ávöxt- unar með sparisjóðskjörum o.s.frv.“ Þótt umfang starfseminnar hafi Landsbankinn á Ísafirði 100 ára Landsbankaútibúið á Ísafirði hefur verið endurnýjað að innan og verður til sýnis fyrir viðskiptavini bankans í dag. Hundrað ár verða liðin á morgun, laug- ardag, frá því útibú Landsbankans á Ísa- firði tók til starfa – 15. maí 1904. Hefur bankinn gegnum tíðina verið viðskiptabanki margra af stærri fyrirtækjum á Vestfjörð- um og mikilvægur bakhjarl í atvinnulífinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.