Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haraldur BergurGuðmundsson,
fyrrverandi bifreiða-
stjóri hjá Stjórnar-
ráðinu, fæddist á
Stóru-Hvalsá í
Hrútafirði 10. októ-
ber 1910. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu í Reykjavík 3.
maí síðastliðinn. For-
eldrar Haraldar voru
Guðrún Ögmunds-
dóttir, f. 1870, d.
1966, og Guðmundur
Guðmundsson, f.
1877, d. 1917. Hálf-
systir Haralds, sammæðra, var
Hallfríður Þórey Hallgrímsdóttir,
kennari, f. 1896, d. 1959.
Hinn 9. desember 1944 gekk
Haraldur að eiga Valdísi Guð-
rúnu Þorkelsdóttur frá Hróðnýj-
arstöðum í Dölum, f. 22. ágúst
1918, og lifir hún mann sinn.
Þeirra dóttir er Guðrún Valgerð-
ur, f. 7. mars 1940, starfsmaður
hjá Sambandi íslenskra spari-
sjóða. Eiginmaður Guðrúnar Val-
gerðar er Guðlaugur H. Jör-
undssson, módelsmiður og
tónlistarmaður, f. 12. ágúst 1936,
ættaður frá Hellu í
Steingrímsfirði.
Haraldur flutti til
Reykjavíkur árið
1931 og átti þar
heimili síðan. Á
næstu árum sinnti
hann ýmsum störf-
um, m.a. akstri
leigubifreiða. Árið
1946 gerðist Harald-
ur bifreiðastjóri hjá
Stjórnarráði Íslands
og gegndi því starfi
nokkuð fram yfir
sjötugt. Af þeim ráð-
herrum, sem hann
þjónaði lengst, má nefna Eystein
Jónsson fjármálaráðherra,
Bjarna Benediktsson forsætisráð-
herra og Ólaf Jóhannesson for-
sætisráðherra. Hjá Alþingi starf-
aði Haraldur frá 1983 til 1989.
Haraldur var einn af stofnend-
um Átthagafélags Strandamanna,
sem stofnað var 1953, og starfaði
í félaginu um áratuga skeið. Hann
sat um árabil í stjórn félagsins og
var formaður þess 1967–1978.
Útför Haraldar verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú er liðin meira en hálf öld síðan
ég kynntist Haraldi Guðmundssyni,
fyrrverandi bifreiðastjóra hjá Stjórn-
arráðinu, sem í dag er kvaddur hinstu
kveðju. Sú vinátta sem þá var stofnað
til við Harald, konu hans Valdísi Guð-
rúnu (Vallý), dótturina Guðrúnu Val-
gerði (Bíbí) og síðar tengdasoninn
Guðlaug Jörundsson hefur sett svip
sinn á líf okkar og orðið traustari með
hverju nýju ári.
Árin hans Haraldar urðu 93 og þó
rúmlega hálfu ári betur. Hann var
gæddur góðri heilsu til hinstu stund-
ar og fór sinna ferða fram á síðasta
dag – fótgangandi, þegar svo bar
undir, en einnig akandi, enda hélt
hann gildu ökuskírteini þar til yfir
lauk.
Ég sagði stundum við hann, bæði í
gamni og alvöru, að við værum
tengdasynir Hróðnýjarstaðaættar,
en Þorkell Einarsson, tengdafaðir
hans, og Guðrún Einarsdóttir,
tengdamóðir mín, voru systkin. Ætt
þessi, sem er afar fjölmenn, kennir
sig við Hróðnýjarstaði í Laxárdal í
Dölum, en þar bjuggu ættfaðirinn
Þorkell Einarsson (1858–1958) og
ættmóðirin Ingiríður Hansdóttir
(1864–1938). Í Hróðnýjarstaðaætt er
frændrækni í miklum hávegum höfð
og lýsir sér m.a. í því að haldin eru
stórfengleg ættarmót á nokkurra ára
fresti. Það er vel við hæfi að geta um
þetta, þegar Haraldar er minnst, en
hann var einstaklega frændrækinn
maður og lét sér annt um að sinna vel
tengslum við vini sína. Hans góða
kona, dóttir og tengdasonur létu sinn
hlut hvergi eftir liggja í þessu efni.
Haraldur varð snemma þátttak-
andi í þeirri byltingu sem tilkoma bif-
reiða á Íslandi hafði í för með sér.
Hann tók bílpróf árið 1931, þá rúm-
lega tvítugur að aldri, og gerðist bif-
reiðastjóri hjá Stjórnarráði Íslands
árið 1946. Gegndi hann því starfi fram
yfir sjötugt, en eftir það starfaði hann
um árabil hjá Alþingi. Akstur með
æðstu ráðamenn þjóðarinnar varð
þannig ævistarf hans og því sinnti
hann af farsæld, árvekni og trúnaði.
Þeir ráðherrar, sem hann þjónaði
lengst, voru Eysteinn Jónsson, fjár-
málaráðherra, Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra, og Ólafur Jóhann-
esson, forsætisráðherra. Það hefur
ekki farið fram hjá okkur, vinum og
ættingjum Haraldar og Vallýjar, að
þau hafa notið mikillar vináttu og
ræktarsemi af hálfu fjölskyldna
þeirra ráðherra sem hann starfaði
lengst hjá.
Haraldur var manna skemmtileg-
astur við að ræða og samtalslist hans
var reist á einstakri frásagnargáfu.
Margar sögurnar hefur hann sagt
mér og mínu fólki um ferðir sínar
fram og aftur um landið með ráða-
menn þjóðarinnar. Lengi framan af
var vegakerfið vanþróað, margar ár
óbrúaðar og stórvirk tæki til snjó-
ruðnings ekki til. Þegar klaki fór úr
jörð á vori urðu margar leiðir ófærar
með öllu. Það lætur að líkum að við
þessar kringumstæður urðu dugnað-
ur, þrek og útsjónarsemi ökumanns-
ins að þeim lykilatriðum sem mestu
réðu um góð ferðalok. Eflaust hefur
Haraldur hlýtt á tal manna um marga
forvitnilega ráðagerð þegar hann var
í ferðum með æðstu menn þjóðarinn-
ar. Aldrei varð honum þó á að víkja
einu orði að slíkum hlutum. Í þessu
efni var trúnaður hans algjör og
breyttist í engu þó að árin færðust yf-
ir.
Halli og Vallý, eins og þau eru jafn-
an nefnd af ættingjum og vinum, voru
einkar samhent í öllu því sem þau
tóku sér fyrir hendur. Yfir heimili
þeirra, fyrst á Vesturgötu og síðan í
Fornhaga, hefur alltaf verið sérstak-
ur blær mikillar hlýju og ljúfrar gest-
risni. Þessi blær hefur gengið í arf til
Guðrúnar og Guðlaugs og maður
skynjar hann strax og stigið er inn
fyrir þröskuldinn á heimili þeirra.
Það er skoðun mín að þessi hlýi and-
blær eigi upptök sín á Hróðnýjarstöð-
um, enda varð góður andi þess heim-
ilis Jóhannesi úr Kötlum að yrkisefni
fyrir margt löngu.
Við Inga urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga ljúfa samverustund
með Haraldi og Vallý á Fornhaga 22
aðeins tveim dögum áður en hann
brást við því kalli sem átti sér engan
fyrirboða. Í anddyrinu kvaddi hann
okkur af þeirri ástúð og ljúfmennsku,
sem honum var lagin, og sagði eins og
svo oft áður: „Komið þið sem fyrst
aftur, elskurnar mínar.“ Þó að vinur
okkar sé horfinn af vettvangi um sinn
munum við halda áfram að koma í
Fornhagann og við munum skynja
nærveru hans á þessu fagra heimili
sem svo margar góðar minningar eru
bundnar við.
Við Inga biðjum Guð að styrkja
Vallý, Bíbí og Guðlaug á þessum erf-
iðu tímamótum. Haraldi þökkum við
áratuga samfylgd og vináttu og biðj-
um honum blessunar Guðs.
Sigurður Markússon.
Á jörðu er lífsgöngu lokið,
leið þín bar hamingjufeng.
Í lífinu axlaðir okið
til öldungs frá hugljúfum dreng.
Að elska gaf ástríka móður.
– Ást er sem vorsól á hjarn.
Við alla varst glaður og góður
og Guði hið einlæga barn.
Lífsstarfið – leiðtogum aka
þá löngu og torsóttu slóð.
Trúr þeim að vinna og vaka
til velferðar landi og þjóð.
Þína minningu, Halli, við hyllum.
– Heimferðin verður þér greið.
Ef lendum í vegarins villum
þú vís ert að rétta okkar leið.
Og ástvinir bljúgir þig blessa,
þú bestur af öllum varst þeim.
Með geðinu góða og hressa
þú glaður munt aka þeim heim.
Þér leikandi létt var um sporið
og ljómaðir síðustu jól.
Nú helkalt er hlýjasta vorið
en í heiði skín rísandi sól.
(V.H.J.)
Elsku Vallý, Bíbí, Laugi, ættingjar
og vinir, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öllum
minningu hans.
Sjöfn, Vígþór og börn.
10.10.10 var fæðingardagur Har-
aldar, eða Halla eins og hann var jafn-
an kallaður. Einstakt og skemmtilegt
að hafa kennitölu sem byrjar svona.
Einstakur og skemmtilegur maður
sem við kveðjum í dag, maður sem
laðaði fólk að sér. Alltaf opið hús hjá
Halla og Vallý, frænku okkar, og eftir
annasama mánuði og prófatörn
skyldi farið í heimsókn við fyrsta
tækifæri. En þá kom sorgarfregnin.
Halli kvaddi óvænt. Og þó? Hann var
kominn þrjú ár yfir nírætt.
Þau hjónin hafa lagt mikið upp úr
því að rækta frændsemi og vinskap.
Þar sem frændgarður Halla er ekki
mikill má segja að ætt Vallýjar, Hróð-
nýjarstaðaættin, hafi „ættleitt“ hann.
Í gegnum árin höfum við kynnst
mörgu fólki á þeirra heimili og er ekki
að efa að þau hjónin eiga sinn þátt í
því hversu margar frænkur og
frændur við þekkjum. Það segir líka
margt um Halla að börn og fjölskyld-
ur þeirra ráðherra sem hann keyrði
um árabil skuli hafa haldið sambandi
alla tíð svo og fyrrum samstarfsfólk á
Alþingi.
Það var glaður maður sem fór af
fundi okkar mæðgna fyrir hartnær
nítján árum þegar óskað var eftir því
að skíra í höfuðið á Vallý. Það var
aldrei neinum vafa undirorpið þegar
Halli var ánægður. Reyndar munum
við aldrei eftir honum öðruvísi. Og
hann heilsaði og kvaddi alltaf svo
innilega.
Þegar hugurinn reikar á Fornhag-
ann komumst við ekki hjá því að
minnast á köldustu Coke flöskurnar í
bænum úr ameríska ísskápnum sem
kominn er til ára sinna en stendur
alltaf fyrir sínu. Eða brjóstsykurmol-
ana í skálinni í stofunni. Alltaf kon-
fekt í skál á eldhúsborðinu. „Svona
elskurnar mínar. Fáið ykkur nú kon-
fekt.“ Halli að koma úr göngutúr.
Halli nýbúinn að moka snjó af tröpp-
unum. Þetta er brot minninga sem
mun lifa með okkur.
Halla verður sárt saknað en mest-
ur er söknuðurinn hjá Vallý sem sér á
eftir lífsförunauti sínum, svo og hjá
einkadótturinni Bíbí og eiginmanni
hennar, Guðlaugi, sem var Halla eins
og besti sonur. Samband þeirra allra
hefur verið einstakt þar sem vænt-
umþykja og ástúð hefur setið í fyr-
irrúmi. Með þau öll við hlið sér má
sannarlega segja að Halli hafi notið
lífsins til síðasta dags. Við biðjum al-
góðan Guð að styrkja þau í sorginni
og blessa minningu Haraldar.
„Dauðinn og ástin eru vængirnir
sem bera góðan mann til himins.“
(Michelangelo.)
Guðríður og Valdís Guðrún.
Nú eru tæp 34 ár, frá því að Har-
aldur Guðmundsson ók foreldrum
mínum í ráðherrabílnum í síðasta
sinn. Það var áður en við Rut eign-
uðumst okkar börn, en þau hafa engu
að síður alist upp við, að Haraldur og
Valdís, hans ágæta kona, væru þátt-
takendur í stórum stundum fjölskyld-
unnar og nutu vináttu þeirra hjóna og
góðvildar.
Við kveðjum því öll Harald með
söknuði á þessari stundu og þökkum
góð kynni undanfarin 45 ár eða frá því
að hann kom inn í fjölskylduna í Háu-
hlíð við myndun viðreisnarstjórnar-
innar árið 1959, þegar hann varð bíl-
stjóri hjá föður mínum og auðveldaði
honum síðan störfin allt til dauða-
dags. Var með þeim góð vinátta og
gagnkvæm virðing, sem aldrei féll á
skuggi, þótt þeir væru ekki endilega
sammála í stjórnmálum.
Haraldur var lipur og greiðvikinn
auk þess að vera einstaklega traustur
bílstjóri, sem aldrei tók neina áhættu
og skilaði farþegum sínum af öryggi á
leiðarenda. Á þessum árum var bíla-
eign ekki eins almenn og nú á tímum
og hjá okkur var ekki aðgangur að
öðrum bíl en þeim, sem Haraldur ók,
svo að hann sinnti af ljúfmennsku
ýmsum snúningum fyrir móður mína
og oft fengum við systkinin að sitja í á
milli staða.
Haraldur bjó mig undir bílpróf á
sínum tíma, þannig að hjá honum
fékk ég þá leiðsögn í akstri, sem hefur
dugað mér vel alla tíð síðan. Við
Hrafn, mágur minn, keyptum af hon-
um gamlan og virðulegan bíl, sem var
einstaklega vel með farinn og vakti
athygli fyrir glæsileika. Við vissum,
að ekki þurfti að kvíða því, að fyrri
eigandi bílsins, hefði ekki hugsað vel
um gripinn.
Haraldur naut elliáranna vel ef
marka má gleði hans og veldvildina
frá honum í hvert sinn, sem við hitt-
umst. Á kveðjustundu þökkum við
honum góða og langa samfylgd og
sendum Valdísi, Guðrúnu, dóttur
þeirra, Guðlaugi manni hennar og
öðrum ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Haralds Guð-
mundssonar.
Björn Bjarnason.
Látinn er Haraldur Guðmundsson
bifreiðarstjóri. Má þar margur sakna
vinar í stað.
Haraldur náði háum aldri en var
hress og kátur og gjarnan með
spaugsyrði á vörum þar til skyndilega
yfir lauk. Þar fór maður sem jafnan
var fengur að eiga orðastað við. Hann
var vinfastur, gæddur góðri eðlis-
greind, maður athugull og orðvar.
Hann hafði gert bifreiðarakstur að
lífsstarfi. Hann ók jafnan heilum
vagni heim. Þar fór saman færni og
samviskusemi sem færði hverjum
sem naut þjónustu hans það öryggi
sem mest er um vert. Hann var eft-
irsóttur bifreiðarstjóri.
Það var því engin tilviljun að hann
væri ráðinn til stjórnarráðsins að
keyra æðstu ráðamönnum og flokks-
foringjum þjóðarinnar hverjum af
öðrum eftir því sem þeirra naut við.
Þegar Haraldur hafði náð þeim
aldri er venja er að leggja árar í bát
var hann ráðinn til Alþingis til sinna
venjubundinna starfa og þannig var
þar notið starfskrafta hans um nokk-
ur ár. Þar var hann liðgengur sem
maður á besta aldri að fjöri og fersk-
leika. Þar átti ég því að fagna að njóta
eðliskosta hans að eigin raun.
Haraldar verður minnst af öllum
sem áttu því láni að fagna að njóta
verka hans og eiga að vini. Mestur er
missir þeirra sem næst stóðu, eigin-
konunnar Valdísar sem var honum sá
lífsförunautur sem best verður kosið
og einkadótturinnar Guðrúnar sem
ekki sá sólina fyrir föður sínum. Þeim
og öðrum ástvinum eru færðar sam-
úðarkveðjur.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
Góður fyrrverandi vinnufélagi okk-
ar, og vinur æ síðan, Haraldur Guð-
mundsson, hefur kvatt. Hann lifði
lengi, lifði lífinu vel og dó fallega.
Haraldur kom til starfa á skrifstofu
Alþingis haustið 1983, að undirlagi
nýkjörins forseta, Þorv. Garðars
Kristjánssonar. Hann var þó enginn
nýliði í því húsi. Þar hafði hann dvalist
marga stund undanfarin rúman ald-
arþriðjung, beðið meðan húsbændur
hans lykju þar erindum sínum en það
voru helstu stjórnmálaforingjar Ís-
lendinga eftir stríð. Efi er á að slíkir
höfðingjar hafi nokkru sinni haft
trúrri þjón eða þagmælskari í sinni
þjónustu. Hann hafði kynnst starfs-
fólki þingsins og skapað sér gott orð í
hópi þess.
Þegar Haraldur hóf að starfa á
skrifstofunni 1983 var hann við ýmsa
skjalasýslu, sótti skjöl, flokkaði og
keyrði þau í stofnanir sem voru í
áskrift að þingskjölum. En jafnframt
var hann í snúningum með bíl sinn,
aldrei verklaus. En ef laus stund
fannst var hann ávallt reiðubúinn að
bjarga okkur með smákvabb og gera
okkur greiða.
Haraldur var einstæður samstarfs-
maður, alltaf syngjandi glaður, kank-
vís og með gamanyrði á vörum, sögu-
maður góður. Fyrir kom að önnur
augabrúnin seig og hann leit hvasst á
okkur en það var þá helst þegar ráð-
leysi var eða töluð orð stóðu ekki. Það
var því alltaf gott að hafa hann í ná-
vist sinni.
Þannig lék lífslánið við Harald.
Hann átti yndislega fjölskyldu og
henni fengum við að kynnast og
þangað var gott að koma, höfðingleg-
ar móttökur á gamla íslenska vísu. Í
eftirminnilegu níræðisafmæli hans
kom ótrúlega stór hópur saman til að
samgleðjast honum og þar var af-
mælisbarnið kátast af öllum, sýndist
tuttugu árum yngri en kirkjubókin
sagði. Það var eins og hann eltist ekki
áratugum saman.
Haraldur Guðmundsson skilur eft-
ir hlýjar og notalegar minningar um
góðan mann og gleðivafinn. Við fyrr-
verandi samstarfsfólk hans á skrif-
stofu Alþingis sendum Valdísi, dóttur
hans, tengdasyni og venslafólki öllu
okkar innilegustu samúðarkveðjur
við fráfall hans.
Samstarfsfólk á skrifstofu
Alþingis.
Jafnt og þétt fækkar samstarfs- og
samferðafólki. Í dag kveðjum við
sveitunga minn Harald Guðmunds-
son frá Kollsá í Bæjarhreppi í
Strandasýslu.
Leiðir okkar Haralds lágu saman í
Átthagafélagi Strandamanna í
Reykjavík. Vegna aldursmunar voru
okkar kynni lítil í sveitinni.
Það er öllum í blóð borið að þykja
vænt um það umhverfi sem fóstraði
þá. Hin ramma taug – hin dula kennd
sem tengir okkur við átthagana er
undirrót þess að fólk frá hinum ýmsu
byggðum, sem sest hefur að í þétt-
býli, hefur fundið hjá sér þörf til að
mynda félög – átthagafélög. Þessi fé-
lög gefa fólki frá sama héraði tæki-
færi til að hittast, viðhalda gömlum
kynnum, minnast æskustöðvanna og
koma í veg fyrir að tengslin við
heimabyggðina rofni.
Haraldur Guðmundsson var einn
af frumkvöðlum þess að Stranda-
menn í Reykjavík stofnuðu formlega
sitt átthagafélag 6. febrúar 1953. Fé-
lagið hófst þegar handa með þrótt-
mikið starf og alla tíð hefur það haldið
uppi fjölþættri starfsemi og er svo
enn í dag. Margir hafa lagt hönd á
plóginn og unnið mikið fórnfúst starf.
En ég tel að fyrsta aldarfjórðunginn í
sögu félagsins hafi Haraldur lagt
mest af mörkum, verið aðaldrifkraft-
urinn. Hann tók strax sæti í fyrstu
stjórn Átthagafélagsins og var óslitið
í stjórn til 1978, þar af formaður í ell-
efu ár frá 1967 til 1978.
Strandapósturinn, ársrit Átthaga-
félagsins, hóf göngu sína 1967. Allt
frá upphafi sá Haraldur um dreifingu
ritsins og í mörg ár eftir að hann lét af
formennsku hélt hann því starfi
áfram. Á Fornhaga 22, heimili Har-
alds og Valdísar, kom ritnefndin sam-
HARALDUR
GUÐMUNDSSON
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is