Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 63. Fiskiþing verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík föstudaginn 14. maí 2004 kl. 13 til 17 Dagskrá: „Umhverfis- og markaðsstarf“ „Hvaða kröfur gera kaupendur sjávarafurða?“ 1. Ávarp formanns Pétur Bjarnason, stjórnarformaður Fiskifélags Íslands. 2. Ávarp ráðherra Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra 3. Hvað þurfa framleiðendur/útflytjendur að hugsa um? Ron Bulmer, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fishery Council of Canada 4. Umræður og fyrirspurnir 5. Kaffihlé 6. Rekjanleiki - ný forsenda markaðsstarfs Sveinn Víkingur Árnason, RF 7. Kröfur til þeirra sem bjóða umhverfismerki Kristján Þórarinsson, LÍÚ 8. Hinn „nýi“ viðskiptavinur Þorgeir Pálsson, ráðgjafi IMG Deloitte 9. Pallborðsumræður Stjórnandi: Páll Magnússon Þátttakendur: Eyþór Ólafsson, forstjóri E. Ólafsson hf., Indriði Ívarsson, sölustjóri Ögurvíkur hf., Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, Þorgeir Pálsson, ráðgjafi IMG Deloitte, Kristján Davíðsson, aðframkvæmdastjóri HB-Granda hf Fiskiþing er öllum opið og áhugamenn hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum. DONALD Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, fór óvænt til Bagdad í gær, þar sem hann ræddi m.a. við bandaríska her- menn og heimsótti Abu Ghraib- fangelsið, sem var vettvangur mis- þyrminga og niðurlægingar banda- rískra hermanna á íröskum föngum. Sagði Rumsfeld, að lögfræðingar hefðu ráðið varnarmálaráðuneytinu frá því að birta fleiri myndir af mis- þyrmingunum, þar sem slíkt myndi brjóta í bága við Genfarsáttmálann. Ennfremur sagði Rumsfeld að ekk- ert væri hæft í því að varn- armálaráðuneytið hefði reynt að hylma yfir það að misþyrmingarnar hefðu átt sér stað. „Frá mínum bæjardyrum séð væri best að birta allar myndirnar opinberlega og ljúka þessu af,“ sagði Rumsfeld við fréttamenn sem fóru með honum til Íraks. Þegar Rums- feld ávarpaði hermenn í Bagdad sagði hann tilganginn með heimsókn sinni ekki síst vera þann, að tryggja að frekari misþyrmingar á föngum myndu ekki eiga sér stað. Í för með Rumsfeld voru hers- höfðinginn Richard Myers, forseti bandaríska herráðsins, og nokkrir lögfræðingar. Heimsókn þeirra til Bagdad var m.a. ætlað að fullvissa hermennina þar um, að hneyksl- ismálið vegna myndanna hefði ekki dregið úr stuðningi bandarísks al- mennings við hersetuna í Írak. Rumsfeld spáði því þó, að hneykslið ætti eftir að vinda enn frekar upp á sig á næstu dögum. Hann útskýrði ekki nánar hvað hann ætti við. Varnarmálaráðherrann var ómyrkur í máli um fréttaflutning ar- abískra fjölmiðla af aðgerðum Bandaríkjamanna í Írak. „Arabískir fjölmiðlar hafa dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð und- anfarið ár logið til um það sem við erum að gera,“ sagði Rumsfeld, og nefndi sérstaklega arabísku gervi- hnattasjónvarpsstöðvarnar Al- Jazeera og Al-Arabiya. Frekari myndbirtingar brot á Genfar- sáttmálanum Reuters Rumsfeld ræðir við Ricardo Sanchez hershöfðingja, yfirmann hers bandamanna í Írak, um borð í þyrlu í Bagdad. Rumsfeld óvænt til Bagdad Bagdad. AP, AFP. Nýjar upplýsingar um aðdrag- anda stríðsins eru sífellt að koma fram – nú síðast í bók Bobs Woodwards. Telurðu núna að Bush forseti hafi ákveðið inn- rás í Írak vitandi það að sannanir fyrir tilvist gereyðingarvopna í Írak voru hæpnar? Ég hef engar sannanir séð fyrir því að Bush og Blair hafi talað gegn betri vitund þegar þeir lýstu þeirri sannfæringu sinni að Írak byggi yf- ir gereyðingarvopnum. Hitt er ann- að mál að ef þeir hefðu ofurlítið beitt gagnrýnni hugsun hefðu þeir séð að sannanirnar sem þeir lögðu á borð voru hæpnar. Rétt eins og þeir sem stóðu fyrir nornaveiðum fyrr á öldum höfðu Bush og Blair fyr- irfram ákveðnar skoðanir á málinu. Þegar þú hófst handa við vopna- eftirlitið í Írak haustið 2002 tjáði Cheney varaforseti þér beint að Bandaríkin myndu ekki hika við að gera þig tortryggilegan. Hversu nærri þér tókstu þetta og hvaða skoðun hefurðu á Cheney og hans kumpánum í dag? Cheney og ýmsir fleiri framá- menn Bandaríkjastjórnar voru lítt hrifnir af Samein- uðu þjóðunum – í raun er réttast að segja að þeir hafi sýnt SÞ fyrirlitningu – og voru að sama skapi fullir drambs vegna styrkleika Bandaríkjanna [á sviði heimsmálanna], einkum og sér í lagi hernaðarstyrks þeirra. Atburðir undanfarins árs hafa hins vegar sýnt svart á hvítu hversu kostnaðarsamt og erfitt það getur verið að grípa til hernaðaríhlutunar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að Bandaríkin séu líkleg – eftir Írak – til að hverfa aftur til þess hlutverks að hlýða á og fara fyrir samfélagi þjóðanna frekar en að álíta það fjandsamlegt og málinu óviðkomandi þegar það ekki er sammála Bandaríkjamönnum. Sumir virðast enn sannfærðir um að gereyðing- arvopn muni finnast í Írak. Hver er þín skoðun? Frá því í maílok 2003, þegar fulltrúar bandarísku hernámsstjórnarinnar höfðu yfirheyrt fjöldann allan af íröskum vísindamönnum, sem og aðila úr hernum og iðnaði, höfðu boðið þeim gull og græna skóga fyrir upplýsingar um gereyðingarvopnabúrið en með litlum árangri, þá var mér orðið ljóst að það væri ekki um nein gereyðingarvopn að ræða. Því hefur verið haldið fram að áætlanir um fram- leiðslu gereyðingarvopna hafi verið á teikniborðinu, eða í það minnsta að menn hafi haft fyrirætlanir um að gera slíkar áætl- anir. Þetta er ekki ólíklegt en áður en við samþykkjum þennan mögu- leika þurfum við að sjá sannanirnar fyrir honum. Telur þú að Saddam hafi sjálfur haldið að Írak ætti gereyðing- arvopn, þ.e. töldu undirmenn hans honum hugsanlega trú um þetta? Eða var það kannski öf- ugt? Það er vel hugsanlegt að hann hafi haft rangar upplýsingar um hversu langt rannsóknir [tengdar framleiðslu gereyðingarvopna] voru á veg komnar en hann hlýtur hins vegar sjálfur að hafa tekið ákvörðunina árið 1991 um að eyða megninu af efna- og sýklavopnum Íraka. Það er ótrúlegt að tengda- sonur hans, Hussein Kamel, hafi tekið þær ákvarðanir allar sjálfur. Hvað sem öðru líður deilir enginn um það að Saddam var vondur maður. En telur þú að menn ættu að hafa enn meiri áhyggjur af öðrum ríkjum, öðrum þjóð- arleiðtogum? Veröldin er betri staður nú þegar Saddam hefur verið vikið til hliðar en við búum ekki við meira ör- yggi. Að því er varðar gereyðingarvopn og útbreiðslu þeirra stafaði veröldinni meiri hætta af Pakistan og Norður-Kóreu og sú er enn raunin. En þó að ég segi þetta er ég ekki að mælast til hernaðaraðgerða gegn þessum ríkjum. Við getum og eigum að beita öðrum aðferðum. Þú snerir aftur til starfa til að taka við formennsku í vopnaeftirlitsnefnd SÞ í Írak. Í ljósi þess að margir reyndu að draga nafn þitt í svaðið í aðdraganda inn- rásarinnar sérðu þá eftir þeirri ákvörðun? Formennska í vopnaeftirlitsnefndinni var gefandi starf. Ég var fyrst og síðast ánægður með að við skyldum geta sýnt fram á að það sé hægt að reka al- þjóðlegt og óháð vopnaeftirlit með árangursríkum hætti og af fagmennsku. Þó að sumir bandarískir fjöl- miðlar hafi farið háðulegum orðum um vopnaeftirlitið í Írak – og hugsanlega var eitthvað af því runnið und- an rifjum bandarískra ráðamanna – þá gagnrýndi ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. Bandaríkin, aldrei vopnaeftirlitsnefndina eða störf hennar. Spurt og svarað | Hans Blix Veröldin ekki örugg- ari en fyrir Íraksstríð Svíinn Hans Blix var mikið í fréttum á síðasta ári en hann fór fyrir vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í Írak. Nefndin lauk auðvitað aldrei störfum, eins og menn vita, því Bandaríkjamenn og Bretar töldu í mars 2003 tíma til kominn að ráðast til atlögu gegn stjórn Saddams Husseins. Blix hefur nú ritað bók, Disarming Iraq, um reynslu sína og hann fer einnig fyrir alþjóðlegri og óháðri nefnd um afvopnunarmál. Dr. Hans Blix ’ Rétt eins og þeirsem stóðu fyrir nornaveiðum fyrr á öldum höfðu Bush og Blair fyrirfram ákveðnar skoðanir á málinu. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.