Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 26
DAGLEGT LÍF
26 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680
www.fataleiga.is
ÚTSALA
á glæsilegum
brúðarkjólum
Smiðsbúð 1, 210 Garðabær
Pantanir í síma: 565 7040
Laufey
Þóra ValdísKatrín
Verðlaun fyrir
duglega krakka
Alltaf heitt á könnunni
Orðstír okkar byggist á að veita
alltaf góða og faglega þjónustu.
Verið hjartanlega velkomin.
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Óperukór Hafnarfjarðar er rúmlega 70 manna kórsem hefur þá sérstöðu að sérhæfa sig einkum íflutningi óperu- og vínartónlistar og hefur ekki
ómerkari verk en þekkt kórverk úr Verdi-óperunum
Macbeth og Il trovatore á efnisskránni. Kórinn hét upp-
haflega Söngsveit Hafnarfjarðar og hefur frá stofnun,
árið 2000, verið undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur
söngkonu. Óperukórinn hefur líka þá sérstöðu að með-
limir hans klæðast galaklæðnaði á tónleikum – konurnar
síðkjólum og karlarnir ýmist smóking eða kjólfötum – og
mikillar fjölbreytni gætir í kjólavali.
„Þessi klæðnaður tilheyrir einfaldlega óperutónlist-
inni,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir sem féllst ásamt kór-
félögum sínum, þeim Margréti Grétarsdóttur, Guðrúnu
Guðmundsdóttur og Önnu Snædísi Sigmarsdóttur, á að
stilla sér upp í tónleikakjólnum fyrir ljósmyndara Morg-
unblaðsins.
Þær Hrönn og Guðrún hafa sungið með kórnum frá
upphafi, Anna Snædís sl. tvö ár og Margrét, sem nú sæk-
ir söngtíma hjá Elínu Ósk og hyggur á frekara söngnám
erlendis, í þrjú ár. Allar hafa þær ýmist numið söng eða
eiga að baki áralanga reynslu af kórstarfi líkt og aðrir
meðlimir Óperukórsins. Það veitir heldur ekkert af
reyndum söngvurum þar sem óperutónlistin krefst tölu-
verðrar söngtækni.
Tónleikar kórsins hafa líka notið mikilla vinsælda með-
al áheyrenda og er salurinn jafnan þéttskipaður. „Það er
alltaf fullt á tónleikum hjá okkur, stemningin góð og við-
brögð áheyrenda frábær,“ segir Margrét. „Fólk stendur
jafnvel upp og klappar og fagnaðarlætin geta verið mik-
il,“ bætir Guðrún við og Anna Snædís tekur í sama
streng. „Maður sér fólk bæði hlæja og gráta, viðbrögðin
geta verið svo sterk, enda tónlistin einkar áhrifamikil.“
Tónleikar kórsins eru þá ekki alltaf með
hefðbundnu sniði, enda hefur stjórnandinn að
sögn Önnu Snædísar gaman af að bregða aðeins
á leik. „Við vorum t.d. með vínarsöngskemmtun í
Haukahúsinu í Hafnarfirði þar sem Szymon Kur-
an kom fram með okkur og lék glæsilegt sígauna-
stykki sem er ástaróður til ungrar sígaunakonu.
Elínu Ósk fannst upplagt að bregða þar á leik og
mér var skellt í lánskjól frá Íslensku óperunni,
hárið sett upp og ég máluð í anda tímabilsins. Svo
sat ég á stól og lék mig bljúga og feimna á meðan
hann lék fyrir mig og þrátt fyrir að atriðið væri aldrei æft
kom það engu að síður vel út. Það er líka alveg í anda El-
ínar Óskar að flétta inn söguþráð þar sem tækifæri gafst
til að koma áhorfendum betur inn í verkið,“ segir Anna
Snædís.
„Það er gaman að vinna með Elínu Ósk. Gaman að
syngja undir hennar stjórn og takast á við erfið verk-
efni,“ bætir Guðrún við og Margrét tekur í sama streng:
„Hún er ótrúlega fær á sínu sviði og af henni getum við
lært mjög mikið.“
Óperukórinn heldur tónleika í Hafnarborg 17. maí nk.
og í Ými 18. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20. Á
tónleikunum mun kórinn flytja hluta þeirrar efnisskrár
sem hann fer með til Búlgaríu nú í haust. Þar verða
haldnir stórtónleikar ásamt sinfóníuhljómsveit Sofiu
og verður bryddað upp á þeirri nýbreytni í tónverka-
vali kórsins að íslensk tónverk eftir tónskáld á borð við
Pál Ísólfsson, Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveins-
son bætast við efnisskrána.
Sungið í síðkjólum
KÓRSTARF
Túrkisblár
kjóll Mar-
grétar er tví-
skiptur og því
auðvelt að
skipta út pilsi
eða topp og ná
þannig fram yf-
irbragði ólíku miðaldaáhersl-
unum sem hér ríkja. „Ég söng í
brúðkaupum tveggja dætra Ernu
Kristjánsdóttur saumakonu á Akra-
nesi fyrir nokkru og hún vildi endi-
lega gera eitthvað fyrir mig í staðinn.
Niðurstaðan var sú að við hönnuðum
þennan kjól í sameiningu og hún sá
svo um saumaskapinn úr efni sem ég
valdi. Það var úthugsað hjá okkur
að hafa hann í tvennu lagi svo hægt
væri að skipta út bæði pilsinu og
toppnum.“
MARGRÉT GRÉTARSDÓTTIR
Tvískiptur
prinsessukjóll
KJÓLL Hrannar er úr vínrauðu
taí-silki og saumaður af henni
sjálfri. „Það hentar mér vel
þegar eitthvað sérstakt stend-
ur til að fá mér efni og snið og
sauma sjálf, “ segir Hrönn og
kveður snið kjólsins ekki flókið.
„Ég hef alla tíð saumað á mig
sjálfa og dætur mínar og get
því gert þetta ef mikið liggur
við,“ bætir hún við en neitar
því að vera mikil saumakona.
„Það vildi svo til að dóttir
mín átti efni sem hún hafði
ætlað að nota í árshátíðar-
kjól, en ekkert varð svo úr,
og það er efnið í kjólnum,“
segir Hrönn sem á efni í
annan tónleikakjól þegar
rétta sniðið finnst. „Það
er gaman að klæðast kjól
sem maður saumar
sjálfur. Það er líka mik-
ið úrval af sniðum á
markaðnum í dag, og
mörg þeirra leiða
mann hreinlega áfram
skref fyrir skref svo vinnan
verður enn auðveldari.“
KJÓLL Önnu Snædísar er saumaður upp úr
kjól sem hún fann í verslun með notuð föt í
Reykjavík. „Ég féll alveg fyrir
efninu, sem er silfurbrókað, og
bý svo vel að eiga mömmu sem
er saumakona [Ingimunda Guð-
rún Þorvaldsdóttir á Selfossi]. Tölurnar
voru á upprunalega kjólnum, sem var mjög
hefðbundinn og dömulegur, og við reynd-
um að byggja formið á nýja kjólnum svolít-
ið út frá því hvernig við gætum notað töl-
urnar. Kjóllinn var rissaður upp, efri
hlutanum breytt og svo hófst leitin að
pilsefni í túrkísgrænum lit sem gæti
tónað við silfurbrókaða efnið. Eftir
mikla leit keyptum við fóðurefni þar
sem það var eina efnið sem fannst í
réttum lit,“ segir Anna Snædís og
kveður mikið hafa verið lagt upp
úr saumaskap og frágangi við
kjólinn. „Þetta var fyrsti kjóllinn
sem ég eignaðist fyrir kórastarfið,
en síðan þrír bæst við til viðbótar.“
KJÓLLINN sem Guðrún valdi sér
fyrir tónleika Óperukórsins var
keyptur í versluninni Monsoon.
Hann er dökkfjóluleitur að lit
og, líkt og kjóll Hrannar,
saumaður úr taí-silki, sem er
misþráðótt náttúrulegt silki sem hefur
verið mjög vinsælt kjólaefni und-
anfarin ár. „Það er gott að vera í taí-
silkinu enda efnið bæði létt og lipurt
í meðförum,“ segir Guðrún. Kjóll-
inn er þá með nokkuð sérstöku
laufmunstri í hálsmálinu sem gef-
ur honum sparilegan svip og
undir síðu pilsinu er að finna
„tjullpils“ sem gefur kjólnum
meiri fyllingu og vídd. „Þetta
passar rétt mátulega, dóttir mín er
nýhætt í ballett og þá tekur mamman
til við að skrýðast tjullpilsum,“ segir
Guðrún og brosir.
Hefðbundinn
silkikjóll
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Saumar á
sig sjálf
HRÖNN RÍKHARÐSDÓTTIR
Gamall kjóll
í nýjum búningi
ANNA SNÆDÍS SIGMARSDÓTTIR
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
E
gg
er
t
annaei@mbl.is