Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í ÖLLUM sölum Listasafns Íslands
hefur verið komið fyrir heims-
þekktum bandarískum myndlist-
arverkum, sem unnin eru á síðustu
þrjátíu árum eða svo. Sýningin ber
heitið Í nærmynd og verður opnuð í
dag, um leið og Listahátíð í Reykja-
vík hefur formlega göngu sína. Sum
verkanna á sýningunni eru kunn-
uglegri en önnur, handbragð Andy
Warhol kannast til dæmis flestir við
og postulínsstyttu Jeff Koons af
Michael Jackson og apanum Bub-
bles eru flestir sennilega farnir að
þekkja, ef ekki áður, þá eftir hina
miklu umfjöllun sem verkið hefur
fengið í íslenskum fjölmiðlum að
undanförnu. Styttan trónir nú í and-
dyri Listasafnsins og er óhjá-
kvæmilegt að fara á mis við hana,
jafnvel þó að maður gangi einungis
framhjá safninu, því hún sést glögg-
lega gegn um glugga safnins sem
vísa út að Skálholtsstíg.
„Finnst ykkur þetta verk ekki
hafa einkennilega nærveru?“ spyr
Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns
Íslands, þegar blaðamaður og ljós-
myndari Morgunblaðsins skoða
verkið. Hann er sýningarstjóri sýn-
ingarinnar ásamt bróður sínum,
Gunnari Kvaran, forstöðumanni
Astrup Fearnley nútímalistasafns-
ins í Ósló, þaðan sem verkin eru
fengin að láni. Og það er ekkert ann-
að hægt en að jánka – hinn gulllitaði
og risastóri Michael sem við þekkj-
um öll glápir útí tómið á meðan ap-
inn horfir beint í augu manns.
„Koons blandar saman kitsch-
hefðinni í postulínsstyttunni eða
fjöldaframleiddum iðnvarningi við
goðsögnina um stórstjörnuna Mich-
ael Jackson. Þar kemur áhorfandinn
inn með sínar tilfinningar, minn-
ingar, túlkanir og lestur. Það sem
verkið fjallar meðal annars um eru
tákn neyslusamfélagsins og samtalið
milli listaverks og áhorfanda,“ út-
skýrir Ólafur.
Ready-made tekið lengra
Það er vestrænt neyslusamfélag
og ummyndun hinna hversdagslegu
hluta sem er tekið til umfjöllunar á
sýningunni. Fyrir utan Jackson og
apann sem taka á móti sýning-
argestum í anddyrinu, hefst sýn-
ingin á styttu Duane Hanson af
reykjandi húsmóður með poka-
hárþurrku á hausnum. Þá tekur
Andy Warhol við, upphafsmaður við-
fangsefnis sýningarinnar ásamt
Hanson, og þaðan færist áhorfand-
inn yfir að madonnumynd Cindy
Sherman, ryksugum Jeff Koons og
Marlboro-manni Richard Price.
„Hérna fara hlutirnir að búa yfir
sinni eigin merkingu,“ segir Ólafur.
„Áður fjölluðu „ready-made“ hlutir
fyrst og fremst um listhugtakið – að
hversdagslegur hlutur gæti verið list
vegna þess að honum væri stillt upp
á safni. En í nýrri verkunum á þess-
ari sýningu er farið að hlaða hug-
myndum og merkingu inn í þessa
hversdagslegu hluti, og það er sú
hugmynd sem við erum meðal ann-
ars að fjalla um.“
Lykilhugtökin sem eru á ferð á
sýningunni er appropriation á
ensku, eða yfirtaka, sem og end-
urnýting á þekktum hugmyndum,
fyrirmyndum eða menningarlegum
siðvenjum, að sögn Ólafs, og eru
Marlboro-menn Richard Price gott
dæmi um það. „Í stað þess að beina
athyglinni að sígarettuauglýsing-
unni sjálfri, einangrar Price hluta af
frásögn myndarinnar, hestinn og
goðsögnina um kúrekann, kjarnann í
hinni amerísku goðsögn um karl-
mennskuna og hinn sjálfstæða ein-
stakling sem stendur á eigin fótum
og hleður jafnframt inn í myndina
nýjum spurningum.“
Á annarri hæðinni blasir við blátt
haf af brjóstsykri. Það er Felix
Gonzales-Torres sem hefur gert eins
konar sælgætisminnisvarða um
kærasta sinn, sem lést úr eyðni í
upphafi 10. áratugarins. Heiti verks-
ins er Placebo, eða Lyfleysur, og vís-
ar til samfélagslegs vanda sem stóð
listamanninum nærri. „Brjóstsykr-
arnir eru líking fyrir þær lyfleysur
sem voru notaðar í upphafi til að
vinna á eyðni og leystu engan vanda.
Þetta verk hefur því mjög persónu-
lega skírskotun,“ segir Ólafur. „Þeg-
ar við fjarlægjum sælgætismolana –
eins og listamaðurinn býður gestum
að gera – verðum við með táknræn-
um hætti þátttakendur í ferli sem
listamaðurinn er að vísa til.“
Að mati Ólafs er sýningin afar
mikilvægt innlegg í íslenskt mynd-
listarlíf. „Hérna erum við með verk
eftir myndlistarmenn sem hafa verið
miðlægir í hinni alþjóðlegu list-
umræðu undanfarin 20 ár. Mikið af
þeim viðmiðum sem viðgangast nú
til dags í listalífinu, hér sem annars
staðar, eiga rætur í þessum verk-
um,“ segir Ólafur Kvaran að lokum.
Sýningin Í nærmynd opnuð á Listahátíð í Reykjavík
Rætur viðmiða
í nútímamyndlist
Morgunblaðið/Ásdís
Duane Hanson er einn af upphafsmönnum hugmyndafræðinnar sem ein-
kennir sýninguna Í nærmynd, sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag.
ingamaria@mbl.is
Í HALLGRÍMSKIRKJU í kvöld
verða haldnir tónleikar þar sem
eingöngu ný verk eftir glæný tón-
skáld eru á efnisskránni. Fyrir hlé
verða flutt Sex ljóð fyrir tvo ein-
söngvara og kammersveit eftir
Inga Garðar Erlendsson, sem út-
skrifast í vor með próf í tónsmíðum
frá Listaháskóla Íslands, og eftir
hlé eru á efnisskránni verkin
Drottning fyrir orgel, slagverk og
strengi og Praecepta Decalogi fyrir
blandaðan kór og slagverk, en þau
eru samin af Þóru Gerði Guðrún-
ardóttur sem einnig útskrifast frá
tónsmíðadeild skólans í vor.
Verk Inga Garðars er samið við
ljóð Ara Jósefssonar, sem lést að-
eins 25 ára gamall árið 1964. Ljóðin
eru úr bókinni Nei og segir Ingi
Garðar þau valin með það í huga að
mynda eina heild, en jafnframt
skapa form sem gæfi af sér ríkuleg-
an efnivið til tónvinnslu. „Virðing
mín fyrir ljóðum Ara hófst í fram-
haldskóla þegar ég las fyrst ljóð
hans. Kraftmiklar og beinskeittar
ljóðlínur skáldsins gripu mig. Frá
fyrsta lestri hefur skáldið náð að
kveikja í mér neista til að fást við
sköpun,“ segir Ingi Garðar um
verkið.
Verk Þóru Gerðar Guðrún-
ardóttur, sem eru á dagskránni eft-
ir hlé, eru bæði samin með Hall-
grímskirkju í huga, orgelverkið
Drottning er samið fyrir Klais-
orgel kirkjunnar og kórverkið
Praecepta Decalogi er samið fyrir
Mótettukór Hallgrímskirkju, en
Hljómeyki flytur verkið á tónleik-
unum í kvöld. „Hörður Áskelsson
var mér innan handar við útsetn-
ingu beggja verkanna,“ segir Þóra
Gerður í samtali við Morgunblaðið.
„Heitið Drottning vísar í orgelið
sem drottningu hljóðfæranna. Þetta
verk lýsir æviferli eins aðila og er
tileinkað afa mínum heitnum, Þor-
geiri Jónssyni. Fyrsti kaflinn lýsir
upplifun fósturs í móðurkviði, ann-
ar kaflinn lýsir lífinu utan móð-
urkviðs og þriðji kaflinn lýsir síðan
jarðarför og upprisu, ef svo má
segja. Heiti seinna verksins á efnis-
skránni, Praecepta Decalogi, út-
leggst sem boðorðin tíu, en verkið
er hugsað þannig að hægt sé að
flytja eitt boðorð í einu, til dæmis í
tengslum við predikun.“
Að sögn Þóru Gerðar eru þessi
tvö verk systurverk. „Í orgelverk-
inu ákallar maðurinn Guð, í kór-
verkinu talar hins vegar Guð til
mannsins. Auk þess er sama slag-
verksskipan í báðum verkum og
þau eru samin til að vera flutt við
sama tækifæri.“
Ingi Garðar Erlendsson fæddist í
Keflavík árið 1980 og hóf þar ungur
tónlistarnám. Árið 1999 hóf hann
nám við Tónlistarskólann í Reykja-
vík með básúnu sem aðalhljóðfæri
og útskrifaðist þaðan með blás-
arakennarapróf árið 2002. Ingi
Garðar hefur leikið með ýmsum
hljómsveitum og er til að mynda
meðlimur og einn af stofnendum
kammersveitarinnar Ísafold.
Þóra Gerður Guðrúnardóttir er
fædd 1973. Hún lærði til
skiptis á blokkflautu, selló
og píanó í Tónlistarskóla
Kópavogs og Tónlistar-
skóla Ísafjarðar frá 1979–
1990. Á mennta-
skólaárunum einbeitti hún
sér að tónheyrn og tónlist-
arsögu og útskrifaðist
með lokapróf í þessum
greinum frá Tónlistar-
skóla Kópavogs árið 1993.
Árið 1999 hóf Þóra Gerð-
ur nám í hljómfræði,
kontrapunkti og söng við
Tónlistarskólann í Reykja-
vík, en haustið 2001 fékk hún inn-
göngu í nýstofnaða tónsmíðadeild
Listaháskóla Íslands. Aðalkennarar
hennar þar hafa verið Þorkell Sig-
urbjörnsson í tónsmíðum og El-
ísabet Erlingsdóttir í söng.
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.
20.
Útskriftartónleikar Inga Garðars Erlendssonar og Þóru Gerðar Guðrúnardóttur
Þóra Gerður
Guðrúnardóttir
Ingi Garðar
Erlendsson
Sex ljóð, drottning og tíu boðorð
LÁRUS Jóhannesson kaupmaður í
hljómplötuversluninni 12 tónum er
einn fjölmargra aðdáenda kanadíska
píanóleikarans Marc-André Hamel-
ins, sem heldur tvenna tónleika á
Listahátíð um helgina. Hann heyrði
fyrst leik Hamelins af geisladiski,
þegar hann keypti sér tónleikaupp-
töku frá Wigmore Hall. Þar voru
verk eftir franska tónskáldið Alkan
á efnisskrá, eins og á tónleikum
hans hér. „Diskurinn kom út 1994,
og mér fannst hann strax alveg abs-
úrd. Hann fór strax á alveg sérstak-
an stað hjá mér“, segir Lárus.
„Þetta var lifandi flutningur, ótrú-
lega erfið verk, tæknilega ótrúlegur
leikur, og túlkunarlega líka. Það má
segja að ég hafi strax orðið forfall-
inn aðdáandi. Hann hefur auðvitað
verið mjög duglegur við að gefa út,
og maður hefur farið í ákveðið ferða-
lag með honum um ókunnar lendur
píanólitteratúrsins.“
Eins og að fá ný
og betri gleraugu
Lárus segir ferðalagið með Ham-
elin hafi verið ánægjulegt, og að það
hafi verið gaman að kynnast tón-
skáldi eins og Alkan, sem samdi
gríðarmikið af frábærri tónlist, en
áður en Hamelin fór að sinna hon-
um, voru Alkan og verk hans lítið
sem ekkert þekkt. „Þetta var eins
og að fá ný og betri gleraugu, og öðl-
ast nýja sýn á tónlistarsöguna, og
gleraugun hef ég ekki tekið af mér
síðan,“ segir Lárus. Hann segist
efast um að nokkur píanóleikari lífs
sem liðinn hafi fengið jafngóða dóma
fyrir nánast allt sem hann hefur
gert, nánast alls staðar í heiminum.
„Þá er ég að tala um alla píanóleik-
ara, Richeter og alla!“
Lárus segir Hamelin kynna sér
vel allt sem hann spilar, og vita um
leið meira um verkin en gagnrýn-
endurnir sem dæma leik hans. Lár-
us hefur ekki heyrt í Hamelin á tón-
leikum hingað til. „Ég verð á
staðnum, á báðum tónleikunum.
Þegar Marc-André Hamelin spilar á
Íslandi, get ég ekki selt sjálfum mér
það, að vera annars staðar en þar.
Það væri algjörlega út í hött.“
Varla með orðum lýst
Friðrik Steinn Kristjánsson lyfja-
fræðingur er annar aðdáandi Ham-
elins. Hann segist hafa kynnst Ha-
melin fyrir tilstilli píanókennara
síns, og bíði nú spenntur eftir tón-
leikunum á morgun. „Það sem heill-
aði mig við Hamelin var öryggið í
spilamennskunni; hann virðist ráða
við allar tegundir verka, eftir flesta
höfunda, og virðist hafa mjög lítið
fyrir því sem hann tekst á við. Túlk-
un hans er líka góð, svo hrífandi að
varla verður með orðum lýst.“
Tæknin er það sem aðdáendur
Hamelins nefna gjarnan fyrst þegar
talað er um hæfileika hans, en sú
klisja virðist lífseig að afburðaflinkir
píanóleikarar geti ekki líka verið
músíkalskir, rétt eins og þeir hafi
gengið leiktækninni á vald og
gleymt sálinni í tónlistinni. Þegar
talað er um Hamelin virðast viðmæl-
endur þó tala einum rómi um af-
burða músíkgáfu hans, ekkert síður
en flinkheitin. „Með þessari góðu
tækni, getur Hamelin einfaldlega
einbeitt sér betur að túlkuninni, og
það hefur aldrei háð honum í þeim
skilningi að vera tæknilega fær. Það
léttir honum verkið að ná til hlust-
enda,“ segir Friðrik Steinn.
„Eins og að fá ný gleraugu…“ segir
Lárus Jóhannsson, kaupmaður í 12
tónum, um túlkun Hamelins á verk-
um Alkans, sem eru meðal þess sem
Hamelin, sem hér sést, leikur á tón-
leikum Listahátíðar um helgina.
Get ekki selt sjálf-
um mér að vera
annars staðar
Ætlar að fara á báða tónleika
Marc-Andrés Hamelins á Listahátíð