Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 24
AUSTURLAND
24 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Húsavík | Stofnað hefur verið Fé-
lag fuglaáhugamanna í Þingeyj-
arsýslum og eru félagar nú 17
talsins. Stjórn þess skipa Að-
alsteinn Örn Snæþórsson úr
Kelduhverfi sem er formaður og
Húsvíkingarnir Gaukur Hjart-
arson og Þorkell Lindberg Þór-
arinsson.
Þorkell Lindberg segir félagið
öllum opið sem aðhyllast markmið
þess. Hann segir tilgang félagsins
að afla upplýsinga um fugla í
Þingeyjarsýslum og stuðla að
fugla- og búsvæðavernd á svæð-
inu. Tilgangi sínum hyggst félagið
ná með því að stunda fuglaathug-
anir á svæðinu og miðla þeim til
almennings. Eiga samstarf við
skotveiðimenn og félög þeirra um
skynsamlega og ábyrga nýtingu
fuglastofna í Þingeyjarsýslum.
Benda yfirvöldum á ef eitthvað fer
miður eða þarfnast úrlausnar er
varðar fuglalíf og búsvæði. Standa
að fræðslu um fugla á svæðinu, s.s.
með fyrirlestrahaldi og fuglaskoð-
unarferðum. Stuðla að lagningu
göngustíga og uppsetningu fugla-
skoðunarhúsa þar sem það á við.
Þorkell Lindberg segir fé-
lagssvæðið sérlega áhugavert fyr-
ir fuglaáhugamenn þar sem fjöl-
skrúðugt fuglalíf er eitt af
einkennum Þingeyjarsýslna. Af
þekktum fuglasvæðum nefnir
hann vatnasvæði Mývatns og Lax-
ár sem er þekkt fyrir fjölda fugla
og fjölbreytni hvað varðar vatna-
fugla. Einnig eru á svæðinu fjöl-
mörg önnur fuglarík svæði eins og
votlendissvæði í Aðaldal, votlend-
ið fyrir botni Öxarfjarðar, Mel-
rakkaslétta og Langanes svo eitt-
hvað sé nefnt. Næstkomandi
laugardag milli kl. 14 og 16
hyggst félagið halda flórgoðadag
við Víkingavatn í Kelduhverfi. All-
ir áhugasamir eru velkomnir og
er mæting við bæinn Víkingavatn
1. Reyndir fuglaskoðarar verða á
staðnum og munu þeir sýna og
segja frá flórgoðanum og öðrum
fuglum sem eru við vatnið, en á
Víkingavatni er mjög fjölskrúðugt
fuglalíf. Þorkell Lindberg segir
félagsmönnum hafa þótt til-
hlýðilegt að halda hátíðlegan dag
til heiðurs flórgoðanum í Þingeyj-
arsýslum því hér eru aðalheim-
kynni hans á Íslandi. Hann segir
hugmyndina að flórgoðadeginum
fengna frá Fuglaverndarfélagi Ís-
lands. Það félag hefur ásamt Um-
hverfisnefnd Hafnarfjarðar haldið
slíkan dag við Ástjörn þar í bæ ár-
lega frá árinu 1993.
Fuglaáhugamenn í Þingeyjar-
sýslum fræða um fuglalíf
Morgunblaðið/Hafþór
Séð yfir Kelduhverfi: Votlendið fyrir botni Öxarfjarðar er mjög fuglaríkt og spennandi svæði fyrir fuglaskoðara.
LANDIÐ
Skorradalur | Snorri Hjálmarsson
og Helga Bryndís Magnúsdóttir
héldu útgáfutónleika í Logalandi
fyrir nokkru, í tilefni að útgáfu
geisladisksins Hljómur frá Aðal-
vík. Á diskinum syngur Snorri 19
lög við píanóleik Helgu Bryndísar.
Í Logalandi var húsfyllir, um
200 manns sem klöppuðu lista-
mönnum lof í lófa. Kynnir kvölds-
ins var Bjarni Guðmundsson,
kennari á Hvanneyri, og tókst hon-
um það með ágætum og eftirminni-
lega.
Snorri söng allmörg lög sem á
diskinum eru og einnig eitt lag
með kennara sínum Theodóru Þor-
steinsdóttur og að ógleymdum
nokkrum lögum með söngbróður
sínum og félaga, hestamanninum
og dýralækninum Gunnar Erni
Guðmundssyni á Hvanneyri. For-
eldrar söngvarans Margrét Sólveig
Guðmundsdóttir og Hjálmar Gísla-
son, fyrrum skemmtikraftur,
ásamt eiginkonu, Sigríði Guðjóns-
dóttur, voru sérstaklega hyllt með
lófaklappi. Risu gestir allir úr sæt-
Vel heppn-
aðir út-
gáfutón-
leikar í
Logalandi
Reyðarfjörður | Í gær voru opnuð
tilboð í nýja stóriðjuhöfn við Mjó-
eyri á Reyðarfirði á skrifstofu Sigl-
ingamálastofnunar.
Sjö tilbáð bárust og áttu heima-
menn, Gáma- og tækjaleigan ehf. á
Reyðarfirði, lægsta tilboð, eða 223,5
milljónir króna. Arnarfell ehf. bauð
260,7 milljónir í verkið, Ísar ehf.
272,5 milljónir, Héraðsverk ehf.
Egilsstöðum 332,5 milljónir, KNH
ehf. 338,6 milljónir, Guðlaugur Ein-
arsson ehf. 463 milljónir og Ístak
ehf. bauð hæst eða 482,9 milljónir
króna.
Kostnaðaráætlun nam 335,7
milljónum og nemur lægsta tilboðið
því um 66,5% af henni.
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar var viðstadd-
ur opnun tilboðanna hjá Siglinga-
málastofnun og sagði í samtali við
Morgunblaðið að stofnunin færi í
framhaldinu yfir tilboðin og yrði
ákvörðun tekin mjög fljótlega um
hverju þeirra yrði tekið.
Engin frávikstilboð bárust og
segir Guðmundur tilboðin mörg
undir áætluninni og þetta líti því vel
út í fyrstu lotu.
Hafnarstjórn Fjarðabyggðar
óskaði eftir tilboðum í gerð hafn-
arinnar í síðasta mánuði og fela
helstu verkþættir í sér dýpkun um
98 þúsund rúmmetra, uppúrtekt af
8 þúsund rúmmetrum efnis,
sprengingar á 48 þúsund rúmmetr-
um af klöpp og 95 þúsund rúm-
metra efnisfyllingu. Reka á niður
383 tvöfaldar stálþilsplötur og
koma fyrir festingum, ásamt því að
steypa um 449 m langan kant með
pollum, stigum og þybbum. Um er
að ræða fyrsta hluta framkvæmda
við hafnargerðina og á þessu að
vera lokið fyrir 1. júlí á næsta ári,
en framkvæmdir hefjast nú í sumar.
Tilboð opnuð í stóriðju-
höfn á Reyðarfirði
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Í gær voru tilboð í gerð stóriðjuhafnar á Reyðarfirði opnuð og áttu heima-
menn lægsta boð: Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Sig-
urður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingamálastofnunar.
Reyðarfjörður | Það er skammt
stórra högga á milli í uppbygg-
ingunni eystra. Tilboð í stóriðju-
höfnina á Reyðarfirði opnuð í
gær, byggja á fjórar blokkir í
bænum á næstu mánuðum og ver-
ið að hefjast handa um byggingu
fyrsta hluta starfsmannaþorps
Fjarðaáls skammt frá þéttbýlinu.
Hann Villi, eða Vilhelm Krist-
jánsson svo öllu sé skartað, hefur
undanfarið verið að hlaða mynd-
arlegan gosbrunn á torginu utan
við bæjarskrifstofur Fjarða-
byggðar á Reyðarfirði. Það ber
allt að sama brunni í Fjarða-
byggð; rífandi framkvæmdir
hvert sem litið er.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ber allt að
sama brunni
Borkrónur | Borkróna á þriðju
risagangaborvélina sem bora mun
hin 39.756 m löngu aðkomugöng
Kárahnjúkavirkjunar kom í vik-
unni til landsins með Brúarfossi.
Borkrónan vegur í heild 68 tonn og
var í gær sett í Dettifoss sem sigldi
með hana til Eskifjarðar. Þaðan er
hún send í Kárahnjúka á sérútbúnu
æki. Nú eru fulltrúar frá Lýsingu
og KB banka, en þeir fjármögnuðu
rekstrarleigusamninga um gang-
aborvélarnar, staddir í Kára-
hnjúkum og athuga m.a. hvernig
borunum miðar. Þeir fjármögnuðu
nýlega kaup á fiðlu fyrir Hjörleif
Valsson, Stradivarius-eftirgerð og
hyggjast tefla saman fiðlunni og
borunum, smáu og stóru, eða
kannski stóru og smáu, eftir því
hvernig á það er litið.
Borkrónan í hafi: Næst er að skeyta 67 tonna flykkinu framan á
gangaborvél og ráðast á bergið.