Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Húsavík | Stofnað hefur verið Fé- lag fuglaáhugamanna í Þingeyj- arsýslum og eru félagar nú 17 talsins. Stjórn þess skipa Að- alsteinn Örn Snæþórsson úr Kelduhverfi sem er formaður og Húsvíkingarnir Gaukur Hjart- arson og Þorkell Lindberg Þór- arinsson. Þorkell Lindberg segir félagið öllum opið sem aðhyllast markmið þess. Hann segir tilgang félagsins að afla upplýsinga um fugla í Þingeyjarsýslum og stuðla að fugla- og búsvæðavernd á svæð- inu. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stunda fuglaathug- anir á svæðinu og miðla þeim til almennings. Eiga samstarf við skotveiðimenn og félög þeirra um skynsamlega og ábyrga nýtingu fuglastofna í Þingeyjarsýslum. Benda yfirvöldum á ef eitthvað fer miður eða þarfnast úrlausnar er varðar fuglalíf og búsvæði. Standa að fræðslu um fugla á svæðinu, s.s. með fyrirlestrahaldi og fuglaskoð- unarferðum. Stuðla að lagningu göngustíga og uppsetningu fugla- skoðunarhúsa þar sem það á við. Þorkell Lindberg segir fé- lagssvæðið sérlega áhugavert fyr- ir fuglaáhugamenn þar sem fjöl- skrúðugt fuglalíf er eitt af einkennum Þingeyjarsýslna. Af þekktum fuglasvæðum nefnir hann vatnasvæði Mývatns og Lax- ár sem er þekkt fyrir fjölda fugla og fjölbreytni hvað varðar vatna- fugla. Einnig eru á svæðinu fjöl- mörg önnur fuglarík svæði eins og votlendissvæði í Aðaldal, votlend- ið fyrir botni Öxarfjarðar, Mel- rakkaslétta og Langanes svo eitt- hvað sé nefnt. Næstkomandi laugardag milli kl. 14 og 16 hyggst félagið halda flórgoðadag við Víkingavatn í Kelduhverfi. All- ir áhugasamir eru velkomnir og er mæting við bæinn Víkingavatn 1. Reyndir fuglaskoðarar verða á staðnum og munu þeir sýna og segja frá flórgoðanum og öðrum fuglum sem eru við vatnið, en á Víkingavatni er mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Þorkell Lindberg segir félagsmönnum hafa þótt til- hlýðilegt að halda hátíðlegan dag til heiðurs flórgoðanum í Þingeyj- arsýslum því hér eru aðalheim- kynni hans á Íslandi. Hann segir hugmyndina að flórgoðadeginum fengna frá Fuglaverndarfélagi Ís- lands. Það félag hefur ásamt Um- hverfisnefnd Hafnarfjarðar haldið slíkan dag við Ástjörn þar í bæ ár- lega frá árinu 1993. Fuglaáhugamenn í Þingeyjar- sýslum fræða um fuglalíf Morgunblaðið/Hafþór Séð yfir Kelduhverfi: Votlendið fyrir botni Öxarfjarðar er mjög fuglaríkt og spennandi svæði fyrir fuglaskoðara. LANDIÐ Skorradalur | Snorri Hjálmarsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir héldu útgáfutónleika í Logalandi fyrir nokkru, í tilefni að útgáfu geisladisksins Hljómur frá Aðal- vík. Á diskinum syngur Snorri 19 lög við píanóleik Helgu Bryndísar. Í Logalandi var húsfyllir, um 200 manns sem klöppuðu lista- mönnum lof í lófa. Kynnir kvölds- ins var Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, og tókst hon- um það með ágætum og eftirminni- lega. Snorri söng allmörg lög sem á diskinum eru og einnig eitt lag með kennara sínum Theodóru Þor- steinsdóttur og að ógleymdum nokkrum lögum með söngbróður sínum og félaga, hestamanninum og dýralækninum Gunnar Erni Guðmundssyni á Hvanneyri. For- eldrar söngvarans Margrét Sólveig Guðmundsdóttir og Hjálmar Gísla- son, fyrrum skemmtikraftur, ásamt eiginkonu, Sigríði Guðjóns- dóttur, voru sérstaklega hyllt með lófaklappi. Risu gestir allir úr sæt- Vel heppn- aðir út- gáfutón- leikar í Logalandi Reyðarfjörður | Í gær voru opnuð tilboð í nýja stóriðjuhöfn við Mjó- eyri á Reyðarfirði á skrifstofu Sigl- ingamálastofnunar. Sjö tilbáð bárust og áttu heima- menn, Gáma- og tækjaleigan ehf. á Reyðarfirði, lægsta tilboð, eða 223,5 milljónir króna. Arnarfell ehf. bauð 260,7 milljónir í verkið, Ísar ehf. 272,5 milljónir, Héraðsverk ehf. Egilsstöðum 332,5 milljónir, KNH ehf. 338,6 milljónir, Guðlaugur Ein- arsson ehf. 463 milljónir og Ístak ehf. bauð hæst eða 482,9 milljónir króna. Kostnaðaráætlun nam 335,7 milljónum og nemur lægsta tilboðið því um 66,5% af henni. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar var viðstadd- ur opnun tilboðanna hjá Siglinga- málastofnun og sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnunin færi í framhaldinu yfir tilboðin og yrði ákvörðun tekin mjög fljótlega um hverju þeirra yrði tekið. Engin frávikstilboð bárust og segir Guðmundur tilboðin mörg undir áætluninni og þetta líti því vel út í fyrstu lotu. Hafnarstjórn Fjarðabyggðar óskaði eftir tilboðum í gerð hafn- arinnar í síðasta mánuði og fela helstu verkþættir í sér dýpkun um 98 þúsund rúmmetra, uppúrtekt af 8 þúsund rúmmetrum efnis, sprengingar á 48 þúsund rúmmetr- um af klöpp og 95 þúsund rúm- metra efnisfyllingu. Reka á niður 383 tvöfaldar stálþilsplötur og koma fyrir festingum, ásamt því að steypa um 449 m langan kant með pollum, stigum og þybbum. Um er að ræða fyrsta hluta framkvæmda við hafnargerðina og á þessu að vera lokið fyrir 1. júlí á næsta ári, en framkvæmdir hefjast nú í sumar. Tilboð opnuð í stóriðju- höfn á Reyðarfirði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í gær voru tilboð í gerð stóriðjuhafnar á Reyðarfirði opnuð og áttu heima- menn lægsta boð: Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Sig- urður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingamálastofnunar. Reyðarfjörður | Það er skammt stórra högga á milli í uppbygg- ingunni eystra. Tilboð í stóriðju- höfnina á Reyðarfirði opnuð í gær, byggja á fjórar blokkir í bænum á næstu mánuðum og ver- ið að hefjast handa um byggingu fyrsta hluta starfsmannaþorps Fjarðaáls skammt frá þéttbýlinu. Hann Villi, eða Vilhelm Krist- jánsson svo öllu sé skartað, hefur undanfarið verið að hlaða mynd- arlegan gosbrunn á torginu utan við bæjarskrifstofur Fjarða- byggðar á Reyðarfirði. Það ber allt að sama brunni í Fjarða- byggð; rífandi framkvæmdir hvert sem litið er. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ber allt að sama brunni Borkrónur | Borkróna á þriðju risagangaborvélina sem bora mun hin 39.756 m löngu aðkomugöng Kárahnjúkavirkjunar kom í vik- unni til landsins með Brúarfossi. Borkrónan vegur í heild 68 tonn og var í gær sett í Dettifoss sem sigldi með hana til Eskifjarðar. Þaðan er hún send í Kárahnjúka á sérútbúnu æki. Nú eru fulltrúar frá Lýsingu og KB banka, en þeir fjármögnuðu rekstrarleigusamninga um gang- aborvélarnar, staddir í Kára- hnjúkum og athuga m.a. hvernig borunum miðar. Þeir fjármögnuðu nýlega kaup á fiðlu fyrir Hjörleif Valsson, Stradivarius-eftirgerð og hyggjast tefla saman fiðlunni og borunum, smáu og stóru, eða kannski stóru og smáu, eftir því hvernig á það er litið. Borkrónan í hafi: Næst er að skeyta 67 tonna flykkinu framan á gangaborvél og ráðast á bergið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.