Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP til laga um olíugjald og kílómetragjald, sem færa mun gjald- heimtu á þungaskatti inn í verð dísil- olíu, mun leiða til verðhækkana á þjónustu til neytenda, að mati hóps samtaka í atvinnulífinu. Frumvarpinu var mótmælt í gær á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, Samtök verslun- ar og þjónustu og Landssamband vörubifreiðastjóra boðuðu til. Segj- ast talsmenn þessara samtaka óttast að frumvarpið verði þvingað í gegn- um Alþingi fyrir sumarið, og segja það engan veginn hafa fengið faglega meðferð í efnahags- og viðskipta- nefnd. „Við vitum ekki hver er að biðja um þetta [frumvarp], það vill enginn kannast við að vilja þessar breyting- ar,“ segir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og segir hann að hagsmunaaðilar hafi ekki fengið næg tækifæri til að skýra sjónarmið sín fyrir efnahags- og við- skiptanefnd. „Okkar niðurstaða, eftir að hafa skoðað málið, er að hér sé um að ræða verulega aukningu á skatt- heimtu.“ Frumvarpið meingallað Sveinn segir einhug innan þessa hóps samtaka um að frumvarpið sé meingallað, sér í lagi vegna þess að í því felist tvöfalt skattkerfi á flesta bíla sem eru þyngri en 10 tonn. Ef frumvarpið verður að lögum verða þessir bílar bæði með ákveðið kíló- metragjald, eða þungaskatt, og skattskylda olíu. Skattheimta af dísilbílum verður verulega mikið hærri ef frumvarpið verður að lögum, og algeng hækkun er á bilinu 20–40%. Nokkur dæmi eru um minni hækkun, fyrir léttari bíla og bíla með tengivagna, segir Sveinn. Hann tekur fram að samtökin virði þá viðleitni stjórnvalda að lækka kostnað við að aka á litlum dísilfólks- bílum, en segir að vel megi gera það án þess að taka upp tvöfalt skattkerfi fyrir atvinnubíla. Sveinn segir að tillaga þessa hóps samtaka liggi fyrir, og hafi verið kynnt efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Ef menn vilja fara í tvöfalt skattkerfi viljum við að minni bílarn- ir verði með olíugjald. Það væri al- gerlega sambærilegt við bensíngjald- ið sem allir þekkja, og lítraverðið væri í samræmi við bensínverð. Hinir bílarnir, og þarna eru dregin mörkin við 10 tonn, […] við viljum að þessir stærri bílar verði í óbreyttu kerfi, það er að segja í kílómetragjaldi eða þungaskattskerfi,“ segir Sveinn. Litun ekki möguleg 1. janúar Hörður Gunnarsson, forstjóri Ol- íudreifingar, segir að engin leið sé að félagið verði tilbúið til að hefja litun á olíu 1. janúar nk., en þá er gert ráð fyrir að lögin taki gildi. Hann segir reglugerð um hvernig standa skuli að lituninni ekki tilbúna, og segir geta tekið tíma að ákveða verklag, koma sér upp dýrum tækjabúnaði og þjálfa starfsfólk. Kostnaður þjóðfélagsins af því að setja á litunarkerfi á olíu er um 220– 230 milljónir króna á ári, og segir Hörður það frekar vanreiknað en of- reiknað. Hann spáir auknum kostn- aði við dreifingu frá því sem nú er, og segir það koma fram í verði olíu, og verði kostnaðaraukningin þar um 1,40 kr. af hverjum seldum lítra. Hörður bendir ennfremur á að undanskot muni aukast verulega, lítil brögð séu af því að skotið sé undan í þungaskattskerfinu, en reynslan af t.d. hinum Norðurlöndunum sýni veruleg undanskot á olíugjaldi. Um 10.000 aðilar muni hafa aðgang að lit- aðri olíu hér á landi, og eina leiðin til að koma í veg fyrir undanskot sé virkt eftirlit. Þá segir Hörður að þurfi að stöðva bíla, taka sýni af olíu- nni og rannsaka, og það kosti eflaust talsverða fjármuni. Setur hundruð á hausinn Knútur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands vöru- bifreiðastjóra, segir sambandið telja að hluti frumvarpsins brjóti gegn samkeppnislögum og jafnræðis- reglum, og segir hann að Landssam- bandið muni kæra lagasetninguna til Samkeppnisstofnunar og fara í mála- ferli verði frumvarpið að lögum. Frumvarpið þýðir verulegan kostnað umfram það sem nú er greitt í þungaskatt fyrir félagsmenn í Landssambandinu, og metur Knútur kostnaðaraukann á bilinu 10–50%. Auk þess segir hann að ákveðnar teg- undir bíla verði verðlausar vegna breyttra forsendna. „Það eitt og sér setur örugglega nokkur hundruð manna á hausinn.“ Samtök í atvinnulífinu mótmæla frumvarpi um olíugjald Leiðir af sér verð- hækkanir til neytenda Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mikill kostnaður mun leggjast á stóra dísilbíla verði frumvarpið að lögum. GLÆNÝJAR paprikur í gróð- urhúsi hjá Jörfa á Flúðum um- luktu Anítu Daðadóttur sem var í heimsókn hjá ömmu sinni og afa. Paprikurunnarnir gnæfðu hátt yf- ir höfuð Anítu og henni þótti viss- ara að halda sér í eitt laufblað- anna. Safaríkar paprikurnar uxu henni þó ekki í augum en hún fékk að bragða á paprikum í öll- um regnbogans litum að lokinni gönguferð um gróðurhúsið. Morgunblaðið/Ásdís Paprikur allt um kring FÁTÆKT er mikil í Reykjavík. Þetta segir skólahjúkrunarfræð- ingur við einn af skólum borgar- innar sem rætt er við í nýjasta tölu- blaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga, sem var á miðvikudag, 12. maí, var að þessu sinni tileinkaður barátt- unni gegn fátækt í heiminum. Í grein Valgerðar K. Jónsdóttur sem birt er í tímaritinu er rætt við Sigrúnu Björnsdóttur sem starfar sem skólahjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Þar segir Sigrún m.a. að fyrir henni hafi opnast nýr heimur er hún hóf störf í skólanum fyrir tæpum tveimur árum. „Það er mjög mikil fátækt hjá sumum þeirra barna sem hjá okkur eru,“ segir Sigrún í viðtalinu. Sum börn hafa ekki efni á að borða Sigrún segir Félagsþjónustuna koma oft og ræða við foreldra barna í skólanum því þeir hafi greinilega ekki nóg til hnífs og skeiðar. Í skólanum sem Sigrún starfar við er boðið upp á skóla- máltíðir en hún segir sum börnin ekki hafa efni á að borða og þurfi að horfa á félagana í matartímum, kannski með lélegt eða ekkert nesti sjálfir. „Það er mjög mikil fá- tækt í Reykjavík,“ segir Sigrún í viðtalinu. Hún bendir á að eftir að ÍTR tók við rekstri gæslu eftir skólatíma þurfi öll börn að greiða fullt gjald fyrir gæsluna. Það hafi í för með sér að sumir foreldrar hafi ekki efni á að greiða gjaldið, þá fari börnin ein heim og það hafi oft al- varleg áhrif á andlega heilsu þeirra. Kennarar útvega oft skjólfatnað „Hún segir börnin einnig illa klædd, þau eigi sum hver ekki skjólfatnað og kennarar og starfs- fólk komi oft með föt með sér sem börn þeirra eru vaxin upp úr til að bæta úr mesta skortinum,“ er haft eftir Sigrúnu. Þá segir að foreldr- arnir, sem séu oft á tíðum láglauna- fólk, búi þar að auki í lélegu hús- næði. Skortur á öllum sviðum setji mark sitt á börnin til frambúðar. Mikil fátækt í Reykjavík Skólahjúkrunarfræðingur segir mörg börn líða skort ÞOTA bandaríska flugfélagsins Am- erican Airlines varð að lenda á Kefla- víkurflugvelli í gær vegna bilunar í hreyfli. Þotan sem er af gerðinni Boeing-777 var stödd 400 sjómílur suður af landinu á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna er slökkva varð á öðrum hreyfli hennar. Um borð var 221 maður, farþegar og áhöfn. Flugstjóri þotunnar hafði sam- band við flugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli upp úr klukkan 13 og bað um að fá að snúa til Kefla- víkur vegna bilunarinnar. Áætlaði hann lendingu klukkan 13:45 en var einni mínútu fyrr á ferðinni. Þotan var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Dallas í Texasríki í Bandaríkjunum er flugmenn hennar urðu að slökkva á hreyflinum. Flugstjórinn lýsti ekki yfir neyð- arástandi enda ekki talin hætta á ferðum en Almannavarnir höfðu nokkurn viðbúnað. Önnur þota frá American Airlines kom frá Lundún- um á sjöunda tímanum í gær og sótti farþegana. Gert var ráð fyrir að bil- aða vélin yrði lagfærð í Keflavík. Lenti í Keflavík með bilaðan hreyfil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.