Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NETABÁTUR SÖKK Tveimur mönnum af netabátnum Sigurbjörgu KE 16 var bjargað um borð í handfærabátinn Mumma GK 121 skammt vestur af Reykjanestá á áttunda tímanum í gærkvöld. Áhöfn- ina sakaði ekki. Slasaðir hnefaleikamenn Íslenzk rannsókn á áverkum hnefaleikamanna sýnir að frá upp- hafi árs 2001 til ársloka 2003 komu 33 einstaklingar á slysa- og bráða- deild í Fossvogi með áverka eftir hnefaleikaiðkun eða 11 á ári. Einkasjúkratryggingar Vátryggingafélag Íslands (VÍS) stefnir að því að bjóða á hausti kom- anda sjúkratryggingar sem fela í sér tryggingavernd og umönnunarþjón- ustu fyrir þá sem verða fyrir því að greinast með alvarlega lífshættulega sjúkdóma. Hefur tryggingataki þá aðgang að beztu sjúkrahúsunum í Bandaríkjunum. Konunglegt brúðkaup Mikið verður um dýrðir í Kaup- mannahöfn í dag er Friðrik krón- prins Danmerkur og hin ástralska heitmey hans Mary Donaldson ganga í það heilaga. Búizt er við að hundruð þúsunda manna muni hylla brúðhjónin á götum Hafnar. Indlandsstjórn fallin Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, gekk í gær á fund forseta Indlands, Abduls Kal- am, og baðst lausnar fyrir sig og rík- isstjórn sína í kjölfar þess að ljóst varð að BJP-flokkur hans, flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, hafði beð- ið ósigur í þingkosningum í landinu. Kongressflokkurinn, með Soniu Gandhi í broddi fylkingar, myndar næstu stjórn. Rumsfeld í Bagdad Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, fór óvænt til Bagdad í gær þar sem hann ræddi m.a. við bandaríska hermenn og heimsótti Abu Ghraib-fangelsið, sem var vettvangur misþyrminga banda- rískra hermanna á íröskum föngum. „Við munum komast í gegnum þetta,“ tjáði hann liðsmönnum hers- ins. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Úr verinu 12 Umræðan 36/39 Viðskipti 14/15 Minningar 40/44 Erlent 16/19 Bréf 48 Minn staður 20 Myndasögur 48 Höfuðborgin 21 Dagbók 50/51 Akureyri 22/23 Staksteinar 50 Suðurnes 23 Kirkjustarf 51 Austurland 24 Íþróttir 52/55 Landið 25 Leikhús 56 Daglegt líf 26/27 Fólk 57/61 Listir 28/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Þjónusta 35 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN  Svartagall Gabríelu Friðriksdóttur  Þórunn Sigurðardóttur um Listahátíð  Danshöfundurinn Irma Gunnarsdóttir  Quentin Tarantino og aðrar stjörnur í Cannes  Átta útskriftarnemendur úr Listaháskóla Íslands  Húsbúnaður eftir íslenska myndlistarmenn  Brúnkukrem og sólarpúður Sunnudagur 16.05.04 NÆRVERA STÓRU STJARNANNA SKIPTIR ÖLLU TIL AÐ KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í CANNES FÁI HEIMSATHYGLI SVARTAGALL GABRÍELU FRIÐRIKSDÓTTUR SAMÞYKKT var harðorð ályktun á sameiginlegum fundi aðildarfélaga BSRB, Bandalags háskólamanna (BHM) og Kennarasambands Ís- lands (KÍ) síðdegis í gær þar sem frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna var mótmælt. Kröfðust fundarmenn þess að fjármálaráðherra myndi draga frumvarpið til baka. Í ályktuninni segir að verði frum- varpið að lögum verði felld niður sú skylda forstöðumanna að áminna starfsmann með formlegum hætti áður en til uppsagnar úr starfi komi. Þar með geti „duttlungar“ stjórn- enda ráðið starfsörygginu. „Frumvarpið felur því í sér breyt- ingar á grundvallarréttindum ríkis- starfsmanna hvað varðar starfsör- yggi. Þessi breyting er í engu samræmi við nútímahugmyndir um samskipti vinnuveitenda og starfs- manna og lítt til þess fallin að bæta starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Þvert á móti er verið að hverfa aftur til forneskjulegra stjórnarhátta þar sem geðþótti og einhliða hagsmunir húsbænda réðu,“ segir í ályktuninni en fundarmenn bentu á að samtök opinberra starfsmanna hefðu ítrekað óskað eftir því að samráðsleiðin yrði farin svo breytingar á starfsmanna- lögunum yrðu unnar í sátt en fjár- málaráðherra hefði daufheyrst við þeim óskum. Forsendur samninga brostnar? „Með frumvarpi sínu ræðst fjár- málaráðherra á eigin starfsmenn á ómálefnalegan og ósanngjarnan hátt, torveldar með framgöngu sinni samskipti aðila og setur komandi kjarasamninga í uppnám,“ segir að endingu í ályktun fundar BSRB, BHM og KÍ. Samkvæmt vefsíðu BHM lýstu á fundinum margir for- ystumenn innan samtakanna þriggja furðu sinni á frumvarpinu. Varpað var fram spurningum sem lutu að því hvort með frumvarpinu væru brostnar forsendur flestra ráðning- arsamninga hjá ríkinu . Sameiginlegur fundur BSRB, BHM og KÍ gagnrýnir frumvarp um opinbera starfsmenn Morgunblaðið/ÞÖK Fundur aðildarfélaga opinberra starfsmanna var fjölmennur. Frumvarp verði dreg- ið til baka á Alþingi EFTIRFARANDI samtal fór nýlega fram milli tveggja dag- skrárgerðarmanna á útvarps- stöðinni FM 95,7, sem starf- rækt er af Norðurljósum. Einar Ágúst Víðisson var þá að ljúka sínum þætti og Sig- valdi Þórður Kaldalóns, sem kallar sig Svala, að taka við. Einar Ágúst biður Svala af- sökunar á að hafa farið yfir á útsendingartíma hans en sér hafi verið „skylt að fá að spila Bubba Morthens, hann er kóngurinn“. Um var að ræða lag sem Bubbi frumflutti dag- inn áður á mótmælafundi Norðurljósa vegna fjölmiðla- frumvarpsins. Segir Svali textann hafa verið mjög fynd- inn og Einar Ágúst tekur undir það. Síðan fara orða- skiptin fram svona: Svali: „En pælið í því, svona þið sem eruð kannski geðveik þarna úti og eruð í samfélag- inu.“ Einar Ágúst: „Þú ert geð- veikur.“ Svali: „Já, ég veit. Í Banka- strætinu þar sem Stjórnarráð- ið er að þar vísar bara glugg- inn hans Davíðs út á götu.“ Einar Ágúst: „Já.“ Svali: „Og þjóðarleiðtogann er hægt að skjóta bara í gegn- um rúðuna.“ Einar Ágúst: „Já, pældu í...“ Svali: „Bara hugmynd, bara hugmynd.“ Einar Ágúst: „Suss.“ Samtal útvarps- manna á FM 95,7 „Bara hugmynd, bara hug- mynd“ UM 200 Íslendingar taka þátt í próf- unum á lyfinu DG-031 í sumar sem Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur nú farið af stað með til að meta áhrif þess á erfðaþætti sem tengjast auk- inni hættu á hjartaáfalli. Þátttakend- ur eru þegar farnir að taka inn lyfið eða lyfleysu til samanburðarprófs. Frá þessu er greint í nýjasta hefti Velferðar, málgagni og fréttabréfi Landssamtaka hjartasjúklinga. DG-031 var þróað af þýska lyfjafyr- irtækinu Bayer til að meðhöndla astma en í prófunum ÍE munu ís- lensku sjúklingarnir taka lyfið í nokkrar vikur og verða áhrif þess á bólguþætti sem tengjast hjartaáföll- um borin saman við lyfleysu. Einstaklingarnir sem boðið hefur verið að taka þátt í rannsókninni hafa þegar fengið hjartaáfall eða kransæðastíflu og benda rannsóknir ÍE til að þeir hafi erft aukna áhættu. Ásgeir Árnason, framkvæmda- stjóri Landssamtaka hjartasjúkl- inga, er einn þeirra sem taka þátt í prófuninni. Spurður um væntingar manna til lyfsins segir Ásgeir að menn séu mjög bjartsýnir á að með lyfinu megi koma a.m.k. aðstandend- um sjúklinganna til góða. „Það gagnast mér ekki en það gæti ábyggilega gagnast afkomendum mínum og kemur til með að nýtast þeim. Menn voru mjög viljugir að taka þátt í prófununum og horfa allir á þetta þeim augum að þetta komi barnabörnunum til góða. Þetta er merkileg rannsókn og það hafa verið hérna erlendir blaðamenn.“ Um 200 Íslending- ar prófa hjartalyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.