Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 12

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „SMÁRÍKI eins og Ísland getur haft veruleg áhrif á friðarþróun í heim- inum,“ segir dr. Dietrich Fischer, framkvæmdastjóri miðstöðvar European University í friðarrann- sóknum, sem er í Austurríki en hann er staddur hér á vegum Friðar 2000. Lítil ríki séu í mun betri aðstöðu til að beita sér fyrir friði því ekki sé hægt að tortryggja vilja þeirra og segja þau beita sér í þágu heims- valdastefnu öflugra og stærri ríkja. Ísland sé eitt þeirra ríkja sem sé hafið yfir þá tortryggni. Einnig sé mikilvægt að Íslendingar hafi aldrei stofnað her. Sem dæmi um áhrif smærri ríkja nefnir dr. Fischer að árið 1973 hafi þáverandi forseti Finnlands, Urho Kekkonen, sent öllum ríkjum Evr- ópu boð um að senda fulltrúa á Hels- inki-ráðstefnuna um öryggi og sam- vinnu ríkjanna. Öll lönd hafi sent fulltrúa nema Albanía. Unnið var að samkomulagi í tvö ár og segir Fischer að sú vinna hafi lagt grunn- inn að lokum kalda stríðsins. Í krafti embættisins sem forseti Finnlands hafi Kekkonen haft tök á að koma þessari ráðstefnu í kring. Því skipti máli hverjir gegni þessum emb- ættum. „Af þeim sökum tel ég að Ástþór Magnússon takist mun betur að vinna að friði í heiminum sem for- seti Íslands en stjórnandi Friðar 2000,“ segir Fischer. Ástþór eigi að beita sér sem forseti fyrir lýðræð- isþróun í heiminum og frjálsum kosningum, hvetja til samræðna milli stríðandi fylkinga og stöðva sölu og flutning vopna. Þessi atriði hafi leitt til friðar víða um heim. Forseti Íslands eigi að leita eftir samstarfi við forystumenn Norður- landanna og annarra ríkja sem vilja beita sér fyrir friði í heiminum. Getur framfylgt stefnunni Hann er sannfærður um að Ást- þór geti framfylgt stefnumálum sín- um á áhrifaríkan hátt nái hann kosningu. Nefnir hann sérstaklega hugmynd Ástþórs að stofna miðstöð fjölþjóðlegs friðargæsluliðs á Kefla- víkurflugvelli, sem ekki einungis verndar Ísland heldur önnur smá- ríki gegn árlegri þóknun. Það kosti mun minna fyrir hvert land að leggja fjármagn til slíkrar frið- argæslu í stað þess að halda uppi eigin herafla. Dietrich Fischer segir einnig vel við hæfi að stofna hér á landi alþjóðlega þróunarstofnun lýðræðis enda rík lýðræðishefð á Ís- landi og eitt elsta þjóðþing heims. „Á meðan fólk talar saman skýtur það ekki hvert annað. Það er mik- ilvæg grundvallarregla. Finnist fólki að hlustað sé á það er það tilbú- ið að finna sameiginlega lausn og málamiðlun á deilum sínum. Ef fólki finnst það hunsað og ekki hlustað á sjónarmið þess grípur það til vopna,“ segir hann. Stuðla ætti að fyrirbyggjandi að- gerðum, áður en stríð brestur á, með samræðum á milli deiluaðila. Slík aðferð feli líka í sér mun minni tilkostnað og færri mannslíf. Íslend- ingar gætu sett á laggirnar al- þjóðlega sáttamiðstöð, boðið deilu- aðilum á einstökum átakasvæðum til viðræðna og beint málinu í far- sælan farveg þar sem sáttasemjari aðstoðar við að finna viðunandi lausn. Vopnaframleiðendur öflugir Spurður af hverju svo mikill ófriður sé í heiminum ef flestir vilji frið segir Fischer vopnaiðnaðinn eiga þar mikla sök. Fáir ein- staklingar hagnist á ófriði en þeir séu mun betur skipulagðir en þorri almennings og í betri stöðu til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Einnig tengjast þeir stærstu sjón- varpsstöðvum í Bandaríkjunum og þar heyrist lítil gagnrýni á her- valdastefnu ríkisstjórnarinnar. þá leggi vopnafyrirtæki háar fjárhæðir í kosningasjóði þingmanna sem þau telji að tryggi stöðu þeirra áfram. Fischer segir að 40 nemendur hvaðanæva stundi nám í miðstöð European University í friðarrann- sóknum á hverju ári. Sjálfur hefur hann skrifað sex bækur, 200 greinar og flutt yfir 300 fyrirlestra í tæp- lega 40 löndum um friðar- og örygg- ismál. Hann hefur starfað að af- vopnunar- og þróunarmálum með Sameinuðu þjóðunum. Hann kláraði doktorspróf í tölvunarfræðum frá New York-háskóla árið 1976. Segir forseta Íslands geta beitt sér fyrir að koma á friði í heiminum Friður kostar minna en stríð Dr. Dietrich Fischer segir Íslendinga vera í þeirri stöðu að erfitt sé að tortryggja vilja þeirra til að beita sér fyrir sáttum á átaka- svæðum í heiminum. Morgunblaðið/Golli Dr. Fischer segir fólk minnast heimspekinga en ekki stríðsherra. ÚR VERINU UM helgina verður haldin fatasöfnun Rauða kross Íslands þar sem hlýjum fatnaði verður safnað til að senda til Afganistan. Þar verður honum dreift aðallega meðal fátækra kvenna og barna. Tekið verður á móti hlýjum yfir- höfnum og flíspeysum á alla aldurs- hópa auk þess sem tekið er við húfum, vettlingum og göllum fyrir börn. Fólk er beðið að gefa einungis þennan til- tekna fatnað til þess að auðvelda flokkun og pökkun. Tekið verður við fatnaði í fataflokk- unarstöð Rauða krossins að Lækjar- torgi í miðborg Reykjavíkur frá kl. 10-16 á laugardag en bæði á laugar- dag og sunnudag í Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði frá kl. 10-16. Einnig er hægt að skila fatnaði til Sorpu. Sjálfboðaliðar óskast til söfnunar- innar um helgina og til þess að flokka fatnaðinn næstu viku. Áhugasamir geta hringt í Rauða krossinn eða sent tölvupóst á afgreidsla@redcross.is Aðstoð við börn í stríði er áherslu- verkefni Rauða kross Íslands í alþjóð- legu hjálparstarfi. Hluti af fatnaðin- um mun verða nýttur til að hjálpa fötluðum börnum í Kabúl. Fatasöfnun Rauða krossins um helgina ÚTGERÐUM sóknardagabáta verð- ur gefinn kostur á að færa sig yfir í krókaaflamarkskerfi, samkvæmt frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Frumvarp- ið hefur þegar verið samþykkt í þing- flokkum stjórnarflokkana. Sjávarút- vegsráðherra segir ekki um það að ræða að með frumvarpinu sé verið að færa veiðiheimildir frá öðrum báta- flokkum yfir á sóknardagabáta. Í frumvarpinu er lagt til að gerðar verði verulegar breytingar á ákvæð- um gildandi laga um veiðar daga- báta. Útgerðum báta, sem leyfi hafa til handfæraveiða með dagatakmörk- unum, verður gefinn kostur á að stunda veiðar samkvæmt veiðileyfi með krókaaflamarki. Velji útgerð dagabáts að stunda veiðar með krókaaflamarki, verður bátnum út- hlutað krókaaflahlutdeild í þorski og ufsa í upphafi fiskveiðiársins 2004/ 2005. Krókaaflahlutdeildin er fundin með því að taka mið af meðalheild- arafla dagabátanna á síðustu þremur fiskveiðárum, sem var 11.049 tonn af þorski. Einstaka útgerðir geta aftur á móti valið að miða við aflareynslu báta í þorski og ufsa á öðru hvoru fiskveiðiárinu 2001/2002 eða 2002/ 2003 og verður aflahlutdeildin miðuð við 80% af allt að 50 tonnum en 60% af því sem báturinn hefur veitt um- fram 50 tonn á viðmiðunarárinu. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að enginn bátur fái úthlutað minna en 15 tonnum af þorski, velji hann að fara yfir í krókaaflamark. 8.800 tonn ef allir velja kvóta Eftir að ljóst er hversu margir dagabátar hafa valið að fara yfir í krókaaflamarkskerfið og hversu margir velja lakara árið, er úthlut- unin endurreiknuð og endanleg nið- urstaða um krókaaflahlutdeild daga- bátanna fengin. Aflahlutdeild annarra í aflamarks- og krókaafla- markskerfuum er svo lækkuð hlut- fallslega til samræmis. Velji allir dagabátarnir að fara yfir í krókaaflamarkskerfi yrði heildar- kvóti þeirra um 8.800 tonn. Á yfir- standandi fiskveiðiári er gert ráð fyr- ir að viðmiðunarafli dagabáta sé 2.100 tonn. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að í raun sé ekki verið að taka veiðiheimildir af öðrum til að færa á dagabáta, að minnsta kosti ekki til lengri tíma litið. Dagabátarn- ir hafi hvort sem er verið að veiða þennan afla og þess vegna hafi afli farið verulega umfram útgefið afla- mark undanfarin ár. Það muni fyrr en seinna leiða til þess minni stofn- stærðar og þar með komi minni kvóti til úthlutunar. Lægri aflahlutdeild annarra báta í aflamarks- og króka- aflamarkskerfum muni þannig skila þeim sama kvóta þegar til lengri tíma litið. „Það sem er veitt úr auðlindinni hefur sömu áhrif á stofnstærðina og þar framtíðarúthlutun, hvort sem afl- inn er veiddur í aflamarkskerfi eða sóknardagakerfi.“ Í frumvarpinu er sömuleiðis gert ráð fyrir að leyfilegum sóknardögum fækki um 10% á næsta fiskveiðiári og verði 18 miðað við að viðmiðunar- fjöldi sóknardaga á yfirstandandi fiskveiðiári eru 19 sóknardagar. Sóknardögum fækkar hins vegar ekki frekar, enda er þá gert ráð fyrir að viðmiðunarafli þeirra báta sem verða í sóknardagakerfinu aukist ekki frá því sem hann var á fiskveiði- árinu 2002/2003. Til móts við ólík sjónarmið Auk þess verða þær takmarkanir settar á veiðar dagabáta að ekki verður heimilt að hafa fleiri en fjórar handfærarúllur um borð í báti, auk þess sem leyfilegum sóknardögum fækkar við aukið vélarafl. Verði heildarafl vélar eftir breytingar þannig aukið um100 hestöfl eða minna, fækkar sóknardögum um tvo. Verði heildaraflið aftur á móti meira en 100 hestöfl fækkar sóknardögun- um hlutfallslega miðað við aukningu í hestöflum. Árni segir að með frumvarpinu komi hann til móts við ólík sjónarmið meðal dagabátaeigenda. Annars veg- ar hafi verið uppi kröfur um gólf í fjölda sóknardaga, en um leið yrði sóknargeta þeirra takmörkuð. Hins vegar hafi verið hópur innan daga- bátaeigenda sem hafi viljað fá afla- mark í stað sóknardaga, væntanlega um 100 manns. „Það hefur valdið vandræðum í fiskveiðistjórnuninni hversu mikið þessi bátaflokkur hefur aukið afla sinn. Það hafa allir verið sammála um að koma þyrfti á stöð- ugleika. Það tekst vonandi með þessu frumvarpi.“ Árni segir frumvarpið vissulega umdeilt, enda miklir hagsmunir í húfi. Aðspurður segir Árni að ekki hafi verið pólítískur vilji fyrir því að slá dagakerfið endanlega af og ljóst að hefði verið gert ráð fyrir því í frumvarpinu hefði það ekki hlotið af- greiðslu í þingflokkunum.                             Frá engum tekið Morgunblaðið/Alfons Frumvarp Árna M. Mathiesen um kvótasetningu dagabáta ÖRN Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, segist afar ósáttur við frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um breytingar á lögum um dagabáta. Hann segir ráðherrann hafa farið á bak við sambandið og að frumvarpið miði í raun að því að gera út af við sóknardagakerfið. „Þegar við gengum síðast á fund sjávarútvegs- ráðherra töldum við að hann vildi koma til móts við okk- ar tillögur um að setja gólf í sóknardagakerfið en tak- markanir yrðu settar á sóknargetu. Á fundinum tilkynnti ráðherrann okkur að hann hygðist leggja fram þetta frumvarp. Í viðræðum okkar við sjávarútvegsráðherra var aldrei rætt um annað en að handfærarúllur yrðu að hámarki fimm en ekki fjórar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Jafnframt var í þeim frumvarpsdrögum, sem okkur voru kynnt, gert ráð fyrir að sóknardagar gætu ekki orðið færri en 18 talsins. Í frumvarpinu er aftur á móti gert ráð fyrir að dögunum geti fækkað meira en það. Ég tel því að ráðherra hafi þarna farið á bak við Landssamband smábátaeigenda.“ Varðandi val um kvótasetningu segir Örn að sér sýnist nokkuð vel boðið, sem greinilega sé gert til að sem flestir velji kvóta frekar en daga. Hann segir viðbrögð meðal dagakarla hinsvegar blendin, margir hafi látið í ljóst megna óánægju með frumvarpið. „Tilgangurinn með frumvarpinu er að sem fæstir verði eftir í þessu heil- brigða kerfi sem sóknardagakerfið er. Ég tel það miður, því að mínu mati hefði verið farsælast að byggja áfram á sóknardagakerfinu en skapa þannig festu í kerfinu að dögum gæti ekki fækkað og settar á þær sókn- artakmarkanir sem við lögðum til.“ Raunverulegt val? Örn segir að fjölmargir dagakarlar standa frammi fyr- ir því að fá úthlutað of litlum veiðiheimildum, velji þeir að fara í krókaaflamark. „Hinsvegar má segja að kost- urinn við frumvarpið sé sá að menn hafa möguleika á að velja á milli kerfa, en margir spyrja sig áreiðanlega hvort um raunverulegt val sé að ræða. Það eru margir í erfiðri stöðu. Það hefur ekki verið eytt óvissunni í daga- kerfinu, því dögunum getur enn fækkað. Þeir bátar sem velja að vera áfram í dagakerfinu verða líklega þeir bátar sem hvað minnsta aflareynslu hafa á bak við sig. Það þarf því að koma til lítil aflaaukning til að dögunum fækki. Ég er sömuleiðis hræddur um að sú kvótasetning sem boðið er upp á í frumvarpinu verði svo rýr þegar upp er staðið, að töluvert verði um að menn selji frá sér heim- ildir og hætti í útgerð,“ segir Örn Pálsson. Gerir út af við dagakerfið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.