Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 29

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 29 Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 www.allirkrakkar.is Nýjar vörurEitt mesta úrval landsins af barnarúmum. Nýju litirnir í vögnum, kerrum og bílstólum frá Bébécar eru komnir. Hjá okkur er persónuleg þjónusta Íslenska óperan og Óperu-stúdíó Austurlands sýna íkvöld óperuna Carmen eftir Bizet í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði. Með hlutverk Carmenar fer Sesselja Kristjánsdóttir og Don José er í höndum Jóhanns Frið- geirs Valdimarssonar. Aðrir ein- söngvarar eru Hulda Björk Garð- arsdóttir, Keith Reed, Þóra Guðmannsdóttir og Margrét Lára Þórarinsdóttir. Sextán manna kór Óperustúdíósins og fjögurra manna hljómsveit taka að auki þátt í sýningunni. Kirkjan er móðir listarinnar Sr. Davíð Baldursson, sókn- arprestur á Eskifirði, segir Kirkju- og menningarmiðstöðina henta afar vel fyrir sýninguna. Altarið sé fært um set og sé þá til reiðu svið af svipaðri stærð og er í Gamla bíói. „Aðstandendur sýningarinnar eru mjög hrifnir af húsinu og þetta er sannast sagna mjög glæsileg aðstaða,“ segir Davíð. „Fyrst og fremst er þetta guðshús og gegnir því hlutverki númer eitt, en hitt er annað mál að þetta er fjölnota hús og mjög sveigjanlegt til að þjóna hinum listræna geira. Kirkjan er móðir listarinnar og þar sem listin hefur risið hæst hef- ur kirkjan verið vængur sem breytt hefur sig yfir hana. Sköp- unin er svo miðlæg í ritningunni og maðurinn tekur undir með skaparanum. Góð list er frá Guði komin og enginn getur lofað meistarann betur en sá sem gefur hjarta sitt í listsköpun. Ég horfi þannig á.“ Davíð segir Carmen fyrstu óp- eruna sem flutt verður í húsinu. „Ég veit ekki til þess að Carmen hafi áður verið flutt í starfandi guðshúsi eða kirkju. Óperan fjallar um ástina og lostann og hvort tveggja er hluti af okkur, ef við könnumst við okkur á annað borð. Þetta eru allt saman tilfinningar sem berjast um völdin og þannig skapaði guð okkur. Hitt er annað mál að við vitum alveg hvað á að sigra.“ Hljómsveitarstjóri er Kurt Kop- ecky, leikstjóri er Kári Halldór og kórstjóri Keith Reed. Leikmynd hannar Geir Óttarr Geirsson, lýs- ingu annast Jóhann Bjarni Pálma- son og Hildur Hinriksdóttir, Krist- rún Jónsdóttir og Mohammed Zahawi sjá um búninga. Sýningin hefst kl. 20 í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eski- firði, sem tekur 250 manns í sæti, og er aðeins um þessa einu sýn- ingu að ræða. Sr. Davíð segir sýninguna verða frábæra. „Mig hefði ekki órað fyr- ir að þetta yrði neitt í líkingu við það sem maður hefur séð hér. Það er rafmögnuð spenna í loftinu!“ Óperan Carmen sýnd í Kirkju- og menn- ingarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld „Maðurinn tek- ur undir með skaparanum“ Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Micaela og Don José æfð með hádramatískum tilþrifum. Hlutverkin eru í höndum Sesselju Kristjánsdóttur og Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar. SIGRÚN Eldjárn, myndlistarmað- ur og rithöfundur, varð 50 ára 3. maí sl. Af tilefninu opnar hún mynd- listarsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17 í dag. Hún fer ekki alveg venjubundna leið í verkum sínum að þessu sinni því hún sýnir í fyrsta sinn portrettmyndir. Löng hefð er fyrir gerð portrettmynda í sögu málaralistarinnar og eru viðfangs- efni þeirra oft þekktir einstaklingar sem reynt er að gera ódauðlega með því að mála ásjónu þeirra á striga. En hvað hefur Sigrún fangað á strigann? „Á þessari sýningu eru ekki mál- verk af frægu fólki, aftur á móti má hér sjá myndir af dúkkum, böngs- um og fleiri elskuðum og virtum einstaklingum. Mér fannst tími til kominn að sýna þeim tilhlýðilega virðingu. Ég byrjaði í rólegheitum en svo vatt þetta upp á sig. Vinir og vandamenn hafa fært mér fórnar- lömb af ýmsu tagi, það yngsta er einhvers konar rotta í kjól sem son- ur minn gaf mér í jólagjöf. Elstu myndirnar eru frá árinu 2001 en sú nýjasta er frá þessu ári. Það var mjög skemmtilegt að vinna að þess- ari sýningu og ýmislegt rifjast upp fyrir manni þegar maður tekur dúkkurnar sínar í svona mikla nær- mynd. Það má segja að ég hafi dott- ið í svolitla nostalgíu.“ Didda fær sérstakan sess Sigrún minnist einnig mennta- skólaáranna í þessum verkum því í bakgrunni myndanna má greina í þokukenndu landslagi latneska texa. „Textinn er eftir Caesa, Cic- ero, Plautus og einhverja fleiri. Þeir voru námsefni í Menntaskólanum í Reykjavík árin mín 1972–74. Ég hef áður haft latneskan texta í málverk- um, það var eftir dvöl mína í Róm árið 1996. Þar sá ég víða í veggjum letur höggvið í stein. Það má kannski segja að þetta sé örlítið framhald af því. Það gæti líka verið að heimur barnabókahöfundarins og málarans takist eitthvað á um at- hyglina. Textinn er ekki beinlínis ætlaður til lestrar heldur er hann frekar myndræns eðlis og til að skapa vissan hugblæ sem bakgrunn fyrir portrettin.“ Oft er sagt að portrettmálarar máli alltaf sjálfa sig í verkum sínum. Á það einnig við um þig, Sigrún? „Já líklega er ekki alveg hægt að undanskilja mig hvað þetta varðar. Alla vega fengu ekki öll leikföngin mynd af sér, bara þau sem töluðu til mín á einhvern hátt. Fyrirsæturnar eiga allar sína sögu og í þessari ná- lægð okkar fann ég fyrir misjafnri lífsreynslu þeirra, rétt eins og hjá okkur mönnunum. Sumar marker- aðar af lífinu, snjáðar með plástra á nefinu, aðrar óskaddaðar eftir smá- ar hendur eigendanna.“ Flest eigum við okkur uppáhalds- leikföng á æskuárunum. Hver var í uppáhaldi hjá þér? „Það er dúkkan mín hún Didda. Við höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt öll þessi ár. Hún fær líka alveg sérstakan virðingarsess á þessari sýningu og ber höfuð og herðar yfir aðrar myndir. Myndin af henni er 2,4 metrar á hæð og 2 á breidd, sett saman úr mörgum blindrömmum.“ Sýningu Sigrúnar lýkur mánu- daginn 31. maí. Húsið er opið frá kl. 8–19 virka daga og kl. 12–18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Leikföng á striga Morgunblaðið/Jim Smart Sigrún Eldjárn milli portrettmynda sinna í Ráðhúsi Reykjavíkur. helgag@mbl.is Það er eitt af undrum nú-tímatækni og vísinda aðgeta horft á bíómyndirheima hjá sér, stungið dvd-diskinum í tölvuna, og gjöriði svo vel, heil bíómynd líður hjá. Þegar Metropolis eftir Fritz Lang var endurreist enn á ný í vor, næst- um áttatíu ára gömul, með nýjustu tækni og vísindum, skellt á dvd, með upplýsingum um sögu mynd- arinnar og endurgerðir, þá stóðst ég ekki mátið … Metropolis, árgerð 1927, er lík- lega þekktasta mynd þýskrar kvik- myndasögu, og markar lok ex- pressjónískrar kvikmyndagerðar í landinu – sem hófst með myndinni um Dr. Cagliari. Engan hefði órað fyrir því að Metropolis yrði ódrepandi, sú fýlu- ferð sem hún var í upphafi. En staðan er sú að Metropolis er enn svo heit að hún er nokkurs konar „cult“-mynd. Hún var sýnd út um allt Frakkland á dögunum, eftir nýjustu endurgerð, en þetta er sú bíómynd sögunnar sem flestar út- gáfur eru til af, því menn hafa í gegnum tíðina verið á þönum við að splæsa henni saman úr því efni sem hægt var að hafa hendur á, og er hún því til í fleiri útgáfum en nokkur önnur bíómynd. Víst má telja að sú endurgerð sem sett var á markað í vor, og sú lengsta, 119 mínútur, sé fullkomn- ust. Það tókst að hafa uppi á öllu „frumefninu“ í þýskum arkívum. Sumt af því var ónothæft, en á móti fundust kópíur hér og þar sem hægt var að nota glefsur úr. Þá var eftir að jafna myndgæði, og það var gert stafrænt. Á fylgidiski með sjálfri bíómyndinni eru þessu ferli gerð skil. Það er kraftaverki líkast að sjá heilu senurnar ryksugaðar, og hvernig hægt er að gera ólæsi- legt myndefni læsilegt aftur. Að því sögðu er ekki annaðeftir en setja sig í stell-ingar og horfa á þettaundur sem hefur staðist svona vel tímans tönn. Myndin er gerð eftir sögu Theu von Harbow, og hún skrifaði líka handrit. Mér finnst myndin bera þess merki að efnið kemur frá kvenmanni í bestu merkingu þess orðs. Hennar mottó er, að hjartað verði að vera millilið- ur milli heilans og handanna. En að hluta til fjallar myndin um nú- tímaþrældóm, vélrænu, og herrana sem stjórna. Þetta er glæsilega tákngert með því að hafa þræla- búðirnar neðanjarðar og herrana uppi á yfirborðinu og yfir því, í skýjakljúfum. Fyrir mér var Metropolis ekki síst 119 mínútna ballettt. Hreyf- ingin er það afl sem myndin geng- ur fyrir, bæði hún sjálf, og svo per- sónurnar. Það er unun að sjá, jafnt í hóp- senum og hjá einstökum leik- endum, hvernig kroppurinn fær að tala og tjá sig, ekki síður en andlit- in. Hvers vegna hefur ein bíómynd svo mörg líf eins og Metropolis – hvað er það sem gerir hana að þekktustu mynd þýskrar kvik- myndasögu? Hvers vegna höfðu menn fyrir því að endurgera hana enn á ný með ómældri fyrirhöfn, í fullkomnustu mynd hingað til, árið 2004, næstum sjötíu árum eftir að hún var búin til? Og það mynd í erfiðum klassa til þess að verða sí- gild – science fiction. Jú, það voru meistarar sem vél- uðu um, og þeim tókst að hrista saman svo ólíklegan og öflugan kokkteil að áhorfandinn verður hálf-vankaður af honum. Þar fyrir utan er margt í þessari framtíð- arsýn frá 1927 svo smart gert, og svo framandi, hreyfingin í und- irdjúpum og uppi á yfirborðinu, manneskjan móti vélinni, eða vélin móti manneskjunni, og svo boð- skapurinn sem er svo beinn og móralskur að hann ætti í rauninni ekki að geta virkað. En hér ganga höfundar svo langt að draga upp barnahóp þræl- anna í undirdjúpunum, sem er leiddur áfram af kvenengli í mannsmynd. Hún sýnir þeim inn í paradís hinna ríku og segir: Þetta eru bræður ykkar. Þegar hún svo bjargar þeim úr syndaflóðinu kemur í ljós að þrælahópurinn hefur gleymt börn- unum sínum í hamnum við að eyði- leggja maskínurnar, þangað til ein- hver spyr allt í einu: hvar eru börnin okkar? Það er kannski ein- faldasta og þýðingarmesta siðferð- isspurning allra tíma – og sú sem of fáir listamenn virðast hafa spurt: Hvar eru börnin okkar? B í ó k v ö l d í s t o f u n n i h e i m a Metropolis bíókvöld Eftir Steinunni Sigurðardóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.