Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 54
ÍÞRÓTTIR
54 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR ungir knattspyrnumenn frá Stoke City eru væntan-
legir í raðir Víkinga um næstu mánaðamót og verða að öllu
óbreyttu hjá liðinu út ágústmánuð. Þeir verða allir 18 ára á
þessu ári og heita Jermaine Palmer, Jay Denny og Richard
Keogh.
„Það er ekki búið að ganga formlega frá þessu en það er
nánast í höfn að þeir komi til okkar. Þessir strákar eiga all-
ir að auka breiddina í okkar hópi þótt þeir séu ungir að ár-
um,“ sagði Aðalsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar Víkings, við Morgunblaðið í gær.
Þremenningarnir leika allir með unglinga- og varaliðum
Stoke og þeir Palmer og Denny, sem er bandarískur
drengjalandsliðsmaður, hafa verið viðloðandi aðalliðshóp
Stoke í vetur. Palmer, sem er sóknarmaður, kom þrívegis
inn á sem varamaður hjá Stoke í 1. deildinni í vetur.
Denny er miðjumaður og Keogh er varnarmaður, en sá
síðastnefndi var valinn efnilegasti leikmaðurinn í unglinga-
liðum Stoke á síðasta ári. Þeir Palmer, Denny og Keogh
ættu að vera tilbúnir í slaginn með Víkingum þegar þeir
mæta FH í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar þann 1. júní.
Þrír Stoke-strákar
í raðir Víkinga
HANDKNATTLEIKUR
Haukar - Valur 33:31
Ásvellir, Hafnarfirði, þriðji úrslitaleikur
karla, fimmtudaginn 13. maí 2004.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 4:4, 6:4, 6:7, 10:11,
14:11, 16:15, 16:16, 18:19, 21:21, 25:21,
28:23, 32:26, 33:31.
Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 9,
Halldór Ingólfsson 7/3, Þorkell Magnússon
5, Vignir Svavarsson 4, Þórir Ólafsson 3,
Andrei Stefan 3, Robertas Pauzuolis 1,
Alikasandr Shamkuts 1.
Utan vallar: 6 mínútur (Vignir Svarsson
rautt spjald vegna þriggja brottvísana).
Mörk Vals: Markús M. Michaelsson 11,
Heimir Ö. Árnason 7, Baldvin Þorsteinsson
5/3, Bjarki Sigurðsson 2, Hjalti Gylfason 2,
Brendan Þorvaldsson 1, Sigurður Eggerts-
son 1, Freyr Brynjarsson 1, Hjalti Þór
Pálmason 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur
Örn Haraldsson, stóðu vel fyrir sínu.
Áhorfendur: Um 1.600.
Haukar Íslandsmeistarar, sigruðu, 3:0.
Þannig vörðu þeir:
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum 18/2
(þar af fimm til mótherja), 9 (4)langskot, 3
(1) af línu, 4 úr horni, 2 víti.
Pálmar Pétursson, Val 10 (þar af 3 til mót-
herja), 5 langskot, 2 (1) gegnumbrot, 1 (1)
af línu, 1 (1) úr horni.
Örvar Rúdólfsson, Val 6 (þar af 1 til mót-
herja), 1 langskot, 1 gegnumbrot, 1 úr
hraðaupphlaupi, 3 (1) af línu.
Roland Eradze Val 1 1 víti.
KNATTSPYRNA
Danmörk
København – Bröndby..............................1:0
AB – OB .....................................................0:3
Frem – Viborg ...........................................3:1
Herfølge – Esbjerg ...................................3:1
Midtjylland – AGF....................................5:2
Nordsjælland – AaB .................................0:0
Staðan:
København 30 18 7 5 49:24 61
Esbjerg 30 17 8 5 64:37 59
Bröndby 30 17 7 6 48:26 58
AaB 30 15 8 7 47:38 53
OB 30 15 6 9 60:45 51
Midtjylland 30 13 6 11 61:46 45
Viborg 30 10 8 12 43:40 38
AGF 30 10 3 17 43:63 33
Herfølge 30 8 6 16 31:45 30
Nordsjælland 30 7 9 14 31:53 30
Frem 30 7 4 19 37:56 25
AB 30 6 2 22 26:67 20
Svíþjóð
Helsingborg - Örgryte..............................3:0
Gautaborg - Sundsvall ..............................0:1
Trelleborg - Örebro...................................1:2
AIK - Hammarby ......................................0:1
Staðan:
Halmstad 7 6 1 0 19:8 19
Hammarby 7 4 2 1 6:3 14
Kalmar 7 4 1 2 11:8 13
Malmö 7 3 3 1 13:5 12
Gautaborg 7 3 2 2 7:4 11
Trelleborg 7 2 3 2 7:7 9
Djurgården 7 2 3 2 9:10 9
Landskrona 7 2 2 3 9:10 8
Örgryte 7 1 4 2 7:10 7
Örebro 7 2 1 4 10:17 7
Helsingborg 7 1 3 3 10:10 6
Sundsvall 7 1 3 3 4:7 6
AIK 7 1 3 3 3:7 6
Elfsborg 7 0 3 4 3:12 3
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Austurdeild, undanúrslit:
Miami - Indiana .................................. 100:88
Staðan er 2:2.
Vesturdeild, undanúrslit:
Sacramento - Minnesota...................... 87:81
Staðan er 2:2.
ÚRSLIT
Við ætluðum að vinna okkar vinnuog spila okkar vörn. Hún var
samt ekki að ganga neitt vel fyrri
hlutann af leiknum
en ég vissi að vörnin
hrykki í gang og
markmaðurinn fyrir
aftan hana – það var
bara spurning um hvenær það myndi
gerast. Það var því þannig að ég var
rólegastur í þessum leik af öllum
leikjunum því ég vissi að vörnin færi
í gang. Þó að við hefðum tvo leiki upp
á að hlaupa þýðir ekkert að hugsa
um svoleiðis. Það var að nógu að
keppa og við til dæmis aldrei unnið
bikarinn hérna heima og mótið aldr-
ei unnist á þremur sigrum í röð. Ég
átti samt alveg eins von á að vinna
leikina því eftir sigur í fyrsta leikn-
um var allt mögulegt.“
Haukar höfðu í nógu að snúast í
vetur, sérstaklega fyrri hlutann þeg-
ar þeim gekk vel í Evrópukeppninni.
Páll sagði bæði ókosti og kosti við
það. „Fyrir áramót vorum við að
spila tíu erfiða Evrópuleiki til við-
bótar við mótið enda var þá allur
gangur á gengi liðsins en það skilaði
sér seinna í vetur því allur undirbún-
ingurinn fyrir fyrri hlutann skilaði
sínu. Svo þegar kemur að úrslita-
leikjum við KA og Val höfum við
reynsluna fram yfir þau lið en við er-
um auk þess með sterkara lið og bet-
ur búnir undir svona leik en þau lið,“
sagði Páll en hann tók við liðinu í vet-
ur af Viggó Sigurðssyni. „Það var
ekki erfitt að taka við. Ég ræddi við
strákana og við fórum yfir hlutina,
settum okkur markmið en þau voru
alltaf skýr – að vinna alla titla sem í
boði voru og það gerðum við.“
Spiluðum eins og englar
„Við vorum að spila eins og englar
og þeir áttu ekkert svar við því,“
sagði Halldór Ingólfsson fyrirliði
Hauka. „Valsmenn ætluðu sér ekk-
ert að gefa leikinn, það var vitað mál
enda börðust þeir af krafti svo það
tók okkur smá tíma að komast vel
inn í leikinn en einhvern tímann urðu
þeir að brotna. Það gerðist þegar leið
á seinni hálfleikinn og við erum mjög
duglegir að refsa liðum sem spila illa,
svo að um leið og leikur Vals dalaði
kom bylgjan á þá.“
Halldór var sérstaklega sáttur við
að vinna að Ásvöllum. „Þetta var
stórkostlegt og frábært að vinna
loksins stóran bikar hér. Það er svo
aukalega mjög gaman að vinna með
þremur sigrum í röð því ég bjóst við
hörkurimmu með fimm leikjum.
Þetta var þungt hjá okkur fyrir ára-
mót og erfið dagskrá en svo kom
léttara yfirbragð eftir áramót með
færri leikjum svo að menn gátu kom-
ið í mótið af fullum krafti. Það var því
góð stemmning í liðinu þegar út í al-
vöruna var komið,“ sagði Halldór.
Pauzuolis á förum
„Ég átti von á erfiðum leik en
þetta kom hjá okkur í seinni hálfleik
og það er frábært að kveðja með
svona leik,“ sagði Robertas Pauzuol-
is stórskytta Hauka, sem hyggst
leggja land undir fót. „Ég held að
þetta sé minn síðasti leikur fyrir
Hauka í bili því ég ætla að reyna
komast til Evrópu en auðvitað reyni
ég að koma aftur.“
Sætur sigur á Ásvöllum
„Ég er alveg í skýjunum og það
getur varla verið betra en vinna hér
að Ásvöllum fyrir troðfullu húsi af
Haukamönnum,“ sagði Ásgeir Örn
Hallgrímsson, sem fór á kostum og
Valsmenn áttu ekkert svar við yfir-
veguðum þrumuskotum hans. „Við
ætluðum bara að spila að okkar
hætti og ekkert að vera spá of mikið í
hvað Valsmenn ætluðu að gera því ef
við náum að spila okkar leik þá
vinnum við. Við vorum fullrólegir í
byrjun og ekki nógu tilbúnir í leikinn
en í seinni hálfleik kom þetta hjá
okkur, hraðaupphlaupin fóru að
ganga upp, markvörðurinn fór að
verja og þá stoppar okkur ekkert.
Ég var sjálfur líklega of rólegur til
að byrja með, var of mikið að passa
mig á að vera ekki of spenntur og var
þó of rólegur en þetta hafðist sem
betur fer,“ bætti garpurinn við.
Hann sagðist ekki viss um hvernig
úrslitin myndu þróast. „Við stefnd-
um auðvitað að svona úrslitum en
áttum ekkert sérlega von á þeim. Við
erum með þétt lið og höfum stillt
okkur vel saman svo að Valur átti
aldrei möguleika,“ sagði Ásgeir Örn
Hallgrímsson.
#
0
1& !122312
! #4
4
, -.,/ 5
%'
6
6
)
%7
)
)
'
(
6
, -.,/ 5
1
8'
9
7
/ 3
+ 3
:
'
6
!1
Páll Ólafsson, þjálfari meistaraliðs Hauka
Vissi að vörnin
hrykki í gang
„VIÐ lögðum einfaldlega bara upp með að vinna leikinn,“ sagði Páll
Ólafsson, þjálfari Hauka, eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn
að Ásvöllum, en Haukar hafa orðið fjórum sinnum Íslandsmeistarar
á síðustu fimm árum – einu sinni undir stjórn Guðmundar Karls-
sonar, 2000, þá tvisvar undir stjórn Viggós Sigurðssonar, 2001 og
2003, og nú undir stjórn Páls, 2004.
Eftir
Stefán
Stefánsson
Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, lyftir bik-
arnum á loft, annað árið í röð.
Birkir Ívar Guðmundsson og Halldór Ingólfs-
son með sigurbros á vör.
„VIÐ þurftum bara að játa okkur sigraða gegn betra liði og það var leið-
inlegt að ná ekki að vakna fyrr en í þriðja leiknum,“ sagði Heimir Örn
Árnason leikstjórnandi Vals, við Morgunblaðið. „Við misstum þá enn og
aftur framúr okkur í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað veldur. Kannski
eru þeir bara í betra formi en við og það má vera að leikirnir við ÍR hafi
setið svona í okkur. Þetta er hins vegar engin afsökun. Haukarnir voru
betri og verðskulda titilinn. Ég vil meina að þátttaka Haukanna í Meist-
aradeildinni hafi gert gæfumuninn. Það var mikil reynsla fyrir þá að vera
þar og það kom þeim til tekna. Ásgeir Örn og Birkir Ívar voru magnaðir á
móti okkur og ég hef aldrei séð Ásgeir svona góðan eins og í leikjunum
þremur. Ég er aldrei ánægður að fá silfur en við mætum reynslunni ríkari
á næsta ári og vonandi betri,“ sagði Heimir Örn.
Haukarnir voru betri
„HVAÐ getur maður sagt, þetta
er alveg magnað,“ sagði Birkir
Ívar Guðmundsson, markvörð-
ur Hauka, þegar meistaratitlinn
var í höfn. Hann fór ekki í gang
fyrr en í seinni hálfleik en þá
skipti líka frammistaða hans
sköpum. „Ég veit ekki alveg af
hverju við fórum ekki alveg
strax í gang. Menn voru jafnvel
of spenntir og ekki alveg nógu
einbeittir auk þess sem hreyfan-
leikinn í vörninni var ekki nógu
góður. Sjálfur var ég ekki nógu góður í
fyrri hálfleik en sagði við sjálfan mig í hálf-
leik að nú skyldi ég róa mig niður, einbeita
mér betur að boltanum og það gerði ég. Ég
veit ekki hvað gerðist eftir hlé – veit bara að
það er ekkert grín að lenda á móti Haukum
á svona flugi. Valur er næstbesta liðið á
landinu og það fer örugglega þrjú
núll í úrslitaleikjunum. Það er samt
með fullri virðingu fyrir Val, sem
er frábært lið með góða ein-
staklinga en þeir áttu aldrei mögu-
leika,“ bætti markvörðurinn snjalli
við. Hann átti ekki von á slíkri
framvindu í úrslitaleikjunum en
sagði liðið eiga nóg inni þegar á
reyndi. „Við stimplum okkur inn í
sögubækurnar og það er ekki hægt
að toppa að vinna þrjá úrslitaleiki í
röð. Ég átti ekki von á að svona
færi þegar úrslitakeppnin hófst. Við spil-
uðum tvo leiki við Val í deildinni og báðir
enduðu með jafntefli eftir hörkuleik en við
settum nú einfaldlega í næsta gír fyrir ofan.
Þá sást vel að einurðin og samstaðan í hópn-
um er engu lík – auk þess sem áhorfendur
eru frábærir.“
Ekkert grín að lenda gegn
Haukum á svona flugi
Birkir Ívar
Guðmundsson