Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
5. júní 1994: „Á sjó-
mannadegi að þessu sinni
geta sjómenn og raunar
landsmenn allir fagnað
tveimur merkilegum áföng-
um í öryggismálum sjó-
manna. Hinn fyrri er sá, að
ríkisstjórnin hefur tekið
ákvörðun um kaup á stærri
þyrlu fyrir Landhelgisgæzl-
una, sem skiptir sköpum í
björgunarstarfi hennar.
Fyrir nokkrum mánuðum
kom skýrt í ljós, þegar sjó-
slys varð við Austurland,
hvílík þörf er á stórri og
öflugri björgunarþyrlu. Nú
er það mál í höfn og mark-
ar tímamót í öryggismálum
íslenzkra sjómanna.
Hinn markverði áfanginn
í öryggismálum sjómanna,
sem ástæða er til að fagna
á þessum sjómannadegi er
sjálfvirka tilkynningakerfið,
sem þróað hefur verið af ís-
lenzkum vísindamönnum og
unnið verður skipulega í að
koma fyrir í íslenzkum
skipum á næstu árum.
Þetta kerfi mun marka
þáttaskil í öryggismálum
sjómanna um leið og það á
að geta orðið arðvænleg út-
flutningsvara.“
. . . . . . . . . .
6. júní 1984: „Í almennum
umræðum er meira rætt
um heimilið og skólann eða
atvinnulífið og skólann
heldur en kennara og skól-
ann. Nýafstaðið þing Kenn-
arasambands Íslands dreg-
ur hins vegar athyglina að
síðasta atriðinu. Ljóst er að
meðal kennara er megn
óánægja með kaup og kjör
sem beinist í senn gegn
stjórnvöldum og stétt-
arsamtökum opinberra
starfsmanna, BSRB. Telja
kennarar sér fyrir bestu að
fara af stað með sjálfstæðar
aðgerðir og augljóst er að
það eru samantekin ráð
þeirra að búa þannig um
hnúta að þeir geti horfið frá
störfum næsta haust eftir
lögmætan uppsagnarfrest.
Reiðin og óróinn sem stafar
af lágum launum kennara
hefur óhjákvæmilega slæm
áhrif á skólastarf og and-
rúmsloftið í skólunum.
Menn þurfa ekki að vera af-
burða glöggskyggnir til að
átta sig á því að þeir sem
eru óánægðir með það sem
þeir bera úr býtum fyrir
vinnu sína inna hana ekki
af hendi af sömu alúð og
þeir sem telja sig fá hæfi-
lega umbun fyrir erfiðið.
Með þessu er ekki verið að
væna kennara um að sinna
ekki skyldum sínum heldur
er vakið máls á staðreynd
sem vinnuveitendur og í
þessu tilviki skattgreið-
endur hljóta að íhuga.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þ
að ríkir vargöld á Íslandi.
Talsmátinn í opinberum um-
ræðum er verri nú en hann
hefur verið áratugum sam-
an. Hugsanlega er hann
áþekkur nú og hann var,
þegar verst lét í upphafi
kalda stríðsins á sjötta ára-
tugnum en sennilega verður að leita aftur til
þess tímabils í íslenzkum stjórnmálum, sem
kennt er við Jónas Jónsson frá Hriflu til sam-
anburðar.
Það er erfitt að greina ástæðurnar fyrir
þessu. Þjóðin er betur menntuð og betur upp-
lýst en hún var fyrir hálfri öld og rúmlega það.
Ætla mætti að menntunarstigið eitt hefði hafið
umræðuvenjur landsmanna upp á hærra plan en
svo virðist ekki vera. Blaðamannastéttin er
miklu betur menntuð en hún var og kann betur
til verka, en þrátt fyrir það fara vinnubrögð að
sumu leyti versnandi í fjölmiðlum. Varnaðarorð
Einars Benediktssonar um að aðgát skuli höfð í
nærveru sálar eru að engu höfð í fjölmiðlum á
Íslandi í dag. Virðing fyrir staðreyndum er að
hverfa. Bullið í sumum ljósvakamiðlanna er yf-
irgengilegt.
Alþingi er því miður ekkert betra. Á und-
anförnum vikum hefur borið við að einstaka
þingmenn hafa talað á þann veg, að ætla mætti
að þeir hefðu talið sér skylt að biðjast afsökunar
á ummælum sínum. Svo er ekki. Þeir, sem hlut
eiga að máli, taka það sérstaklega fram, að þeir
sjái enga ástæðu til þess.
Þessi tónn í opinberum umræðum hefur leitt
til þess, að stór hópur af fólki vill alls ekki taka
þátt í þeim, skirrist við að lýsa skoðunum sínum
af því að það vill ekki kalla yfir sig þær svívirð-
ingar, sem þeir hinir sömu geta búizt við. Þeir
alþingismenn eru jafnvel til, sem vilja ekki taka
þátt í opinberum umræðum vegna þess eitraða
andrúmslofts, sem ríkir í landinu, og einkennist
af tortryggni og skorti á umburðarlyndi.
Til eru þeir, sem telja að þetta sé gott og já-
kvætt. Þjóðin sé að fara í gegnum einhvers kon-
ar hreinsunareld. Það er barnaskapur að halda
að svo sé. Það er ekkert jákvætt við það, að nei-
kvætt andrúmsloft ríki á milli manna. Slíkt leið-
ir ekki til betra þjóðfélags heldur verra. Enda
er til töluverður hópur af fólki á Íslandi nú um
stundir, sem veltir því fyrir sér hvort ekki fari
bezt á því að flytja af landi brott.
Það er kominn tími til að almenningur bindist
samtökum um að upp verði teknir almennir
mannasiðir í opinberum umræðum. Stjórnmála-
menn og blaðamenn eiga að ganga þar á undan
með góðu fordæmi. Stjórnendur fjölmiðla geta
haft þar mikil áhrif með því að leyfa ekki um-
ræður á vettvangi sinna fjölmiðla, sem aug-
ljóslega eru brot á löggjöf um ærumeiðingar.
Tjáningarfrelsi er eitt. Ærumeiðingar annað.
Það er hluti af mannréttindum fólks að þurfa
ekki að sæta svívirðingum á opinberum vett-
vangi. Um það ættu m.a. dómstólar að hugsa,
sem hafa átt þátt í að ryðja veginn fyrir þessar
umræðuvenjur með ótrúlegu „frjálslyndi“ í laga-
túlkun.
Hlutverk
forseta
Í raun og veru hafa
sjaldan eða aldrei far-
ið fram alvarlegar
umræður í 60 ára
sögu íslenzka lýðveldisins um hlutverk og stöðu
forseta og forsetaembættisins. Þeir, sem því
hafa gegnt hafa mótað embættið með sínum
hætti en flestir þeirra eiga það sameiginlegt að
hafa farið fram af mikilli varúð og þar með virð-
ingu fyrir embættinu. Hafi landsmenn verið
sammála um eitthvað í þessu sambandi hefur
það verið sameiginleg afstaða um að forseti Ís-
lands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar.
Á það meginhlutverk og skyldu hafa forsetar Ís-
lands lagt áherzlu þar til nú.
Ólafur Ragnar Grímsson rauf þá hefð fyrir
nokkrum dögum. Ákvörðun hans um að vísa
svonefndum fjölmiðlalögum til þjóðaratkvæða-
greiðslu er fyrst og fremst pólitísk tækifær-
ismennska. Hún hefur ekkert með að gera háleit
sjónarmið um að standa vörð um tjáningarfrelsi
þjóðarinnar. Með þeirri ákvörðun hefur forset-
inn eyðilagt möguleika sína á að gegna því hlut-
verki að vera sameiningartákn þjóðarinnar.
Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta
árið 1996 hafði hann lengi verið einn umdeildasti
stjórnmálamaður þjóðarinnar. Það er ekkert
ljótt við það að vera umdeildur stjórnmálamað-
ur. En þegar af þeirri ástæðu var ljóst, að hon-
um mundi reynast erfitt að ná þeirri stöðu að
verða forseti þjóðarinnar allrar. Hins vegar má
færa rök að því, að hann hafi lagt sig fram um
það framan af forsetaferli sínum og náð nokkr-
um árangri í því. Fljótt fór þó að bera á tilhneig-
ingum forsetans til þess að blanda sér inn í
deilumál líðandi stundar á þann veg, sem mörg-
um, m.a. Morgunblaðinu, þótti ekki við hæfi.
Forsetinn hefur vafalaust gert þetta vísvitandi.
Hann hefur vilja láta á það reyna hvar þolmörk-
in væru. Það er erfitt að skilja tilganginn með
þessu. Auðvitað hefur alla tíð verið ljóst, að
gerði forseti Íslands tilraun til að færa út vald-
svið sitt, m.a. í skjóli óljósra ákvæða stjórn-
arskrár, mundi Alþingi fyrr eða síðar taka af
skarið, ná samkomulagi um breytingar á stjórn-
arskrá og leita eftir stuðningi þjóðarinnar við
þær breytingar. Það er fásinna af forseta að
halda að hann geti breytt þeirri stöðu embættis
forseta Íslands að vera valdalaust sameining-
artákn þjóðarinnar. Enda á hver maður að geta
verið sæmdur af því að vera kjörinn til þessa
embættis og gegna því um skeið sem slíkur.
Í sögu embætta ríkisstjóra og forseta á Ís-
landi hefur á ýmsu gengið og það tilvik, sem nú
er komið upp er ekki hið fyrsta í sögunni, þar
sem alvarlegur ágreiningur kemur upp á milli
Alþingis og þjóðhöfðingja en Halldór Blöndal
forseti Alþingis hefur réttilega bent á, að slíkur
ágreiningur er nú risinn og að þessu sinni op-
inberlega.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með
forsetum Þýzkalands, sem eru þingkjörnir en
ekki þjóðkjörnir. Sumir þeirra hafa náð sterkri
stöðu meðal þýzku þjóðarinnar með því að tala
til hennar um háleit siðferðileg markmið í lífi
hennar og sögu.
Að öðru jöfnu gæti forseti Íslands átt mikinn
þátt í því að beina umræðuháttum Íslendinga
inn í jákvæðari og uppbyggilegri farveg en hann
er nú. Að öðru jöfnu gæti forseti Íslands lagt
sitt af mörkum til þess að hreinsa út það eitraða
andrúmsloft, sem nú ríkir í landinu.
En núverandi forseti getur það ekki vegna
þeirrar stöðu, sem hann hefur sjálfur komið sér
í. Hann hefur sjálfur skapað stjórnkerfiskreppu
í landinu eins og Jón Baldvin Hannibalsson,
sendiherra, spáði fyrir átta árum, að verða
mundi ef ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar
yrði beitt af hálfu forseta.
Ákvörðun forsetans hefur orðið til þess að
magna deilur um allan helming og voru þær
nógar fyrir. Er það hlutverk forseta?
Morgunblaðið er ekki sammála sjónarmiðum,
sem skotið hafa upp kollinum við og við, ekki
sízt á undanförnum mánuðum um að leggja eigi
forsetaembættið niður. Það er alveg ljóst, að
forsetaembættið sem slíkt er í hávegum haft
meðal þjóðarinnar. Að vísu þarf að gæta þess,
að tilstandið í kringum það verði ekki of mikið
og að allur umbúnaður þess einkennist af þeirri
hófsemd sem hæfir fámennri þjóð. Þeir sem
gegna því hverju sinni verða að gæta þess, að
missa ekki tengslin við grasrótina í þjóðfélaginu.
Vel má vera að umgengni við kóngafólk hér og
þar geti verið eftirsóknarverð en forsetar á Ís-
landi mega aldrei gleyma því hverjir þeir eru og
verða að gæta sín á því að gera sér ekki of háar
hugmyndir um sjálfa sig. Yfirleitt hefur þeim
tekizt það bærilega. „Séð og heyrt“-væðing for-
setaembættisins, sem eitt sinn var nefnd, er
óæskileg en þar er ekki við forsetann einan að
sakast. Fjölmiðlar geta átt þar mikinn hlut að
máli með því, hvernig þeir fjalla um forsetann
og embættisfærslu hans. Forseti Íslands á t.d.
að geta um frjálst höfuð strokið í ferðum sínum
án þess að hafa skara ljósmyndara á eftir sér
hvar sem hann kemur. Fjölmiðlar eiga að virða
rétt forsetans til einkalífs.
Mestur friður hefur ríkt um forsetaembættið,
þegar aðrir hafa gegnt því en stjórnmálamenn.
Ásgeiri Ásgeirssyni tókst þó að skapa frið um
sig og embættið eftir fyrsta kjörtímabilið en þó
fyrst og fremst eftir fyrstu tvö kjörtímabilin.
Fyrir svo sem tveimur árum var hægt að líta
svo á, að Ólafi Ragnari mundi takast það sama
en þær vonir eru því miður foknar út í veður og
vind.
Forsetakosningar fara fram síðar í þessum
mánuði. Frambjóðendur eru þrír. Sem fram-
bjóðendur til forseta eru þeir allir jafnsettir. Á
milli þeirra hlýtur að ríkja fullkomið jafnræði
m.a. í aðgengi að fjölmiðlum.
Misskilinn
fögnuður
Forystumenn stjórn-
arandstöðuflokkanna
og margir fleiri hafa
fagnað ákvörðun for-
setans um að vísa fjölmiðlalögunum til þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Sá fögnuður sýnir fyrst og
fremst hversu skammsýnir þeir eru og hversu
ríka tilhneigingu þeir hafa til þess að láta stund-
arhagsmuni ráða ferð. Auðvitað á það að vera
skylda allra þingmanna að standa vörð um stöðu
Alþingis. Þegar forseti tekur fram fyrir hendur
Alþingis er hann að rýra stöðu Alþingis. Það
SJÓMANNADAGUR
Stundum mætti ætla, ef tekið ermið af því, sem mest er rættopinberlega um þessar mundir,
að sjávarútvegur skipti ekki lengur
máli á Íslandi. Að landsmenn lifi fyrst
og fremst á ýmsu öðru en þó alveg
sérstaklega á bankastarfsemi, alla
vega ef horft er á hagnaðartölur
bankanna.
Allt er þetta hins vegar yfirborð.
Við Íslendingar lifum enn á fiski, á
fiskveiðum og fiskvinnslu. Fiskur er
grundvöllur afkomu okkar.
Það er hyggilegt að minnast þess á
sjómannadaginn. Að enn sem fyrr
eru það sjómennirnir, sem draga
björg í bú og þeirra vinna leggur
grundvöll að velmegun okkar sem
þjóðar.
Fleira hefur komið til. Bæði áliðn-
aður, bankastarfsemi og ýmsar aðrar
atvinnugreinar, sem hafa skotið fleiri
stoðum undir afkomu okkar. Eftir
sem áður er fiskurinn kjarninn.
Við erum fiskimenn og eigum að
vera stolt af því. Ísland er stór ver-
stöð og við eigum að vera stolt af því.
Sjómennskan er í blóði okkar Ís-
lendinga, hvort sem við erum sjó-
menn eða ekki.
Það er athyglisvert og segir ein-
hverja sögu um þjóðarsálina, að það
hefur dofnað yfir hátíðahaldi á ýms-
um hátíðisdögum þjóðarinnar eins og
t.d. fullveldisdeginum 1. desember,
sem háskólastúdentum var trúað fyr-
ir að sjá um, en þeir hafa ekki ræktað
nógu vel. Hins vegar hefur aldrei
dofnað yfir sjómannadeginum. Hann
er alltaf jafnmikill hátíðisdagur og
hann hefur alltaf verið um land allt.
Það er fagnaðarefni.
Þær fjölskyldur eru margar á Ís-
landi enn í dag, sem eiga um sárt að
binda vegna þess, að einhverjir ná-
komnir hafa farizt við störf á sjó. Þau
sár gróa seint og minningar um þá at-
burði hverfa aldrei úr huga þeirra,
sem hlut eiga að máli. Í þeim efnum
skiptir ekki máli, hvort það gerðist
fyrir tíu árum, fimmtíu árum eða
hundrað árum.
Íslendingar nútímans eiga ekki að
gera lítið úr sjómennskuarfleifð
sinni, heldur þvert á móti halda henni
á lofti. Unga fólkið, sem elzt upp í
þéttbýli suðvesturhornsins, hefur
gott af því að vita hvaðan það er kom-
ið. Að forverar þeirra lifðu á því að
stunda sjóinn við lífshættulegar að-
stæður og kröpp kjör.
Morgunblaðið flytur sjómönnum
og þjóðinni allri árnaðaróskir á sjó-
mannadaginn.
SKATTALÆKKANIR OG
ALMANNAÞJÓNUSTA
Í ræðu á fundi miðstjórnar Fram-sóknarflokksins í fyrradag sagði
Halldór Ásgrímsson, formaður
flokksins, að enginn ágreiningur
væri á milli stjórnarflokkanna um
skattalækkanir en bætti við:
„Það er hins vegar alveg ljóst að
samfara þessu verðum við að gæta
þess að halda áfram að styrkja al-
mannaþjónustuna, þannig að hún
geti áfram þjónað göfugu hlutverki
sínu fyrir alla landsmenn óháð bú-
setu eða efnahag.“
Þetta er rétt hjá Halldóri Ás-
grímssyni. Mörgum þykir nóg um
hversu hart hefur verið gengið að
ýmsum þáttum velferðarkerfisins.
En alveg sérstaklega er ástæða til
að minna á, að hér á Íslandi býr til-
tölulega lítill hópur þjóðfélagsþegna
við bágan hag. Á undanförnum mán-
uðum hefur komið fram, að um 100
einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu
séu heimilislausir og sumir þeirra
fársjúkir.
Við þurfum að beina athyglinni að
þessum hópi og gera ráðstafanir til
þess að bæta kjör þessa fólks frá
því, sem nú er. Í velmegun nútímans
er óviðunandi að lítill hópur sam-
borgara okkar njóti þeirra velgengni
ekki nema að mjög litlu leyti.