Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VETURINN 1996 tók ég þá ákvörðun að styðja Ólaf Ragnar Grímsson til framboðs í embætti forseta Íslands. Ég ásamt fleiru góðu fólki skipulagði baráttuna á Austur- landi og rak síðan kosningaskrifstofu fyrir framboðið á Eskifirði. Yfirstjórn kosningabaráttunnar var í Reykjavík undir stjórn Sigurðar G. Guðjónssonar, núver- andi forstjóra Norð- urljósa hf. Margt undarlegt hefur verið að reka á fjörur varð- andi framboð Ólafs frá þessum tíma, nú á síðustu mánuðum. Það ótrúlegasta er þó líklega upp- ljóstrun Einars Karls Haralds- sonar í greinaflokki Árna Þór- arinssonar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins að framboð Ólafs hafi verið hugsað sem æfing fyrir stofnun stórs vinstri flokks. Á úthallandi vetri var mér boðið að rita nafn mitt á meðmælenda- lista Ólafs Ragnars vegna kom- andi forsetakosninga, eftir að hafa skrifað nafn mitt spurði ég út í undir- búning framboðsins og var þá sagt að því stjórnaði sem fyrr nú- verandi forstjóri Norðurljósa hf., Sig- urður G. Guðjónsson. Þegar ég lýsti óánægju minni með þessi nánu tengsl for- setans við Baugs- veldið uppskar ég dómadagslestur um illsku forsætisráð- herra, dómsmála- ráðherra, ríkis- saksóknara, ríkislögreglustjóra og fleiri meintra óvina Baugsauð- hringsins. Eftir að hafa setið und- ir þessari framboðsræðu strikaði ég nafn mitt út af listanum. Þetta atvik hafði vikið úr huga mínum fyrir mikilvægari hlutum þegar ég heyrði í fréttamiðlum sagt frá frétt í DV um að forseti Íslands íhugaði að neita að stað- festa lagasetningu vegna marg- umrædds „fjölmiðlafrumvarps“, skyndileg breyting forsetans á ferðaáætlun sinni og heimkoma staðfestir að DV hefur haft „traustar“ heimildir fyrir frétt sinni. Þessar athafnir forsetans eru augljóslega til þess ætlaðar að hafa áhrif á þá umræðu sem fram fer á Alþingi og í fjölmiðlum þessa dagana. Tæpast hefur hann verið að koma heim til að reka úr túninu á Bessastöðum. Mér er brugðið, ég hefði látið segja mér það þrem sinnum að forseti Ís- lands léti nota embætti sitt með þessum hætti. Ég tel að forseti Ís- lands hafi enga heimild til slíkra athafna og hafi aldrei verið kosinn í þetta virðulega embætti á þeim forsendum. Alþingi á að hafa frið fyrir forseta Íslands við setningu laga. Líki okkur ekki lögin skipt- um við um þingmenn í næstu kosningum. Þannig virkar lýðræð- ið, það er sama hvað minnihluti á Alþingi talar lengi og hversu mikil stóryrði hann hefur uppi. Valda- hlutföllin eru dómur kjósenda, honum verður ekki áfrýjað til ann- arra en kjósenda í næstu alþing- iskosningum. Í lokin langar mig til að þeir virtu lögskýrendur sem farið hafa með himinskautum síðustu dagana í túlkun laga svari mér um það álitamál hvort forseti Íslands geti verið vanhæfur til að neita að staðfesta fjölmiðlafrumvarpið. Ég hef séð haft eftir Sigurði Líndal og Ragnari Aðalsteinssyni og vafalaust fleiri vitrum mönnum að þessi lagasetning sé sértæk og beinist að einu tilteknu fyrirtæki, Norðurljósum hf. Þar sem svo háttar til að forstjóri Norðurljósa hf., Sigurður G. Guðjónsson, er fyrrverandi og núverandi stjórn- andi og fjármálastjóri kosninga- baráttu Ólafs Ragnars Grímssonar þá vaknar sú spurning hvort hags- munatengsl Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Sigurðar G. Guðjóns- sonar geri forseta Íslands ekki vanhæfan til að skipta sér af um- ræddu fjölmiðlafrumvarpi. Forseti í boði … Hrafnkell A. Jónsson fjallar um framboð Ólafs og fjölmiðlafrumvarpið ’Ég tel að forseti Ís-lands hafi enga heimild til slíkra athafna og hafi aldrei verið kosinn í þetta virðulega embætti á þeim forsendum.‘ Hrafnkell A. Jónsson Höfundur er héraðsbókavörður á Egilsstöðum. ÞAÐ er sjálfsagt að setja rammalöggjöf um fjölmiðla. Til hennar þarf að vanda og taka til þess allan þann tíma sem þarf. Slík löggjöf þarf líka að taka yfir allan fjölmiðlamarkaðinn, þar með talda ríkisfjölmiðlana. Svo vill til að núverandi stjórn- arandstaða vakti máls á þessu á sínum tíma en núverandi stjórn- arflokkar, sem þá töldu ástandið á þessum markaði sér í hag, töldu löggjöf óþarfa, markaður- inn sæi um að halda þessum mál- um í viðunanlegu jafnvægi. Nú vitna þeir í hinar gömlu ræður stjórnarandstæðinga með mikilli velþóknun. En er lagasetning svo brýn að þurfi að keyra málið í gegn með offorsi og afbrigðum frá allri eðlilegri málsmeðferð? Er að skapast hér Berlusconi-ástand eins og framsóknarmaðurinn Hjálmar Árnason lætur að liggja í ræðu í gær? Jafnvel að aðeins hafi munað hársbreidd að valda- rán yrði framið, eins og nánir samstarfsmenn forsætisráðherra, hafa látið að liggja. Slíkur mál- flutningur heitir á máli sálfræð- innar paranoia, ofsóknaræði, og er ekki góður grundvöllur að var- anlegri löggjöf á þessu sviði. Svo vill til að Morgunblaðið birti nýlega forskrift að því hvernig skynsamir og yfirvegaðir menn standa að slíkri löggjöf. Norðmenn hafa lengi haft áhyggjur af samþjöppun eignar- halds í sterkar fjölmiðlablokkir. Þeir settu um það löggjöf 1998, en finnst hún nú ónóg. Þá er sett af stað samráðsferli, sem ætlaður er rúmur tími, eitt til tvö ár, þingnefnd kallar fyrir sig alla þá sem málið varðar beint, og ferðast síðan um landið og reynir að draga fjölmiðlaneytendur inn í ferlið. Síðan á að freista þess að setja löggjöf með víðtækri sátt. Aðferð Davíðs er hins vegar sú að beinlínis efna til illinda. Það er eins og honum finnist brýnast að alþjóð sjái að hann er beint og eingöngu að hirta bónusfeðga og væri það í samræmi við kenn- ingar Machiavellis um ógn valds- ins: Hrammur þess verður að vera öllum sýnilegur öðrum til viðvörunar, og deila út umbun og refsingum eftir verðleikum þegn- anna. Þess vegna undrast hann að starfsfólk þessara fjölmiðla skuli allt skrifa einum penna og bregða skildi fyrir húsbónda sinn og telur hann það einmitt enn frekari sönnur fyrir nauðsyn þess að taka aðeins einn anga fjölmiðlamarkaðarins útúr og setja honum rammar skorður um eignarhald. Ekki skal hins vegar hrófla við húsbóndavaldinu og freista þess að tryggja að rit- stjórnarvald sé í höndum starfs- manna. Ríkisútvarpið er markaðsráð- andi afl á loftmiðlamarkaðinum. Það ræður þar auglýsingaverði, en þarf ekki að haga dagskrá sinni undir þrýstingi frá áhorf- endum eins og Stöð tvö. Hverjir fara með húsbóndavald í RÚV? Mundi einhver einkastöð kaupa í tugatali þætti eftir Hannes Hólmstein með viðtölum við gegna borgara sem oftast enda á einn veg: „Og hvað segir þú svo um Davíð Oddsson?“ Mundi einkastöð ráða alkunnan áróðurs- meistara, þann sama Hannes Hólmstein, til að endurskapa sögu 20. aldarinnar í máli og myndum, þannig að hún stefndi að þeim hátindi sköpunarverks- ins, þegar Davíð komst til valda og hófst handa við það einn vald- hafa heimsins, að minnka vald sitt og dreifa því út til fólksins? Mundi einkastöð, sem ætti líf sitt undir áskrifendum, bjóða ítrekað upp á það á stórhátíðum, að flutt sé verk eftir handriti forsætis- ráðherrans í búningi Hrafns Gunnlaugssonar? Það er öllum ljóst að þræðir liggja út úr útvarpinu um dag- skrárvald og mannaráðningar og að húsbóndavaldið liggur í raun annars staðar en í til þess kjörn- um stofnunum. Sé Berlusconi- ástand hér yfirvofandi er öllu lík- legra að það komi ofanfrá: Hús- bóndavaldið að baki ríkis- útvarpinu seilist til ítaka í fjölmiðlum í einkaeigu. Það stríð- ir því gegn allri skynsemi og sanngirni að setja löggjöf um fjölmiðla án þess að staða ríkis- fjölmiðlanna og dagleg misnotk- un þeirra sé svo mikið sem rædd. Húsbóndavald Höfundur er blaðamaður. Ólafur Hannibalsson AÐ undanförnu hefur farið fram mikil umræða um valdsvið forseta Ís- lands, einkum málskotsréttinn. Þá umræðu má rekja, að ég hygg, til for- setakosninganna 1952 er Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram, en hann var þá þingmaður Al- þýðuflokksins. Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, gátu ekki hugsað sér Ásgeir sem forseta og komu sér saman um séra Bjarna Jónsson dómprófast sem fram- bjóðanda sinn. Stuðn- ingsmenn Ásgeirs urðu að sannfæra kjósendur um að kjör forseta væri stjórnmálaflokkunum óviðkomandi. Þess vegna héldu þeir því fram að forseti lýðveld- isins hefði ekkert póli- tískt vald og fengu kunnan lögfræðing til liðs við sig. Steingrímur Stein- þórsson, sem þá var forsætisráð- herra, flutti ræðu í útvarpi fyrir for- setakosningarnar þar sem hann gerði grein fyrir sjónarmiðum stjórn- arinnar. Hann lagði áherslu á að for- setaembættið væri pólitískt og nefndi þátt forseta í stjórnarmyndunum. Það væri hápólitískt hvernig því valdi væri beitt. Máli sínu til stuðnings nefnir hann dæmi úr forsetatíð Sveins Björnssonar. Athyglisverð er umfjöllun for- sætisráðherra um málskotsréttinn en í 26. gr. stjórnarskrárinnar stendur: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þá engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkt er synjað, en annars halda þau gildi sínu.“ Um þessa lagagrein kemst for- sætisráðherra svo að orði: „Með þessu ákvæði er pólitískt áhugasöm- um forseta fenginn möguleiki til að stofna fyrir sína hönd eða t.d. þingminnihluta, sem hann á samstöðu með, til mikilla átaka við hinn kjörna þingmeirihluta og knýja þjóðina til kosninga um það mál, sem um er að ræða, en þar með gerir forsetinn sig í raun og veru að pólitískum foringja, þegar svo stendur á.“ Það var enginn vafi í huga forsætisráðherra árið 1952 að forseti lýð- veldisins hefur þetta vald samkvæmt stjórnarskránni. Jafn- framt er ljóst af orðum hans að hann kærir sig ekki um forseta sem er lík- legur til að beita því valdi. Einmitt þess vegna völdu stjórnarflokkarnir eldri mann sem forsetaframbjóð- anda, mann sem var óumdeildur, hafði unnið mikilvægt starf utan stjórnmálabaráttunnar og var því ekki líklegur til að stofna til átaka um löggjöf. Þá, eins og nú, var það ríkis- stjórnin sem vildi eiga síðasta orðið. Vald forseta Íslands Gerður Steinþórsdóttir skrifar um forsetaembættið Gerður Steinþórsdóttir ’Þá, eins og nú,var það ríkis- stjórnin sem vildi eiga síðasta orðið.‘ Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Sumarbrids hefst á mánudaginn Mánudaginn 17. maí nk. hefst sumarbrids. Spilað verður fimm kvöld í viku, mánudaga til föstudaga, í allt sumar. Spilastaður er húsnæði BSÍ, Síðumúla 37 og eru allir vel- komnir, tekið verður vel á móti spil- urum. Á dagskrá verða ávallt eins kvölds keppnir og hefst spila- mennskan klukkan 19:00. Keppnisformið er í smíðum, en verður þó að öllum líkindum fjöl- breyttara en oft áður. Hin lands- fræga Miðnætursveitakeppni verður í boði á föstudögum og þegar frí er næsta dag. Efnt verður til skemmti- legra leikja og óvæntar uppákomur munu líta dagsins ljós. Umsjón hefur Matthías Þorvaldsson, en hann hef- ur fengið í lið með sér úrvalslið keppnisstjóra sem verða að sjálf- sögðu í sumarskapi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Bridssambands Íslands: www.bridge.is. Hver er sinnar gæfu smiður Sumum finnst að íslenskir spilarar noti fulllítið af þeim tíma sem fer í sportið til þess að spjalla saman og samræma ýmsar stöður. Landsliðsspilarinn Þröstur Ingi- marsson hefur hug á að taka að sér þjálfun og uppbyggingu nokkurra mjög áhugasamra para. Nánari upplýsingar í síma 551- 0009. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Síðasta spilakvöldið á árinu hjá fé- laginu fór fram 10. maí síðastliðinn, en sumarbridge mun hefjast í næstu viku. Þátttaka var ágæt á síðasta spilakvöldinu, 20 pör spiluðu mitch- ell-tvímenning. Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu í NS, meðalskor 216: Eyþór Haukss. – Sigrún Þorvarðard. 269 Jóna Magnúsdóttir – Þóranna Pálsd. 242 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 223 Alfreð Kristjánss. – Guðlaugur Nielsen 223 Og hæsta skorið í AV: Ágúst Ólason – Guðmundur Snorrason 265 Leifur Kr. Jóhanness. – Már Hinrikss. 254 Soffía Daníelsdóttir – Runólfur Jónss. 247 Gísli Tryggvason – Heimir Tryggvas. 238 Stjórn félagsins vill færa spilurum þakkir fyrir veturinn og hlakkar til að sjá þá aftur á nýju spilaári. Upp- lýsingar um hæstu bronsstigaskor- ina hjá félaginu verða birtar á næstu dögum. Ástæða er til þess að benda spilurum á að nægt framboð af spila- mennsku verður á höfuðborgar- svæðinu í sumar. Spilað verður fimm sinnum í viku alla virka daga í hús- næði Bridssambandsins í Síðumúla 37 og hefst spilamennskan klukkan 19:00. Sumarbridge hefur göngu sína mánudaginn 17. maí. Umsjónarmað- ur er Matthías G. Þorvaldsson. Félag eldri borgara í Kópavogi Heldur dregur úr þátttöku í tví- menningi hjá eldri borgurum en það mættu 18 pör til keppni 7. maí sl. Lokastaðan í N/S: Lárus Hermannss. – Magnús Jósefss. 251 Sigtryggur Ellertss. – Þorsteinn Laufdal244 Magnús Halldórss. – Sigurður Pálss. 241 A/V: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 279 Guðjón Kristjánss. – Ragnar Björnss. 248 Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 238 Sl. þriðjudag mættu „aðeins“ 16 pör en þá urðu úrslitin þessi í N/S: Guðm. Magnúss. – Magnús Guðmss. 209 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddss. 203 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 187 A/V: Ingibj. Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 232 Lilja Kristjánsd. – Unnar Guðmundss. 193 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 173 Meðalskor á föstudag var 216 en 168 sl. þriðjudag. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.