Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 11
sem maður hefur aldrei sagt neinum frá.“ Guðlaugur var nokkurn tíma að gróa sára sinna. Um sumarið 1984 fór hann að vinna í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. „Ég var ekki orðinn rosalega góður í fótunum, en maður stappaði þetta í rólegheitunum. Ég er með ör á löppunum, en ber þess ekki önnur merki líkamlega að hafa lent í þessu.“ Örygginu hefur fleygt fram Eftir Helliseyjarslysið nefndi Guðlaugur að það hefði breytt miklu ef Hellisey hefði verið búin sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbáta. Guðlaugur var spurður hvort hann teldi mikið hafa áunnist í öryggismálum sjómanna á und- anförnum tuttugu árum? „Það hafa orðið töluverðar framfarir. Slysavarnaskóli sjómanna er ákaflega mik- ilvægur, eins og oft kemur fram í máli þeirra sem bjargast úr hrakningum. Þyrlan hefur líka sannað sig sem björgunartæki. Þegar við lentum í þessu var þessi sjálfvirki sleppibún- aður að koma. Það gekk hálf brösuglega að koma honum í gegn og ég hef aldrei skilið hvers vegna. Ég hélt að öll viðbót við öryggið væri til bóta. Sigmundsbúnaðurinn hefði örugglega nýst okkur og breytt töluverðu. Björgunarbáturinn hefði skilað sér upp, ef allt hefði verið í lagi. Jafnvel hefði skipstjór- inn getað losað bátinn með einu handtaki. Það var búið að tala um að setja þennan bún- að í hjá okkur á Hellisey en ekki búið að því. Tilkynningaskyldan var ekki eins skilvirk á þessum árum og nú. Menn trössuðu að nota hana, gleymdu því og sumir vildu hreinlega ekki taka þátt í henni. Þessi sjálfvirki til- kynningarbúnaður sem nú er kominn í bátana er mjög flottur. Ég hef lent í því að hann hafi bilað um borð og það er hringt með það sama til að athuga hvað sé að gerast. Björgunarbúningarnir eru líka mjög góðir. Hluti af því að fara í Slysavarnaskólann er að maður fer að hugsa öðruvísi um þessi mál. Nú er ég að taka meirapróf á bíl og þar er verið að taka aksturinn í gegn hjá manni. Maður verður öðruvísi ökumaður eftir. Það er sama og með sjómenn, það þyrfti að senda þá á einhverra ára fresti í Slysavarnaskólann í upprifjun svo menn standi klárir þegar á reynir. Það skiptir miklu að kunna að bregð- ast rétt við. Menn hafa engan tíma til að rifja upp þegar allt er komið í kalda kol. Þá þurfa viðbrögðin að vera fumlaus.“ Örugglega 17 ára Guðlaugur kom í land í október síðast- liðnum eftir mörg ár til sjós. Hann veit ekki hvort landlegan verður til frambúðar, en starfar nú sem vélstjóri hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja og annast frysti- og kælivélar. „Ég er eini vélstjórinn og þar af leiðandi yfir sjálfum mér – og svo skiptir maður sér af öllu öðru,“ segir Guðlaugur. Hann aflað sér skip- stjórnarréttinda og lærði einnig plötu- og ketilsmíði á sínum tíma, en er hann líka vél- stjóramenntaður? „Þegar ég sótti um starfið hjá Ísfélaginu var mér sagt að ráðningarskilyrðin væru að maður væri orðinn 17 ára og hefði „common sense“ (almenna skynsemi) til að bera. Ég svaraði því til að ég væri örugglega orðinn sautján, en ekki viss um hitt – og fékk starf- ið.“ Guðlaugur er í sambúð með Maríu Teged- er, sem á dæturnar Diljá og Sæunni. Barna- börnin eru orðin þrjú, Daníel Andri er fjög- urra og hálfs árs og þann 19. maí síðastliðinn eignuðust systurnar sína dótturina hvor með þriggja stunda millibili. Þær litlu fengu nöfn- in Ester María og María Ósk. Guðlaugur er því þrefaldur afi. „Það er svo skondið að ég hef aldrei orðið pabbi, nema sem fósturpabbi, en svo verð ég afi langt á undan mörgum jafnöldrum mínum. Svona er lífið, það er óútreiknanlegt,“ segir Guðlaugur og brosir. Þau Guðlaugur og María reka Gistiheimilið Maríu við Brekastíg í Vestmannaeyjum. Gistiheimilið er opið árið um kring og starfar María við reksturinn yfir sumarið en bregður sér í fiskvinnslu yfir veturinn þegar minni eftirspurn er eftir gistingu. Aðspurður um tómstundir segist Guð- laugur aðallega helga sig fjölskyldunni í frí- stundum. „Við erum með ágætis lóð og höfum verið að dunda í henni. Svo þegar maður á tvo gamla „kofa“ [íbúðarhúsið og gistiheim- ilið] þá er nóg að gera við að klambra. Mér þykir ekkert leiðinlegt að smíða. Okkur þykir líka gaman að ferðast, þótt það sé ekki beint heillandi kostur í dag að fara til útlanda. Við höfum ferðast svolítið um Evrópu, meðal ann- ars Þýskaland en María er hálfur Þjóðverji. Ég hafði aldrei komið til Þýskalands fyrr en við María kynntumst. Ég er mjög hrifinn af Þjóðverjunum, þótt ég haldi ekki með þeim í fótbolta! En ég er hrifinn af aganum og regl- unni á hlutunum; allt hreint og fínt. Maður getur stillt úrið eftir járnbrautarlestunum. Venjulega höfum við farið utan þegar líður á sumarið. Í haust ætlum við að fara til Króatíu með Starfsmannafélagi Ísfélagsins.“ Eldar eftir innblæstri Það orð fer af Guðlaugi að hann sé snilld- arkokkur. Er eitthvað til í því? „Mér finnst ekkert leiðinlegt að elda,“ seg- ir Guðlaugur hógvær. „Ég hef mjög gaman af að skoða uppskriftir en fer svo ekkert eftir þeim. Hræri saman hinu og þessu.“ Guð- laugur segist elda eftir innblæstri og því sem til er í ísskápnum. Þótt hann eldi sama rétt- inn tvisvar er hann ekki viss um að maturinn bragðist eins í bæði skiptin. Það þýðir því ekkert að biðja um uppskriftir. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi en það hefur bjargast hingað til. Ég elda ekki eftir frönsku línunni, það er yfirleitt nóg til og allir verða saddir. Mér þykir gaman að elda úr humri, skötusel, kola en þykir ýsan kannski síst. Á annan í jólum síðastliðinn buðum við María stórfjölskyldunni í mat. Það voru bara fiskréttir, sem var mjög vel þegið í öllum kjöttremmanum. Ég held ég hafi verið með fimm tegundir og við Steini mágur, Þorsteinn Þorsteinsson, stóðum í fimm tíma við að elda.“ Guðlaugur hefur oft verið kokkur til sjós og fer ekki sögum af því að neinum hafi orðið misdægurt. Hann fékk þó sinn skammt af rövli út af matnum, eins og tilheyrir, en kunni ráð við því. „Einu sinni var ég kokkur á Særúnu ÁR. Við vorum tveir félagar sem gáfum okkur í að vera til sjós yfir þjóðhátíð og hófust miklar verðlaunaveitingar strax á föstudeginum, þegar við vorum að bæta okkur upp þjóðhá- tíðarleysið. Þá voru kjúklingar í matinn, ham- borgarhryggur á laugardeginum og á sunnu- deginum ætlaði ég að hafa nautalundir. Ég var búinn að taka lundirnar út og þær voru að jafna sig á bakka í eldhúsinu. Þá kom einn í eldhússlúguna og gólaði hvort nú yrði ekki loksins eitthvað ætt í kvöldmatinn. Ég setti lundirnar inn í ísskáp svo lítið bar á og sótti bjúgu í frystinn og sauð um kvöldið. Það var ekki kvartað yfir matnum meira – en þeir fengu lundirnar daginn eftir.“ að fara héðan Morgunblaðið/Sigurgeir Guðlaugur skaddaðist á fótum við að ganga berfættur yfir úfið hraunið. Mynd- in er tekin í byrjun apríl 1984, um þremur vikum eftir slysið. Guðlaugur í fjörunni þar sem hann kom að landi. Myndin er tekin í maí 1985. Guðlaugur með barnabarnið Daníel Andra við minnisvarðann um Hellis- eyjarslysið og björgun Guðlaugs. gudni@mbl.is Friðþór Guðlaugsson veitti Guðlaugi, syni sínum, ómetanlega hjálp eftir slysið. Myndin var tekin á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 15. mars 1984. ’Þarna voru strákar sem áttu konur og börn, en ég var einhleypur. Ég velti því fyrir mér hvers vegna mér var hleypt í gegn en ekki þeim.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 11 ’ Í ákvörðun minni felst hvorki gagn-rýni á Alþingi né ríkisstjórn og ekki held- ur efnisleg afstaða til laganna sjálfra.‘Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands, synjaði lög- um um fjölmiðla staðfestingar. ’ Fyrirtækin, og sérstaklega ríkið,koma fram við þetta fólk eins og hvert annað einnota dót sem afskrifa má sem dauða hluti við tiltekinn aldur.‘Runólfur Ágústsson , rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir eldra fólk eiga undir högg að sækja á vinnumarkaði. ’ Ég tel að við verðum að viðurkenna aðekki var staðið að valinu á fullkomlega réttan hátt.‘Kofi Annan , framkvæmdastjóri SÞ, fagnaði nýrri rík- isstjórn í Írak en gagnrýndi aðdraganda hennar. ’ Þarna eru enn ofbeldishneigðir mennsem vilja stöðva allar framfarir. Aðferðir þeirra hafa ekki breyst. Þeir vilja drepa saklaust fólk og brjóta niður viljastyrk al- mennings. Þeim mun ekki takast að brjóta niður viljastyrk okkar.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði uppreisn- armenn í Írak vilja að nýrri ríkisstjórn mistækist. ’ Þessi landbúnaðarstefna sem er rekinhér í landinu er þess eðlis að fólk sættir sig við að borga hærra verð.‘Jón Garðar Ögmundsson , eigandi McDonald’s vöru- merkisins hér á landi, segir ofurtolla og gjöld til rík- isins skýra næsthæsta verð í heimi á Big Mac- borgara. ’ Íslenskir embættismenn sækjamenntun sína annað hvort til Bandaríkj- anna eða til landa Evrópu þar sem menn hafa verið skeptískir í garð Evrópusam- runans, t.d. í Bretlandi og Danmörku. Þeir hafa ekki sótt sína menntun á meg- inland Evrópu. Það sama má segja um þá íslensku stjórnmálamenn sem sótt hafa menntun sína erlendis. Ég held að hug- myndafræðileg áhrif skipti þarna máli.‘Baldur Þórhallsson , dósent í stjórnmálafræði, segir að bakgrunnur og sérkenni íslenskra valdamanna geti að einhverju leyti skýrt afstöðu þeirra til Evrópusam- runans. ’ Það er komin hér upp fullkominóvissa, óvissuástand sem ég hélt ekki að gæti skapast hér og við verðum að fá tíma til að vinna okkur út úr því.‘Halldór Ásgrímsson , formaður Framsóknarflokks- ins,um synjun forseta. ’ Það hefur verið efnt hérna til ófriðar.Sjálfstæðisflokkurinn fyrir sitt leyti mun ekki taka neinn þátt í slíkum ófriði.‘Davíð Oddsson , formaður Sjálfstæðisflokksins, um synjun forseta. ’ En þróunin og ástandið í sextíu árbenda til þess hvert viðhorfið hefur verið allan þennan tíma um vald forsetans í löggjafarmálum. Það er ekki neitt.‘Þór Vilhjálmsson , fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að forseti verði við það að una að samkvæmt stjórnarskránni hafi hann engin völd. ’ Getur þetta verið skýrara? Ég er þáekki læs ef þetta er ekki skýrt.‘Sigurður Líndal , prófessor, efast ekki um völd for- seta til að synja lagafrumvörpum staðfestingar. ’ Forsetinn telur að hann þurfi að komasökinni yfir á einhvern og það gerir hann óbeint með því að biðja Tenet að segja af sér.‘Stansfield Turner , fyrrum forstjóri bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, telur að forsetakosningar í Banda- ríkjunum eftir 5 mánuði séu kveikjan að því að George Tenet hættir sem forstjóri CIA. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/RAX Látið reyna á stjórnarskrána Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til- kynnir á fréttamannafundi á Bessastöðum að hann hyggist ekki undirrita fjölmiðlalögin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.