Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 16
ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KONA, sem virðist vera mjög sólgin í sæl-
gæti, gerði starfsmenn verslunar í London
agndofa þegar hún keypti meira en 10.000
súkkulaðipakka og lét hlaða þeim í eð-
alvagninn sinn. Konan bað um allt Mars-
súkkulaðið í versluninni – alls 10.656
stykki í 220 kössum – og borgaði út í hönd.
Alls kostaði sælgætið 2.130 sterlingspund,
andvirði 280.000 króna. „Þetta var stór-
furðulegt en engum datt í hug að spyrja
hana hvers vegna hún vildi svona mikið
súkkulaði,“ sagði starfsmaður verslunar-
innar. „Það tekur okkur yfirleitt mánuð að
selja svona marga súkkulaðipakka.“
Rændi banka
fyrir köttinn sinn
44 ÁRA kona í New York-borg segist hafa
rænt fimm banka nálægt heimili sínu í
Brooklyn til að safna peningum fyrir skurð-
aðgerð á kettinum sínum. Konan segist
hafa leiðst út á glæpabrautina eftir að hafa
komist að því að kötturinn hennar væri með
krabbamein. Hún er sögð hafa haft 7.500
dollara, andvirði hálfrar milljónar króna,
upp úr krafsinu. Hún var ákærð fyrir rán
og þjófnað en neitaði sök. Lögreglan sagði
að konan hefði afhent bankagjaldkerum
miða þar sem hún krafðist peninga og síðan
sagt: „Ég vil ekki meiða neinn.“ Kötturinn
var skorinn upp og aðgerðin heppnaðist vel,
að sögn New York Post.
Bjó með 200 dýrum
YFIRVÖLD í Wisconsin í Bandaríkjunum
hafa lagt hald á 200 dýr – meðal annars
krókódíla og sporðdreka – sem kona
geymdi í íbúðarhúsi sínu í úthverfi Mil-
waukee. Dýrin fundust eftir að nágrannar
konunnar kvörtuðu yfir miklum fnyk frá
húsinu. „Daunninn var hreint ótrúlegur,“
sagði William Mitchell, dýraeftirlitsmaður
sem fann meðal annars 70 endur í kjallara
hússins þar sem gólfið var þakið driti.
Meðal annarra dýra sem fundust voru
snákar, rottur, skjaldbökur og körtur.
Embættismenn sögðu að konan hefði al-
ið rándýrin í villidýrasafninu á hræjum
dýra sem hún fann á vegunum, meðal ann-
ars þvottabjarna, kanína, pokarottna og
íkorna. Sum hræjanna geymdi hún í frysti
en einnig fundust rotnandi hræ í bílskúr
við húsið.
Friðuð skrímsli
UMBOÐSMAÐUR sænska þingsins hefur
beðið yfirvöld í Jamtalandi um skýringu á
því, að Stórsjávarormurinn, goðsagnakennt
skrímsli, sem er sagt hafast við í þessu
fimmta stærsta stöðuvatni í Svíþjóð, skuli
vera kominn á lista yfir dýr í útrýming-
arhættu. Tilefnið er það, að kaupsýslumað-
ur nokkur, Magnus Cedergren að nafni, fór
fram á leyfi til að leita að eggjum skrímsl-
isins en þeim ætlaði hann síðan að klekja út
og ala upp ungana í því skyni að auka ferða-
strauminn á svæðinu. Var þessari ósk hans
hafnað með þeim rökum, að það væri
„bannað að drepa, meiða eða veiða skrímsli
í Stórasjó“. Leitaði Cedergren þá á náðir
umboðsmannsins, sem taldi í fyrstu, að
þetta væri allt saman eitthvert grín. Hann
komst þó að því, að 1986 voru sett í Jamta-
landi sérstök lög skrímslunum til verndar.
Vill hann nú fá rökstuðning yfirvalda fyrir
banninu en skrímslisins var fyrst getið 1635
og alls á það að hafa sést 500 sinnum.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
10.000 súkku-
laðistykki, takk
TÓLF Palestínumenn voru drepnir í gær, er
Ísraelar gerðu árásir á Rafah-flóttamanna-
búðirnar á Gazasvæðinu, eftir að fimm ísr-
aelskir hermenn féllu á miðvikudaginn þegar
herskáir Palestínumenn skutu eldflaug á
brynvagn sem þeir voru í. Daginn áður féllu
sex ísraelskir hermenn er brynvagn var
sprengdur í loft upp í Gazaborg. Palestínsku
samtökin Heilagt stríð íslams hafa lýst báð-
um árásunum á hendur sér.
Ísraelsher beitti þyrlum til árása á Rafah-
búðirnar, sem eru við landamærin að
Egyptalandi, syðst á Gaza, og í fyrstu árás-
inni, er gerð var fyrir birtingu, féllu sjö Pal-
estínumenn, fjórir í þeirri næstu, og nokkrir
særðust. Var þetta haft eftir palestínsku
hjúkrunarfólki. Tólfti Palestínumaðurinn féll
nokkru síðar fyrir kúlum ísraelskra her-
manna er til átaka kom í búðunum.
Talsmenn ísraelska hersins sögðu spjót-
unum beint að vopnuðum vígamönnum, en
alls hafa Ísraelar drepið 28 Palestínumenn á
tveim dögum, og 11 ísraelskir hermenn hafa
fallið á jafnmörgum dögum. Er þetta mesta
mannfall í liði Ísraela á svo skömmum tíma
síðan hörð átök brutust út í bænum Jenín á
Vesturbakkanum í apríl 2002.
Líkamsleifum skilað
Ísraelskar hersveitir hurfu á brott frá
Zeitun-hverfinu í Gazaborg í gær, þar sem
hermennirnir sex féllu á þriðjudaginn, eftir
að Heilagt stríð íslams lét af hendi líkams-
leifar hermannanna fyrir milligöngu Egypta
og palestínsku heimastjórnarinnar. Þakkaði
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
Hosni Mubarak Egyptalandsforseta fyrir
hlutdeild Egypta.
Sharon er enn staðráðinn í að hrinda í
framkvæmd áætlun sinni um að Ísraelar
hverfi með öllu á brott frá Gaza, og land-
námsbyggðir þeirra þar verði lagðar niður.
Þekktur ísraelskur leikari, sem átti son er
féll í átökunum í Rafah á miðvikudaginn,
sakaði Likudflokkinn, flokk Sharons, um að
bera ábyrgð á dauða sonar síns vegna þess
að meðlimir flokksins höfnuðu áætlun Shar-
ons í atkvæðagreiðslu í síðustu viku.
Sagði leikarinn, Shlomo Vishinsky, að son-
ur sinn hefði orðið „fórnarlamb meðlima Lik-
udflokksins“ og kvaðst óska þess að dauði
hans myndi hrinda af stað fjöldahreyfingu til
stuðnings brotthvarfi Ísraela frá Gaza
„vegna þess að við eigum ekkert erindi
þangað“. Ítrekað hefur komið fram, að
meirihluti Ísraela er hlynntur brotthvarfi frá
Gaza.
Tólf Palestínumenn
drepnir í átökum á Gaza
Meðlimir Likudflokksins sagðir bera ábyrgð á falli ísraelskra hermanna
Rafah á Gazasvæðinu. AFP.
ATAL Behari Vajpayee, forsætisráðherra
Indlands, gekk í gær á fund forseta Indlands,
Abduls Kalam, og baðst lausnar fyrir sig og
ríkisstjórn sína í kjölfar
þess að ljóst varð að BJP-
flokkur hans, flokkur þjóð-
ernissinnaðra hindúa, hafði
beðið ósigur í þingkosning-
um í landinu. Kalam forseti
samþykkti afsögn Vajpa-
yees en bað hann um að
gegna embætti forsætisráð-
herra áfram tímabundið
uns búið væri að mynda
nýja stjórn.
Venkaiah Naidu, forseti
BJP-flokksins, sagði að flokkurinn færi í
stjórnarandstöðu eftir þennan óvænta kosn-
ingaósigur. „Við virðum ákvörðun þjóðarinn-
ar,“ sagði hann. Kongress-flokkurinn hefur
þegar lýst því yfir að farið verði fram á það
við Kalam forseta að hann fái umboð til
stjórnarmyndunar, nú þegar ljóst sé að rík-
isstjórn Vajpayees sé fallin.
Talið var líklegt að forystusveit Kongress
fundaði í gær um hver skyldi verða forsætis-
ráðherraefni flokksins og þótti líklegt að
Sonia Gandhi, 57 ára gömul ekkja Rajivs
Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Ind-
lands, yrði fyrir valinu. „Allir starfsmenn
flokksins vilja það, forysta flokksins vill það.
Nú þarf hún bara að ákveða hvort hún vill
verða forsætisráðherra,“ sagði einn forystu-
manna Kongress.
Sjálf vildi Gandhi hins vegar ekki taka af
skarið í þessum efnum er hún hitti blaða-
menn í gær.
Þurfa stuðning
minni flokka
Indland er fjölmennasta lýðræðisríki heim-
inum. Næstum 380 milljónir manns greiddu
atkvæði í kosningunum en þær voru haldnar í
nokkrum lotum á þriggja vikna tímabili. Ekki
er búið að telja öll atkvæði en útgönguspár
benda til að Kongress og samstarfslokkar
hans fái fleiri atkvæði en Vajpayee og banda-
menn BJP-flokksins.
Þegar er ljóst að Kongress og fylgisflokkar
hans fá 198 þingsæti en 543 þingmenn sitja á
indverska þinginu. BJP og bandamenn hafa á
sama tíma ekki fengið nema 166 þingmenn
kjörna. Kongress þarf 272 þingsæti til að
hafa meirihluta á indverska þinginu og þykir
sennilegt að Gandhi verði að leita til nokk-
urra lítilla, óháðra flokka til að geta myndað
stjórn.
Í kosningabaráttunni beindu BJP og aðrir
stjórnarflokkar mjög spjótum sínum að
Gandhi. Kjósendur voru reglulega minntir á
að hún væri útlendingur – Gandhi er ítölsk að
uppruna – en allt kom fyrir ekki. Segja
stjórnmálaskýrendur að stefna BJP í efna-
hagsmálum hafi hrakið marga fátækari kjós-
endur frá flokknum.
Vajpayee biðst lausnar
eftir kosningaósigur
Nýju Delhí. AFP.
AP
Sonia Gandhi veifar til fjölmiðlafólks sem safnaðist að bústað hennar í Nýju-Delhí í gær.
Atal Behari
Vajpayee
Reuters
Þúsundir pílagríma komu í fyrradag,
12. maí, til Fatima í Portúgal. Sagt er,
að þann dag árið 1917 hafi María
guðsmóðir birst þremur börnum.
Skriðið síðasta spölinn
„HÚN verður forsætisráðherra – það er al-
veg öruggt,“ sagði Ghulam Nabi Azad, rit-
ari Kongressflokksins, í gær eftir fund með
Soniu Gandhi. „Vegna stöðugleikans er
nauðsynlegt að forsætisráðherrann sé úr
stærsta flokknum, Kongressflokkurinn er
stærstur og Sonia Gandhi er frambjóðandi
okkar.“
Gandhi er 57 ára gömul, ítölsk að upp-
runa og ekkja Rajivs Gandhi, sem var á sín-
um tíma forsætisráðherra en var myrtur ár-
ið 1991, tvein árum fyrr hafði hann misst
völdin. Þótt búist sé við að hún hreppi emb-
ættið er ekki víst að stuðningsflokkar
Kongress séu allir reiðubúnir að samþykkja
að kona af erlendum uppruna taki við því.
Sonia Gandhi er dóttir byggingaverktaka
og alin upp í íhaldssömum, kaþólskum sið í
grennd við Torino á Ítalíu. Hún giftist Rajiv
Gandhi 21 árs gömul og varð indverskur
ríkisborgari 1983 en andstæðingar hennar
hömruðu á því í kosningabaráttunni að hún
væri útlendingur.
„Þeim hefur mistekist svo gersamlega að
þeir verða að grípa þetta mál fegins hönd-
um,“ sagði Gandhi sjálf í febrúar. Hún sagð-
ist álíta að áróðurinn gæti haft einhver áhrif
en fullyrti að meðal fátækra og kvenna væri
hún ekki talin framandi. „Ég hafði aldrei á
tilfinningunni að þau litu á mig sem útlend-
ing. Og það er ég ekki. Ég er Indverji.“
Umskiptin voru mikil fyrir Soniu Gandhi
er hún fluttist til Indlands og tengdist valda-
mestu ætt landsins. Rajiv var sonur Indiru
Gandhi sem einnig var forsætisráðherra og
dóttir fyrsta forsætisráðherra landsins,
Jawaharlals Pandits Nehru. Indira Gandhi
var myrt 1984. En þrátt fyrir þessa sorg-
arsögu varð Sonia við áskorunum flokks-
manna 1998 og tók við forystu Kongress,
eins og flugmaðurinn Rajiv, eiginmaður
hennar, hafði gert eftir morðið á móðurinni.
„Hún verður forsætisráðherra“