Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 16

Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 16
16 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það var óneitanlega undarleg tilfinning að heyra íslenska þjóðsönginn óma í steikjandi hita á flugvellinum í Kabúl á þriðjudag, þegar Íslensku friðargæslunni var formlega afhent stjórn vallarins fyrir hönd NATO. Stjórn vallarins er stærsta verkefni Íslensku friðargæslunnar frá upphafi, en alls eru nú 17 Íslendingar að störfum í Kabúl. Þeir klæð- ast norskum herbúningum með íslenska fánann á öxlinni, bera tignarheiti að hætti hermanna og vopn. Níutíu lengdargráður skilja Ísland og Afganistan að og var ferðalag Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og íslensku sendinefndarinnar til Kabúl ansi langt. Ferðin stóð alls í um 56 klukku- tíma, þar af voru 32 í flugvél. Fyrst var flogið með vél Flugmálastjórnar til Kölnar, þaðan með vél þýska flughersins til Úsbekistan og loks yfir Hindu Kush fjöllin sem gnæfa allt upp í rúmlega 7.000 metra hæð, yfir til Afganistan í C-160 herflugvél þýska hersins. Bin Laden, fylgismenn Al-Quaeda og talibanar fela sig í fjöllunum og var þýska vélin sem ráðherra ferðaðist í með eldflaugavara – því allur er varinn góður. Íslendingar hafa skuldbundið sig til að stjórna flugvellinum í Kabúl í eitt ár, en búist er við að Íslendingar verði þar að störfum í að minnsta kosti eitt ár. Ætlunin er að Afganar taki síðan við stjórn vallarins og er hlutverk Íslendinganna m.a. að þjálfa heimamenn. Slökkviliðið, sem er einnig stjórnað af Íslendingum, hefur 26 Afgana í þjálfun, þar af sex öldunga. Í Afganistan njóta menn meiri virðingar eftir því sem aldurinn færist yfir og skeggið verður síðara og því var ekki talið hyggi- legt að sniðganga þá eldri. Þegar sendinefndina bar að garði á þriðjudag var einn öldunganna að læra að sprauta vatni og annar þreif slökkviliðsbíl með kústi. Hvorki meira né minna en 45 tonn af hjálpargögnum frá Íslandi voru flutt með fragtvél á vegum utanríkisráðu- neytisins til Kabúl af þessu tilefni. Rauði kross Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar safnaði hjálpargögnunum hér á landi og munu þau koma í góðar þarfir í Afganistan, einu fátækasta landi heims. Friðargæsluliðar: Stæðilegir fulltrúar Íslands í Afganistan að lokinni athöfn á þriðjudag. Alls eru sautján Íslendingar þar að störfum. Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir Byssan: Íslensku friðargæsluliðarnir eru klæddir norskum eyðimerkurherbún- ingum, með íslenskan fána saumaðan í öxlina og byssu í hulstri. Feðraveldi: Afganskir öldungar læra handtökin við slökkviliðsstörf. Alls eru 26 Afganar í þjálfun hjá slökkviliðinu á flugvellinum. Stund milli stríða: Ferðalagið var um 56 tímar, þar af 32 í flugi. Hér fær utanrík- isráðherra sér kríu á leiðinni yfir Hindu Kush-fjöllin við landamæri Úsbekistan. Hjálpargögn: Hermenn aðstoðuðu við að afferma íslensku fraktvélina. Þessir kassar eru hluti af gjöf lyfjafyrirtækisins Actavis, sem gaf eitt tonn af berkla- og sýklalyfjum að verðmæti um tíu milljónir íslenskra króna. Þjóðsöngurinn: „Ó, Guð vors lands“ og heilsað að hermannasið. Að hermanna sið  Staðurinn | Flugvöllurinn í Kabúl Rispur Eftir Nínu Björk Jónsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.