Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Saw Palmetto Styrkjandi blanda fyrir blöðruhálskirtilinn www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Frá Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur Minningarsjóður Þorgerðar Eiríksdóttur auglýsir eftir umsókn um styrki til framhaldsnáms í tónlist Hlutverk sjóðsins er: Að styrkja nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms í tónlist. Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir framtíðaráformum sínum og framvísa staðfestingu á skólavist skólaárið 2003-2004. Umókn sendist til Tónlistarskólans á Akureyri, Hvannavöllum 14, 600 Akureyri, fyrir 21. maí 2004. Kór MA | Kór Menntaskólans á Ak- ureyri heldur vortónleika sína í Glerárkirkju föstudagskvöldið 14. maí klukkan 20.30. Stjórnandi kórs- ins er Erla Þórólfsdóttir. Á efnis- skrá Kórs MA að þessu sinni er fjöl- breytt úrval sönglaga, frá þjóðlögum til dægurlaga. Undirleikari er Sig- urður Helgi Oddsson en auk hans leikur hljómsveit nemenda skólans með kórnum í fáeinum lögum. Þá mun Pálmi Gunnarsson verða gestur kórsins og syngja með. Fleiri gestir verða á tónleikunum, en Kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi undir stjórn Roberts Darling mun taka þátt í tónleikunum.    Kynna verkefni | Nemendur á 4. ári félagsfræðibrautar í Mennta- skólanum á Akureyri efna til ráð- stefnu í Kvosinni á morgun, laug- ardaginn 15. maí. Hún stendur frá klukkan 10 til 15. Þar kynna þeir rannsóknarverkefni sín í lokaáfanga í uppeldis- og menntunarfræðum. Viðfangsefni nemenda eru af marg- víslegum toga: kynferðisofbeldi, ein- hverfa, Downs-heilkenni, átröskun meðal unglingsstúlkna, líkamsvitund unglingsstúlkna, hreyfing og náms- árangur, íþróttakennsla í MA, for- dómar gagnvart ættleiddum börnum, eineltisforvarnir, aðstoð við börn vegna skilnaðar foreldra, samband samkynhneigðra og foreldra þeirra, tengsl kvíða barna og sjónvarpsgláps og geðheilsa framhaldsskólanema. Þá verða kynnt hönnunarverkefni, unnin upp úr niðurstöðum rannsókna nem- enda og ætluð m.a. til forvarna, fræðslu og úrræða. Sem dæmi má nefna fræðslubæklinga, veggspjöld, heimasíður, spil, vigtunarklefa, náms- og æfingaáætlanir. Markmið ráðstefnunnar eru að gefa nemendum færi á að miðla þekkingu sinni sem þeir hafa aflað sér með rannsóknum sínum, þjálfa þá í að koma hugmyndum sínum á framfæri, efla sjálfstæði þeirra í faglegum vinnubrögðum um leið og fólki er gef- in innsýn í störf nemenda í MA.    SÝNING á verkum nemenda af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri verður í dag, föstudag og á morgun laugardag. Hún verður í húsnæði listnámsbrautarinnar, en nú er liðið rétt um ár frá því að nýtt og glæsilegt húsnæði var tek- ið í notkun fyrir brautina. Á sýningunni verða verk eftir nemendur af myndlistarkjörsviði og hönnunar- og text- ílkjörsviði. Verk eins og módelteikning, verk unn- in í pappír, málverk, skúlptúr, tauþrykk, fata- saumur, vefnaður, myndvefnaður, útsaumur og ljósmyndun svo eitthvað sé nefnt. Listnámsbraut VMA er annars vegar 3 ára 105 eininga nám og hins vegar 4 ára 140 eininga nám sem lýkur með stúdentsprófi. Í vetur hafa verið um 120 nemendur á myndlist- arkjörsviði, hönnunar- og textílkjörsviði og tón- listarkjörsviði listnámsbrautar VMA. Sýningin verður opin frá kl 14–17 á föstudag og frá kl 13–17 á laugardag. Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri Nemendur sýna Setja upp sýningu: Nemendur á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri við undirbúninginn. Taka til hendinni | Vinnudagur verður hjá Golfklúbbi Akureyrar á laugardag, 15. maí, og stefna þeir sprækustu að því að mæta kl. 9 um morguninn. Annars er fólki frjálst að mæta til vinnu á golfvellinum hve- nær sem er dagsins og leggja hönd á plóg. Verkefni eru næg, en nú vinna félagsmenn að því að búa völlinn undir sumarið. Þeir sem leggja fram vinnu sína fá ríkulega umbun í kaffi- hlaðborði sem boðið verður upp á á vinnudeginum.    Vortónleikar | Tónlistarskólinn á Akureyri efnir til vortónleika á morgun, laugardaginn 15. maí. Nemendur munu sýna afrakstur vetrarins og er efnisskráin mjög fjölbreytt. Yngri nemendur koma fram kl. 13 og kl. 14:30 er komið að eldri nemendum. Tónleikarnir verða í sal skólans á Hvannavöllum 14. Kaffiveitingar að loknum fyrri tón- leikum. Allir eru velkomnir.    Skólaskák | Landsmót í skólaskák verður haldið um komandi helgi á Akureyri. Þá koma alls 24 kepp- endur á grunnskólaaldri víðs vegar að af landinu til bæjarins til að taka þátt í mótinu. Skákfélag Akureyrar á þrjá fulltrúa í hópnum. Skákfélagið heldur maíhraðskákmót sitt á sunnudagskvöld, 16. maí kl. 20. Jóhanna í Deiglunni | Jóhanna Friðfinns- dóttir opnar sýningu á verkum sínum í Deiglunni, Kaupvangsstræti á morgun, laug- ardaginn 15. maí, kl. 16.30. Þar sýnir hún ak- rýlmyndir, allt nýjar myndir sem unnar voru á þessu ári og í fyrra, 2003. Jóhanna hefur stundað myndlistarnám hér heima og í útlöndum og er nú á leið til frekara náms í Kaupmannahöfn. Hún hefur stundað myndlist síðastliðinn áratug. Þetta er níunda einkasýning Jó- hönnu, sem einnig hefur tekið þátt í samsýn- ingum. Sýningin er opin daglega, nema á mánudögum, frá kl. 14 til 17 og stendur til 23. maí næstkomandi. Góð aðsókn | Aðsókn að sýningu Myndlistarskóla Arnar Inga um liðna helgi var mjög góð og því hefur verið ákveðið að hafa hana einnig opna nú um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 14 til 18. Sýningin er á Óseyri 6 og þar er að finna um 100 verk, unnin með margvíslegu móti. ANDREUS Stelmokas handknattleiksmaður var útnefndur Íþróttamaður KA fyrir árið 2003 en kjöri hans var lýst á KA-deginum, sem haldinn var í KA-heimilinu nýlega. Þetta er annað árið í röð sem Stelmokas hlýtur þessa viðurkenningu en hann yfirgefur her- búðir KA í vor og heldur í atvinnumennsku til Þýskalands, eftir farsælan feril með félaginu síðustu ár. Hann var jafnframt valinn Íþrótta- maður Akureyrar fyrir árið 2003. Alls voru 15 íþróttamenn tilnefndir í kjöri KA að þessu sinni. Arnór Atlason handknatt- leiksmaður hafnaði í öðru sæti en hann er einnig á leið í atvinnumennsku til Þýskalands í vor. Jöfn í þriðja sæti í kjörinu urðu þau Karen Gunnarsdóttir blakkona og knatt- spyrnumaðurinn Dean Martin. Á KA-deginum var samingur á milli KA og Hummel formlega staðfestur og munu leik- menn allra deilda félagsins leika í búningum frá Hummel. Það voru þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður KA og Áskell Gíslason frá versluninni Toppmönnum og Sport, sem skrifuðu undir samninginn.    Stelmokas Íþrótta- maður KA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.