Morgunblaðið - 14.05.2004, Síða 57
ROKKSVEITIN Tragedy frá Port-
land hefur verið að vekja athygli
undanfarið í neðanjarðarheimum
rokksins. Meðlimir eru sjóaðir
rokkhundar og hafa verið í sveitum
á borð við His Hero Is Gone, Sever-
ed Head Of State og Funeral. Tón-
listin er kraftmikil og hröð og tekur
áhrif úr harðkjarnapönki og mel-
ódísku dauðarokki upp á sænska
vísu. Tragedy eiga að baki tvær
breiðskífur og tvær sjötommur.
Þess ber að geta að frændur vor-
ir Danir verða með í þessari pönk-
veislu því á tónleikunum leikur og
hljómsveitin Gorilla Angreb, sem
spilar hratt og melódískt pönkrokk
af gamla skólanum. Sveitin á að
baki eina sjötommu.
Líkt og á fyrri tónleikum þess-
arar gerðar verður hægt að kaupa
hljómplötur sveitanna, ásamt ýmsu
fleiru, t.d. er hægt að nálgast ýmis
blöð, boli og merki.
Tónleikar Tragedy eru tvennir. Í
kvöld spila þeir í Gamla bókasafn-
inu í Hafnarfirði (Mjósund 10).
Einnig leika Gorilla Angreb, And-
lát, I Adapt, Dys og Hrafnaþing.
Húsið opnar 18.30, tónleikarnir
hefjast 19.00 og aðgangseyrir er
Tragedy spilar á Íslandi
Harðkjarni
frá Portland
1000 krónur. Aldurstakmark er 16
ár (Þeir sem eru á 16. ári komast
inn og yngri munu komast inn í
fylgd með systkinum eða öðrum
forráðamönnum).
Á morgun spilar sveitin svo á
Grand Rokk ásamt Gorilla Angreb,
Hryðjuverki og Forgarði Helvítis.
Þeir tónleikar hefjast klukkan
22.00, aðgangseyrir er 1000 krónur
og aldurstakmark er 20 ára.
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 57
VALIÐ hefur verið stuðningslag
fyrir enska landsliðið í knattspyrnu
sem tekur þátt í Evrópukeppninni í
Portúgal í sumar. Lagið er gamalt,
frá árinu 1990 og heitir „Altoget-
her Now“. Það var hljómsveitin
The Farm frá Liverpool sem þá
flutti lagið en nú hefur Dj Spoony
endurnýjað það og bætt við röddum
drengjakórs St. Francis Xavier.
Lagið hefur tvisvar sinnum slegið í
gegn. Upprunalega náði það í 24.
sæti þegar Everton liðið bjó til sína
útgáfu af því árið 1995 til upphit-
unar fyrir úrslitaleikinn í enska
bikarnum.
Upprunalegi textinn fjallar um
það þegar óbreyttir breskir og
þýskir herliðar tóku sig til á jóla-
dag 1914, þegar fyrri heimstyrj-
öldin var nýhafin, og kepptu í fót-
bolta á hlutlausu svæði á
vesturvígstöðvunum.
Tilgangurinn með því að nota
lagið nú er að senda jákvæð skila-
boð um þann sameiningarkraft sem
fótboltinn getur falið í sér.
Lögin sem valin hafa verið sem
kappsöngvar í gegnum tíðina hafa
oftar en ekki slegið í gegn, lög eins
og Three Lions flutt af grínurunum
Baddiel og Skinner sem tvisvar hef-
ur náð á toppinn; fyrir Evrópu-
keppnina ’96 og heimsmeistara-
keppnina ’98. Þá voru Spice Girls
líka með lag, valið af Knattspyrnu-
sambandinu en það var ekki eins
vinsælt. Ant og Dec fluttu svo lagið
„We’re On The Ball“ fyrir heims-
meistarakeppnina 2002.
Þá er jafnan gefinn út haugur af
öðrum kappsöngvum enda freista
þess margir að græða á æðinu í
kringum slíka stórkeppni. Best
gekk „Vindaloo“ sem Keith Allen
gerði vinsælt árið 1998.
Englendingar velja hvatningarsöng fyrir Evrópukeppnina í Portúgal
„Allir saman nú!“
Allir saman nú!
Reuters
Þegar þessi unnandi enska lands-
liðsins vaknar til lífsins í sumar
mun hann vafalítið syngja nýja
hvatningarsönginn fullum hálsi.
TVEIR tónlistarmenn í San Fran-
cisco hafa tekið sig til og samið
kammertónlist við ræður Donalds
Rumsfelds varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna og gefið út á geisla-
diski.
Eftir að hafa hlustað á ræður hans
segjast þau hafa fundið sig knúin til
að semja tónlist við þær og flytja.
Diskurinn heitir The Poetry of
Donald Rumsfeld and Other Fresh
American Songs. Þar má meðal ann-
ars finna lagið The Unknown sem
samið er við ræðu sem hann hélt 12.
febrúar 2002 um stöðu mála í Írak.
Sópransöngkona að nafni Elender
Wall fer með texta ráðherrans en
ásamt henni vann Bryant Kong tón-
skáld og píanóleikari að plötunni.
Kong, sem er enginn aðdáandi rík-
isstjórnar George W. Bush, segir að
orð Rumsfelds virki úthugsuð en á
sama tíma kæruleysisleg, og oft ein-
faldlega skrítin.
Fullkomin blanda fyrir klassíska
tónlist, sagði Kong í viðtali við AP-
fréttastofuna. „Í lögunum kemur
fram að við teljum að Rumsfeld sé að
segja sögu sem gengur ekki upp –
hann er að reyna að selja stríð sem
ekki er hægt að réttlæta.“
Á meðal aðdáenda tónlistarinnar
er Rumsfeld sjálfur! „Það var ein-
hver sem gaf mér eintak af þessu og
þar er bara kona með stórkostlega
rödd sem syngur blaðamannafund-
ina mína,“ sagði ráðherrann á ráð-
stefnu blaðamanna nýverið.
Kong hefur íhugað að nota ræður
annarra stjórnmálamanna á svipað-
an hátt. Hann telur hins vegar að
George W. Bush Bandaríkjaforseti
sé ekki nægilega kjarnyrtur og ef
hann færi að nota ræður Johns
Kerry forsetaframbjóðanda demó-
krata myndu áheyrendur sofna. „Ég
held að ræða John Kerry yrði mjög
langt tónað ljóð. Það yrði að vera
minnst 45 mínútur að lengd.“
Donald Rumsfeld
á geisladiski
Reuters
Rumsfeld fílar diskinn vel!
NORRÆNA HÚSIÐ Bein útsending
verður á breiðtjaldi frá brúðkaups-
veislu Friðriks krónprins og Mary
Donaldson í Norræna húsinu í kvöld
kl. 19:00–22:00. Kaffistofan verður
opin og fólk getur tekið veitingar
með sér inn í salinn. Allir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir. Brúðkaupið
sjálft verður sýnt í Sjónvarpinu
klukkan 13.00 um daginn.
Í DAG
WHITE Stripes-liðinn Jack Stripe
ætlar að vinna með sveitasöngkon-
unni Lorettu Lynn á tveimur næstu
plötum hennar. Hann stýrði upp-
tökum á síðustu plötu hennar Van
Lear Rose auk þess sem hann tók
lagið og spilaði undir.
Lynn segir að aðdáendur hennar
þekki White Stripes. Þegar hún
spyrji á tónleikum hverjir þekki The
White Stripes fagni áheyrendur.
„Sveitatónlistarfólk veit hver hann
er,“ segir Lynn.
White segist fyrir sitt leyti ekki
telja að vinna hans með sveita-
tónlistarmanni trufli aðdáendur
White Stripes. Þegar þeir eldist,
muni þeir skilja að öll tónlist eigi sér
rætur í blúsnum, hvort sem það er
nýbylgja eða rokk. Sveitatónlist geri
það líka, hún sé alveg jafn mikilvæg.
AP
Jack White úr White Stripes er í
góðu gengi í sveitatónlistinni.
Jack White vinnur tvær
Sveita-
tónlistin
mikilvæg
plötur með Lorettu Lynn