Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 53 Vormót Hafnarfjarðar í Golfi Fyrsta opna golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Keili verður haldið laugardaginn 15. maí nk. Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur og punktakeppni Veitt verða verðlaun fyrir 3 bestu skor í karla- og kvennaflokki og 1. 2. 3. 4. 5. og 6. sætið í punktakeppni Aukaverðlaun: Nándarverðlaun á 6. og 10. braut. Tvenn verðlaun verða dregin úr skorkortum í mótslok. Ræst verður út frá kl. 8.00 Keppnisgjald: 3000 kr. Skráning er í golfskála í síma 565 3360 og á netinu www.golf.is ÞR EF AL DU R PO TTUR x3 18 MI LL JÓ N IR N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 2 0 • sia .is Tippaðu á næs ta lottósölustað eða á 1x2.is Við lokum kl. 1 2.25 á sunnuda g! Röðin kostar a ðeins 10 kr. M undu tölvuvalið . *Merktu við aukaseðil á leikspjaldinu Vertu með og þ ú gætir unnið 18 milljónir í íta lska boltanum! * STEFÁN Arnarson, landsliðsþjálf- ari kvenna í handknattleik, hefur valið 22 leikmenn í íslenska lands- liðið sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum í handknattleik hér á landi um helgina. Af þeim eru fimm nýliðar. Leikirnir eru fyrsti lið- urinn í undirbúningi kvennalands- liðsins fyrir tvo leiki við Tékka í kringum næstu mánaðamót en þeir leikir skera úr um það hvor þjóðin fær þátttökurétt á Evrópumeistara- mótinu í Ungverjalandi í desember. Markverðir: Berglind Íris Hans- dóttir, Val, Helga Torfadóttir, Tvis/ Holstebro, Danmörku og Hildur Gísladóttir, Gróttu/KR (nýliði). Aðrir leikmenn: Anna María Guð- mundsdóttir, Val, (nýliði), Anna U. Guðmundsdóttir, Gróttu/KR, (ný- liði), Ásdís Sigurðardóttir, Stjörn- unni, Dagný Skúladóttir, Luz- ellinden, Þýskalandi, Drífa Skúladóttir, Val, Dröfn Sæmunds- dóttir, FH, Eva Hlöðversdóttir, Gróttu/KR, (nýliði), Guðbjörg Guð- mannsdóttir, ÍBV, Guðrún Hólm- geirsdóttir, FH, Gunnur Sveinsdótt- ir, FH, (nýliði), Hafrún Kristjánsdóttir, Val, Hanna G. Stef- ánsdóttir, Tvis/Holstebro, Dan- mörku, Harpa Vífilsdóttir, Ydun, Danmörku, Hrafnhildur Skúladóttir, Tvis/Holstebro, Danmörku, Inga Fríða Tryggvadóttir, Tvis/Holste- bro, Danmörku, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni, Kristín Guðmundsdóttir, Tvis/Holstebro, Danmörku, Rakel Dögg Bragadótt- ir, Stjörnunni, Þórdís Brynjólfsdótt- ir, FH. Alla Gokorian, ÍBV, gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Þá ríkir óvissa hvort Anna Yakova hyggst leika áfram fyrir Úkraínu eða spila fyrir Ísland, því var hún ekki valin. Fimm nýliðar gegn Dönum Danir mæta með sterkt lið hingaðtil lands. Það er blanda af A og B-landsliðinu. Danskur kvennahand- knattleikur er sennilega sá besti í heiminum um þessar mundir. Þeir eiga stóran hóp mjög góðra hand- knattleiksmanna og það er ljóst að þeir leikmenn sem hingað koma leggja sig fram því að það er hörð samkeppni um stöður í liðinu vegna þátttöku Dana í Ólympíuleikunum í sumar,“ segir Stefán sem segir leik- ina um helgina vera mikla prófraun fyrir íslenska landsliðið. Fyrri leik- urinn við Dani verður á Seltjarnar- nesi á laugardaginn kl. 16.15 en hinn síðari í Vestmannaeyjum kl. 13 dag- inn eftir. Auk leikjana við Dani er megin- markmið íslenska landsliðsins að þessu sinni að leika í tvígang við Tékka í lok þessa mánaðar og í byrj- un júní. Úrslit þeirra leikja skera úr um hvor þjóðin fær þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í Ungverja- landi í desember. Stefán segist telja að íslenska landsliðið eiga góða möguleika gegn Tékkum. „Við mættum Tékkum á móti í Póllandi í haust og töpuðum fyrir þeim með tveimur mörkum. Tékkar hafa verið í 10. til 13. sæti á stórmótum undanfarin ár og ég tel okkur eiga möguleika að vinna þá. Að mörgu leyti er ég hræddari við heimaleikinn en útileikinn þar sem íslenska landsliðið er vanara að leika á útivelli en heima. Því er ekki alveg ljóst hvernig það bregst við spennu og væntingum þegar það leikur á heimavelli,“ sagði Stefán. Taki Anna Yakova ákvörðun að leika með íslenska landsliðinu en ekki því úkraínska segist landsliðs- þjálfarinn hiklaust kalla hana inn í hópinn enda sterkur leikmaður á ferð. „Við verðum að spila úr öllum þeim spilum sem við höfum, en nú um stundir er boltinn hjá henni,“ segir Stefán landsliðsþjálfari sem saknar mjög þess geta ekki stillt upp Brynju Steinsen og Hörpu Melsted í landsliðnu í leikjunum mikilvægu gegn Tékkum en báðar eru þær í barneignarleyfi. „Það eru fáir leið- togar til í íslenskum kvennahand- knattleik, en þær tvær eru miklir leiðtogar sem tóku m.a. af skarið í erfiðum leikjum í undankeppninni í haust,“ segir Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna. Morgunblaðið/ÞÖK Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, er í landsliðinu. Leikið í tví- gang við Dani „ÞEGAR ég tók við þjálfun kvennalandsliðsins fyrir fjórum árum var erfitt að fá verkefni fyrir það. Nú hefur það breyst og gleggsta og eitt ánægjulegast dæmi þess er að nú eru Evrópumeistarar Dana að koma hingað til lands í tvo leiki um helgina,“ sagði Stefán Arnar- son, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik þegar hann tilkynnti um 22 manna landsliðshóp sinn í gær. Þetta verða fyrstu landsleikir Íslands í kvennaflokki í handknattleik í fjögur ár.  GERÐARDÓMUR fyrir íþróttir sem hefur aðsetur í Lausanne í Sviss hefur hafnað kröfu knattspyrnusam- bands Wales þess efnis að landslið Rússa verði dæmt úr leik vegna lyfjamáls eins leikmanns liðsins. Wales gerði kröfu um að fá að taka sæti Rússa sem tryggðu sér rétt til þess að leika í úrslitum Evrópumóts landsliða eftir umspil gegn Wales sl. haust. Igor Titov leikmaður Rússa féll á lyfjaprófi eftir fyrri leik liðanna en hann tók þátt í síðari leiknum. Þar með er málinu lokið og vonir Wales eru þar með úr sögunni.  ÁSTRALSKI kylfingurinn Greg Norman, sem verður fimmtugur á næsta ári, lék gríðarlega vel á fyrsta keppnisdegi á atvinnumannamóti sem hófst Shanghai í gær. Norman lék á 67 höggum og fékk engan skolla á hringnum. Norman hefur lít- ið leikið á undanförnum misserum vegna bakmeiðsla en hann hefur lát- ið mikið að sér kveða í viðskiptalífinu og ávaxtar fé sitt vel. Norman sigr- aði tvívegis á Opna breska meistara- mótinu og var efstur á heimslista at- vinnukylfinga lengur en nokkur annar. Tiger Woods sækir hart að meti Normans sem spannar rúmlega 300 vikur samfleytt í efsta sæti.  GRÍÐARLEGUR áhugi er á leikj- um í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu sem fram fara 16. maí nk., daginn fyrir þjóðhátíðardag Norð- manna. Brann, liðið sem Ólafur Örn Bjarnason leikur með, hefur selt alla miðana sem eru í boði fyrir leik liðs- ins gegn Ham/Kam, alls 17.600 miða. Framkvæmdastjóri liðsins segir að eftirspurnin hafi verið gríð- arlega mikil, og vel hefði verið hægt að selja 25.000 miða. Það er áratugur síðan Brann hefur selt alla miða sem eru í boði í forsölu.  HANNES Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Viking gegn Lille- ström í norsku deildinni í fyrrakvöld en allar líkur eru á því að Hannes fái fleiri tækifæri með liðinu á næstu vikum. Framherjinn Mads Timm sem Viking er með í láni frá Man- chester United, er meiddur.  HOLLENSKA fréttastofan ANP greindi frá því gær að hollensku tví- burabræðurnir Frank og Ronald de Boer væru á leið til Katar á næstu leiktíð. Ekki er vitað með hvaða liði þeir munu leika en þeir hafa gert samkomulag við knattspyrnusam- bandið í Katar um að leika saman með liði í Katar.  ENSKA úrvalsdeildarliðið Totten- ham hefur komist að samkomulagi við Leeds United um kaup á mark- verði liðsins, Paul Robinson, fyrir tæplega 200 millj. kr. Leeds tapar um 130 millj. kr. á viðskiptunum þar sem Tottenham var reiðubúið að greiða 330 millj. kr. fyrir markvörð- inn í janúar en enska knattspyrnu- sambandið meinaði liðinu að lána markvörðinn til Leeds út leiktíðina. Og þar með varð ekkert af kaupun- um á þeim tíma. FÓLK LANDSDLIÐ á vegum HSÍ leika a.m.k. eitt hundrað lands- leiki á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri á einu ári, að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ. Ljóst er að A-landslið karla leikur 34 leiki, A-landslið kvenna spilar 15 leiki og 20 ára landslið karla sem tekur þátt í lokakeppni EM í sumar leikur jafnmargar leiki. 19 ára landslið kvenna spilar 14 leiki en það tekur einnig þátt í lokakeppni EM í sumar. Fjórtán leiki spilar einnig 18 ára lið pilta og 17 ára lið stúlkna leikur átta leiki. Leikjunum gæti enn fjölgað ef A-lið kvenna kemst í lokakeppni EM í desember og ef 18 ára lið pilta kemst í loka- keppni EM í haust. 18 ára lið pilta tekur þátt í undankeppni EM í Makedóníu á næstunni ásamt heimamönnum, Frökkum og Grikkjum. Tvær þjóðir kom- ast áfram. 100 landsleikir á einu ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.