Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 39 MJÖG hefur verið rætt um það og ritað að undanförnu að atvinnu- öryggi starfsmanna Norðurljósa væri ógnað með nýju fjölmiðla- frumvarpi. Sérstaklega hefur miðl- um Norðurljósa verið beitt í þeim tilgangi að vekja athygli á málstað starfsmanna samsteypunnar. Þar hefur umræðunni verið markvisst beint frá kjarna málsins, hinni sterku einokunarstöðu Norður- ljósa, yfir í það að frumvarpinu sé beint gegn starfsmönnum Norður- ljósa og starfsöryggi þeirra. Það er hins vegar minna um það rætt hvernig miðlum Norðurljósaveld- isins hefur, sérstaklega undanfarin tvö ár, verið miskunnarlaust beitt í atlögu að starfsöryggi starfsmanna Rík- isútvarpsins. Þar hefur í ræðu og riti verið ráðist á rekstrarform RÚV með einum eða öðrum hætti. Þess hef- ur verið krafist að RÚV verði lagt niður, eða til vara nokkrar deildir innan RÚV, t.a.m. afnota- og aug- lýsingadeild, og einnig að dregið verði úr út- sendingum á afþrey- ingar- og íþróttaefni. Þarna hefur ráðið ríkjum viðhorfið að dropinn holi steininn, og með þessu móti verið þrýst á að starf- semi RÚV verði aflögð eða tak- mörkuð mjög. Þá skiptir Norður- ljósamenn allt í einu engu máli þó að á fjórða hundrað manns hafi lifibrauð sitt af starfi hjá RÚV, og atvinnu- öryggi þessara starfsmanna sé í upp- námi. Til upprifjunar er gott að fara aðeins til baka og skoða hvernig Norðurljós hafa hegðað sér gagnvart keppinaut- um á ljósvakamark- aði síðustu ár. Þegar Stöð 3 gat orðið ógnun við Stöð 2 1998 brugðu menn á það ráð að kaupa Stöð 3 í þeim eina tilgangi að slökkva á útsendingum stöðv- arinnar, sem var og gert samdæg- urs. Misstu um sjötíu manns vinn- una þann daginn. Kaupunum réð óttinn við samkeppni um áskrif- endur, en Stöð 3 hugðist hasla sér völl á þeim vettvangi. Svipað var upp á teningnum þegar kaupin á FM 957 fóru fram, en þá þótti Norðurljósamönnum FM 957 vera farið að taka of stóran skerf af auglýsingatekjum á útvarpsmark- aði. Nú að undanförnu hefur spjót- unum verið beint að rekstri RÚV, því þar sjá menn möguleika á að komast í tekjustofna og styrkja einokunarstöðu sína enn frekar. Jafnframt hika menn ekki við að fara með rangt mál. T.d. var full- yrt í „Íslandi í bítið“ hinn 11. maí að hvergi væri í Evrópu rík- isútvarp rekið bæði af afnota- og auglýsingatekjum. Þetta eru ósannindi því víðast nema á allra stærstu mörkuðum hafa rík- isútvörp tekjur af afnota- og aug- lýsingatekjum. Læðist að mér sá grunur að þegar Norðurljósamenn tala um frjálsa samkeppni, þá séu þeir raunverulega að tala um frelsi til einokunar. Varðandi stöðuna á auglýsingamarkaði er alveg ljóst hvar yfirburðirnir liggja, því sam- kvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um markaðshlutdeild er hlutur RÚV 16,4% meðan Norðurljós eru með 38,5% markaðshlutdeild. Ríkisútvarpið er sá jafnvæg- ispunktur sem nauðsynlegur er á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ann- ars verður hér um algjöra einokun Norðurljósasamsteypunnar að ræða um ókomna tíð. Lárus Guðmundsson skrifar um fjölmiðla ’Ríkisútvarpið er sájafnvægispunktur sem nauðsynlegur er á íslenskum fjölmiðla- markaði …‘ Lárus Guðmundsson Höfundur er auglýsingastjóri RÚV. Er atvinnuöryggi starfsmanna Norðurljósa mikilvægara?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.