Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 28
Hátt á fjórða tug listamanna efnir til Þrettándakvölds Shakespeares á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld.
Eins og komið hefur framer Listahátíð í Reykjavíkí ár sérstaklega helguðsviðslistum og í samstarfi
við stóru atvinnuleikhúsin í borginni
verður boðið upp á sviðsviðburði af
stærstu gerð. Einn þessara við-
burða er sýning Þjóðleikhúss
Georgíu, þ.e. Rustaveli-leikhússins í
Tblisi, en í kvöld og annað kvöld
mun hátt á fjórða tug listamanna,
undir stjórn Roberts Sturua leik-
stjóra og leikhússtjóra, efna til
Þrettándakvölds Shakespeares á
stóra sviði Þjóðleikhússins.
Þegar blaðamann bar að garði í
leikhúsinu var allt á fullu við und-
irbúning sýningarinnar, verið að
setja saman leikmyndina og gera
allt klárt fyrir fyrsta rennsli hópsins
á nýju sviði. Robert Sturua leik-
stjóri gaf sér þó tíma til að setjast
stuttlega niður með blaðamanni til
að ræða þessa nýjustu Shake-
speare-sýningu sína og starfið með
Rustaveli-leikhúsinu á síðustu ár-
um, en Sturua hefur starfað með
leikhúsinu síðan 1962 og verið leik-
hússtjóri þess síðasta aldarfjórð-
unginn.
Undirrituð byrjar á að rifja upp
þau ummæli breskra Shakespeare-
fræðinga að Sturua þyki einn
fremsti Shakespeare-leikstjóri sam-
tímans og að uppfærslur hans á
verkum skáldsins hafi á síðustu ár-
um oftar en einu sinni ratað inn á
topp-tíu lista yfir bestu Shake-
speare-uppfærslur nútímans. Stu-
rua virðist fara nokkuð hjá sér við
þetta og vill sem minnst gera úr
þessari staðreynd. „Auðvitað vekur
það alltaf athygli þegar leikstjóri
hefur sviðsett rúmlega þriðjung
leikrita Shakespeares á ferli sínum,“
segir Sturua, en á síðustu rúmum
tveimur áratugum hefur hann sett
upp verk á borð við Lé konung, Rík-
harð þriðja og Makbeð hjá Rusta-
veli-leikhúsinu auk þess að leikstýra
t.d. Hamlet bæði í Moskvu og Lund-
únum.
„Því það er ekki eins og ég hafi
sérhæft mig í Shakespeare eða ein-
vörðungu einblínt á Shakespeare-
leikrit. Sé litið yfir feril minn er
ljóst að ég leikstýri mikið af nútíma-
verkum, georgískum leikritum og
verk eftir menn á borð við Brecht,
Miller, Tsjekhov og Ibsen.“ Að sögn
Sturua hefur Shakespeare það þó
fram yfir marga leikritahöfunda
hversu mikið skáld hann er. „Ég
kæri mig ekki um að vinna með verk
höfunda sem sjálfir eru ekki mikil
dramatísk skáld. Hafi viðkomandi
höfundur ekki tilfinningu fyrir leik-
húsinu get ég einfaldlega ekki svið-
sett verk hans.“
Langaði að fagna
fæðingu frelsarans
Spurður af hverju Þrettándakvöld
Shakespeares hafi orðið fyrir valinu
og hvernig hann kjósi að nálgast
verkið hugsar Sturua sig aðeins um
og segir svo: „Ástæða þess að ég
ákvað að sviðsetja Þrettándakvöld
var fyrst og fremst sú að mig lang-
aði til að minnast þess að tvö þús-
und ár væru liðin frá fæðingu frels-
arans með sérstakri sýningu í
leikhúsinu okkar í Tblisi árið 2001.
Ég vil þó taka fram að ég er ekkert
sérlega trúaður, en mig langaði
samt til að fagna þessum tímamót-
um með einhverjum hætti. Mig
langaði til að einblína sérstaklega á
síðustu vikuna í ævi Krists og nota
til þess kafla úr guðspjöllunum fjór-
um eins og þau birtast í Nýja testa-
mentinu. Fljótlega varð mér hugsað
til Þrettándakvölds Shakespeares,
enda má segja að hann hafi með
nafngiftinni sjálfur tengt verkið
þessum sérstaka helgidegi, en þrett-
ándinn hefur verið tengdur ýmsum
kristnum trúaratburðum, einkum
skírn Krists og Austurlandavitring-
unum. Ég ákvað því að leggja sér-
staka áherslu á þessa tengingu leik-
ritsins sem felst í titlinum.“
Að sögn Sturua birtast tengslin á
þann hátt að í uppfærslunni eru allir
í höll Orsínós hertoga í Iliríu að
undirbúa jólin. „Persónur leikritsins
setja síðan upp litla leiksýningu á
guðspjöllunum, þannig verða guð-
spjöllin nokkurs konar leikrit í leik-
ritinu, líkt og Shakespeare er nátt-
úrlega sjálfur þekktur fyrir. Þessi
litla leiksýning fer síðan að lifa sjálf-
stæðu lífi í sýningunni sem heild og
þróast á sinn eigin hátt,“ segir Stu-
rua en vill samt ekki gefa of mikið
upp um sýninguna heldur leyfa
áhorfendum að koma og upplifa það
sem fyrir augu ber.
Hver sýning leikin eins
og hún verði sú síðasta
Eins og fyrr var getið tók Robert
Sturua við leikhússtjórastöðunni
fyrir aldarfjórðungi og má í raun
segja að hann hafi með starfi sínu
komið Rustaveli-leikhúsinu á heims-
kortið. Sýningar leikhússins hafa
verið sýndar á alþjóðlegum leiklist-
arhátíðum úti um allan heim, nægir
þar að nefna hátíðir m.a. í Edinborg,
Frakklandi, Ástralíu, Argentínu og
Spáni, og víða unnið til verðlauna.
Aðspurður segir Sturua það afar
hollt fyrir hópinn að ferðast svona
mikið.
„Með þessum ferðalögum okkar
gefst okkur annars vegar kostur að
kynnast öðrum löndum, samfélögum
og menningarheimum sem eykur
skilning okkar og hins vegar, sem er
ekki síður mikilvægt, gefst okkur
með þessu kostur á að kanna hvern-
ig áhorfendur annarra menningar-
heima skilja leikhúsið okkar.“
Að sögn Sturua tekur leikhús
hans mikið mið af georgískum
áhorfendum sínum. „Líf Georgíu-
manna er svo viðburðaríkt og nán-
ast leikrænt að þegar þeir fara í
leikhús hafa þeir engan áhuga á því
að sjá raunveruleikann settan á svið
á raunsæjan hátt.
Georgískir áhorfendur sækja í
leikhús sem er uppfullt af skáldskap
og ljóðrænu og hefur ákveðin stíl-
brigði í leik og allri útfærslu. Þeir
vilja fá að skemmta sér í leikhúsinu,
upplifa eitthvað nýtt og framandi
sem á sama tíma er á einhvern hátt
hátíðlegt. Þetta á við hvort heldur
sem um gamanuppfærslur eða
harmleiki er að ræða. Kannski staf-
ar þetta af því að Georgíumenn eru
sér almennt afskaplega meðvitaðir
um forgengileika sinn og þess vegna
reyna þeir stöðugt að lifa lífinu til
fulls með allri þeirri orku sem því
fylgir, sem hefur bæði sína kosti og
galla. Og þar sem þetta á við um alla
íbúa Georgíu á það auðvitað einnig
við um leikarana mína, sem leika
hverja einustu sýningu líkt og hún
verði þeirra síðasta.“
Í samtalinu við Sturua verður
fljótlega ljóst að hann er afar for-
lagatrúar og kemur það t.d. fram er
hann lýsir fyrir blaðamanni hvernig
hann ber sig að þegar hann velur
það leikrit sem hann ætlar sér að
vinna með hverju sinni.
„Oftast þegar kemur að því að ég
velji nýtt verk til að vinna með þá
tek ég saman hóp af leikritum sem
ég gæti hugsað mér að vinna með,
án þess þó að vita hvað endanlega
verður fyrir valinu, skrifa titlana á
litla bréfmiða, brýt þá saman, set þá
í hattinn minn og rugla miðunum,
síðan dreg ég einfaldlega einn miða
og þar með er næsta verkefni ráðið.
Með þessu móti leyfi ég örlögunum
að ráða hvaða verk ég glími næst
við. Ég hef ávallt verið afar for-
lagatrúar og hef aldrei haft löngun
til að deila við örlögin. Ég tek ein-
faldlega hlutskipti mínu og hlýði
forlögunum.“
Að sögn Sturua er hann um þess-
ar mundir að leikstýra Rómeó og
Júlíu í Moskvu og er stefnt að frum-
sýningu um miðjan júlímánuð. „Ef
ég á segja alveg eins og er þá hafði
ég, til að byrja með, alls engan
áhuga á því setja þetta verk upp.
Ekki af því að mér fyndist þetta
leiðinlegt verk eða illa skrifað held-
ur af því að mér fannst búið að jaska
því út með óteljandi kvikmyndaút-
gáfum og sviðsuppfærslum þannig
að það væri erfitt að nálgast verkið
á eigin forsendum og finna eitthvað
nýtt í verkinu sem gæti höfðað til
manns. En þegar hópur ungra og
afar hæfileikaríkra leikara leitaði til
mín og bað mig að vinna verkið með
sér af því að þeim fannst mikilvægt
að einmitt þetta verk væri sviðsett í
Rússlandi núna fór ég að skoða leik-
ritið á nýjan hátt. Fyrst það brann
svona á þeim hlaut að vera eitthvað í
leikritinu sem talaði til ungs fólks í
dag. Ég hreifst af eldmóði þeirra og
fór í framhaldinu sjálfur að kafa of-
an í verkið og við það kviknuðu ýms-
ar hugmyndir um hvernig væri
gaman að sviðsetja verkið og á end-
anum sló ég því til,“ segir Sturua og
hlær við tilhugsunina.
Langar að setja upp Ofviðrið
En er eitthvert Shakespeare-
leikrit sem Sturua hefur enn ekki
sviðsettt sem hann langar til að
setja á svið? „Já, mig myndi langa
til að setja upp síðasta leikrit
Shakespeares, þ.e. Ofviðrið, því það
er mér afar hugleikið. Með upp-
færslu á því leikverki myndi ég vilja
segja að þegar ég kveð þennan heim
hafi ég skilið lífið, alveg sama hvort
það reyndist gott eða slæmt, enda
skiptir það í sjálfu sér ekki máli. En
vonandi á ég eftir að sviðsetja ótal
önnur verk í millitíðinni og þá ekki
bara verk Shakespeares heldur
einnig samtímaverk og klassísk,“
segir Robert Sturua að lokum.
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
„Mig langaði að minnast þess að tvö þúsund ár væru liðin frá fæðingu frelsarans,“ segir Robert Sturua leikstjóri.
Reyni ekki
að deila við
örlögin
Stór hópur listafólks frá hinu rómaða
Rustaveli-leikhúsi í Tblisi í Georgíu efnir til
Þrettándakvölds á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins í kvöld og annað kvöld. Í samtali við
Silju Björk Huldudóttur ræðir Robert
Sturua, leikstjóri sýningarinnar og leikhús-
stjóri Rustaveli-leikhússins, um forlagatrú
sína og af hverju hann ákvað að flétta guð-
spjöllunum inn í leikrit Shakespeares.
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Föstudagur
Kl. 17.45 Listasafn Íslands Setning
Listahátíðar. Bein útsending í Sjónvarp-
inu. Vesturport og Hljómskálakvintettinn
taka á móti gestum. Myndbandsverk
Gabríelu Friðriksdóttur Kaþarsis. Íslenski
dansflokkurinn frumsýnir nýtt verk Katr-
ínar Hall við tónlist Jóels Pálssonar. Þór-
unn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíð-
ar flytur ávarp. Kór rússnesku
rétttrúnaðarkirkjunnar St. Basil frá
Moskvu syngur. Ólafur Kvaran for-
stöðumaður Listasafns Íslands flytur
ávarp. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra setur hátíðina og
opnar sýningu Listasafns Íslands Í nær-
mynd. Frumsýnt brot úr myndbandi Páls
Steingrímssonar Íshljómi. Einar Jóhann-
esson klarínettuleikari og Jóel Pálsson
saxófónleikari leika.
Kl. 20 Þjóðleikhúsið Rustaveli-leikhúsið,
þjóðleikhús Georgíu, sýnir Þrettándakvöld
eftir Shakespeare. Fyrri sýning.
Katrín Hall danshöfundur.