Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hagnýting innlendrar orku í líftækni Opinn kynningarfundur um möguleika til nýtingu á raforku, vetni og jarðvarma í líftækni. Mánudagur, 7. júní 2004, kl. 15-17 í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Rvk. Ávarp Iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur. Ávarp Sendiherra Þýskalands, Johann Wenzl. Dr. Jakob K. Kristjánsson, Prokaria. „Raforka og jarðvarmi sem hráefni fyrir framleiðslu líftækniafurða: prótein, plast og ensím“. Prof. Dr. Botho Bowien, Georg-August-Universität Göttingen. „High biotechnological potential of hydrogen-utilizing bacteria“. Dr. Anne Pohlmann, Humboldt-Universitaet zu Berlin. „Life on hydrogen - Three hydrogenases with distinct functions in Ralstonia eutropha“. Prof. Dr. Alexander Steinbüchel, Westfälische Wilhelms-Universität, Münster. „Biodegradable plastics and other biopolymers from Ralstonia eutropha“. Dr. Herrmann Heumann, Silantes GmbH, München. „Bacterial growth under explosive conditions“. Dr. Jóhann Örlygsson, Háskólinn á Akureyri. „BioHydrogen - The use of anaerobic thermophilic bacteria for hydrogen production“. Að fundinum standa Prokaria, Háskólinn á Akureyri og GenoMik Network Göttingen, með stuðningi Alexander von Humboldt félagsins og Sendiráðs Þýskalands. Í Þögninni veltir höfundur fyrir sér hvernig alheimurinn varð til úr þögninni, þegar Guð hafði ekki enn fæðst og hvar staðsetja eigi okkur mennina í sköpuninni. Hann skoðar hvernig við tengjumst tilfinningaböndum, eldumst, verðum bæði ást og hatri að bráð, deyjum þegar kraftar okkar þverra og spyr hvert förinni sé haldið þaðan. Í upphafi hvers ljóðs er tilvitnun í Níundir eftir heimspekinginn Plótínos. Ljóðin birtast hér á fjórum tungumálum; á frummálinu katalónsku, á spæn- sku, frönsku og íslensku. Hér gefst tækifæri til þess að skoða hvernig ljóð flytjast á milli tungumála, sem og túlkanir þýðenda og sjá hvernig tungumál setja þeim ólíkar skorður eftir því hvert tungmálið er. HÁSKÓLAÚTGÁFAN www.haskolautgafan.is F ullstór skammtur að pæla í listsöfnum í Washington, Norfolk, Baltimore og New York heila 14 daga, sosum frá fullnógu að segja. Og í upphafi skal farið hratt yfir sögu og hermt í stórum dráttum af sjálfri ferðinni til að fá samhengi í greinarflokk og önnur skrif til hliðar. Að þessu sinni var ferðalagið hugmynd Tryggva Ólafssonar, málara í Kaupmanna- höfn, og kom í kjölfar þess að Helgi Ágústsson sendiherra hafði ein- hvern tíma á góðri stund boðið hon- um og spúsu að gista í sendiráðsbú- staðnum, en þeir munu vel kunnugir. Oftar hefur það verið skrifari sem í áranna rás hef- ur átt uppá- stungu að ýms- um ferðum okkar á vit stór- viðburða í Evrópu, en það er annað mál. Ferðalangana bar að til Wash- ington að kvöldi 17. maí og strax morguninn eftir vorum við komin á stjá, stefnan fyrst tekin á hið nafn- kennda Philips-safn í nágrenni Kalorama-hverfisins, þar sem ótal sendiráð hafa aðsetur. Næst var það Þjóðlistasafn kvenna, þar var ný- opnuð mikils háttar sýning á nor- rænni hönnun, og loks Þjóð- listasafnið. Fyrsta spottann gengum við í steikjandi hita og á vegi okkar urðu margar glæsilegar og vel hannaðar byggingar sem tóku at- hygli okkar óskipta. Kalorama er komið úr grísku, útleggst fagurt út- sýni og réttnefni. Yfirstéttarhverfi en byggingarnar einkennir mun frekar traustleiki og hugmynda- auðgi en íburður. Nokkrir forsetar hafa búið þar, svo sem Herbert Hoover, Franklin Delano Roosevelt, Warren Harding, William Taft og Woodrow Wilson, jafnframt upp- götvuðum við á heimleið í leigubíl að spöl neðar íslenzku sendiráðsbygg- ingunni er heimili Rumsfelds, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, en hópur manna var að veifa spjöldum til stuðnings honum fyrir framan bygginguna. Thor Thors, fyrsti sendiherra íslenzka lýðveldisins, var svo stórhuga og framsýnn að kaupa hús í hverfinu, gera að sendi- herrabústað og ekki í kot vísað. Mikilvægt að vera miðsvæðis í díplómatíinu, sjálfri hringiðunni, og hljóta viðurkenningu annarra. Mikið um að vera í húsinu er okkur bar að eitt kvöldið, um að ræða móttöku til heiðurs heimssamtökum kvenna í forystu með þátttöku Kim Camp- bell, forsætisráðherra Kanada (1993), og Madeleine K. Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Læddumst upp til okkar en vorum fljótlega drifin nið- ur af sendiherranum, móttökunni að ljúka og Albright nýfarin. Meðal þess sem Helga hugkvæmdist að gera fyrir okkur var heimsókn til Evelin Stefánsson, hinnar öldnu ekkju Vilhjálms Stefánssonar land- könnuðar, sem býr í listamanna- hverfi Georgetown, innan um þétt- pakkaða veggi af mörgum helstu módernistum 20. aldar. Stórt mósa- íkverk eftir Chagall í garðinum, jafnframt aka okkur alla leiðina til Norfolk á vit merkilegs einkasafns Walters P. Chrystlers Jr. Sonur hins virta bílahönnuðar og forseta Buick-samsteypunnar með sama nafni, varaforseta General Motors og stofnanda Chrysler-samsteyp- unnar. Philips-safnið reyndist í gagn-gerðri endurnýjun þannigað einungis örfáir salir eruopnir almenningi og verður svo þar til framkvæmdum lýkur að nokkrum árum liðnum. Næstu dag- ana urðum við meira en vör við að fleiri söfn eru í endurnýjun; hið fræga portrettsafn þannig verið lok- að um skeið og ekki opnað aftur fyrr en 2010, Corcoran-safnið aðeins opið að hluta, auk þess auðséð á sumum safnanna að ýmsar deildir hafa verið færðar í nýjan búning, sýningarmunirnir ólíkt aðgengi- legri. Það sem helst vakti athygli okkar er við gengum um sali neðstu hæðar Þjóðlistasafnsins var sýning á stórum kolteikningum núlista- mannsins Jim Dine af gipsstyttum, gerðum í Glyptotekinu í Kaup- mannahöfn 1988. Fékk bógurinn sérstakt leyfi safnstjórnarinnar til að teikna í sölunum eftir lok- unartíma. Gjörningurinn vakti undrun og athygli núlistamanna í Kaupmannahöfn og raunar listheim- inum öllum. Þetta gerðist á sama tíma og verið var að ryðja teikning- unni út af borðinu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, til hags fyrir flipp og klára hugmyndafræði, lengi þótt úrelt á þeim stað ef ekki dauða- dómur að teikna eftir gipsstyttum. Byggt hefur verið nýtt og veglegt hús yfir safnið handan Constitiut- ion-breiðgötunnar, gangfært neð- anjarðar á milli, öðru megin stór bókabúð, minjagripasala og veit- ingabúð, hinu megin minni bókabúð og minjagripasala. Nýbyggingin mikill og veglegur arkitektúr hið ytra en hins vegar kuldalegri að- komu og illa farið með rýmið, for- höllin risastórt gímald en sýning- arsalirnir litlir og takmarkaðir. Jöfn og góð aðsókn að safninu eins og öll- um öðrum sem við heimsóttum og yfirfullt á náttúrusögu- og vís- indasafninu, hvarvetna biðraðir á öllum hæðum. Hvað Þjóðarsögu- safnið áhrærir, National Museum of American History, áttum við eftir alla neðstu hæðina eftir heilan dag og þó fullhratt farið yfir sumar deildir að mínu mati. Minnist ég þess að er ég var þarna fyrir 39 ár- um var aðstreymi á söfn Smith- sonian-stofnunarinnar þokkalegt en engan veginn þessi yfirgengilegi mannfjöldi, hefur þannig margfald- ast og sem áður getur víða verið að bæta aðgengið og stækka söfnin til að mæta þörfinni. Hér auðsær hinn stóraukni áhugi almennings víða um heim á listum og sjálfu umhverfinu, ásamt vaxandi þjóðernisvitund þvert á allt tal um heimsþorpið, einkum í jaðarlöndunum. Hafi ferðalöngunum þóttheitt fyrsta daginn varokkur nóg boðið þá næstuer hitinn komst upp í 35 gráður, guðsfegin að komast inn á söfnin og þeirra frábæru loftkæl- ingu, en er út kom síðla dags var líkast sem gengið væri inn í steik- arofn. Þetta voru vænir dagar í Wash- ington, og haldið árla dags 27. maí til Baltimore, meiningin að nota hann á hinu fræga listasafni borg- arinnar. Komin í flughöfnina kom babb í bátinn því af ótta við hryðju- verk var búið að fjarlægja alla skápa til bráðabirgðageymslu far- angurs! Þótti okkur þetta súrt í brotið og hræðsluáróðurinn ganga fulllangt, okkur alls ókunnugt um að al Kaída samtökin væru í hernaði við flugfarangur, töldum að tækni- væddustu þjóð heims væri í lófa lag- ið að gegnumlýsa farangur til varð- veislu í nokkrar klukkustundir. Flugvöllurinn einnig þannig í sveit settur að fáir hefðu þörf fyrir slíka þjónustu frekar en í Leifsstöð. Lausnin var að taka leigubíl á safnið með heila klabbið og gekk greiðlega að fá það tryggilega geymt til lok- unar. Á flugvellinum skildu leiðir;Tryggvi og Gerður héldutil Íslands en ég áfram tilNew York. Tók þá önnur píslarsaga við hvað mig snerti, því jafn strangt eftirlit hef ég ekki gengiðí gegnum frá því á landamær- um Sovétríkjanna og Austur Þýska- lands fyrir margt löngu; hlutirnir hafa snúist við og það í heilan hring. Jafnt leitað í peninga- sem farseðla- veskinu, öllu, stóru sem smáu, snúið við, ég drifinn úr jakkanum og leit- arpriki brugðið undir iljar og upp eftir líkamanum, var í þunnum jakka og engu innanundir þannig að ég var nakinn niður að mitti, sem vakti nokkra athygli og augnagotur. Í ljósi væntanlegra forsetakosninga má búast við að hræðsluáróðurinn magnist enn til muna og leit verði hert, jafnvel svo að menn verði að fara úr buxunum og þá eins gott að vera í einhverju innanundir. Er ég losnaði úr þessum hremmingum og var kominn nokkuð áleiðis í útkallið uppgötvaði ég að veskið var ekki á sínum stað og greip mig panik og hugðist snúa við, fann það þó um síðir í hliðarvasa en vinnubrögðin með öllu forkastanleg í þessari mynd, naumast um skarpskyggnt og vel þjálfað fagfólk að ræða. Var feginn að setjast í biðsal í enda flug- stöðvarinnar en þá tók við undarleg sjón; til vinstri sá í langa og renni- lega skutlumeð Pittsburg sem áfangastað en til hægri litla og kol- svarta sem bera átti mig og fleiri til New York, líkast himnafari í kirkju- garða háaloftanna, kom þó hinum örfáu farþegum heilu og höldnu á jarðbundinn áfangastað. Undarleg tilfinning að fljúga í beinni línu eftir skipalæginu vestan megin borg- arinnar og hafa alla skýjakljúfana fyrir neðan sig í stað ofan fyrrum. Málmfuglinn flaug svolítið ofar borginni, sveigði svo til austurs og lenti loks á La Guardia flugvell- inum, og von bráðar var ég kominn á hótelið mitt á 47. götu vestur. Sunnudagurinn 30. maí vareftirminnilegasti dagur far-arinnar, fór þá fótgangandiá Whitney-safnið og hina ár- legu framúrstefnusýningu. Biðröð náði kringum hálft húsið, en af því þurfti ég ekki að hafa áhyggjur, hitt óvænt að sjá bæði málverk og teikn- ingar sem fullgilda núlist innan um þetta venjulega flipp, myndbönd og hugmyndalist. Þar næst var þrammað áfram og á 88. götu þar sem til húsa er Gyðingasafn, þar ný- opnuð mikil og frábær sýning á verkum Amadeo Modigliani, hin fyrsta í New York, og biðröðin engu minni, stendur til 24 september. Á Guggenheim-safninu var allt ró- legra enda engin stórsýning í gangi og nýbyggingin lokuð, en er ég nálgaðist Metropolitan-safnið var slíkur manngrúi á tröppunum miklu að mig sundlaði. Við sunnudags- lokun safnsins klukkan 17.30, ann- ars opið til 21.00 alla daga nema mánudaga, var ég staddur yst uppi á annarri hæð og er ég svo barst með fjöldanum niður tröppurnar sá ég yfir meira mannhaf en ég hef áð- ur litið á safni. Fólk streymdi úr öll- um álmum hins mikla safns og mjakaðist hægt að útgöngudyr- unum. Þótt um eitt stærsta ef ekki stærsta listasafn í heimi sé að ræða er viðbótarbygging á dagskrá. – Þannig gerist þetta úti í hinum stóra heimi. Á ferð og flugi Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Myndataka á Madison Ave. AF LISTUM Eftir Braga Ásgeirsson bragi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.