Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 49

Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 49 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, sölustjóri fyrirtækja. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.  Sérverslun - heildverslun með 300 m. kr. ársveltu.  Bílasprautun og réttingaverkstæði. Góð tæki. 3-4 starfsmenn.  Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.  Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verk- efni og góð afkoma.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið sem viðbót við vélsmiðju eða skyldan rekstur.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Gott merki.  Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu.  Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup.  Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki.  Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Vinsæll sport- og helgarstaður.  Dagsöluturn í verslunarmiðstöð.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu- menn og stækkunarmöguleikar.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.  Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein- ingar.  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658. RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sumarútsala Í dag, sunnudag 6. júní, kl. 13-19. Sími 861 4883 Töfrateppið Allt á að seljast - hættum núverandi rekstrarfyrirkomulagi Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Bænamottur Pakistönsk Rauður Afghan 80x140 cm 90x150 200x260 cm 12-16.000 29.800 90.000 8.900 18.700 64.100 og margar fleiri gerðir. 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu KNATTSPYRNUFÉLAG Árborg- ar á Selfossi og Bónus hafa gert með sér styrktarsamning, þess efnis að Bónus mun styðja fjár- hagslega við starfsemi félagsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Bónus er aðalstyrktaraðili Knatt- spyrnufélags Árborgar og hefur samstarfið í þessi ár tekist mjög vel. „Það er mikilvægt fyrir okk- ur að hafa slíkan bakhjarl sem Bónus er og yfirmenn í fyrirtæk- inu hafa sýnt félaginu mikinn áhuga sem er mikill kostur í sam- starfi sem þessu. Kann Knatt- spyrnufélag Árborgar Bónus hin- ar bestu þakkir fyrir samstarfið og vonar að það verði sem lengst og best,“ sagði Helgi Valberg Jensson, framkvæmdastjóri fé- lagsins. Knattspyrnufélag Árborgar er nú að hefja sitt fjórða keppnisár í 3. deildinni í knattspyrnu. Þar leikur liðið í A-riðli ásamt sex öðrum liðum. Nýr þjálfari var ráðinn til félagsins í vetur, Páll Guðmundsson, sem m.a. hefur leikið með ÍBV, Leiftri, Raufoss í Noregi og Ionikos í Grikklandi. Páll hefur mikla reynslu af þjálf- un yngri flokka og þá var hann aðstoðarþjálfari Leifturs um skeið. Forsvarsmenn Bónuss, með Jó- hannes Jónsson forstjóra í far- arbroddi, hafa sýnt það frá því fyrsta verslunin var opnuð að fyrirtækið leggur mikla áherslu á að hlúa að ýmissi grasrót- arstarfsemi, s.s. barna- og ung- lingastarfi íþróttafélaga, upp- byggingu íþróttafélaga og útbreiðslu hollrar hreyfingar. Knattspyrnufélag Árborgar mun halda merki Bónuss á lofti s.s. á búningum, á vefsíðu og í fé- lagsblaði sínu. Bónus styrk- ir Árborgar- menn í knattspyrnu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikmenn á myndinni eru: F.v.: Theódór Guðmundsson í hvítum varabún- ingi liðsins og Jóhann Bjarnason fyrirliði í dökkbláum aðalbúningi. Fyrir framan sitja svo Helgi Valberg Jensson, framkvæmdastjóri Knattspyrnu- félags Árborgar, og Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss. Selfossi. Morgunblaðið. UM ÞRIÐJUNGUR ástralskra barnalækna viðurkennir í nýlegri könnun að hafa ranglega greint börn sem einhverf eða ýkt einkenni ein- hverfu, til að tryggja börnunum bæt- ur. Vefútgáfa ástralska dagblaðsins The Australian greindi nýverið frá könnuninni en Háskólinn í Queens- land stóð að henni og byggðist hún á viðtölum við fjölda barnalækna. Í Ástralíu veita yfirvöld sérstakan fjárstyrk til skóla vegna kennslu ein- hverfra barna en ef barnið greinist með önnur geðræn vandamál, t.d hegðunarvandamál eða námserfið- leika, fæst slík aðstoð ekki veitt. Læknarnir útskýrðu gjörðir sínar með því að þeir hefðu talið sig vera að hjálpa börnunum á þennan hátt. Sífellt fleiri greinast árlega með einhverfu bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Ástæður þessar- ar fjölgunar eru ekki fullkomlega þekktar en þær má að miklu leyti skýra með auknum rannsóknum á sviði einhverfu og breyttum aðferð- um við greiningu. Nú eru fleiri ein- kenni talin til einhverfu en áður og greiningin fer fram á svokölluðu ein- hverfurófi í stað þess að fólk sé greint sem annaðhvort einhverft eða ekki. Ítarlegra mat Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins og Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, eru aðstæður með öðrum hætti hér á landi en í Ástralíu. Stafar það bæði af því að hér á landi er lögð áhersla á ít- arlegt mat við greiningu einhverfu, sem fer fram hjá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og einnig af því að bætur fást greiddar hér á landi hvort sem barnið greinist einhverft eða með vægari geðræn vandamál. Greining einhverfu hér á landi bygg- ist á margs konar athugunum og við- tölum við aðstandendur og koma bæði læknir, starfsmaður svæðis- skrifstofu og aðilar á greiningarstöð að því ferli. Börn sem greinast á einhverfuróf- inu fá umönnunarbætur frá Trygg- ingastofnun. Umönnunarbótum er raðað í fimm flokka eftir því hve al- varleg fötlun eða sjúkdómar eru. Al- gengast er að einhverfa sé greind í öðrum eða þriðja flokki. Bætur sam- kvæmt öðrum flokki veita um 72 þús- und krónur á mánuði en samkvæmt þriðja flokki fást 36.500 krónur. Auk umönnunarbóta standa fjölskyldum einhverfra barna til boða ýmis úr- ræði hjá svæðisþjónustunni. Greindum tilvikum einhverfu og raskana á einhverfurófi hefur fjölgað undanfarin ár.                                " #   $  % & % Ástralskir barnalæknar Greindu börn rang- lega sem einhverf Milljónir ekki milljarðar Í frétt um fjármál Símans segir að Síminn ábyrgist alls 9,4 milljónir evra fyrir FARICE hf. og það jafn- gildi 820 milljörðum. Þetta á að sjálf- sögðu að vera 820 milljónir. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.