Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NETABÁTUR SÖKK
Tveimur mönnum af netabátnum
Sigurbjörgu KE 16 var bjargað um
borð í handfærabátinn Mumma GK
121 skammt vestur af Reykjanestá á
áttunda tímanum í gærkvöld. Áhöfn-
ina sakaði ekki.
Slasaðir hnefaleikamenn
Íslenzk rannsókn á áverkum
hnefaleikamanna sýnir að frá upp-
hafi árs 2001 til ársloka 2003 komu
33 einstaklingar á slysa- og bráða-
deild í Fossvogi með áverka eftir
hnefaleikaiðkun eða 11 á ári.
Einkasjúkratryggingar
Vátryggingafélag Íslands (VÍS)
stefnir að því að bjóða á hausti kom-
anda sjúkratryggingar sem fela í sér
tryggingavernd og umönnunarþjón-
ustu fyrir þá sem verða fyrir því að
greinast með alvarlega lífshættulega
sjúkdóma. Hefur tryggingataki þá
aðgang að beztu sjúkrahúsunum í
Bandaríkjunum.
Konunglegt brúðkaup
Mikið verður um dýrðir í Kaup-
mannahöfn í dag er Friðrik krón-
prins Danmerkur og hin ástralska
heitmey hans Mary Donaldson
ganga í það heilaga. Búizt er við að
hundruð þúsunda manna muni hylla
brúðhjónin á götum Hafnar.
Indlandsstjórn fallin
Atal Behari Vajpayee, forsætis-
ráðherra Indlands, gekk í gær á
fund forseta Indlands, Abduls Kal-
am, og baðst lausnar fyrir sig og rík-
isstjórn sína í kjölfar þess að ljóst
varð að BJP-flokkur hans, flokkur
þjóðernissinnaðra hindúa, hafði beð-
ið ósigur í þingkosningum í landinu.
Kongressflokkurinn, með Soniu
Gandhi í broddi fylkingar, myndar
næstu stjórn.
Rumsfeld í Bagdad
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, fór óvænt
til Bagdad í gær þar sem hann ræddi
m.a. við bandaríska hermenn og
heimsótti Abu Ghraib-fangelsið, sem
var vettvangur misþyrminga banda-
rískra hermanna á íröskum föngum.
„Við munum komast í gegnum
þetta,“ tjáði hann liðsmönnum hers-
ins.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Úr verinu 12 Umræðan 36/39
Viðskipti 14/15 Minningar 40/44
Erlent 16/19 Bréf 48
Minn staður 20 Myndasögur 48
Höfuðborgin 21 Dagbók 50/51
Akureyri 22/23 Staksteinar 50
Suðurnes 23 Kirkjustarf 51
Austurland 24 Íþróttir 52/55
Landið 25 Leikhús 56
Daglegt líf 26/27 Fólk 57/61
Listir 28/31 Bíó 58/61
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62
Þjónusta 35 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport-
@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Á SUNNUDAGINN
Svartagall Gabríelu
Friðriksdóttur
Þórunn Sigurðardóttur
um Listahátíð
Danshöfundurinn Irma
Gunnarsdóttir
Quentin Tarantino og aðrar
stjörnur í Cannes
Átta útskriftarnemendur úr
Listaháskóla Íslands
Húsbúnaður eftir íslenska
myndlistarmenn
Brúnkukrem og sólarpúður
Sunnudagur 16.05.04
NÆRVERA STÓRU STJARNANNA SKIPTIR ÖLLU TIL AÐ KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í CANNES FÁI HEIMSATHYGLI
SVARTAGALL
GABRÍELU FRIÐRIKSDÓTTUR
SAMÞYKKT var harðorð ályktun á
sameiginlegum fundi aðildarfélaga
BSRB, Bandalags háskólamanna
(BHM) og Kennarasambands Ís-
lands (KÍ) síðdegis í gær þar sem
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
breytingar á lögum um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna var
mótmælt. Kröfðust fundarmenn
þess að fjármálaráðherra myndi
draga frumvarpið til baka.
Í ályktuninni segir að verði frum-
varpið að lögum verði felld niður sú
skylda forstöðumanna að áminna
starfsmann með formlegum hætti
áður en til uppsagnar úr starfi komi.
Þar með geti „duttlungar“ stjórn-
enda ráðið starfsörygginu.
„Frumvarpið felur því í sér breyt-
ingar á grundvallarréttindum ríkis-
starfsmanna hvað varðar starfsör-
yggi. Þessi breyting er í engu
samræmi við nútímahugmyndir um
samskipti vinnuveitenda og starfs-
manna og lítt til þess fallin að bæta
starfsumhverfi ríkisstarfsmanna.
Þvert á móti er verið að hverfa aftur
til forneskjulegra stjórnarhátta þar
sem geðþótti og einhliða hagsmunir
húsbænda réðu,“ segir í ályktuninni
en fundarmenn bentu á að samtök
opinberra starfsmanna hefðu ítrekað
óskað eftir því að samráðsleiðin yrði
farin svo breytingar á starfsmanna-
lögunum yrðu unnar í sátt en fjár-
málaráðherra hefði daufheyrst við
þeim óskum.
Forsendur samninga brostnar?
„Með frumvarpi sínu ræðst fjár-
málaráðherra á eigin starfsmenn á
ómálefnalegan og ósanngjarnan
hátt, torveldar með framgöngu sinni
samskipti aðila og setur komandi
kjarasamninga í uppnám,“ segir að
endingu í ályktun fundar BSRB,
BHM og KÍ. Samkvæmt vefsíðu
BHM lýstu á fundinum margir for-
ystumenn innan samtakanna þriggja
furðu sinni á frumvarpinu. Varpað
var fram spurningum sem lutu að því
hvort með frumvarpinu væru
brostnar forsendur flestra ráðning-
arsamninga hjá ríkinu .
Sameiginlegur fundur BSRB, BHM og KÍ
gagnrýnir frumvarp um opinbera starfsmenn
Morgunblaðið/ÞÖK
Fundur aðildarfélaga opinberra starfsmanna var fjölmennur.
Frumvarp verði dreg-
ið til baka á Alþingi
EFTIRFARANDI samtal fór
nýlega fram milli tveggja dag-
skrárgerðarmanna á útvarps-
stöðinni FM 95,7, sem starf-
rækt er af Norðurljósum.
Einar Ágúst Víðisson var þá
að ljúka sínum þætti og Sig-
valdi Þórður Kaldalóns, sem
kallar sig Svala, að taka við.
Einar Ágúst biður Svala af-
sökunar á að hafa farið yfir á
útsendingartíma hans en sér
hafi verið „skylt að fá að spila
Bubba Morthens, hann er
kóngurinn“. Um var að ræða
lag sem Bubbi frumflutti dag-
inn áður á mótmælafundi
Norðurljósa vegna fjölmiðla-
frumvarpsins. Segir Svali
textann hafa verið mjög fynd-
inn og Einar Ágúst tekur
undir það. Síðan fara orða-
skiptin fram svona:
Svali: „En pælið í því, svona
þið sem eruð kannski geðveik
þarna úti og eruð í samfélag-
inu.“
Einar Ágúst: „Þú ert geð-
veikur.“
Svali: „Já, ég veit. Í Banka-
strætinu þar sem Stjórnarráð-
ið er að þar vísar bara glugg-
inn hans Davíðs út á götu.“
Einar Ágúst: „Já.“
Svali: „Og þjóðarleiðtogann
er hægt að skjóta bara í gegn-
um rúðuna.“
Einar Ágúst: „Já, pældu
í...“
Svali: „Bara hugmynd, bara
hugmynd.“
Einar Ágúst: „Suss.“
Samtal útvarps-
manna á FM 95,7
„Bara
hugmynd,
bara hug-
mynd“
UM 200 Íslendingar taka þátt í próf-
unum á lyfinu DG-031 í sumar sem
Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur nú
farið af stað með til að meta áhrif
þess á erfðaþætti sem tengjast auk-
inni hættu á hjartaáfalli. Þátttakend-
ur eru þegar farnir að taka inn lyfið
eða lyfleysu til samanburðarprófs.
Frá þessu er greint í nýjasta hefti
Velferðar, málgagni og fréttabréfi
Landssamtaka hjartasjúklinga.
DG-031 var þróað af þýska lyfjafyr-
irtækinu Bayer til að meðhöndla
astma en í prófunum ÍE munu ís-
lensku sjúklingarnir taka lyfið í
nokkrar vikur og verða áhrif þess á
bólguþætti sem tengjast hjartaáföll-
um borin saman við lyfleysu.
Einstaklingarnir sem boðið hefur
verið að taka þátt í rannsókninni
hafa þegar fengið hjartaáfall eða
kransæðastíflu og benda rannsóknir
ÍE til að þeir hafi erft aukna áhættu.
Ásgeir Árnason, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka hjartasjúkl-
inga, er einn þeirra sem taka þátt í
prófuninni. Spurður um væntingar
manna til lyfsins segir Ásgeir að
menn séu mjög bjartsýnir á að með
lyfinu megi koma a.m.k. aðstandend-
um sjúklinganna til góða. „Það
gagnast mér ekki en það gæti
ábyggilega gagnast afkomendum
mínum og kemur til með að nýtast
þeim. Menn voru mjög viljugir að
taka þátt í prófununum og horfa allir
á þetta þeim augum að þetta komi
barnabörnunum til góða. Þetta er
merkileg rannsókn og það hafa verið
hérna erlendir blaðamenn.“
Um 200 Íslending-
ar prófa hjartalyf