Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 23

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 23 Reykjanesbær | Mikið er um að vera í Reykjanesbæ um helgina. Frístundahelgi verður haldin í ann- að sinn, nú meðal annars með Sumarhátíð í og við 88-húsið, og stórri hand- verkssýningu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. „Þetta verður á svipuðum nót- um og í fyrra. Eitthvað nýtt kemur inn og annað dettur út,“ segir Gísli H. Jóhannsson verkefn- isstjóri hjá Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar sem stjórnað hefur undirbúningi Frístundahelgarinnar. Frístundahelgin stendur frá föstudegi og fram á sunnudag en megináherslan er á atburði á laug- ardeginum. Að þessu sinni verður haldin Sumarhátíð í og við 88-húsið við Hafnargötu eftir hádegið á laugardeginum. Þar eru tóm- stundaklúbbar með kynningu á ýmsum íþróttum og sýningar og uppákomur. Söfnin eru opin, íþróttahúsin og sundlaugarnar og ýmislegt um að vera þar, svo nokk- uð sé nefnt. Sýningin Handverk og list sem haldin hefur verið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut undanfarin ár er nú liður í Frístundahelginni og verður hún opin á laugardag og sunnudag, frá klukkan 12. Um er að ræða sölusýningu og koma þátt- takendur víða að þótt stærstur hluti þeirra sé af Reykjanesi. Þá verða eldri borgarar í Reykja- nesbæ með eigin handverkssýn- ingu í Selinu og hefst hún á sunnu- dag. Skemmtileg vinna „Jú, þetta er hellings vinna, en mjög skemmtileg,“ segir Gísli um undirbúninginn sem hann kom að um miðjan marsmánuð. Hann segir ekki nóg að auglýsa eftir aðilum til að taka þátt heldur verði hafa sam- band við fólk persónulega og það hafi hann lagt áherslu á að gera. Segist ánægður með árangurinn. Gísli hætti störfum sem fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum um síðustu áramót en hafði verið þar í sjö ár. Önnur mikil törn er framundan hjá honum. Að loknum frágangi eftir Frístunda- helgina tekur hann að sér verkefn- isstjórn vegna undirbúnings menn- ingar- og fjölskylduhátíðarinnar ljósanætur í haust. Hann tekur fram að hann starfi með ljósanæt- urnefnd sem hafi byrjað að und- irbúa hátíðina eftir að þeirri síð- ustu lauk. Meðal áhersluatriða á ljósahátíðinni í haust er stór flug- sýning sem efnt verður til. Frístundahelgi Reykjanesbæjar haldin í annað sinn Morgunblaðið/Ómar Kynnt verður starfsemi ýmissa klúbba í 88 húsinu og sýningar og uppá- komur á planinu. Þannig verður Flugmódelfélag Suðurnesja með sýningu. Sumarhátíð unga fólks- ins og handverkssýning Gísli H. Jóhannsson SKRIFAÐ hefur verið undir sam- starfssamning milli Golfklúbbs Ak- ureyrar, Símans og Flugfélag Ís- lands vegna miðnæturgolfmótsins Arctic Open, sem haldið verður í 18. sinn nú í sumar, dagana 23. til 26. júní. Jón Birgir Guðmundsson, formað- ur Arctic Open nefndar, sagði við undirritun samningsins að áhugi á golfíþróttin væri sífellt að aukast hér á landi og því hefði nú verið ákveðið að beina markaðsstarfi vegna móts- ins meira að innanlandsmarkaði. Það hefði færst í vöxt að fyrirtæki nýti uppákomur í líkingu við mótið til hvata- og boðsferða fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Í ár yrði því lögð meiri áhersla en áður á að kynna mótið fyrir forsvarsmönnum fyrir- tækja sem vilja bjóða innlendum sem erlendum starfsmönnum eða þá viðskiptavinum sínum til mótsins. Þegar hafa borist um 70 skráning- ar á mótið, en gert er ráð fyrir að þátttakendur verði í allt um 160 tals- ins. Á þriðja þúsund innlendir og er- lendir kylfingar hafa keppt á Arctic Open frá því það var fyrst haldið árið 1986. Mótið hefst með opnunarhátíð á miðvikudagskvöldi, 23. júní, leikið er á fimmtudag og föstudag er degi hallar og fram yfir miðnætti, en mótinu lýkur með norðlenskri mat- arveislu á laugardagskvöldinu. Síminn og FÍ styrkja Arctic Open Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir: Jón Birgir Guðmundsson, formaður Arctic Open-nefndar GA, Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Guðmundur Jóhannsson, þjónustustjóri Símans, og Ásgrímur Hilmisson, formaður GA, skrifuðu undir styrktarsamningana vegna mótsins í sumar. Áhersla á að kynna mótið innanlands AKUREYRI SÝNING á tréútskurðarmunum eldri borgara var sett upp í þjón- ustumiðstöðinni í Víðilundi í tengslum við kynningar- og fræðsludaga um öldrunarmál í vikunni. Veggklukkur voru í mikl- um meirihluta sýningargripa en einnig voru á sýningunni út- skornar hillur, gestabækur, skrín og fleira. Jón Hólmgeirsson sér um tréútskurðarkennsluna og hann sagði það alltaf ánægjulegt þegar aldraðir gætu fundið tóm- stundastarf við sitt hæfi. Mikill áhugi hafi verið á þátttöku í vetur og eru konur heldur fleiri en karl- ar þetta árið. Kennslan fer fram í kjallara þjónustumiðstöðvarinnar og sagði Jón að jafnan væri þar glatt á hjalla. Hann sagði aldrei of snemmt að byrja og heldur ekki of seint að byrja. Fólk yrði aðeins að sníða sér stakk eftir vexti. Sá elsti sem hefur tekið þátt í vetur er 86 ára. Jón hefur verið með nám- skeið í tréútskurði frá árinu 1983 og hafa nemendur hans verið á aldrinum 9–90 ára. Efnið sem not- að er tréútskurðinn er hond- urasmahóní og baswood. Morgunblaðið/Kristján Fallegir munir: Margir fallegir munir voru á sýningu á tréútskurð- armunum aldraðra í þjónustumiðstöðinni í Víðilundi. Tréútskurðarmunir aldraðra til sýnis Reykjanesbær | Fjórir ungir menn réðust í það að gera forvarn- armyndband í kjölfar námskeiðs 88 hússins fyrir unga atvinnuleitendur sem einn þeirra sótti. Gísli Blöndal ráðgjafi spurði ung- mennin á námskeiðinu um áhuga- mál þeirra og möguleika á að hrinda þeim í framkvæmd. Þórólfur Júían Dagsson kom með hugmynd að forvarnarmyndbandi til starfs- manna 88 hússins og aðstoðuðu þeir við að koma henni í framkvæmd. Þórólfur fékk til liðs við sig Hauk Inga Ólafsson, Einar Símonarson og Stefán Sigmar Símonarson. Unnið var eftir handriti Stefáns og Þórólfs og Haukur og Einar komu sterkir inn við töku myndarinnar. Höfundarnir eru miklir áhugamenn um stuttmyndir og hafa þegar gert eina mynd áður. Myndin segir frá Einari sem er djúpt sokkinn í heim fíkniefnanna. Hann stendur illa fjárhagslega og getur ekki greitt fíkniefnaskuldir sínar. Meira verður ekki sagt frá efninu hér en boðskapurinn er sá að best sé að sleppa því að neyta fíkni- efna. Áhugasamir geta farið inn á vef 88 hússins, www.88.is, og horft á myndbandið. Til athugunar er að setja upp stuttmyndasamkeppni í 88 húsinu. Athyglisverður afrakstur námskeiðs Gerðu myndband gegn fíkniefnum Kvikmyndagerðarmenn: Þrír af höfundum myndbandsins í 88 húsinu, f.v. Þórólfur Júlían Dagsson, Einar Símonarson og Haukur Ingi Ólafsson. Vorhátíð á vellinum | Árleg vorhátíð varnarliðsins verður haldin á Keflavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 15. maí. Hátíðin er með karnival-sniði og fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vall- arins frá klukkan ellefu að morgni til þrjú síðdegis. Í boði verður fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna, að því er fram kemur í frétt frá upplýs- ingadeild varnarliðsins, lifandi tón- list, þrautir, leikir, matur og hress- ing og sýningar af ýmsu tagi. Þotur, þyrlur og annar búnaður varnarliðsins verður til sýnis á svæðinu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Gestir eru beðnir að hafa ekki með sér hunda. Umferð er um Grænáshlið, ofan Njarðvíkur.    Mótorhjóladagur | Frumherj hf. og Bifhjólaklúbburinn Ernir í Njarð- vík efna til mótorhjóladags í hús- næði Frumherja í Njarðvík næst- komandi laugardag. Opið verður frá kl. 10 til 16. Mótorhjólaeigendur geta komið með hjólin sín í skoðun hjá Frum- herja og er þetta í fjórða sinn sem sérstakur mjótorhjóladagur er haldinn til þess. Þá verða einnig til sýnis hjól frá Ducati-, Kawasaki-, Suzuki- og Yamaha-umboðunum. Áhugasamt mótorhjólafólk kemur saman og kynnir sér það nýjasta á markaðnum. Boðið er upp á grillmat í hádeg- inu og fleiri veitingar. Tekið er fram í tilkynningu að allir séu vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.