Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 33
getur vel verið að það geti verið fagnaðarefni
fyrir Össur Skarphéðinsson, Steingrím J. Sig-
fússon og Guðjón Arnar Kristjánsson, að forseti
Íslands gangi til liðs við þá á þessari stundu í
baráttu þeirra gegn núverandi ríkisstjórn. En
það er hægt að ætlast til þess af forystumönn-
um stjórnmálaflokka, að þeir geri sér grein fyrir
því að það kemur dagur eftir þennan dag og það
kemur forseti eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Þeir
geta átt eftir að komast í ríkisstjórn og þeir geta
átt eftir að upplifa að annar forseti, sem hefur
aðrar stjórnmálaskoðanir en þeir – því að Ólafur
Ragnar er skoðanabróðir þeirra Össurar og
Steingríms J. í stjórnmálum og fyrrverandi
samherji og flokksbróðir – nýti sér það for-
dæmi, sem Ólafur Ragnar hefur skapað og
blandi sér í stjórnmáladeilur líðandi stundar á
þann veg, sem þeim fellur ekki.
Þess vegna er óhjákvæmilegt að þingmenn
komi sér saman um endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Meginverkefni í slíkri endurskoðun er að
fella niður tvö stjórnarskrárákvæði. Annað er
26. greinin og hitt er ákvæðið, sem heimilar rík-
isstjórnum að setja bráðabirgðalög. Síðarnefnda
ákvæðið gat átt við, þegar samgöngur voru erf-
iðar en ekki lengur. Nú er hægt að kalla þing
saman með örfárra daga fyrirvara. Inn í nýja
stjórnarskrá þurfa að koma ákvæði um að sam-
eiginlegar auðlindir þjóðarinnar séu sameign
hennar. Slíkt ákvæði er nú í lögum varðandi
fiskimiðin en sjálfsagt er að stjórnarskrárbinda
það lagaákvæði og þá á þann veg, að það nái til
allra sameiginlegra auðlinda.
Að öðru leyti þarf að skýra stöðu forseta Ís-
lands í stjórnarskránni og taka af allan vafa um
hvert hlutverk hans er. Slíkar stjórnarskrár-
breytingar þurfa ekki að verða neitt sérstakt
deiluefni. Það hefur aldrei verið uppi sú skoðun
á Íslandi, að forseti Íslands eigi að hafa eitt-
hvert sérstakt vald umfram það, sem í því felst
að vera þjóðkjörinn þjóðhöfðingi, sem gegnir því
hlutverki að vera sameiningartákn þjóðarinnar
og koma fram fyrir hennar hönd inn á við og út
á við. Vonandi tekst stjórnmálamönnunum að
hefja sig upp yfir dægurþras og sameinast um
þessar breytingar.
Um hvað snúast
þessar deilur
Það er svo alvarlegt
umhugsunarefni um
hvað þær deilur snú-
ast, sem hafa staðið
hér undanfarnar vikur og mánuði. Tilefni þeirra
er að ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem á
að koma í veg fyrir að allir einkareknir fjöl-
miðlar á Íslandi fyrir utan Morgunblaðið verði á
einni hendi. Morgunblaðið trúir því ekki að það
sé vilji þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna,
sem hafa snúizt gegn þessum lögum, að hér
skapist sams konar ástand og er að verða á Ítal-
íu, þar sem Berlusconi á nánast alla einkarekna
fjölmiðla. Raunar er óhugsandi að það sé vilji al-
mennings í landinu.
Því hefur verið haldið fram, að með fjölmiðla-
lögunum sé stefnt að því að hefta tjáningarfrels-
ið á Íslandi. Hvernig stendur á því, að stjórn-
málamenn og fjölmiðlamenn láta sér svona orð
um munn fara? Er ekki alveg ljóst, að þá fyrst
er tjáningarfrelsið í hættu, ef eignarhald á fjöl-
miðlum verður of þröngt?
Enn og aftur trufla stundarhagsmunir og
pólitísk tækifærismennska dómgreind forystu-
manna stjórnarandstöðuflokkanna. Afstaða
þeirra byggist á barnalegri ánægju yfir því, að
fjölmiðlum Norðurljósa er augljóslega beint
gegn ríkisstjórninni. En hvað mundi gerast ef
skyndilega yrðu eigendaskipti á fjölmiðlum
Norðurljósa og þeim yrði beitt gegn stjórn-
arandstöðunni? Annað eins hefur gerzt. Frétta-
blaðið, DV og Stöð 2 eru allt fjölmiðlar, sem
hafa skipt um eigendur og hið sama getur gerzt
aftur. Það getur líka gerzt að hagsmunir Norð-
urljósa breytist og að fyrirtækið eigi meiri sam-
leið með núverandi stjórnarflokkum en hingað
til.Um skeið var það yfirlýst markmið forráða-
manna Norðurljósa að setja fyrirtækið á mark-
að. Allir vita hvað getur gerzt þegar fyrirtæki
eru komin á markað. Eigendaskipti geta orðið á
einum sólarhring. Það er svo önnur saga, að það
er ekki allt fengið með því að setja fjölmiðlafyr-
irtæki á markað. Kröfurnar um arðsemi verða
svo miklar að það getur hæglega komið niður á
gæðum fjölmiðlanna. Á Norðurlöndum er mikið
rætt um ritstjórnarleg gæði fjölmiðla ekki sízt
eftir að stórar viðskiptasamsteypur fóru að
sækjast eftir því að eiga fjölmiðlafyrirtækin,
samsteypur, sem skila inn á markaðinn upp-
gjörum á þriggja mánaða fresti. Og eiga mikið
undir því, að þau uppgjör líti vel út.
Í viðskiptalífinu segja menn gjarnan, að allt
geti verið til sölu fyrir rétt verð og það getur vel
komið til þess, að einhverjir bjóði eigendum
Norðurljósa „rétt“ verð og forystumenn stjórn-
arandstöðunnar standi frammi fyrir nýjum
veruleika.
Stjórnmálamennirnir verða að vera menn til
þess að ræða mál af þessu tagi út frá „prinsipp-
um“. Það er grundvallaratriði í lýðræðislegu
þjóðfélagi, að eignarhald á fjölmiðlum sé ekki á
of fárra höndum. Og vegna þeirrar þróunar,
sem orðið hefur á vettvangi fjölmiðlanna hér var
óhjákvæmilegt að setja þau lög, sem Alþingi
samþykkti.
Sé þetta mál lagt fyrir þjóðina með réttum
hætti er engin ástæða til að óttast um niðurstöð-
una í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Íslendingar hafa aldrei viljað að einn eða tveir
einstaklingar eða fámennir hópar manna eigi
landið allt eins og nú stefnir í. Það sama á við
um fjölmiðlana í þessum efnum og viðskiptalífið
allt. Þróunin á vettvangi þess er komin úr bönd-
um. Samsteypurnar eru orðnar of stórar. Það
verður að setja þeim starfsreglur, sem koma í
veg fyrir það jafnvægisleysi, sem nú ríkir. Þeg-
ar sú ánægjulega staðreynd liggur fyrir að
stjórnarflokkarnir eru tilbúnir til að standa að
slíkri löggjöf á það ekki að vera og getur ekki
verið ágreiningsefni við flokkana á vinstri
vængnum. Þeir eiga eftir að setjast í ríkisstjórn
á ný. Þeir eiga eftir að kljást við þann vanda,
sem leiðir af því jafnvægisleysi, sem hér ríkir í
atvinnulífinu. Þeir eiga eftir að kljást við þann
vanda, sem af því leiðir, að fámennir hópar eru
að eignast Ísland allt. Það er ótrúleg skammsýni
af þeirra hálfu að grípa ekki tækifærið nú og
standa með stjórnarflokkunum að löggjöf um
stóru viðskiptasamsteypurnar og löggjöfinni um
eignarhald á fjölmiðlum. Það er ekki endilega
víst að það tækifæri gefist aftur.
Tími er til kominn, að flokksmenn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna taki þessi málefni til
nýrrar umræðu á sínum vettvangi, umræðu,
sem snýst um grundvallaratriði málsins, en ekki
pólitíska stundarhagsmuni, umræðu, sem bygg-
ist á framtíðarsýn en ekki skammsýni.
Það er augljóst, að sú staðreynd að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í rúmlega
13 ár samfellt þvælist mjög fyrir forystumönn-
um stjórnarandstöðuflokkanna og birgir þeim
sýn í þessum stóru málum. Það er hins vegar
gert út um valdastöðu bæði Sjálfstæðisflokksins
og annarra flokka í lýðræðislegum kosningum.
Það er ekki gert með því að mynda eitthvert
skammtímabandalag milli stjórnmálamanna og
kaupsýslumanna, sem í raun og veru eiga sér
engar sameiginlegar hugsjónir.
Morgunblaðið/RAX
Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt að þing-
menn komi sér sam-
an um endurskoðun
stjórnarskrárinnar.
Meginverkefni í
slíkri endurskoðun er
að fella niður tvö
stjórnarskrárákvæði.
Annað er 26. greinin
og hitt er ákvæðið,
sem heimilar rík-
isstjórnum að setja
bráðabirgðalög. Síð-
arnefnda ákvæðið
gat átt við, þegar
samgöngur voru erf-
iðar en ekki lengur.
Nú er hægt að kalla
þing saman með ör-
fárra daga fyrirvara.
Inn í nýja stjórn-
arskrá þurfa að
koma ákvæði um að
sameiginlegar auð-
lindir þjóðarinnar
séu sameign hennar.
Slíkt ákvæði er nú í
lögum varðandi fiski-
miðin en sjálfsagt er
að stjórnarskrár-
binda það laga-
ákvæði og þá á þann
veg, að það nái til
allra sameiginlegra
auðlinda.
Laugardagur 5. júní