Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 11 MAGNÚS Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri SkjásEins, segir að þær raddir hafi heyrst frá Norður- ljósum að þær breytingar sem gerðar voru á fjölmiðlafrumvarp- inu svokallaða hafi verið sérsniðn- ar fyrir SkjáEinn. Hann vísar því algjörlega á bug. Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu er að gert er ráð fyrir að markaðsráð- andi fyrirtæki á öðru sviði en fjöl- miðlun, megi eiga allt að 5% hlut í ljósvakamiðli og er markaðsráð- andi fyrirtæki skilgreint sem fyr- irtæki eða samsteypa sem veltir yfir tveimur milljörðum króna á ári. Íslandsbanki á tæplega 5% hlut í SkjáEinum. „Það myndi ekki breyta neinu, hvorki fyrir félagið né Íslandsbanka þó að hann losaði sig út, því að hann er ekki við- skiptabanki félagsins og það er út af eldgömlum málum sem hann er hér inni,“ segir Magnús. Hann segir að eins hafi Norður- ljósamenn talið að tveggja millj- arða reglan væri sérsniðin fyrir SkjáEinn vegna IKEA. Norðurljós hafi haft upplýsingar um að velta IKEA væri um 1.840 milljónir. Magnús segir að sú tala sé tveggja ára gömul. „Staðan er sú að velta IKEA á síðasta ári er yfir tveimur milljörðum þannig að ef þetta var sérsniðið þá heppnaðist það voða- lega illa. Þannig að þetta er úr lausu lofti gripið.“ Ekki sé heldur víst að þetta ákvæði hefði áhrif á starf Skjás- Eins. „Það er ekki IKEA sem á [í SkjáEinum] heldur fjárfestingar- félag þar sem Pálmasynir eru hluthafar.“ Magnús hefur komið á fund alls- herjarnefndar og menntamála- nefndar til að ræða um frumvarpið og segir að hann hafi ekki gert at- hugasemdir við ákveðin atriði frumvarpsins, hvorki í upphafi né við breytingartillögurnar. „Það er verk stjórnmálamanna að leysa þessi frumvarpsmál, síðan þurfum við bara væntanlega að laga okkur að löggjöfinni.“ Gætu boðið hillupláss og heildarlausn Hann hafi fyrst og fremst tjáð sig um það samkeppnisumhverfi sem SkjárEinn búi við. „Það er ekki heppileg staða á markaði sem er drifinn af auglýsingum, að fyr- irtæki á borð við Baug hafi svona mikil völd og áhrif í auglýsinga- sölu,“ segir Magnús. Aðspurður segir hann að SkjáEinum hafi ekki gengið erfiðlega að fá auglýsingar frá fyrirtækjum Baugs. „Nei, ég ætla ekki að kvarta. Í fyrsta lagi er eignarhaldið á Norðurljósum mjög nýlega breytt og flestir birt- ingarsamningar á auglýsingum eru mjög langir, oft til sex eða tólf mánaða, þannig að við myndum aldrei verða varir við þær breyt- ingar fyrr en síðar á árinu og ég vona að svo verði ekki.“ Hann segir að ákveðinn vandi gæti komið fram vegna stærðar Baugs á matvörumarkaði og að- komu að fjölmiðlum. Fyrirtæki á borð við Baug gæti bæði stjórnað hilluplássinu og markaðsaðgerðum heildsala og innflytjenda sem fara fram á hillupláss í verslunum fyr- irtækisins. Þannig gæti Baugur boðið heildsölum hillupláss í versl- unum sínum og í gegnum Norður- ljós sé hægt að bjóða heildarlausn á því hvernig eigi að markaðssetja vöruna. „Ég get ekki talað um að aug- lýsingar frá Baugstengdum aðilum séu að breytast hjá mér. Það sem ég myndi hafa meiri áhyggjur af er að einstakir heildsalar, sem eru kannski að auglýsa tómatsósu, séu að gera það á einhverjum ann- arlegum forsendum. Ég er ekki að segja að þetta sé svona vegna þeirrar stöðu sem er uppi í dag, en hún býður upp á þennan vanda.“ Norðurljós keyra upp innkaupaverð Magnús hefur sagt í fjölmiðlum að við óbreytt markaðsumhverfi geti SkjárEinn ekki starfað lengur en í átján mánuði. „Þetta er ekki vísindalega útreiknað. Ég er bara að segja að í þessu samkeppn- isumhverfi í dag geti lítill aðili eins og SkjárEinn ekki lifað samhliða svona aðila til lengri tíma. Átján mánuðir er bara gripið úr lausu lofti. Þeir segjast sjálfir [Norður- ljós] ætla að segja upp öllu sínu fólki um mánaðamótin. Þannig að þeir eru væntanlega að gefa til kynna að þeir geti ekki lifað leng- ur en í sex mánuði,“ segir hann. Magnús segir ástæðuna vera tví- þætta. „Við þrífumst í fyrsta lagi eingöngu á auglýsingatekjum og það er vandi á því hvernig þær muni dreifast í framtíðinni. Hins vegar virðast Norðurljós núna hafa ótakmarkaðan aðgang að fjár- magni til að keyra upp innkaupa- verð á erlendu efni og eins til þess að bjóða í starfsmenn okkar. Það er rekstrarumhverfi sem við get- um ekki keppt við.“ Inntur eftir því hvort 5% reglan gæti ekki gert nýjum fjölmiðlafyr- irtækjum erfitt að starfa, þar sem fjársterkir aðilar þurfi að koma inn með fjármagn í upphafi, og einhvers staðar frá verði það að koma, segir Magnús að það þrengi vissulega að. „En sem betur fer er útlit fyrir að innkoma í sjónvarpi verði mikið auðveldari. Þegar staf- rænt sjónvarp verður komið og sjónvarpsstöðvarnar þurfa ekki að fjárfesta lengur í eigin dreifikerfi og slíku, þá ætti innkoman að vera miklu auðveldari á markaðinn,“ segir hann. 42 hluthafar eiga í SkjáEinum Magnús segir að alls eigi 42 hluthafahópar í SkjáEinum. Þar eru tveir hópar stærstir og ráða þeir um 2⁄3 af félaginu í samein- ingu. Annar hópurinn er tengdur sonum Pálma Jónssonar og eru Gunnar Jóhann Birgisson, Hjörtur Nielsen og Kristinn Þór Geirsson í forsvari fyrir hinn hópinn. Þá á fjöldi smærri hluthafa í fyrirtæk- inu. Menn eiga allt niður í 0,01% hlut, en á síðustu fimm árum hefur hlutafé tvisvar sinnum verið fært niður. Uppi hafa verið hugmyndir um sameiningu Stöðvar 2 og Skjás- Eins, en Magnús segir að ekkert slíkt sé á borðinu nú. „Það voru viðræður í gangi síðasta haust, þá undir handleiðslu sameiginlegs viðskiptabanka. En þeim var slitið með aðkomu Jóns Ásgeirs [Jó- hannessonar] að félaginu [Norður- ljósum] og það eru engar viðræður í gangi í dag,“ segir hann. Magnús svarar því ekki játandi að SkjárEinn hefði áhuga á að sameinast Stöð 2. „Það er ekki hægt að hugsa um það í þessari óvissu sem er í dag. Við erum ekki að biðja um neinar samningavið- ræður.“ Geta ekki búið við óbreytt markaðsumhverfi Framkvæmdastjóri SkjásEins hafnar því algjörlega að breyt- ingar á fjölmiðlafrumvarpinu séu sérsniðnar fyrir SkjáEinn. Hann segir að SkjárEinn myndi ekki lifa lengi við núver- andi markaðsumhverfi og ákveðin hætta sé á að vandi skapist þegar fyrirtæki á borð við Baug geti bæði stjórnað hilluplássinu og markaðs- aðgerðum heildsala. Morgunblaðið/Jim Smart „Það er ekki heppileg staða á markaði, sem er drifinn af auglýsingum, að fyrirtæki á borð við Baug hafi svona mikil völd og áhrif í auglýsingasölu,“ segir Magnús Ragn- arsson, framkvæmdastjóri SkjásEins. Stjórnmálamenn leysi ágreining um fjölmiðlafrumvarpið sem stöðin tók tali um hvort þessi mikli kostnaður ríkisins af brúð- kaupinu væri réttlætanlegur. Saman um aldur og ævi Eftir brúðkaupið taka ýmis kon- ungleg skyldustörf við. Friðrik er sem krónprins staðgengill Mar- grétar Þórhildar drottningar og þarf iðulega að taka á móti erlend- um gestum og sinna öðrum erind- um. Mary mun væntanlega gerast verndari ýmissa samtaka og taka þátt í góðgerðarstarfi. Meðlimir konungsfjölskyldunnar eru gjarn- an viðstaddir hvers kyns viðburði og hin verðandi krónprinsessa hef- ur til að mynda þegar samþykkt að veita verðlaun á Danmerkurmeist- aramóti smáhesta í Silkiborg í næsta mánuði. Í júní munu ríkis- arfahjónin einnig ferðast til Græn- lands ásamt drottningunni og Hin- rik prinsi, og í júlí sigla þau eftir strönd Jótlands á konunglegu skút- unni Dannebrog. Í ágúst verða þau síðan viðstödd Ólympíuleikana í Aþenu. Hjónin munu eiga heimili bæði í Fredensborg og Amalíuborg. Í við- tali sem danska ríkissjónvarpið sýndi fyrr í vikunni sagði Mary að þau Friðrik gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvægt það væri fyr- ir konungdæmið að hjónaband þeirra yrði farsælt og að ekki kæmi til skilnaðar. Kvaðst hún finna í hjarta sínu að þau yrðu saman um aldur og ævi. „Við vitum bæði að það er nauðsynlegt að rækta sam- bandið, að tala opinskátt saman og sýna gagnkvæma virðingu,“ sagði Mary í sjónvarpsviðtalinu og bætti við að þau bættu hvort annað upp. Reuters Reiðmenn æfðu í gær fylgd með brúðhjónunum að dómkirkjunni í Kaup- mannahöfn þar sem Friðrik krónprins og Mary Donaldson verða gefin saman í dag. Lögregla á von á því að 250 þúsund manns muni flykkjast á götur borgarinnar til að sjá hestvagni brúðhjónanna bregða fyrir. Mary Donaldson sótti í gær móttöku í Kristjánsborgarhöll í tilefni af brúð- kaupinu í dag. Hermt er að hún sé fyrsti Ástralinn, sem giftist inn í evr- ópska konungsætt, sem enn situr við völd. vaxið er eðli hennar hið sama og fyrr, þ.e. alhliða fjármálaþjónusta til fyrirtækja og einstaklinga. Þess má geta að innlán í útibúinu nema nú yfir 3,1 milljarði króna og útlán bankans til Vestfjarða yfir 5 millj- örðum. Tólf útibússtjórar Ellefu útbússtjórar hafa fylgt í fótspor Þorvaldar sem gegndi starfinu til ársins 1914. Þeir eru sem hér segir að Þorvaldi frátöld- um: Jón A. Jónsson, 1914–23, Helgi Guðmundsson, 1923–26, Sigurjón Þ. Jónsson, 1926–37, Guðjón E. Jónsson, 1937–51, Einar B. Ingv- arsson, 1951–68, sem jafnframt hefur gegnt starfinu lengst allra, Georg Hansen, 1969–71, Helgi Jónsson, 1972–77, Þór Guðmunds- son, 1977–78, Haraldur Valsteins- son, 1979–85, Birgir Jónsson, 1986–95 og núverandi útibússtjóri, Brynjólfur Þór Brynjólfsson. Fyrstu fjórtán árin var útibú Landsbankans til húsa á Banka- götu, nú Mánagötu. Þaðan lá leiðin í safnaðarhúsið Hebron við Sól- götu. Árið 1926 fluttist bankinn í Stjörnuna, Pólgötu 10 og árið 1934 í Aðalstræti 24. Í dag er bankinn til húsa á Pólgötu 1. Árið 1934 flutti Landsbankinn í Aðalstræti 24.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.