Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
J
ón Baldur Hlíðberg var á barnsaldri þegar hann
byrjaði að teikna dýr, einkum fugla, og teiknaði
ekkert annað fram eftir aldri, að eigin sögn. Svo
rammt kvað að þessari áráttu snáðans að heill
veggur í herberginu hans var þakinn fuglamynd-
um sem málaðar voru úr málningarafgöngum. Á
unglingsárum dró mjög úr teikniáráttunni en þeg-
ar Jón Baldur komst á þrítugsaldurinn fór hann aftur að föndra
með blýant og liti. „Ég var skikkaður í myndlistarnám af fyrrver-
andi vinnuveitanda mínum, Ingþóri Haraldssyni,“ segir Jón Baldur.
„Ég á Ingþóri æði margt að þakka. Hann sagði einu sinni: Jón
minn, þú mátt teikna eins og þú vilt í vinnunni með einu skilyrði.
Þú skilur þetta allt eftir!“ Jón Baldur fór á teikninámskeið í Mynd-
listarskóla Reykjavíkur og síðan í Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands. Honum þótti námið ekki henta sér eftir fyrsta árið og hvarf
úr skóla. Jón Baldur sneri þó aftur til MHÍ og þá sem kennari og
leiðbeindi nemum á fyrsta ári í náttúruteikningu í allmörg ár. En
hvers vegna teiknar hann aðallega dýr?
„Dýrin heilla mig. Þetta byrjaði allt saman með fuglunum. Í dag
eiga fiskarnir mig óskiptan. Ég verð ekkert hissa ef fiskarnir verða
það sem ég geri mest af og best um ævina. Ég gæti vel hugsað
mér að mála fiska það sem eftir er.“
Margir prentgripir
Fyrsti prentgripurinn sem Jón Baldur vann var stórt veggspjald
með fuglamyndum fyrir Náttúrufræðifélagið. Í kjölfarið fylgdu fleiri
verkefni. „Ísfygla séra Sigurðar Ægissonar var fyrsta bókin sem
ég myndskreytti alfarið, þar eru pennateikningar af íslenskum
fuglum,“ segir Jón Baldur. „Á sama tíma var ég byrjaður að mála
myndir í stóru fuglabókina, Íslenskir fuglar, sem kom út 1998.“ Auk
ofantalinna verkefna málaði Jón Baldur m.a. myndir í fuglaskoð-
unarbókina Birdwatching in Iceland, einar 57 myndir í Sjávarnytjar
við Ísland, myndir í bókina Íslenskir hvalir fyrr og nú og um 40
myndir í bókina Nature in Northern Europe sem Norræna ráð-
herranefndin gaf út 2002. Þá hefur hann unnið mikið fyrir Náms-
gagnastofnun, teiknað frímerki og gert fræðsluefni.
Jón Baldur segir að bókin Íslensk spendýr hafi orðið til í beinu
framhaldi af Íslenskum fuglum. „Ég var búinn að tala fyrir því að
farið yrði í góða bók um íslensk spendýr. Það hefur ýmislegt verið
skrifað en það eru lítt aðgengilegar bækur fyrir almenning. Ég
vona að við fáum enn fleiri bækur um íslenska náttúru. Það er ein
af forsendum þess að þjóð okkar takist að varðveita þær gersem-
ar sem við eigum. Á undanförnum árum höfum við farið af-
skaplega illa með þennan arf. Það er full þörf á að fólk fái gögn í
hendur sem duga til að kveikja áhuga og um leið virðingu fyrir
þessu umhverfi og gersemum sem við eigum. Evrópubúar eru
búnir að tapa þessu og Bandaríkjamenn að tapa sinni ósnortnu
náttúru. Við áttum mikið en erum óðum að tapa því. Enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það þarf oft ekki nema eina að-
gengilega bók inn á heimili til að kveikja áhuga hjá börnunum á
náttúrunni og umhverfinu. Það var svo í mínu tilfelli og ég veit um
fleiri á sama báti í þessum umhverfis- og náttúrugeira.“
Um þessar mundir hefur Jón Baldur lokið við um 250 myndir í
bók um íslenska fiska og á um 100 eftir. Er munur á að mála fiska
og fugla?
„Fuglarnir lifa í dálítið svipuðum heimi og við – heimi lita og
tóna. Þegar ég fer að mála spendýr og fiska verð ég áþreifanlega
var við að flest sjá bara í svarthvítu. Munstur eru frábær, en lita-
spjaldið er miklu fátæklegra í spendýrum og fiskum en fuglum.
Spendýrin reyna miklu meira á teiknihæfileikana en fuglarnir. Fugl-
arnir eru huldir fjaðraham en eftir því sem dýrið er snögghærðara,
því betri teiknari verður maður að vera til að gera því skil. Hestar
og snögghærðir hundar hafa alltaf þótt mikil áskorun fyrir teikn-
ara. Fólk hefur líka á tilfinningunni hvernig þessi dýr eiga að líta út.
Ef ég er að mála fisk, sem næstum enginn hefur áður séð, get ég
leyft mér margt. En maður verður að vanda sig við að mála ís-
lenskan hest.“
Dauðar fyrirsætur
Myndirnar málar Jón Baldur gjarnan eftir fyrirmyndum, ýmist
nýdauðum dýrum eða uppsettum hömum og plöntunum ný-
tíndum eða þurrkuðum. Eins styðst hann við ljósmyndir og skoðun
í náttúrunni. „Það hafa komið inn í skúr hjá mér meira en 250 teg-
undir af fiskum. Ég er búinn að handleika hami og uppsetta fugla
svo hundruðum ef ekki þúsundum skiptir. Nær allar mínar plöntur
hef ég málað eftir eintökum og ljósmyndum. Ég hef gjarnan farið í
Grasagarðinn í Laugardal til að skoða plöntur. Yfirleitt nota ég all-
ar fyrirmyndir sem hönd á festir, þótt eintakið sem slíkt sé alltaf
langbesta heimildin. Ég hef fundið vitleysur í myndlýsingum og
getað rakið uppruna þeirra. Fyrir nokkrum árum málaði ég til
dæmis stórkjöftu eftir eintaki. Þetta er sjaldgæfur fiskur sem fáir
hafa séð. Ég sá að myndin mín var að einu leyti öðruvísi en stór-
kjöftumyndir í öðrum bókum. Mér tókst að rekja vitleysuna aftur á
18. öld þegar teiknari einn hafði tengt saman tvo ugga, sem í raun
eru aðskildir. Teiknarar síðari tíma höfðu svo apað vitleysuna hver
eftir öðrum.“
Fagmennska eða list
Jón Baldur hefur haldið eina einkasýningu og var með samsýn-
ingu með norskum frænda sínum, myndhöggvaranum John Thor-
leif Josefsen, í Hafnarborg á liðnu hausti. Jón Baldur segir að sér
sé ekki kappsmál að halda sýningar.
„Ég hef alltaf fyrst og fremst litið á mig sem myndlýsi, ill-
ustrator, fremur en myndlistarmann. Sumir eru alltaf að setja á
mig listamannsstimpilinn. Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli. Ég
nálgast viðfangsefnin sem fagmaður og er stoltur af því að vera
handverksmaður. Það er síðan sögunnar að leiða í ljós hvort ég
eigi að vera myndlistarmaður á vegg eða fyrst og fremst mynd-
lýsir á þrykki.“
Að koma
lífinu á blað
Jón Baldur Hlíðberg er myndskreytir á sviði
náttúrufræði og einkum dýralífs af öllu tagi.
Nýjasta afrek hans á því sviði eru mynd-
irnar í bókinni um íslensk spendýr.
Morgunblaðið/ÞÖK
Jón Baldur Hlíðberg hefur sérhæft sig í að teikna og mála dýr
og plöntur.
P
áll Hersteinsson, sem er pró-
fessor í spendýrafræði við
Háskóla Íslands, segir að
bókin um íslensku spendýrin
sé á fjórða hundrað síður að
stærð í stóru broti. Hann
segir að bókin sé ætluð öllum
Íslendingum sem hafa áhuga
á spendýrum. Þetta er þriðja
bókin í alfræðiritröð Vöku-Helgafells. Áður
hafa komið út bækur um íslenska fugla og ís-
lenskar eldstöðvar. Í nýju bókinni er gerð
grein fyrir á sjötta tug tegunda sem telja má
íslensk spendýr. Auk þess er sagt frá öllum
ættbálkum spendýra til að gefa lesendum yf-
irsýn yfir mikla fjölbreytni þessa dýraflokks.
Bókin er ríkulega skreytt vatnslitamyndum
eftir Jón Baldur Hlíðberg, auk útbreiðslu-
korta og annarra skýringarmynda. Höfundar
texta eru þrettán talsins og allir sérfróðir,
hver á sínu sviði. Auk þess að ritstýra verkinu
ritar Páll meira en þriðjung textans og skrif-
ar m.a. um ættbálka spendýranna, tófuna og
margt fleira.
„Ég held að bókin gagnist best námsfólki,
bæði í efri bekkjum grunnskóla, framhalds-
skóla og á fyrstu árum í háskóla. Við höfum
lagt á það mikla áherslu að heimilda sé all-
staðar getið svo að þeir sem vilja kafa dýpra í
efnið geti það,“ segir Páll.
Ættbálkar og tegundir
Bókin skiptist í þrjá meginhluta: Í þeim
fyrsta er fjallað um þróun, sögu og einkenni
spendýra. Síðan er farið yfir alla ættbálka
spendýra og einkenni þeirra. Í viðamesta bók-
arhlutanum eru sérstakir kaflar um öll þau
spendýr sem hægt er að kalla íslensk.
„Þarna er fjallað um allar hvalategundir
sem við vitum að koma nokkuð reglulega á Ís-
landsmið og eru þær eitthvað á þriðja tuginn.
Eins þær selategundir sem kæpa hér og þær
sem koma reglulega að Íslandsströndum. Þá
er sagt frá villtum spendýrum, húsdýrunum
og dýrum sem flutt hafa verið inn í þeim til-
gangi að rækta hér, jafnvel þó að það hafi
mistekist. Samanber sauðnaut, þvottabjörn
og frettu (ferret),“ segir Páll. Fretta er tamið
afbrigði af marðartegund sem gengið hefur
undir nafninu þefvesla eða illir. Að sögn Páls
voru frettur tvisvar fluttar hingað til lands
snemma á 20. öldinni. Á árunum 1910–12 kom
eitt par og 1936–7 komu 39 dýr. Eitthvað var
flutt út af frettuskinnum næstu árin en síð-
ustu dýrunum mun hafa verið lógað 1943 og
lagðist þá frettueldi af hér á landi.
Páll segir að talsvert hafi verið ritað um ís-
lensk spendýr allt frá því tímamótaverk
Bjarna Sæmundssonar kom út árið 1932, en
þekkingunni fleygi ört fram. Nokkur ár eru
frá því ákveðið var að gera þessa bók. „Jón
Baldur Hlíðberg er aðalhvatamaðurinn að
þessu verki,“ segir Páll. „Mestur krafturinn
hefur verið í þessu undanfarin tvö ár og verk-
ið keyrt áfram.
Það hafa verið gerðar heilmiklar rann-
sóknir á íslenskum spendýrum á und-
anförnum 25 árum. Rannsóknir á selum, hvöl-
um, minkum, refum og hreindýrum hófust
hér á svipuðum tíma, um 1980. Þessi nýja bók
færir okkur fram til dagsins í dag hvað varðar
þekkingu á íslenskum spendýrum. Auk þess
er fjallað í henni almennar og meira um teg-
undirnar á heimsmælikvarða en gert hefur
verið í íslenskum bókum til þessa.“
Sérstaða Íslands
Að sögn Páls er efnið tekið nýjum tökum í
bókinni, miðað við eldri bækur. Engar ljós-
myndir eru í bókinni heldur eru allar dýra-
myndir vatnslitamyndir Jóns Baldurs Hlíð-
bergs. Myndirnar eru mjög lýsandi fyrir
hverja tegund, t.d. þar sem munur er á kynj-
um eru bæði kynin oftast sýnd. Auk þess
gerði Jón fjölda skýringarmynda sem auð-
velda lestur textans. Þá eru í bókinni út-
breiðslukort á heimsvísu fyrir hverja dýrateg-
und og þar sem við á er einnig útbreiðslukort
fyrir Ísland. Ýmsar tölulegar upplýsingar eru
settar fram með myndrænum hætti. Í sumum
tilvikum eru skífurit notuð til að sýna æti,
fæðuval og fleiri þætti í lífi tegundanna. En
hvað einkennir íslensku spendýrafánuna?
„Hún einkennist af fábreytni í land-
spendýrum en mikilli fjölbreytni sjávarspen-
dýra,“ segir Páll. „Hvað varðar landspendýrin
að minnsta kosti er lítil samkeppni við aðrar
skyldar tegundir sem gerir að verkum að út-
breiðslan verður yfirleitt mjög mikil. Við
sjáum að tegundir, sem sums staðar annars
Fábreytt á landi, fjölbreytt
Páll Hersteinsson, prófessor og ritstjóri bókarinnar Íslensk spendýr.
Ný bók um íslensk spendýr er komin út. Þar er safnað miklum
fróðleik og fallegum myndum af á sjötta tug haf- og landdýra.
Guðni Einarsson ræddi við Pál Hersteinsson prófessor, sem rit-
stýrði bókinni, um ritverkið og heim dýranna.