Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 25

Morgunblaðið - 14.05.2004, Page 25
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 25 Vi› gefum tóninn um allt land! Ísafjör›ur - Sindragötu 14 (G.E Sæmundsson) Patreksfjör›ur - fiórsgötu 10 (Byggir) Akranes - fijó›braut 1 Vestmannaeyjar - Græ›isbraut (Olís) Höfn - Hafnarbraut 4 (K.A.S.K) Rey›arfjör›ur - Ægisgötu (G. Skúlason) Akureyri - Furuvöllum 7 (Litaland) Reykjavík - Dugguvogi 4 - Domus Medica v/Egilsgötu Hafnarfjör›ur - Hvaleyrarbraut 2 (Atlas) Selfoss - Eyrarvegi 35 Slippfélagi› og Litaland starfa nú saman undir einu merki ví›s vegar um landi›. Í öllum verslunum okkar bjó›um vi› frábært úrval af gæ›amálningu og málningarvörum auk fless sem vi› veitum faglega rá›gjöf og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› málningarvinnu. Veri› velkomin í verslanir okkar um allt land. Reykjavík Hafnarfir›i Akranesi Patreksfir›i Ísafir›i Akureyri Rey›arfir›i Höfn Vestmannaeyjum Selfossi N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia.is um sínum og voru viðstaddir sam- mála um að skemmtunin öll hefði verið listamönnunum til mikils sóma. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Helga Bryndís Magnúsdóttir og Snorri Hjálmarsson héldu útgáfu- tónleika í tilefni útgáfu geisla- disksins Hljómur frá Aðalvík. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Rómantískur rúmfatnaður Lóðir | Nýlega var fimm lóðum út- hlutað í þéttbýlinu í Hallormsstað- arskógi og er nú unnið að gatnagerð. Gert er ráð fyrir tuttugu og einni lóð við göturnar Fjósakamb og Rétt- arkamb samkvæmt deiliskipulagi. Dieter í bíó | Kvikmynd um mynd- listarmanninn Dieter Roth verður forsýnd á Seyðisfirði á morgun, en frumsýnd á Listahátíð Reykjavíkur 16. maí. Þetta er kvikmynd í fullri lengd um líf og starf hins heims- þekkta listamanns, sem bjó og starf- aði á Íslandi í áratugi. Aðalpersóna myndarinnar er sonur Dieters, Björn Roth, sem einnig er myndlistarmaður og mjög tengdur Seyðisfirði og Loð- mundarfirði. Sýningin verður í Herðubreiðarbíói og hefst kl. 16. Laxaker | Nú er verið að útbúa ker fyrir lifandi lax við laxasláturhús Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað. Frá þessu greinir á vef fyrirtækisins. Ker- in eru ætluð fyrir sláturlax sem fluttur er með brunnbátnum Snæfugli SU til slátrunar frá Sæsilfri í Mjóafirði. Slát- urlax er geymdur lifandi í a.m.k. sólar- hring fyrir slátrun. Til þessa hefur lax- inn verið geymdur í tönkum Snæfugls við bryggju fyrir slátrun, en laxakerin eiga að taka við því hlutverki. Steypt verða tvö ker sem hvort um sig rúmar um 80 tonn af laxi. Verið er að ljúka við að steypa aðstöðu fyrir dælubúnað og jarðvinnu við kerin lýkur í þessari viku. Uppsláttur fyrir steypu á kerj- unum hefst á næstu dögum. Reyðarfjörður | Verið er að reisa spenni- stöð í um 50 m fjarlægð frá gamla Sóma- staðabænum og hefur vakið kurr meðal ýmissa hversu nálægt bænum hún á að standa. Sómastaðabærinn var byggður árið 1875 og gerður upp fyrir að verða áratug. Hann er friðaður og tilheyrir húsasafni Þjóð- minjasafns. Engin lóð fylgir húsinu og því þótti ekki ástæða til að tilkynna Húsafrið- unarnefnd eða Þjóðminjasafni um stað- setningu spennistöðvarinnar. Það er Rarik sem er að reisa stöðina og á hún að standa á fjórða ár og þjóna bygg- ingarsvæði Fjarðaáls. Eftir það verður spennistöðin fjarlægð. Staðarvalið kemur til vegna nálægðar við framkvæmdasvæði Fjarðaáls og legu háspennulínu. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Vegfarendum þykir nóg um raskið í kringum gamla steinhúsið að Sómastöðum í Reyðarfirði: Rarik reisir spennistöð um 50 m frá húsinu. Grillir vart í gamla Sómastaðabæinn      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.