Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins
verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, ekki viðstaddur konunglegt brúðkaup
í Kaupmannahöfn í dag, eins og hann hafði
ráðgert, og verður því á landinu áfram eftir
að hann breytti óvænt ferðaáætlun sinni frá
Mexíkó á miðvikudag.
Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til
Kaupmannahafnar eftir hádegi í gær og var
viðstödd hátíðarsýningu í Konunglega leik-
húsinu í gærkvöld til heiðurs Friðriki, krón-
prins Dana, og Mary Donaldson, heitkonu
hans. Á sama tíma var Ólafur Ragnar við-
staddur frumsýningu í Borgarleikhúsinu á
leikritinu um Don Kíkóta.
Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
vildi Örnólfur Thorsson hjá forsetaembætt-
inu ekki upplýsa hvernig dagskrá forsetans
yrði háttað. Engar ákvarðanir hefðu verið
teknar um ferðalag forsetans en tilkynning
yrði send út til fjölmiðla frá embættinu í dag.
Dorrit Moussaieff sækir eins og aðrir
brúðkaupsgestir hádegisverð í boði Dana-
drottningar um borð í Dannebrog í dag. Sjálf
athöfnin hefst í Vorrar frúar kirkju kl. 14 að
íslenskum tíma og eftir að brúðhjónin eru bú-
in að heilsa dönsku þjóðinni halda þau til
brúðkaupsveislu í höll konungsfjölskyldunn-
ar í Kaupmannahöfn.
Ólafur Ragnar er 61 árs í dag, 14. maí.
Fyrir ári gekk hann að eiga heitkonu sína,
Dorrit Moussaieff, og eiga þau því eins árs
brúðkaupsafmæli í dag.
Fer líklega
ekki í
brúðkaupið
HAUKAR úr Hafnarfirði voru krýndir Ís-
landsmeistarar í handknattleik karla annað
árið í röð þegar þeir báru sigurorð af Val,
33:31, í þriðja úrslitaleik liðanna að Ásvöllum í
gærkvöld. Fyrirliðinn, Halldór Ingólfsson, og
Þorkell Magnússon halda hér bikarnum á milli
sín í sigurfögnuði Haukanna á Ásvöllum. Þetta
er fjórði meistaratitill Hauka á fimm árum og
sá annar í röð./54–55
Morgunblaðið/ÞÖK
Haukar hampa Íslandsmeistaratitlinum
TVEIMUR mönnum af netabátnum Sigur-
björgu KE 16 var bjargað um borð í hand-
færabátinn Mumma GK 121 skammt vestur
af Reykjanestá, í Reykjanesröstinni, á átt-
unda tímanum í gærkvöldi. Er Mummi kom
að, eftir að áhöfnin hafði séð til neyðarblyss
frá bátnum, maraði Sigurbjörg í hálfu kafi
og mennirnir voru að klæða sig í flotgalla.
Þá sakaði ekki en eftir að um borð í Mumma
var komið gátu bátsverjar ekki annað gert
en horft á Sigurbjörgu sökkva í sæ. Gott
veður var á þessum slóðum í gærkvöldi.
Áhöfn Mumma lét Tilkynningaskyldu
Slysavarnafélagsins vita af atvikinu, og
kallaði hún út björgunarbátinn Odd V.
Gíslason frá Grindavík. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var í viðbragðsstöðu en þurfti
ekki að fara í loftið.
Morgunblaðið náði tali af skipstjóra
Mumma, Sigurði Steinþórssyni, á leið til
Grindavíkur með skipbrotsmennina. Þeir
vildu ekki tjá sig um atvikið þegar eftir því
var leitað. Að sögn Sigurðar mun leki hafa
komið að bátnum. Hann hafi sokkið rúmri
klukkustund eftir að mennirnir voru hólpn-
ir. Sigurbjörg KE 16 var 17 tonna trébátur,
smíðaður árið 1970 á Fáskrúðsfirði. Hann
var að sögn Sigurðar á leið til Grindavíkur
að loknum netaveiðum er hann sökk.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Annar bátsverjanna af Sigurbjörgu KE,
Grétar Sigurðsson, á tali við lögreglu-
mann við komuna til Grindavíkur í gær-
kvöldi og í bílnum situr bátsfélagi hans,
Anton Hjaltason.
Horfðu á
Sigurbjörgu
sökkva
ÚTGERÐIR sóknardagabáta fá að
velja milli þess að stunda áfram
veiðar í sóknardagakerfi eða fá út-
hlutað kvóta, verði frumvarp sem
sjávarútvegsráðherra hefur lagt
fram, samþykkt á Alþingi.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
sóknardagabátar geti fengið kvóta
miðað við veiðireynslu þeirra á öðru
af síðustu tveimur fiskveiðiárum.
Árni M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, leggur áherslu á að
ekki sé verið að taka veiðiheimildir
af öðrum til að færa á dagabáta.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir útvegs-
menn leggjast alfarið gegn
frumvarpinu. Hann segir það koma
sér mjög á óvart hversu mikinn
kvóta sjávarútvegsráðherra ætli að
færa dagabátunum. Einnig sé með
ólíkindum að ráðherrann ætli enn
einu sinni að skilja málefni daga-
báta eftir ókláruð. Hann segir að af
tvennu illu væri óbreytt sóknar-
dagakerfi skárra en það kerfi sem
frumvarpið geri ráð fyrir. „LÍÚ
mun fara þess á leit við þingmenn
að þeir samþykki ekki frumvarpið
óbreytt,“ segir Friðrik.
Óttar Már Ingvarsson er einn
þeirra dagabátaeigenda sem þrýst
hafa á um kvótasetningu. Honum
líst vel á frumvarpið, það sé í sam-
ræmi við það sem lagt var upp með.
Hann segir skiptinguna sanngjarna
og með því að gera mönnum kleift
að miða aflareynslu við eitt ár sé
komið til móts við þá sem séu nýir í
kerfinu. Þeir sem ekki treysti sér í
krókaaflamarkskerfi geti valið að
vera áfram í dagakerfinu. Hann tel-
ur þó að leggja hefði átt dagakerfið
alfarið niður. Hann á ekki von á
öðru en að Landssamband smá-
bátaeigenda og aðildarfélög þess
muni styðja frumvarpið heils hugar.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir sjávarútvegsráðherra hafa
farið á bak við sambandið og að
frumvarpið miði í raun að því að
gera út af við sóknardagakerfið.
Útvegsmenn á móti frum-
varpi um kvóta dagabáta
Frá engum/12
LÖGFRÆÐINGAR sem ritað hafa greinar í
fræðirit á síðari árum um valdsvið forseta Ís-
lands, eru ekki á einu máli um hvernig skýra
beri ákvæði stjórnarskrárinnar (26. grein), um
mögulegt synjunarvald forseta þegar lagafrum-
vörp eru borin undir hann til staðfestingar.
Þór Vilhjálmsson, fyrrv. prófessor og hæsta-
réttardómari og Þórður Bogason héraðsdóms-
lögmaður hafa báðir komist að þeirri niðurstöðu
að forseti geti ekki synjað lögum staðfestingar.
Sigurður Líndal, fyrrv. lagaprófessor, er á öðru
máli og segir forseta heimilt að stjórnlögum að
neita að undirrita lagafrumvörp.
Eingöngu formsatriði
Þór Vilhjálmsson gerir grein fyrir niðurstöð-
um sínum í grein sem birtist í afmælisriti til
heiðurs Gauki Jörundssyni, fyrrv. lagaprófess-
or, sextugum, árið 1994. Að mati hans hefur for-
seti ekki persónulegt vald til að synja lagafrum-
varpi staðfestingar. Vísar Þór m.a. til 13.
greinar stjórnarskrár sem segir að forseti láti
ráðherra framkvæma vald sitt. Undirskrift for-
seta við staðfestingu lagafrumvarpa sé ein-
göngu formsatriði og forseti yrði að hafa at-
beina ráðherra til synjunar samkvæmt 26. grein
stjórnarskrárinnar, ef sú lagagrein væri skýrð
með sama hætti og önnur ákvæði stjórnarskrár
um vald forseta.
„Forseti getur hafnað að staðfesta lagafrum-
varp og engin lagaleg úrræði eru til að þvinga
hann til þess,“ segir Sigurður Líndal í grein um
stjórnskipulega stöðu forseta Íslands, sem birt-
ist í Skírni árið 1992. Sigurður segir að í 26.
grein stjórnarskrárinnar sé áréttað að forseti
taki þátt í setningu laga og sé annar aðili lög-
gjafarvaldsins. Hann hafi skv. þessu ekki neit-
unarvald, heldur einungis málskotsrétt til þjóð-
arinnar.
Þórður Bogason kemst að þeirri niðurstöðu í
grein sem birtist árið 2001 í afmælisriti til heið-
urs Gunnari G. Schram, fyrrv. lagaprófessor, að
íslensk stjórnskipun geri ráð fyrir því að þáttur
forseta Íslands við setningu almennra laga sé
eingöngu formlegur og honum því skylt að stað-
festa lög frá Alþingi. Afleiðing þingræðis, skv.
íslenskri stjórnskipun, sé sú að persónulegt
synjunarvald forseta sé eingöngu að nafni til.
Skiptar skoðanir á hlut-
verki forseta Íslands
Morgunblaðið/Ómar
Andstæðar/Miðopna