Morgunblaðið - 14.05.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 51
DAGBÓK
Skráning á www.gbergmann.is og í síma 517 3330
Heimsþekktir Kúndalíní
jógakennarar!
i i lí í
j
Kynningarfyrirlestur um Kúndalíní jóga kl. 20:00
í kvöld. Staðsetning: Gallerí, Grand Hótel
Reykjavík. Ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir!
Ravi Singh hefur kennt og ástundað jóga í rúm
27 ár. Hann er oft nefndur „kennari
kennaranna“, en hann hefur persónulega þjálfað
rúmlega 300 kúndalíní jógakennara. Hann er
væntanlegur hingað til lands ásamt Önu Brett
sem er rísandi stjarna í jógaheiminum.
Ravi og Ana ferðast um heiminn og kenna
kúndalíní jóga. Meðal nemenda þeirra eru
Gwyneth Paltrow, Madonna, Lou Reed, Carrie-
Anne Moss, Donna Karan og meðlimir The Red
Hot Chili Peppers.
Tilboð 20% afsláttur fyrir alla jógakennara.
Laugardagur 15. maí kl. 10-12 og 14-16
Demantslíkaminn. Æfingar fyrir byrjendur og lengra
komna.
Sunnudagur 16. maí kl. 10-12 og 14-16
Ferðalag í gegnum orkustöðvarnar. Hugleiðsla og æfingar.
Verð 24.900 kr. fyrir allt námskeiðið eða 14.900 kr. fyrir einn dag.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert nútímaleg/ur og fylg-
ist vel með nýjungum í tísku
og tækni. Þú þarft á meiri
einveru að halda á næstunni
til að þú getir lært eitthvað
mikilvægt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hafðu í huga að á þessu tíma-
bili í lífi þínu er mikilvægt að
þú sinnir þörfum heimilis
þíns og fjölskyldu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það munu líklega verða
breytingar á hversdagsleika
þínum á næstunni. Þú munt
hugsanlega flytja eða gera
gagngerar breytingar á dag-
legum venjum þínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einn megintilgangur lífsins
er að finna hamingjuna. Þú
þarft því að reyna að gera
það upp við þig hvað muni
gera þig hamingjusama/n.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert við upphaf tímabils
sem mun vara næstu 30 árin.
Það er því ekkert skrýtið að
þig langi til að endurnýja
fataskápinn, heimilið og jafn-
vel nánustu sambönd þín.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert að leggja út á alveg
nýja braut í lífinu og þarft því
að rýma til í kringum þig og
henda því sem þú hefur ekki
lengur þörf fyrir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur lært margt að und-
anförnu og gerir þér nú betur
grein fyrir því hvað er í þínu
valdi og hvað ekki.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ert að uppskera árangur
erfiðis þíns. Það sem þú hefur
lagt rækt við undanfarin fjór-
tán ár er nú að bera ávöxt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir að leggja þig alla/n
fram í vinnunni því það er út-
lit fyrir að starfsframi þinn
muni ná hátindi á næstu
tveimur árum. Gangi þér vel.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Að undanförnu hefurðu þurft
að sætta þig við minni stuðn-
ing frá maka þínum og nán-
ustu vinum en þú hefur átt að
venjast. Þetta hefur gert þig
sterkari og nú veistu líka
hvers þú ert megnug/ur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nánasta samband þitt veldur
þér hugarangri þessa dag-
ana. Reyndu að treysta því að
hlutirnir fari á besta veg,
hvernig svo sem hann kann
að líta út.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú leggur þig alla/n fram um
að ná takmarki þínu þessa
dagana. Reyndu að halda
dampi þótt það reyni á þolrif-
in.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert að leita að tilgangi þín-
um í lífinu. Þú vilt ekki bara
finna þér vinnu heldur kom-
ast til botns í því hvaða hlut-
verk þér er ætlað.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÍSLENDINGALJÓÐ
Land míns föður, landið mitt,
laugað bláum straumi,
eilíft vakir auglit þitt
ofar tímans glaumi.
Þetta auglit elskum vér,
– ævi vor á jörðu hér
brot af þínu bergi er,
blik af þínum draumi.
Hvíslað var um hulduland
hinzt í vestanblænum:
hvítan jökul, svartan sand,
söng í hlíðum grænum.
Ýttu þá á unnarslóð
Austmenn, vermdir frelsisglóð,
fundu ey og urðu þjóð
úti í gullnum sænum.
– – –
Jóhannes úr Kötlum
LJÓÐABROT
FYRST er sjá þær tvær
leiðir til koma til álita, síðan
er að velja á milli.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠DG87
♥ÁD2
♦742
♣832
Suður
♠--
♥KG1097
♦ÁD1095
♣ÁK6
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 tígull 1 hjarta
Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Vestur kemur út með tíg-
ulþrist og austur lætur
kónginn. Hvernig er best að
spila?
Til að byrja með er rétt að
slá því föstu að tígulþrist-
urinn sé einn á ferð. Með
hliðsjón af því koma tvær
leiðir til álita:
(1) Taka tvisvar tromp og
svína tígultíu. Það leiðir til
vinnings ef vestur hefur
byrjað með tvílit í trompi,
því þá má fría tígulinn með
trompun og vörnin fær að-
eins einn slag á lauf.
(2) Spila aðeins einu sinni
trompi áður en tígultíu er
svínað. Þá er vonin sú að
vestur hafi byrjað með þrílit
í hjarta. Hann trompar, en
næsta innkoma blinds á
hjarta er notuð til að svína
aftur í tígli, svo er laufi hent
í borði og lauf trompað.
Þetta eru leiðirnar tvær,
en hvor er betri?
Norður
♠DG87
♥ÁD2
♦742
♣832
Vestur Austur
♠96542 ♠ÁK103
♥865 ♥43
♦3 ♦KG86
♣G954 ♣D107
Suður
♠--
♥KG1097
♦ÁD1095
♣ÁK6
Sú síðarnefnda er betri.
Sagnir benda til að spaðinn
skiptist 5-4 (vestur hefði
sennilega skotið inn spaða-
sögn með sexlit). Þá er aust-
ur með 4-4 í spaða og tígli,
og þar með 5 spil í mjúku lit-
unum. Þau gætu skipst 3-2 á
hvorn veginn sem er, sem
virðist segja þá sögu að lík-
urnar séu jafnar á því að
austur sé með tvö eða þrjú
hjörtu. En svo er ekki. Ef
austur á þrílit í hjarta, þá er
hann með tvö lauf, sam-
kvæmt fyrri forsendum. Og
það er mun ósennilegra að
laufið skiptist 5-2 (30,5%) en
4-3 (62%).
Þessi röksemd leynir á
sér.
BRIDS
Guðmundur
Páll Arnarson
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6
4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6.
Rh4 Bg4 7. h3 Bh5 8. g4
Bg6 9. Rxg6 hxg6 10. e3 e6
11. Bxc4 Bb4 12. Bd2 Rbd7
13. g5 Rd5 14. e4 R5b6 15.
Bb3 a5 16. De2 c5 17. d5 c4
18. Bxc4 Rxc4 19. Dxc4
O-O 20. O-O-O Hc8 21. De2
exd5 22. Kb1 Bxc3
23. Bxc3 Rc5 24.
Hxd5 De8 25. f3 b6
26. De3 Rxa4 27.
Bd4 Hc4 28. h4 Dc6
29. h5 gxh5 30.
Hxh5 Hc8 31. Hh1
Hc2
Staðan kom upp á
Sigeman-mótinu
sem lauk fyrir
skömmu í Svíþjóð
og Danmörku.
Undrabarnið norska
og stórmeistarinn
Magnus Carlsen
(2552) er brögðóttur
mjög yfir skákborðinu. Á
þessu fékk Peter Heine
Nielsen (2628) öflugasti
skákmaður Norðurlanda að
kenna. 32. g6! f6 32... fxg6
hefði leitt til máts eftir 33.
Hh8+! Kxh8 34. Dh6+. 33.
Hdh5 Kf8 34. Da3+ Ke8
35. Hh8+ Kd7 36. Hxc8
Kxc8 37. De7 Dc7 38.
De8+ Kb7 39. Dxa4 Hc4
40. Dd1 og svartur lagði
niður vopnin.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
HLUTAVELTA
Þessar ungu stúlkur úr Hlíðunum söfnuðu 2.083 kr.
með tombólustarfsemi fyrir framan Sunnubúðina við
Lönguhlíð. Þær færðu RKÍ peningana að gjöf. Stúlk-
urnar heita f.v. Mekkin Daníelsdóttir, Malen Rún Ei-
ríksdóttir, Olga María Þórhallsdóttir Long og Alex-
andra Heiða Zario.
ÁRNAÐ HEILLA
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Bridsað-
stoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Neskirkja. Vortónleikar sunnudag 16. maí
kl. 17.00. Kór Neskirkju og Pange Lingua-
kórinn syngja. Sungin verða bæði létt lög
og háklassík. Einsöngvari Hallveig Rúnars-
dóttir. Undirleikari Kári Þormar. Stjórnandi
Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni
Þórðarson flytur hugvekju. Aðgangur ókeyp-
is.
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 10–18
okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Núna er
hægt að fá fullan haldapoka af fatnaði á
aðeins 600 kr.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund
alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla all-
an sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM
105,5. Allir velkomnir.
Kirkja sjöunda dags aðventista:
Föstudagur: Suðurhlíðarskóli. Námskeið í
spádómum Biblíunnar kl. 20. Aðgangur
ókeypis. Efni: Kristnir lúta antikristi 1.
Laugardagur:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykjavík.
Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðsþjónusta kl.
11:00. Ræðumaður: Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11:00.
Ræðumaður: Sigríður Kristjánsdóttir.
Safnaðarheimili aðventista Gagnheiði 40,
Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10:00. Guðs-
þjónusta kl. 11:00. Ræðumaður Gavin Ant-
hony.
Safnaðarheimili aðventista Blikabraut 2,
Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs-
þjónusta kl. 11:00. Ræðumaður: Björgvin
Snorrason.
Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíufræðsla kl. 10:00. Sunnudag-
ur: Suðurhlíðarskóli. Námskeið í spádóm-
um Biblíunnar kl. 20. Aðgangur ókeypis.
Efni: Antikristur afhjúpaður.
Mánudagur: Suðurhlíðarskóli. Námskeið í
spádómum Biblíunnar kl. 20. Aðgangur
ókeypis. Efni: Kristnir lúta antikristi 2.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Sverrir
Lágafellskirkja.
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 14. maí,
er sjötugur Gestur Pálsson,
húsasmíðameistari, Rauða-
gerði 46, Reykjavík. Hann
og eiginkona hans, María K.
Einarsdóttir, verða á ferða-
lagi á hringveginum á af-
mælisdaginn.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Flott föt fyrir
konur á aldrinum
25-90 ára
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
www.thumalina.is