Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 27

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 27 It’s how you live Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Úrval af fatnaði frá Simply Stærðir 38-56 Tryggjum hverju barni heilsu-vernd, menntun, jafnrétti,umhyggju. Eflum mannúð.“ Þetta eru kjörorð Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem stendur í þessum mánuði fyrir söfnunarátaki hér á landi. Leitað er til einstaklinga um að styrkja UNICEF með því að gerast heimsforeldri, þ.e. greiða 1.000 krónur eða meira á mánuði til að veita varnarlausum og vannærðum börnum tækifæri og hamingju í líf- inu. UNICEF eru stærstu hjálp- arsamtök fyrir börn í heiminum og starfa í 158 löndum alls, að sögn Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur, skrifstofustjóra Miðstöðvar Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi. UNI- CEF var stofnað árið 1946 og er einn stærsti sjóður innan Samein- uðu þjóðanna. Í dag starfa um 7 þúsund manns í 158 löndum á veg- um UNICEF. UNICEF á Íslandi var stofnað í mars sl. og verndari söfnunarátaksins sem nú stendur yfir er Vigdís Finnbogadóttir fyrr- verandi forseti Íslands. Einn þriðji af tekjum UNICEF kemur frá einstaklingum og meðal barna sem þurfa á hjálp að halda eru Fatima frá Súdan sem býr nú í flóttamannabúðum í Chad og Sammy frá Vestur-Afríkuríkinu Gabon. Heimsforeldrar geta veitt þeim og fleiri börnum aðstoð.  BÖRN | UNICEF safnar fyrir vannærð og varnarlaus börn Heimsforeldrar veita tækifæri og hamingju TENGLAR ..................................................... www.unicef.is „ÉG HEITI Fatima. Ég er níu ára. Við þurftum að flýja frá þorpinu okkar þegar þeir réðust á það og kveiktu í því. Ég flúði um nótt með mömmu minni og litla bróður og systrum mínum. Við þurftum að skilja allt eftir. Við eigum bara fötin okkar. Við gengum svo lengi til að komast hingað. Pabbi minn er ekki með okkur. Ég vil ekki fara aftur í þorpið okkar. Ég er of hrædd... ég vil ekki verða drepin. Ég er örugg hér.“ 110 þúsund flóttamenn frá Súd- an, að meirihluta börn og konur, hafa flúið til Chad í kjölfar grimmilegra árása á þorpin þeirra þar sem almennir borgarar voru drepnir, konum nauðgað, þorp brennd og búfénaði stolið. UNICEF aðstoðar flóttamenn- ina í Chad m.a. með því að dreifa teppum, skólabókum og neyð- arpökkum, stuðla að bólusetn- ingum gegn mislingum, auknu hreinlæti og betri heilsugæslu. Í flóttamannabúðum: Fatima, 9 ára frá Súdan, er flóttamaður í Chad. Ég vil ekki verða drepin  FATIMA FRÁ SÚDAN BÝR Í CHAD „ÉG HEITI Sammy. Ég er tólf ára. Ég á heima í litlu fiskiþorpi, Sisitok, fyrir utan Libreville í Gabon. Ég bý með mömmu minni og tveimur systrum. Ég get ekki farið í skóla af því að fjölskyldan mín er of fátæk. Ég fer snemma á fætur á hverjum degi og fer út á sjó á eintrján- ingnum mínum til að veiða. Svo fer ég upp á vegarbrúnina og sel fisk- inn þeim sem keyra fram hjá. Ég held að ég hafi verið með mislinga einu sinni – ég var mjög veikur, með mikinn hita og fullt af útbrotum. Við eigum aldrei nóga peninga til að fara á heilsugæslustöðina þegar við verðum veik. Svo að þegar ég fékk mislinga, gaf mamma mér venjulegt meðal, möluð lauf af manjokrunna, sem hún bar á útbrotin. Ég drakk líka vatn sem var búið að blanda með manjoklaufum. Ég var mjög veikur en mér er batnað núna af því að ég er sterkur. Ég veit ekki hvort litlu systur mínar eða ég höfum ver- ið bólusett fyrir mislingum. En ég held ekki.“ Þúsundir barna í Gabon búa við fátækt og lélega heilsugæslu og hafa aldrei verið bólusett gegn misl- ingum. UNICEF mun standa fyrir bólusetningarátaki þar í lok þessa árs og verða 799 þúsund börn á aldrinum 9 mánaða til 14 ára bólu- sett gegn mislingum. Dauðsföllum vegna mislinga í heiminum hefur fækkað um 30% á milli áranna 1999 og 2002, úr 869 þúsund árið 1999 í 610 þúsund árið 2002. Mislingar: Sammy, 12 ára frá Gabon, fékk ekki læknishjálp. Ég var mjög veikur  SAMMY FRÁ GABON Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.