Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Löndin á Pýreneaskaga hafajafnan hleypt ólgu í blóð Ís-lendinga og tengjast þauminningum og þjóðmála-umræðum með ýmsum hætti. Spánska veikin, ein eftirminnileg- asta og mannskæðasta farsótt sem hér geisaði, í lok fyrri heimsstyrjald- ar. Saltfisksala íslenskra útvegs- manna. Fullhugar í þeirra flokki sendu seglskip með „Bacalao“ frá Bíldudal og ýmsum öðrum höfnum beint til Spánar. Spænsku vínin, sem flutt voru inn og rufu skarð í vín- bannsmúra fátækrar þjóðar og ruddu braut drykkjuskapar. Spánverjar kröfðust þess að Íslendingar keyptu af þeim vín svo jafna mætti verslunar- viðskipti með þeim hætti vegna salt- fiskkaupa þeirra. Hversvegna datt engum í hug að þurrka hornasir ís- lenskra barna, sem gengu með græna vilsu í nösum þegar kom fram á út- mánuði? Grænmetisverslun ríkisins skammtaði stjúpmóðurlega fáeina ávexti, með eftirgangsmunum. Það voru helst framsóknarmenn og stöku alþýðuflokksmaður, sem sáust hlaupa með rúsínukassa úr sölustofnun grænmetis við Sölvhólsgötu. Sjónvarpið sýndi í fyrra þátt frá Bíldudal. Þar var ekki minnst einu orði á Pétur Thorsteinsson, Bíldu- dalskónginn, sem sendi Bacalao-skip sín seglum þöndum til Bilbao og ým- issa hafna á suðrænum sólarströnd- um. Sjónvarpið ræddi við dægurlaga- söngvara um kjól Hallbjargar Bjarnadóttur á minjasafni og var það góðra gjalda vert, en sniðgekk bæði Pétur Thorsteinsson og Þorstein Erl- ingsson, hvað þá að minnst væri á sól- arlagið og „sædjúpin köld“, sem blik- uðu í ljóði Þorsteins um Arnarfjörð. Hrafnar Óðins Huginn og Muninn hétu hrafnar Óðins. Þeir færðu honum fregnir. Thor Jensen, sem best verður lýst með því að þegar allir aðrir hugsuðu í hundruðum, þá voru öll hans hundruð a.m.k. stórt hundrað. Stórt hundrað var 120. Thor hlaut að nefna skip sín eftir hröfnum Óðins. Hann sagði Valtý Stefánssyni frá skipakaupum sínum í samtali, er Valtýr skráði. Eins og vænta mátti kemur Valtýr víða við í frásögn þeirri er hann skráir eftir frásögn Thors. Elsti bróðir Thors Jensens, Alfred Raavad, kom í kynnisferð til Íslands. Þeir bræður urðu samferða til Ameríku, en þar átti Alfred uppkomna syni. „Við bræður urðum nú samferða til Bandaríkjanna og heimsóttum syni Alfreds, en tíminn til skemmtiferða var takmarkaður, því að ég hafði mörgu að sinna. Fyrst og fremst þurfti ég að komast til New Orleans vegna skipakaupanna. Ólafur Davíðs- son útgerðarmaður í Hafnarfirði hafði nokkru áður fest þar kaup á flutningaskipinu „Francis Hyde“, sem síðar var selt Ólafi Johnson stór- kaupmanni o.fl. Ekki féllu mér þó þau skip, sem þar voru á boðstólum. Kol voru dýr um þetta leyti og oft ekki fá- anleg. Varð það því úr, að ég festi kaup á tveimur seglskipum, skonn- ortum, er síðar fengu nöfnin „Hug- inn“ og „Muninn“. Fann ég þær í Boston. „Muninn“ hét áður „George B. Cluett“, 300 smálestir að stærð. Hafði áður verið notaður til rann- sóknaferða í Norðurhöfum, framúr- skarandi traustbyggt skip með 80 hestafla hjálparvél. „Huginn“ var hinsvegar nýtt skip, 400 smálestir að stærð. Bæði skipin komu til Íslands í ársbyrjun 1917 með matvörur á veg- um ríkisstjórnarinnar. Næstu árin notaði Kveldúlfur þessi skip til fisk- flutninga og farnaðist þeim vel.“ Thor rekur áhugaverða sögu salt- fiskverkunar og nefnir ýmsar verk- unaraðferðir. Þeim Kveldúlfsmönn- um tókst að efla svo saltfisksölu til Spánar að fiskmerki þeirra „K“ naut sérstakrar virðingar og trausts. Thor segir svo frá starfslokum sín- um í Kveldúlfi: „Um það leyti sem ég hætti störf- um í Kveldúlfi var fyrirtækið orðið mjög stórt eftir íslenzkum mæli- Íslenskt seglskip í suðrænni „sólarlandaferð“ Sjómannadeginum er fagnað víða um land í dag og hafa margir sjómenn sett sinn svip á söguna. Pétur Pétursson rifjar hér upp saltfisksiglingar og þætti úr sögu nokkurra sjómanna. Högni Högnason, síðar vitavörður, var einn af skipshöfn Hugins í Spánarferð- inni. Hann er hér í hópi sjómanna, sem heiðraðir voru fyrir þátttöku í baráttu sjómanna. Högni er lengst til hægri. Ragnar Guðlaugsson, bryti og veitingamaður, var í Spánarferð Hugins. Hann er hér í hópi veitingamanna. Ragnar er annar frá hægri. SÍMI 522 6500 • FAX 522 6501www.ir. is • ir@ir. is G Ú ST A -2 0 0 4 Nemendur sem ljúka grunnskólaprófi í vor: Innritun: 10. og 11. júní, kl. 10–16. Innritun í fjarnám: Innritun í fjarnám stendur yfir á vef skólans – www.ir.is/fjarnam Innritun í kvöldskóla: Innritun í kvöldskóla hefst 1. júní á vef skólans – www..ir.is/kvoldskoli Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK I N N R I T U N Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Málmtæknisvið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Sérsvið: Bókband Grafísk miðlun Ljósmyndun Prentun Veftækni Netstjórn Tækniteiknun Margmiðlunarskólinn 2ja ára nám þar sem umsækjendur þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, lokið námi af listnámsbrautum, tölvubrautum, stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Grunnnám bíliðna Málmtæknibraut Gull- og silfursmíði Tölvusvið Tölvubraut Sérsvið: Forritun Netkerfi Byggingasvið Grunnnám bygginga- og Húsasmíði Húsgagnasmíði mannvirkjagreina Múrsmíði Veggfóðrun Málaraiðn Rafiðnasvið Grunnnám rafiðna Rafvirkjun Rafeindavirkjun Rafveituvirkjun Rafvélavirkjun Símsmíði Hönnunarsvið Listnámsbraut Almenn hönnun Hársnyrting Klæðskurður Kjólasaumur Almennt svið Almennar námsbrautir Nám til stúdentsprófs Sérdeildasvið Sérdeild Nýbúabraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.