Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2004 21 www.toyota.is Corolla Verso. Hversu Verso viltu vera? Sjaldan hefur einn bíll boðið upp á jafn marga möguleika með jafn einföldum hætti. Með einu handtaki breytirðu Corolla Verso úr 2 manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Hvert sæti er sjálfstæð eining sem leggst alveg niður svo gólfflöturinn verður rennisléttur og jafn. Þetta þýðir að þú getur á einu augnabliki lagað innra rými bílsins algjörlega eftir þörfum hverju sinni. Aksturinn er léttur og lipur, hönnunin glæsilega rennileg og bíllinn hlaðinn öllum þeim hágæða- og öryggisþáttum sem kröfuharðir ökumenn ganga að sem vísum. Corolla Verso er byltingarkenndur 7 manna fjölskyldubíll. Í honum má finna Toyota-Full Flat 7 kerfið þar sem með einu handtaki má breyta Corolla Verso úr 2ja manna flutningavagni í 7 manna fjölskyldubíl. Corolla Verso er búinn 1,8 lítra VVT-i vél sem skilar 129 hestöflum við 6.000 snúninga. Hann er búinn VSC stöðugleikakerfi, 9 loftpúðum sem hlífa öllum farþegum bílsins, ABS hemlakerfi með BA. Corolla Verso er fáanlegur með hefðbundinni beinskiptingu eða rafstýrðri beinskiptingu og kostar frá kr. 2.229.000. Sportbíll að utan - 7 manna ættarmót að innan. Easy Flat-7® Garðabær | Sigurveig Sæmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Flataskóla frá 1. ágúst 2004. Sigurveig starfar nú sem aðstoð- arskólastjóri Hofsstaðaskóla og hefur gegnt því starfi í átta ár. Sigurveig leysti skólastjóra Hofsstaðaskóla af í einn vetur en hún hefur starfað við skólann frá árinu 1982. Sigurveig hefur kennarapróf frá Kenn- araháskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið Dipl. Ed.-prófi í uppeldis- og menntunar- fræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands með áherslu á stjórnun. Auk þessa hef- ur Sigurveig sótt námskeið í kennslufræðum og mati á skólastarfi við Háskóla Íslands og Danmarks pedagogiske universitet.    Nýr skólastjóri Flataskóla Miðborgin | Kríudagurinn verður haldinn í Hljómskálagarðinum á laugardag og mun Þór- ólfur Árnason borgarstjóri bjóða kríuna form- lega velkomna til Reykja- víkur. Borgarstjóri flytur ávarp sitt kl. 15 við Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum, og eftir það verða flutt ljóð eft- ir Kristján Hreinsson, til- einkuð Kríunni. Tilefnið er koma kríunnar úr heims- reisu sinni, segir Ólafur Einarsson, framkvæmda- stjóri Fuglaverndar. Krían flýgur þvert yfir hnöttinn og má segja að hún lifi í ei- lífu sumri þar sem hún fer frá Íslandi til Evrópu, Suð- ur-Afríku, til Suðurheimskautsins og til baka ár hvert. Deginum er ætlað að vekja athygli á kríunni við Tjörnina, en samtals verpa á bilinu 60–150 pör við Reykjavíkurtjörn á hverju ári, segir Ólafur. Fuglevernd kvetur alla borgarbúa, fuglaáhugamenn og aðra, til að fjölmenna að Tjörninni og skoða kríuna í góðum félagsskap. Bjóða kríuna vel- komna á Tjörnina Velkominn gestur: Krían er komin á Reykjavíkurtjörn. Fossvogur | Fossvogsskóli hlaut á miðviku- dag í annað sinn viðurkenninguna grænfán- ann, sem Landvernd veitir fyrir góðan ár- angur í umhverfisstarfi, en grænfáninn nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nú hafa alls níu íslenskir skólar hlotið græn- fánann og bætast nokkrir við í sumar. Í tilefni þess komu margir góðir gestir m.a. umhverfisráðherra, borgarstjóri, fræðslustjóri og formaður fræðsluráðs í heimsókn í skólann. „Umhverfisráðherrar Fossvogsskóla“ skýrðu frá umhverfisstarfi skólans undanfarin ár. Þar kom fram að mik- ill árangur hefur náðst bæði hvað varðar umhverfismennt og rekstur skólans. Meðal umhverfisafreka skólans má nefna að allur lífrænn úrgangur úr skólastofum fer í safnkassa á skólalóð auk þess sem allur líf- rænn úrgangur úr fjögur hundruð manna mötuneyti skólans fer í jarðgerð. Þá er rusl flokkað í gæðapappír, blandaðan pappír, fernur, pappa, málma, gler og rafhlöður. Blandað sorp úr sorptunnum hefur þannig minnkað um helming síðan flokkun hófst. Þær hreinsivörur sem notaðar eru í skól- anum eru merktar Svaninum, viðurkenndu umhverfismerki. Í kennslu í náttúrufræði, lífsleikni og heimilisfræði er einnig mikil áhersla lögð á umhverfismennt og útikennsla hefur aukist. Gestir gerðu góðan róm að þeim árangri sem náðst hefur og töldu skólann vera flagg- skip menntastofnana hér á landi í umhverfis- málum. Hátíðinni lauk á skólalóðinni þar sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra af- henti, fyrir hönd Landverndar, Grænfánann í annað sinn, en Fossvogsskóli er eini skólinn á landinu sem hefur náð þessu takmarki. Stoltir krakkar taka starfið heim Auður Þórhallsdóttir, deildarstjóri verk- efna í Fossvogsskóla, segir þennan árangur vitnisburð um framúrskarandi starf og ásetning starfsmanna og nemenda skólans um umhverfisárangur. „Grænfáninn er ein- ungis veittur til tveggja ára í senn og það þarf að setja fram markmið og standa við þau. Landvernd kemur síðan og metur ár- angurinn,“ segir Auður. „Við erum búin að standa okkur mjög vel síðustu tvö ár, við höf- um stöðugt verið að bæta okkur, aðallega í því að virkja nemendur og einnig vorum við að bæta allt umhverfisstarf, líka í rekstr- inum.“ Auður segir að undanfarin ár hafi starfs- fólk og nemendur einbeitt sér að því að bæta umgengni, jafnt innanhúss sem utan, minnka orkunotkun og magn úrgangs sem fer frá skólanum. „Krakkarnir voru að rifna úr stolti í gær yfir skólanum sínum, enda er þátttaka þeirra og ábyrgð mikil. Vonandi færa þau þetta starf svo heim til sín.“ Staðið við sett markmið Ljósmynd/Tryggvi Felixson Grænfánanum fagnað: Umhverfisráðherra afhenti fulltrúa nemenda, Andra Rafni Ottesen, og skólastjóra Fossvogsskóla, Óskari S. Einarssyni, fánann, fyrir hönd Landverndar, að við- stöddum Þórólfi Árnasyni borgarstjóra og Stefáni J. Hafstein, formanni Fræðsluráðs. Fossvogsskóli hlýtur grænfána Landverndar í annað sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.