Morgunblaðið - 14.05.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Efnið hefur ekki þótt neitt eyrnakonfekt en annarri eins kórstjórn muna elstu menn ekki eftir.
Fyrirlestur um hjartabilun og hjúkrun
Örar framfarir
í hjartahjúkrun
Fagdeild hjartahjúkr-unarfræðinga er 10ára um þessar
mundir, en hún var stofnuð
árið 1994. Fagdeildin er
vettvangur hjúkrunar-
fræðinga sem vinna sér-
hæft við hjúkrun hjarta-
sjúklinga.
Á vegum deildarinnar
hafa verið haldin námskeið
og fræðslufundir um
hjartahjúkrun og einnig
hefur verið unnið að eflingu
hjúkrunarrannsókna fyrir
tilstilli hennar. Þá á fag-
deildin fulltrúa í samnor-
rænu samstarfi fagdeilda á
Norðurlöndum.
Hlutverk fagdeildarinn-
ar er einnig að efla forvarn-
ir meðal almennings, t.d.
varðandi reykingar, mat-
aræði og hreyfingu.
Í tilefni 10 ára afmælisins fær
fagdeildin til sín fyrirlesara frá
Hollandi, dr. Tiny Jaarsma, að-
stoðarprófessor við háskólann í
Groningen í Hollandi. Hún kemur
hingað til lands í boði Astra Ze-
neca á Íslandi og heldur fyrirlest-
ur um hjartabilun og hjúkrun á
morgun, laugardaginn 15. maí, í
húsi Pharmanor, Hörgatúni 2 í
Garðabæ.
– Hver er staðan í umönnun og
meðferð hjartasjúklinga?
„Framfarir hafa verið örar að
undanförnu í meðferð ýmissa
hjartasjúkdóma, t.d. hefur þróun
verið mikil í meðferð við bráðri
kransæðastíflu og aðgerðum
vegna hjartasláttaróreglu, svo
eitthvað sé nefnt. Hjúkrun þessara
sjúklinga verður sífellt sérhæfðari.
Hjartasjúklingar liggja mun
skemur inni á spítala í dag en t.d.
fyrir 10 árum. Hraðinn er mikill og
minni tími gefst inni á spítalanum
til að veita sjúklingum fræðslu og
stuðning. Niðurstöður rannsókna
sýna okkur einnig svart á hvítu að
fræðsla í eitt skipti skilar sér tak-
markað til sjúklinga og þegar heim
er komið finna sjúklingar oft fyrir
kvíða og óöryggi. Eftir því sem
fólk gerir sér betur grein fyrir
sjúkdómnum og einkennum sem
honum fylgja vakna gjarnan
margar spurningar. Þetta á ekki
hvað síst við um þá sem greinast
með alvarlegan hjartasjúkdóm.“
– Hvernig hafið þið hjúkrunar-
fræðingar verið að bregðast við
þessu?
„Á hjartadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss hafa hjúkrunar-
fræðingar verið að bregðast við
þessari þróun með því að bjóða
upp á eftirfylgni fyrir sjúklinga
með nýgreindan kransæðasjúk-
dóm. Þá hefur hjúkrunarfræðing-
ur samband við sjúklinginn eftir
útskrift, til að fylgjast með hvernig
gangi. Þar koma auðvitað inn ótal
þættir; fylgst er með líkamlegri og
andlegri líðan og veitt fræðsla og
stuðningur.“
– Göngudeild hjartabilunar er
tiltölulega ný af nálinni, ekki satt?
„Göngudeild hjartabilunar hóf
starfsemi formlega í byrjun þessa
árs á lyflækningasviði I
á LSH við Hringbraut.
Lengi hafði verið mark-
mið í starfsemi hjarta-
deildarinnar að koma
slíkri starfsemi á lagg-
irnar. Fyrir tilstuðlan fjárstyrks
úr sjóði Jónínu Gísladóttur varð
þessi göngudeild að veruleika.“
– Er hjartabilun vaxandi vanda-
mál í heiminum?
„Já, ört vaxandi, af ýmsum
ástæðum. Hjartabilun er sjaldan
læknanleg, einkenni geta verið
mjög mikil og skert lífsgæði sjúk-
lingsins verulega. Sjúklingarnir
eru oftar en ekki eldra fólk, en
einnig greinist ungt fólk með
hjartabilun.“
– Í hverju er meðferðin á göngu-
deildinni helst fólgin?
„Tilgangur starfseminnar er
fyrst og fremst að fylgjast með líð-
an og einkennum sjúklinga með
hjartabilun, veita þeim fræðslu og
stuðning og stýra lyfjameðferð.
Oft þarf að auka eða minnka lyfja-
skammta eftir einkennum og þró-
un sjúkdómsins. Haft er nákvæmt
eftirliti með einkennum en einnig
aukaverkunum lyfja og meðferð-
arheldni. Markmiðið er einnig að
reyna að koma í veg fyrir að sjúk-
lingar með hjartabilun þurfi að
leggjast inn á spítala.
Einkenni hjartabilunar geta
bæði verið langvinn og bráð og
mikilvægt er að sjúklingurinn
þekki vel einkenni sjúkdómsins og
geti brugðist rétt við þegar ein-
kenni versna. Endurinnlagnir á
spítala vegna hjartabilunar eru
mjög tíðar.“
– Hver er fjöldi innlagna á ári?
„Við áætlum að fjöldi innlagna á
hjartadeild LSH vegna hjartabil-
unar sé nálægt 500 á ári. Rann-
sókn hjá háskólasjúkrahúsinu í
Linköping í Svíþjóð leiddi í ljós að
með markvissri göngudeildar-
starfsemi fyrir þessa sjúklinga
mátti koma í veg fyrir allt að 50%
endurinnlagna á sjúkrahús hjá
þessum sjúklingahópi.
Við bindum vonir við að geta
sýnt fram á það hér að með slíkri
starfsemi verði mögulegt að draga
úr kostnaði með því að
fækka spítalainnlögn-
um vegna hjartabilun-
ar.“
– Hvernig er um-
hverfi starfseminnar nú
um stundir?
„Það umhverfi sem LSH hefur
starfað í síðustu misseri er starf-
seminni ljár í þúfu. Það vantar
pláss á deildum og pressan er gíf-
urleg á að útskrifa sjúklinga eins
fljótt og nokkur kostur er. Það er
tilfinning starfsfólks hjartadeild-
arinnar að þessi hraði í að útskrifa
sjúklinga leiði einungis til tíðari
endurinnlagna.“
Anna Guðrún Gunnarsdóttir
Anna Guðrún Gunnarsdóttir
er fædd í Reykjavík 23. maí 1965.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1985 og
lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði
frá HÍ 1990. Anna hefur starfað
á hjartadeild LSH frá 1990 og
annaðist biðlistastjórn deildar-
innar 1998–2003. Hún stofnaði
ásamt fleirum fagdeild hjarta-
hjúkrunarfræðinga árið 1994 og
var formaður fagdeildarinnar
1994–1998. Sat í stjórn hjúkr-
unarráðs 2000–2002. Vann að
undirbúningi fyrir opnun hjarta-
bilunargöngudeildar á LSH og
stýrir nú þeirri starfsemi.
Einkenni
hjartabilunar
langvinn
AFAR góð skot eru að fást úr sil-
ungsvötnum og ám þessa dagana,
en það eru líka mýmörg dæmi um
að menn eru að fá lítið eða ekkert.
Þannig virðist Þingvallavatnið enn
vera afar brokkgengt þótt ýmsir
hafi sett þar í fiska. Hins vegar hef-
ur Hlíðarvatn verið afar líflegt í
vor.
Í Hlíðarvatni voru fyrir
skemmstu fjórir menn saman og
fengu þeir um 30 fiska, mest 1,5
punda bleikjur, en einnig fiska á
stangli upp í 3 og 4 pund. 6 punda
bleikja veiddist þar á dögunum.
Fleiri staðir
Við höfum fregnað af veiðimönn-
um sem hafa fengið fallegar hrúgur
af fiski í Laugarvatni og Hæð-
argarðsvatni. Í Laugarvatni var um
1 til 4 punda bleikju að ræða og
verulega góða veiði, en í Hæð-
argarðsvatni, sem er skammt frá
Klaustri, var mest 2 til 3 punda urr-
iði. Mest var tekið á flugu í báðum
tilvikum.
Jón Eyfjörð, Snorri Jóelsson og
Halldór Jónsson hafa tekið Kráká í
Mývatnssveit á leigu til tíu ára.
Veiðisvæði Krákár er um 30 kíló-
metrar og sagði Jón Eyfjörð í sam-
tali við Morgunblaðið að áin væri
geysilega viðkvæm og væru fáir
veiðistaðir á öllu þessu langa svæði
og stafaði það af miklum sandburði
og svo væri áin köld. „Við verðum
ekki með veiðileyfi til sölu á opnum
markaði, áin verður stunduð hóf-
lega, nánast öllum fiski sleppt og
aðeins veitt á flugu. Það verða
hafðar góðar gætur á ánni því það
er auðvelt að ofveiða þessa á og
eyðileggja þótt víðfeðm sé og góðan
silung í henni að finna,“ sagði Jón.
Víða veiðist vel
Morgunblaðið/Einar Falur
Veiðimaður losar fluguna, Krókinn, úr bleikju í Hlíðarvatni.
Morgunblaðið/Golli
Gerið þið svo vel, veiðimenn, hér er
flugan Dýrbítur eftir Sigurð Páls-
son, flugan sem 23 punda birting-
urinn í Litluá féll fyrir á dögunum.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
NÝR kjarasamningur Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur og Sam-
taka atvinnulífsins var sjálfkrafa
samþykktur í gær eftir að atkvæða-
greiðsla félagsmanna VR náði ekki
tilskildu lágmarki. Að minnsta kosti
20% félagsmanna urðu að greiða at-
kvæði til að atkvæðagreiðslan yrði
tekin gild, að öðrum kosti yrði samn-
ingurinn samþykktur sjálfkrafa.
Einungis 9,7% félagsmanna greiddu
hins vegar atkvæði og olli hin dræma
þátttaka Gunnari Páli Pálssyni, for-
manni VR, áhyggjum þar sem það
myndi hafa í för með sér að samning-
urinn yrði samþykktur óháð vilja
þeirra sem þó greiddu atkvæði.
Á kjörskrá voru 19.649 fé-
lagsmenn og var kosningin rafræn.
Atkvæði greiddu 1.923 eða 9,7% sem
fyrr gat og sögðu 1.389 já, eða
72,23%. Nei sögðu 527 eða 27,41%.
Auðir seðlar voru 7.
Að sögn Gunnars Páls var heild-
arkostnaður við kosninguna og
kynningu á henni um 3 milljónir
króna, sem virðist ekki hafa dugað til
að fá félagsmenn til að kjósa. „Ég
held að það hafi sett sitt mark á mál-
ið að fólk hafi talið samninginn í höfn
eftir þá samninga voru gerðir á und-
an og því hafi það ekki talið skipta
máli hvort það greiddi atkvæði.“
Áhersla á hækkun lægstu launa
Í samningnum er áhersla lögð á að
hækka lægstu laun sem og grunn-
laun fyrir dagvinnu, að því er segir á
heimasíðu VR. Markmiðið með
breytingum á launalið samningsins
og skilgreiningu á yfirvinnu er að
fækka vinnustundum og aðlaga
vinnufyrirkomulag þörfum fé-
lagsmanna þar sem vinnutíminn er
kominn út fyrir hinn hefðbundna
dagvinnutíma. Tekið er upp eftir-
vinnuálag á vinnu starfsfólks í hluta-
starfi sem unnin er innan þess tíma
sem skilgreindur er sem fullur
vinnutími á mánuði, þ.e. 171,15 klst.
á mánuði hjá afgreiðslufólki og 162,5
klst. hjá skrifstofufólki. Tímakaup í
eftirvinnu er greitt með 40% álagi á
tímakaup fyrir dagvinnu.
Samningur
VR og SA
sjálfkrafa
samþykktur