Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 37
á staðnum, auk þess eru almennings- samgöngur til Sauðárkróks þar sem framhaldsskóli er starfandi. Samstarf Það hefur verið stefna stjórnenda ferðamáladeildar frá upphafi náms- brautarinnar 1996, að hafa sem víð- tækast samstarf við atvinnugreinina, við aðrar mennta- og rannsóknastofn- anir og við stjórnsýslu ferðamála. Brautin og starfsemi hennar hefur verið kynnt þessum aðilum og sam- starfs óskað um ýmis málefni sem lúta að uppbyggingu námsins og að eflingu atvinnugreinarinnar. Þetta samstarf hefur verið farsælt og átt stóran þátt í uppbyggingu deild- arinnar. Með auknu námsframboði og aukinni áherslu á rannsókna- hlutverk deildarinnar opnast nýir möguleikar á þessu sviði, sem munu verða mikilvægur grundvöllur þróun- ar ferðaþjónustu í dreifbýli. Að lokum Jákvæð byggðaþróun verður ekki tryggð nema að unga fólkið sjái sókn- arfæri á landsbyggðinni og því tel ég mikilvægt að þar sé einnig að finna fjölbreytt námsframboð. Diploma- og BA-nám ferðamáladeildar Hólaskóla, Háskólans á Hólum, er ótvírætt liður í því framboði. En ég tel þó ekki síður mikilvægt að stofnanir eins og Hóla- skóli styðji við bakið á þeim sem þeg- ar starfa við ferðaþjónustu í dreifbýli með því að bjóða upp á nám sem er sniðið að þeirra þörfum og aðstæðum og því hefur verið lögð áhersla á fjar- nám við deildina á undanförnum ár- um og þar hefur orðið mikill og ánægjulegur vöxtur í fjölda nemenda. Við sem störfum við ferðamáladeild- ina lítum því bjartsýnum augum á framtíðina og hlökkum til þess að tak- ast á við ný og krefjandi verkefni samfara uppbyggingu BA-náms við deildina. Höfundur er deildarstjóri ferða- máladeildar Háskólans á Hólum. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 37 EMBÆTTI umboðsmanns Al- þingis kemur nú fram í sviðsljósið í málefnaumræðu um ákvarðanir Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra í tengslum við ráðningu í starf hæstaréttardómara. Umboðsmaður er ekki „kerfið“ svo- nefnda, heldur aðili, sem getur komið með endurskoðanir á ákvörðunum stjórn- valda. Ég hef sjálfur heim- sótt þetta embætti í nokkur skipti. Fulltrú- ar þar hafa verið vin- samlegir en framsækni stundum veigalítil. Síðast lét ég mjög hæfan lögfræðing, sem unnið hafði með mér í afar erfiðu máli á sínum tíma, fram- kvæma greiningu á ætluðum við- brögðum umboðsmanns Alþingis við málskoti. Ég bar upp við hann af- greiðslu tveggja stofnana og eins ráðuneytis, sem mér fundust órétt- látar. Hann skoðaði málavöxtu og lét síð- an þau orð falla að umboðsmaður mundi afgreiða málið með nákvæm- lega sama hætti og viðkomandi stofn- anir. Ekki var ég ánægður með það. Þetta tiltekna mál tengdist mínum einkamálum, en hvernig er vinnu- markaðurinn að þessu leyti? Afdrif okkar á honum skipta okkur öll veru- lega máli. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á vinnumarkaði. Ráðning í fast ævistarf er að víkja fyrir verk- takasamningum og tímabundnum ráðningum. Menn vilja þó ekki síður en áður ákvarða sinn frama og skrifa eigin ævisögu sjálfir. Þetta er bæði sjálfsagt og eðlilegt. Ekki er þetta þó ávallt auðvelt í framkvæmd. Á degi hverjum eru hæfir menn útilokaðir frá störfum, jafnvel starfs- reynslu, sem mundu hjálpa þeim fram á veginn. Ég reyndi einu sinni að greiða götu Þjóð- verja, háskólamanns, sem vildi afla sér starfsreynslu í eitt ár í íslensku vinnuum- hverfi. Deildarstjóri viðkomandi rannsókn- arstofnunar, sem ég hafði samband við, taldi að doktorinn (í efnafræði) væri lélegur námsmaður og ekki væri áhugi á starfi hans við stofnunina. Þjóðverjinn var þó með töluvert betri einkunnir í doktorsnámi en við- komandi lögfræðingur í fagnámi, sem nýverið var gerður að hæsta- réttardómara. Er þetta almennt viðhorf til út- lendinga á vinnumarkaði, eða var þetta tilviljun? Víkjum aftur að hæstaréttardóm- aranum. Ég er raunar hissa á, að títt nefndur hæstaréttardómari, skuli ekki hafa tekið hattinn sinn og yf- irgefið stól hæstaréttardómara. Margir stjórnmálamenn og sér- fræðingar í þjóðlífinu virðast hugsa hið sama. En hvernig hefði mátt vinna þetta mál í ráðuneytinu, þannig að ekki yrðu af því alvarleg eftirmál? Ég hefði byrjað á að raða umsækj- endum eftir hæfni og gert röðunina opinbera. Hæstiréttur kom verulega til hjálpar við slíka röðun og benti á tvo umsækjendur, sem hann taldi hæfasta. Þar hlýtur Hæstiréttur að meta þörf og gera kröfur í samræmi við heildrænt mat á umsækjendum og gagnsemi þeirra í liðsheild hæsta- réttardómara. Sjálfur hefði ég sett prófessorinn í 1. sæti og aðra umsækjendur í röð eftir náms- og rannsóknarafrekum, síðan eftir starfsferli. Mér finnst, að hæfur fræðimaður standi vel að vígi til að gegna hlut- verki hæstaréttardómara, enda finnst mér líklegt að starfið reyni á menn með svipuðum hætti og fræði- mannsstarfið og raunar á vissan hátt einnig á svipaðan hátt og kennslu- starf gerir. Ég tel því afar öfugsnúið að lækka kröfur til hæstarréttardómara um ágæti í námi og gera ekki lengur kröfur um 1. einkunn á lokaprófi. Eðlilegra væri að hækka kröfur um námsgetu og námsframlag. Ég tel rök ráðherra um ágæti mastersnáms viðkomandi aðila mjög veigalítil í heildrænu samhengi. En skoðum málið dálítið nánar. Þessi saga á sér stað á hverjum degi í okkar samfélagi. Ég hef góða dæmi- sögu, sem ég get vísað í úr eigin reynsluheimi. Þar fer fram nákvæm- lega sama stjórnsýslulega ferli, en í stað ráðherra er forstöðumaður rík- is- eða borgarstofnunar. Ég hef sótt um vinnu þrisvar hjá opinberri stofnun hér í Reykjavík og í öll skiptin hef ég verið boðaður í viðtal, sem og aðrir umsækjendur í þrengra vali. Þegar litið á þessi viðtöl í bak- sýnisspeglinum og ákvarðanaferli í framhaldi af því, þá er ekki hægt að furða sig á því að athugasemdir séu gerðar við ákvarðanatöku. Deildarstjóri á stofnuninni „sprengdi“ 1. viðtalið með því að krefja mig sagna um misgjörðir mín- ar á fyrri vinnustað, sem var opinber stofnun og voru fólgnar í ágreiningi við yfirmann þeirrar stofnunar. Að sjálfsögðu varð ekki af ráðn- ingu minni í það skiptið. Í viðtali 2 fékk ég hrós fyrir góða og vandaða umsókn, en gefið var í skyn með fyllilega óábyrgum at- hugasemdum, að starfið hentaði mér ekki. Þegar ég sá hver fékk starfið, varð ég hissa og bað forstöðumann stofn- unarinnar um rökstuðning fyrir ráðningunni. Í sama bréfi bað ég einnig um röðun á umsækjendum. Forstöðumaður svaraði beiðni minni en hirti ekki um að leggja fram röðun, rétt eins og hún skipti ekki máli. Þá svaraði hann að öðru leyti í almennum dúr og gaf í skyn að starfsviðtalið hefði komið inn í mat á vali umsækjanda Í 3. skipti var ég enn boðaður í við- tal og þá endurtóku stjórnendur stofnunarinnar það sem hafði komið fram í viðtali 2. Það varð því ekki af ráðningu í það skiptið. Er hægt að bera traust til umboðsmanns Alþingis? Stefán Einarsson skrifar um æviráðningar í breyttu umhverfi ’Eðlilegra væri aðhækka kröfur um náms- getu og námsframlag.‘ Stefán Einarsson Höfundur er efnaverkfræðingur/ áhættufræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.