Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirtækjaþjónusta Blómavals Plöntur gera vinnustaðinn heilsusamlegri, hlýlegri og fegurri. Þær draga úr skaðlegum efnum í andrúmsloftinu og bæta rakastig í vistarverum. Síðast en ekki síst prýða þær aðkomu að fyrirtækjum. Við leggjum áherslu á: • Grænar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir • Reglulegar heimsóknir til viðskiptavina okkar • Skreytingar við öll tækifæri • Blómaáskrift • Silkiblóm, þar sem þau henta Allar upplýsingar í verslunum Blómavals og á blomaval.is Blómstrandi fyrirtæki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 24 35 4 04 /2 00 4 HAGNAÐUR Burðaráss hf. og dótt- urfélaga á fyrsta fjórðungi þessa árs var 4.932 milljónir króna eftir skatta. Þar vegur þyngst að hagnaður af sölu dótturfélaga Brims ehf. eftir skatta var 3.547 milljónir. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var hagnað- ur Buraðaráss 1.162 milljónir. Arð- semi eigin fjár félagsins á fyrsta fjórðungi þessa árs var 25%. Árshlutareikningur Buarðaráss samstæðunnar, sem var birtur í gær, inniheldur afkomu fjárfestingar- starfsemi félagsins annars vegar og afkomu flutningastarfsemi dóttur- féalgsins Eimskipafélags Íslands ehf., hins vegar. Tap Eimskipafélagsins 65 milljónir Hagnaður af fjárfestingarstarf- semi Burðaráss á fyrsta fjórðungi þessa árs var 4.997 milljónir króna en hins vegar var 65 milljóna króna tap af rekstri dótturfélagsins Eim- skipafélags Íslands. Hreinar fjárfestingartekjur Burð- aráss á fyrsta fjórðungi ársins námu 5.153 milljónum króna. Þar af er söluhagnaður vegna sölu á dóttur- félögum Brims 4.143 milljónir, en Útgerðarfélag Akureyringa, Skags- trendingur, Haraldur Böðvarsson og Boyd Line voru seld í upphafi árs. Flutningatekjur Eimskipafélagsins voru 4.136 milljónir á fyrsta fjórð- ungi ársins en voru 3.940 milljónir á fyrsta ársfjórðungi 2003. Heildareignir samstæðu Burðar- áss í lok mars síðastliðins námu um 45,8 milljörðum króna en voru um 53,3 milljónir á síðustu áramótum. Þær hafa því minnkað um 14% sem má rekja til sölu dótturfélaga Brims. Skuldir samstæðunnar lækkuðu úr um 33,7 milljörðum á áramótum í um 20,4 milljarða í lok mars og hafa þær því lækkað um 39%, sem er að- allega vegna brotthvarfs dóttur- félaga Brims úr samstæðunni. Í til- kynningu frá félaginu kemur fram að þar til viðbótar hafi aðrar skuldir einnig verið greiddar niður um rúm- lega tvo milljarða króna. Eigið fé Burðaráss í lok mars var um 25,2 milljarðar króna en var um 19,5 milljarðar á áramótum og hefur því hækkað um 29%. Eiginfjárhlut- fall er 55% en var 36% um síðustu áramót. Burðarás hf. hagnast um tæpa 5 milljarða                          !   "     # "  " Eignasala skýrir mikinn hagnað VIÐ erum rétt búin að fá forsmekk- inn af því sem koma skal með stærstu fyrirtæki landsins, sagði Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands, á fundi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga um hringamyndun, viðskiptablokkir og samþjöppun í atvinnulífinu í gær. Í máli hans kom einnig fram að af þeim 13,8 milljörðum króna sem fyr- irtæki greiddu í tekjuskatt í ríkissjóð árið 2002 skiluðu um tíu bandarísk og kanadísk stórfyrirtæki, sem hafa stofnað eignarhalds- eða fjármögn- unarfélög til að þjónusta önnur félög innan samstæðu sinnar, um 500 milljónum króna, eða um 4% af skatttekjum allra skattskyldra fyr- irtækja á Íslandi. Þór sagði að hægt væri að græða á því að bjóða hag- stætt umhverfi fyrir alþjóðleg fyr- irtæki og fjárfesta. Það kunni að vera að þau byrji smátt hér á landi en séu aðstæður góðar geti verið að þau auki umsvif sín. Besta svarið gegn samþjöppun í atvinnulífinu sagði hann vera að bjóða upp á rekstrar- og skattaumhverfi í heimsklassa, hleypa inn fleiri fyrir- tækjasamsteypum, láta erlend fyrir- tæki keppa við íslenskar fyrirtækja- samsteypur og opna landið fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Mikill vöxtur „Ef stærstu útrásarfyrirtækin vaxa eins og þau virðast stefna að má áætla að velta fimm stærstu fyrir- tækjanna og dótturfélaga þeirra árið 2010 geti orðið meiri en núverandi þjóðarframleiðsla – velta fimm stærstu yrði því eðlilega meiri en velta allra annarra fyrirtækja hér- lendis samanlagt. Samt sem áður munu þessi fyrirtæki verða skil- greind sem lítil meðalstór fyrirtæki á erlenda vísu. Við erum rétt búin að fá forsmekkinn af því sem koma skal með stærstu fyrirtæki landsins,“ sagði Þór, og bætti því við að árang- ur margra þessara fyrirtækja er- lendis opnaði einstök tækifæri fyrir Ísland. Þór sagði augljóst að þeir sem leiddu breytingar á íslensku sam- félagi í átt til aukins frjálsræðis hefðu nú áhyggjur af þróun mála og óttuðust hringamyndun og markaðs- ráðandi fyrirtæki sem myndu á end- anum draga úr lífsgæðum og hafa varanlegar breytingar í för með sér á íslensku samfélagi. Viðskiptalífið sagði hann að yrði að sjálfsögðu að taka alvarlega þá gagnrýni sem stjórnvöld hefðu sett fram á einstak- ar gjörðir stjórnenda fyrirtækja og umsvif einstakra fyrirtækja og fyr- irtækjasamsteypa hérlendis. Ábyrgð leiðtoga fyrirtækja er mikil Þór sagði einnig að viðskiptalífinu væri að takast að breyta leikreglun- um á skilvirkan máta og án lagasetn- ingar og vísaði þar meðal annars til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrir- tækja. „Við þurfum að halda áfram að líta í eigin barm og skoða hvort við get- um ekki áfram hækkað viðmiðin, ef svo má segja, með opinni umræðu. Þar er ábyrgð leiðtoga fyrirtækja mikil. Forystumenn stórfyrirtækja verða að skynja að stórfelld kaup á margvíslegri starfsemi í okkar litla landi, stórri og smárri, hljóta að leiða til þess að ótti skapast í þjóðfélaginu um að fyrirtækin séu á góðri leið með að kaupa upp Ísland. Þá má segja að ekki sé heppilegt að fyrir- tæki sem eru í hatrammri sam- keppni á fleiri en einu sviði séu sam- eiginlega eigendur að öðrum fyrirtækjum. Það væri fráleitt að banna þeim slíkt en viðskiptalífið veit að slíkt skapar tortryggni og vantrú á að menn séu saman í einni sæng einn daginn en sláist eins og hundur og köttur til hagsbóta fyrir neytendur hinn daginn. Viðbrögð viðskiptalífsins við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið eiga að vera að sýna að við erum að taka okkur á, setja okkur skráðar og óskráðar starfsreglur, auka upplýs- ingar og hækka viðmiðin,“ sagði Þór Sigfússon. Rétt forsmekkur- inn af stærð ís- lenskra fyrirtækja Gagnrýni Þór Sigfússon segir að viðskiptalífið verði að taka gagn- rýni stjórnvalda alvarlega og sýna að það sé að taka sig á. Morgunblaðið/Golli GREININGARDEILDIR bankanna gerðu ráð fyrir að hagnaður Burðaráss á fyrsta fjórðungi þessa árs yrði meiri en raun varð á. Að meðaltali reiknuðu deild- irnar með að hagnaður félagsins yrði um 5,7 milljarðar króna en niðurstaðan varð tæpir 5 millj- arðar. Meginuppistaðan í hagnaði Burðaráss er hagnaður af fjár- festingarstarfsemi félagsins. Þar vegur að sjálfsögðu þyngst salan á dótturfélögum Brims í janúar síðastliðnum, sem óhætt er að segja að hafi gengið greiðlega. Tap varð af flutningastarfsem- inni hjá dótturfélaginu Eimskipa- félagi Íslands. Afkoman er þó betri en á sama tímabili á síðasta ári. Flutningstekjur hafa aukist vegna aukinna flutninga til og frá landinu, þá hefur einnig náðst ár- angur í að draga úr kostnaði af þessari starfsemi. Í tilkynningu Burðaráss segir að afkoman af flutningastarfsem- inni á fyrsta ársfjórðungi sé að jafnaði slökust. Því sé búist við því að afkoman af þessari starf- semi verði góð fyrir árið í heild. Afkoman í flutningunum er í sam- ræmi við áætlanir félagsins. Afkoma Burðaráss mun að miklu leyti ráðast af þróun á verð- bréfamörkuðum. Félagið hefur tilkynnt að aukin áhersla verði lögð á fjárfestingar erlendis og í óskráðum félögum. Staða félags- ins er sterk og eignir að stórum hluta handbært fé og skráð hluta- bréf. Næsta víst er því að marg- víslegir möguleikar eru fyrir hendi til fjárfestinga.  INNHERJI | Burðarás hf. Afkoma undir vænting- um en staðan sterk innherji@mbl.is ● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur samið við Deutsche Bank í London um að annast ráðgjöf og umsjón vegna end- urskipulagningar markflokka hús- bréfa. Í tilkynningu segir að skiptum á bréfum fyrir íbúðabréf verði hleypt af stokkunum eftir markaðs- aðstæðum á næstu mánuðum. Ít- arlegri upplýsingar verði veittar eftir því sem tilefni verði til. Íbúðalánasjóður sem- ur við Deutsche Bank ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● FÉLAG íslenskra stórkaupmanna, FÍS, telur mikla möguleika á hag- kvæmum innkaupum beint frá Kína og öðrum ódýrum framleiðslulöndum í Asíu, að sögn Péturs Björnssonar formanns félagsins. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hvatti til þess í gær á árs- fundi Útflutningsráðs að innflytj- endur gaumgæfðu vandlega möguleika í Kína, og spurði hvort ver- ið gæti að Íslendingar flyttu inn vörur frá t.d. Kína og Indlandi í gegnum er- lenda milliliði, á hærra verði en ella. Pétur sagði það rétt að fé- lagsmenn hefðu í gegnum tíðina keypt mikið af vörum frá þessum löndum í gegnum milliliði, en að- stæður hefðu verið að breytast og auðveldara væri nú en áður að kaupa vörur beint og í viðráðanlegra magni en áður. FÍS bendir á innflutning frá Asíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.