Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 39
MJÖG hefur verið rætt um það
og ritað að undanförnu að atvinnu-
öryggi starfsmanna Norðurljósa
væri ógnað með nýju fjölmiðla-
frumvarpi. Sérstaklega hefur miðl-
um Norðurljósa verið beitt í þeim
tilgangi að vekja athygli á málstað
starfsmanna samsteypunnar. Þar
hefur umræðunni verið markvisst
beint frá kjarna málsins, hinni
sterku einokunarstöðu Norður-
ljósa, yfir í það að frumvarpinu sé
beint gegn starfsmönnum Norður-
ljósa og starfsöryggi þeirra. Það er
hins vegar minna um það rætt
hvernig miðlum Norðurljósaveld-
isins hefur, sérstaklega undanfarin
tvö ár, verið miskunnarlaust beitt í
atlögu að starfsöryggi
starfsmanna Rík-
isútvarpsins. Þar hefur
í ræðu og riti verið
ráðist á rekstrarform
RÚV með einum eða
öðrum hætti. Þess hef-
ur verið krafist að
RÚV verði lagt niður,
eða til vara nokkrar
deildir innan RÚV,
t.a.m. afnota- og aug-
lýsingadeild, og einnig
að dregið verði úr út-
sendingum á afþrey-
ingar- og íþróttaefni.
Þarna hefur ráðið ríkjum viðhorfið
að dropinn holi steininn, og með
þessu móti verið þrýst á að starf-
semi RÚV verði aflögð eða tak-
mörkuð mjög. Þá skiptir Norður-
ljósamenn allt í einu
engu máli þó að á
fjórða hundrað
manns hafi lifibrauð
sitt af starfi hjá
RÚV, og atvinnu-
öryggi þessara
starfsmanna sé í upp-
námi. Til upprifjunar
er gott að fara aðeins
til baka og skoða
hvernig Norðurljós
hafa hegðað sér
gagnvart keppinaut-
um á ljósvakamark-
aði síðustu ár. Þegar
Stöð 3 gat orðið ógnun við Stöð 2
1998 brugðu menn á það ráð að
kaupa Stöð 3 í þeim eina tilgangi
að slökkva á útsendingum stöðv-
arinnar, sem var og gert samdæg-
urs. Misstu um sjötíu manns vinn-
una þann daginn. Kaupunum réð
óttinn við samkeppni um áskrif-
endur, en Stöð 3 hugðist hasla sér
völl á þeim vettvangi. Svipað var
upp á teningnum þegar kaupin á
FM 957 fóru fram, en þá þótti
Norðurljósamönnum FM 957 vera
farið að taka of stóran skerf af
auglýsingatekjum á útvarpsmark-
aði. Nú að undanförnu hefur spjót-
unum verið beint að rekstri RÚV,
því þar sjá menn möguleika á að
komast í tekjustofna og styrkja
einokunarstöðu sína enn frekar.
Jafnframt hika menn ekki við að
fara með rangt mál. T.d. var full-
yrt í „Íslandi í bítið“ hinn 11. maí
að hvergi væri í Evrópu rík-
isútvarp rekið bæði af afnota- og
auglýsingatekjum. Þetta eru
ósannindi því víðast nema á allra
stærstu mörkuðum hafa rík-
isútvörp tekjur af afnota- og aug-
lýsingatekjum. Læðist að mér sá
grunur að þegar Norðurljósamenn
tala um frjálsa samkeppni, þá séu
þeir raunverulega að tala um frelsi
til einokunar. Varðandi stöðuna á
auglýsingamarkaði er alveg ljóst
hvar yfirburðirnir liggja, því sam-
kvæmt fyrirliggjandi upplýsingum
um markaðshlutdeild er hlutur
RÚV 16,4% meðan Norðurljós eru
með 38,5% markaðshlutdeild.
Ríkisútvarpið er sá jafnvæg-
ispunktur sem nauðsynlegur er á
íslenskum fjölmiðlamarkaði, ann-
ars verður hér um algjöra einokun
Norðurljósasamsteypunnar að
ræða um ókomna tíð.
Lárus Guðmundsson
skrifar um fjölmiðla ’Ríkisútvarpið er sájafnvægispunktur sem
nauðsynlegur er á
íslenskum fjölmiðla-
markaði …‘
Lárus
Guðmundsson
Höfundur er auglýsingastjóri RÚV.
Er atvinnuöryggi starfsmanna
Norðurljósa mikilvægara?